Vísir - 15.11.1980, Blaðsíða 6

Vísir - 15.11.1980, Blaðsíða 6
6 vísm Laugardagur 15. nóvember' 1980. r Ólafur Davídsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar svarar spurningum um verðbólguna o.ffl. í Fréttaljósinu „Ekki löggildingar- stofa fyrir eina rétta verðbólgutölu99 Veröbólga, veröbólga, verö- bólga, þaö er eins og allt okkar lif snúist um veröbólgu og þegar spakir menn segja eitthvaö um veröbólguna, hlustar þjóöin. Stjórnmálamennirnir meta verk sin á veröbólgumæli- kvaröa, þannig segja sumir þeirra aö stjórnarstefnan sé góö af þvi aö veröbólgan sé aö hjaöna, en aörir aö stefnt sé i óefni vegna þess aö veröbólgan æöi hraöar en nokkru sinni. Báöir bera Þjóöhagsstofnun fyrir rökum sinum og báöir hafa rétt fyrir sér — eöa hvaö? Fréttaljósiö lýsir á Ólaf Daviös- son forstjóra Þjóöhagsstofnun- ar og svona uppá sett spyrjum viö hvaö veröbólgan sé. „Þaö er sennilega erfiöara aö lýsa fyrirbærinu sjálfu, en aö lýsa þvi i tölum eins og venju- lega er gert,” segir Clafur, og viö krefjumst þess ekki af hon- um aö hann takist á hendur þá erfiöu lýsingu, þvi þá komast varla fleiri spurningar aö. Hann segir okkur þó til viöbótar aö al- gengasti mælikvaröinn sé visi- tala framfærslukostnaöar, og aö oröalagiö „almenn veröhækk- un” komist næst þvi aö skil- greina veröbólgu i fáum oröum. Er til algild regla um hvernig visitala er reikn- uð? „Fyrst þarf aö ákveöa hvaö eigi aö vera inni i þeirri visi- tölu.” — Hver ákveður það? „Þaö er ákvöröun þeirra, sem um þaö fjalla. Núverandi visitala er byggö á neyslukönn- un, sem var gerö 1964 af Hag- stofunni. Hagstofan kannaöi hvernig um 100 fjölskyldur i Reykjavik eyddu sinum ráöstöf- unartekjum, og út frá þvi var búin til þessi svokallaöi grund- völlur visitölu framfærslukostn- aöar. Þann grundvöll er veriö aö endurskoöa núna. Þar er ákveöiö hvaö mikiö af hverju, vöru og þjónustu er i visitölunni og þvi er haldiö óbreyttu meöan sú visitala er i gildi.” — Er það ekki röng vísitala/ sem byggð er eingöngu á neyslu Reyk- vikinga, þegar vitað er að þeir búa að sumu leyti við miklu betri kjör en aðrir landsmenn? Ég nefni Hitaveitu Reykjavíkur, sem dæmi, hún er ódýr- asta húskyndingaraðferð sem þekkist, en hún er þó leiðbeinandi um þann hátt vísitölunnar. „Þaö veröur aö greina á milli hvaö er i visitölunni og hvernig útgjöldin breytast, og þaö er þaö sem mestu máli skiptir. Þaö er rétt aö útgjaldasamsetningin getur veriö ólik i Reykjavik og úti á landi, en þótt svo sé þarf veröbreytingin ekki aö vera önnur.” — Má ekki kalla það fölsun á vísitölu, þegar þjónustukostnaði Reyk- víkinga er haldið niðri, samanber hitaveita og strætisvagnar o.fl., sem hefur áhrif á vísitölu, þegar samsvarandi þjónusta annarsstaðar hefur nærri frjálsar hendur um verðlagingu? „Fölsun er nú sennilega full sterkt aö oröi komist. Þegar lit- iö er til langs tima, held ég aö ekki sé ýkjamikill munur á hækkun taxta Hitaveitu Reykja- vikur og taxta annara hitaveitna, eöa Rafmagnsveitu Reykjavikur og annara raf- magnsveitna. Hins vegar er þaö rétt aö Hitaveita Reykjavikur er ódýrasta hitaveita landsins og þannig ve^ur hitunarkostn- aöur Reykvikinga minna i heildarútgjöldunum en annara landsmanna, ég tala nú ekki um þá sem þurfa aö hita meö oliu og þannig hefur þaö áhrif á visitöl- una. Aö vissu leyti væri æski- legra aö visitala framfærslu- kostnaöar fyrir allt landiö væri til.” — Er það ekki fram- kvæmanlegt? „Jú, ég hugsa