Vísir - 15.11.1980, Blaðsíða 30

Vísir - 15.11.1980, Blaðsíða 30
30 “ vmm f V^. ? f nt chifVjJJLfi í Laugardagur 15. 'nóvémber 1980. Hljóm- sveitin sem kann ekki ad spila — nýkomin heim úr velheppnuöu tónleikaferöalagi um Mið-Evrópu þess aö hann ku heyra vel þá um þetta allt saman sem er, ef svo má segja, byggð kringum ekki neitt, skáldskap... Hvað músikina varðar: þetta er ekki alveg nýtt fyrirbæri, að nota algera viðvaninga til að spila flókin verk. Hins vegar er þetta i fyrsta sinn sem Nitsch sjálfur setur saman heilar sinfóniur þó hann hafi áður notað svona músik, til dæmis við gjörningana sina. Setur saman, já — þetta er nefnilega ekki bara eitthvað út i loftið, ekki bara kaos. Skipulagt kaos, kannski. Hann byggir sinfóniurnar sinar upp á mjög hefðbundinn og ihaldssaman hátt, enda er karlinn geysilega vel að sér I tónlist, þær eru i fjórum köfl- um og svo framvegis og skrifar nákvæmar leiðbeiningar. I tón- Auglýsingaplakat fyrir Basel-tónleikana. Hundurinn er notaður vegna tóna sem Hermann Nitsch leggur áherslu á að framkalla. islensk hljómsveit er nýlega komin heim úr dálitilli utanlandsreisu þar sem hún mun hafa gert garðinn frægan. Hljómsveitin er lítt kunn meðal almennings/ hún heitir Sinfóníuhljómsveit Nýlista- deildar Myndlista- og handíðaskóla islands og má eftirtektarvert teljast að í sveitinni er ekki einn einasti hljóðfæraleikari sem kann að spila! Hún er samansafn af músiklegum fábjánum sem þekkja hvorki haus né sporð á þeim grundvallaratriðum sem hingað til hafa verið talin nokkru skipta/ nótur eru þeim framandi. Og hvernig má það þá vera að þrautþjálfaðir tónlistarunnendur Vínarborgar og Bæjaralands tóku þessu spilverki barasta vel? Hermann Nitsch — Segöu mér, óbreyttur meðlimur Sinfóniuhljómsveitar Nýlistadeildar Myndlista- og handiöaskóla Islands. „Þolinmæði, þolinmæði! Engan asa! Má ég hér i upphafi skjóta aö ofurlitlum formála um þann umdeilda listamann og nautna- segg sem Hermann Nitsch er?” Þögn. — Gjörðu svo vel. „Nitsch er fæddur i Austurriki, I Vinarborg, fyrir talsvert löngu siðan. Hann fór að gefa sig að list- um og aö vorra tima hætti leiddist hann út i nýlist — hvað sem það nú er. Aður en varöi var hann far- inn að framkvæma gjörninga á mannamótum og urðu þeir list- viöburöir fljótlega umdeildir. Er þá vægt til orða tekiö. Hann skemmti sér mjög við skrokka. Tók dýraskrokka, lifandi eöa dauöa og skar þá I sundur, lét jafnvel innyflin og blóðiö renna yfir kviknakið fólk. Fleira I þessum dúr. Þetta mælt- ist ekki vel fyrir og hann lenti i steininum, oftar en einu sinni. Svo liðu árin og menn fóru aö spekjast, nú er svo komið að Nitsch þykir viðurkenndur lista- maður í sínum flokki, hann á sér sina lærisveina og hefur skýrt markmið sin i mörgum, stórum og löngum doðröntum. Þeir sem hafa böðlast i gegnum þá þykjast hafa komiö auga á skýrt mótaðar og ekki óskynsamlegar kenn- ingar. Nitsch er litill maður, pattára- legur og Ihaldsamur i klæðaburði og útliti yfirleitt. Hann kom hing- að til Islands i april i vor og þá til að kenna Nýlistadeildinni i einn mánuö eða svo: það var auövitaö Dieter Roth, sá frömuður nýlistar, sem gekkst fyrir þvi. Nitsch var nýstárlegur kennari og listamaður, okkur þótti nokkur fengur aö honum. Meðal þess sem hann beitti sér fyrir var að stofna hljómsveit, við vorum i hljóm- sveitinni.” Eyjólf i Melsteð varekki skemmt — Segðu niér frá þessari hljómsveit. „Sjálfsagt, ekki nema sjálf- sagt. Við nýlistadeildarnemar höföum i rauninni dundaö okkur við flest annað á llfsleiöinni en að spila á hljóðfæri: satt að segja kunnum við ekki neitt. Nitsch varö himinlifandi og hljómsveitin — varð til. Meðal þess sem gerðist næst var að tekin var upp hljómplata, raunar voru það fimm eða sex hljómplötur I einum pakka. Hún var tekin upp á Bala I Mosfellsveit, hjá Dieter Roth, og kemur vist út i Þýskalandi innan tlöar. Nitsch kallaði verkið Islandssinfónluna. Leyföu mér að ýtskýra. Auðvit- að hljómar þetta sem argasta bull og vitleysa. Nitsch sjálfur litur ekki þannig á máliö, frá hans sjónarhóli er meðal annars um að ræða djúpar og djúpt hugsaöar trúarpælingar, hans eigin útlist- anir á kaþólskri trú I bland við forn, heiðin trúarbrögð. Gjörn- ingar hans, þessir sem ógeðsleg- astir þóttu, voru til að mynda byggðir á fornum helgiathöfnum og fórnarsiðum, þó það skýri náttúrlega ekki mikið. Hann hef- ur sett saman háþróaða filósófiu Frá tónleikunum i Basel: stjórnandinn er auðvitað Nitsch sjálfur. ......... ......... : .. . .1. ........ .. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.