aö þaö sé framkvæmanlegt, en þaö er þyngra i vöfum. Hagstofan geröi úttekt á þvi fyrir nokkrum árum, hvaöa iiöir væru þyngri og hverjir léttari i framfærsl- unni utan Reykjavikur. Niöur- staöan var aö i heildina væri ekki mikill munur þar á, þótt umtalsveröur munur sé á annan hvorn veginn i sumum tilfellum. — Gjaldskrá ýmissa opinberra stofnana svo sem Pósts og sima, Ríkisútvarps o.fl. hefur áhrif á vísitölu. Margar þessara stofnana kvarta nú sáran undan að gjald- skránum sé haldið svo mikið niðri, að þær geti ekki þjónað hlutverki sinu. Á þessi þróun ekki eftir að koma fram síðar, sem stökkbrey ting uppávið, með vaxandi verðbólgu i för með sér? „Hafi stofnanir ekki fengiö hækkun á sinum tekjum til jafns viö verölagsbreytingar, en út- gjöldin fylgja þeim aftur á móti, þá er tilhneigingin fyrst til aö brúa biliö meö lántökum. Þegar á aö endurgreiöa lánin, þarf annað hvort aö hækka gjald- skrárnar eða draga saman út- gjöldin. Reynslan hefur veriö sú aö mjög erfitt hefur verið aö draga saman starfsemi(þannig aö endirinn hefur oftast oröiö sá aö gjaldskrárnar eru hækkaöar. Þá kemur þetta fram sem töf i veröbólgunni, eöa þaö sem stundum er kallaö geymdur vandi.” — Nýlega var tilkynnt að dregið hefði úr hraða verðbólgunnar. Er það fyrir varanlegar efna- hagsráðstafanir stjórn- valda, eða er ástæðan geymdur vandi? „Þaö er kannski eins erfitt aö segja af hverju veröbólga hjaönar eins og að segja af hverju hún fer vaxandi. Ég held aö á þessu timabili hafi veriö um raunverulega hjöönun veröbólgunnar aö ræöa. Astæöurnar eru m.a. þær aö áhrif oliuveröshækkunarinnar i fyrra komu aöallega fram i verölagi hér á siöari hluta árs i fyrra og eitthvað framá þetta ár, en þegar fór aö liöa á hafa þau minnkaö. 1 ööru lagi hefur hækkun kauptaxta ekki fylgt hækkun visitölu. Kaupmáttur- inn hefur heldur rýrnaö á árinu og þaö hefur þau áhrif aö dregur úr eftirspurn og þeim þrýstingi, sem þaöan kemur á verölagið. Hagur rikissjóðs hefur veriö betri en undanfarin ár, þaö sem af er árinu, og þaö hefur áreiöanleg sin áhrif einnig. Miö- aö viö þaö sem var aö gerast fram eftir árinu og allt fram á siöustu vikur, var ekki ástæöa til að ætla annaö en aö þetta gæti haldiö áfram isömu átt. Ég held aö geymdi vandinn sé ekki stór þáttur i þeirri þróun.” — Hvaða áhrif hafa launahækkanirnar, sem nú hefur verið samiö um? „Meö tilliti til hvernig útflutn- ingsatvinnuvegir okkar standa, þeir hafa staöið heldur illa og ekki eru fyrirsjáanleg nein snögg umskipti á næstunni, þá er útlit fyrir aö veröbólgan vari vaxandi á ný ef ekki verður eitt- hvaöaö gert. Og þaö er mergur- inn málsins, hvaða ráöstafanir veröa gerðar. — Er fyrirsjáanlegt hvaða ráðstafanir það verða? „Þaö hefur komið fram að rikisstjórnin vinnur aö undir- búningi þeirra.” — Stjórnmálamenn segja sitt hver um verð- bólguhraðann eins og frægt er, og allir vísa í Þjóðhagsstof nun sem heimild. Er Þjóðhags- stofnun einhvers konar banki, þar sem hver stjórnmálamaður getur fengið þá niðurstöðu sem hann óskar eftir? „Ég held að hún sé jafn fjarri þvi að vera slikur banki einsog hún er ekki nein löggildingar- stofa fyrir hina einu réttu veröbólgutölu á hverjum tima. Það er eins meö veröbólguna og margt annaö, aö þaö er ekki vist aö þaö sé alltaf neitt eitt, og bara eitt, rétt i þvi. Þaö er hægt aö mæla hækkunina siöustu þrjá mánuöina og umreikna hana til eins árs. Það er ónákvæmt. Þaö er hægt aö reikna verðbólgu siö- ustu sex mánaöa. Þaö gefur vis- bendingu um hvaö sé að gerast á þeim siöustu mánuöum og þaö er hægt aö lita alveg tólf mánuöi til baka og það er algengast. Siöan koma spádómar fram i timann og þá koma enn aörar tölur.” — Það er þá hugsanlegt að allir hafi rétt fyrir sér um verðbólguhraðann, þótt þeir segi sitt hver? „Þeir hafa allir rétt fyrir sér, ef þeir taka nákvæmlega fram, hvað það er, sem þeir eru að bera saman. Er verið aö tala um meöalhækkun milli tveggja ára, um hækkun siöustu tóllf , sex, eöa þrjá mánuöi eöa jafn- vel vikunnar, sem hækkunar- aldan skellur yfir. Eins aö fram komi sama viömiöun þegar bor- in er saman þróun tveggja timabila. Sé þetta allt tekið fram, geta komiö fram mis- munandi tölur.” — Hvað á Þjóðhags- stofnun mikinn þátt í Þjóðhagsáætlun ríkis- stjórnarinnar? „Það er ekki skýrsla Þjóö- hagsstofnunar um horfur i efna- hagsmálum á næsta ári, þetta er skýrsla rikisstjórnarinnar um Þjóðhagsáætlun fyrir næsta ár en við höfum unniö aö undir- búningi hennar. — Fer hún i bága við ykkar spár? „Viö höfum ekki gefið út — sem okkar rit — spá fyrir næsta ár.” — Er raunhæft að tala um að aflétta þeim hryll- ingi sem hvilir á huga viðskiptaráðherra, þegar hann hugsar til 1. desem- ber og fresta þeim hækk- unum, sem þá eiga að taka gildi? „Þaö er eftir þvi hvað. fylgir á eftir”. — Hvað þarf að fylgja á eftir? „Þá þurfa þær ráöstafanir aö fylgja sem bæöi eru fram- kvæmanlegar og aö þær hafi einhver áhrif til hjöönunar veröbólgunnar.” — Geturðu nefnt ein- hverjar til dæmis? „Þaö er einkar erfitt aö nefna einhverjar til dæmis. En það þarf aö gripa til samræmdra aö- geröa með þaö markmiö fyrir augum aö draga úr verðbólgu en halda jafnframt nokkrum hagvexti og þar meö fullri at- vinnu. Þaö getur veriö erfitt aö sætta þessi markmiö.” — Eru þetta ekki stjórn- málin i hnotskurn? „Jú, það má segja aö þetta séu okkar efnahagsmál i hnot- skurn. Viö höfum sett okkur þessa þraut.” — Er það óleysanleg þraut? „Nei, en hún er mjög erfið.” — Starfar Þjóðhags- stofnun með Efnahags- nefnd ríkisstjórnarinnar? „Já, þaöer nú þaö. Hún er ný- tekin til starfa aftur og á þaö hefur ekki reynt nú. — Forsætisráðherra hefur ráðið sér sérstakan ráðgjafa í efnahagsmál- um. Er hann ekki ráðinn í það starf, sem Þjððhags- stofnun á að gera og er þetta ekki vantraust á stofnunina? „Ég veit ekki hvernig hans skipunarbréf er. Það skiptir heldur engu máli.Aöalatriöiö er aö viö teljum þetta góöa ráö- stöfun, eins og hún snýr aö okk- ur. Þaö kom fram I blöðum aö viö litum þessa ráöstöfun horn- auga. en ég vil gjarnan láta koma fram að svo er alls ekki. Það getur aldrei sakaö að menn leiti sér viða ráöa.” — Var ekki eðlilegra að fjölga mönnum hér? Er ekki verið að vinna sama verkiðátveim stöðum? „Ég held ekki aö verið sé aö vinna sama verkið á tveim stöö- um. Þar fyrir utan þykir mér að þaö saki ekki aö væri gert svo- litiö af þvi aö vinna sama verk á tveim stöðum. Og eins og ég segi, þá tel ég aö þessi háttur geti veriö til bóta fyrir alla að- ila.” — Myntbreyting stend- ur fyrir dyrum og menn segja að hún missi marks sem vakning á verðskyni manna, nema með fylgi ákveðnar ráðstafanir í efnahagsmálum. Hverjar eru þær? „Þá erum við komnir hring- inn og getum byrjaö samtalið upp á nýtt.” — Ertu bjartsýnn á árangur í baráttunni við verðbólguna? „A meðan viö höldum áfram aö reyna, er ég nokkuö bjartsýnn.” SV

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.