Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 321. TBL. 91. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Volvo með sporttakta Frágangur tryggir nýjum S40 sess í samkeppni smærri gæðabíla | Bílar B4 Vílar ekki fyrir sér að taka hart á stjörnunum hjá Arsenal | Íþróttir 44 Hártíska vetrarins Hægt er að útfæra villta hárlínu á hógværan hátt | Daglegt líf 23 LANDSBYGGÐARFÉLÖG innan Starfsgreinasambandsins vilja að dagvinnutrygging hækki í 130 þús- und kr. á samningstíma sem er til ársins 2007. Það er þó háð því að samningar takist um nýja launa- töflu og tryggingarákvæði. Gangi það ekki eftir er verið að tala um mun styttri samningstíma eða eitt ár eða þar um bil, að sögn Halldórs Björnssonar, formanns Starfs- greinasambandsins, en í gær kynnti sambandið Samtökum atvinnulífs- ins kröfugerð sína vegna komandi kjarasamninga. Félögin í Flóa- bandalaginu, Efling – stéttarfélag, Hlíf í Hafnarfirði og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur, semja sérstaklega. Næsti fundur samn- ingsaðila hefur verið ákveðinn 9. desember næstkomandi, en gild- andi samningur þeirra rennur út um áramótin. Flóabandalagið fjallaði um kröfu- gerð sína í gærkvöldi. Sigurður Bessason, formaður Eflingar, sagði eftir fundinn, að kröfugerðin væri að meginhluta samsvarandi kröfu- gerð Starfsgreinasambandsins. „Við erum að reyna að fara svip- aða leið og við fórum síðast, að treysta á stöðugleikann en jafn- framt að reyna að hífa upp lægstu launin,“ sagði Halldór Björnsson í samtali við Morgunblaðið. Samkvæmt kröfugerðinni er gert ráð fyrir að áfangahækkanir verði 5% hvort ár 2004 og 2005 og 4% árin 2006 og 2007. Dagvinnutrygging á samningstímanum verður 110 þús. kr. 2004, 117 þús. árið 2005, 124 þús. 2006 og 130 þús. árið 2007. Ný launatafla byggist á sex þrepum og 25 launaflokkum með 1,5% bili á milli flokka og þrepa. Grunntala í töflu fyrir launahækkanir verði 93 þús. kr. Öllum mögulegum starfs- heitum sem taki mið af samningum SGS verði raðað inn í launatöfluna og er gert ráð fyrir að núverandi starfsheiti endurraðist inn í hana. Þá er gert ráð fyrir að neðsti launa- flokkur töflunnar verði gerður óvirkur 2005 og 2006. „Starfsgreinasambandið setur þetta fram af sinni hálfu sem hluta af stefnumörkun um að viðhalda stöðugleika í efnahagslífinu og vill horfa til langs tíma í samningsgerð- inni og það er í sjálfu sér jákvætt innlegg þó töluvert beri á milli varð- andi sýn á mögulega samningsnið- urstöðu. Það er svo viðfangsefni komandi viðræðna að reyna að ná sameiginlegri lendingu,“ sagði Ari Edwald, framkvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins, m.a. í gær. Dagvinnutrygging verði 130 þúsund eftir fjögur ár Landsbyggðarfélög innan Starfsgreinasambandsins leggja fram kröfur HALLDÓR Ásgrímsson, starf- andi forsætisráðherra, segir kröfur Starfsgreinasambandsins lofa góðu fyrir komandi kjara- samninga, og segir stöðug- leika og hækk- un lægstu launa það sem eigi að leggja áherslu á í samningunum. „Mér líst vel á þetta upphaf kjarasamninga, það sem hefur komið fram. Ég er sammála þeirri áherslu að það eigi fyrst og fremst að leggja áherslu á hækkun lægstu launa. Síðan þarf að athuga betur hvernig þessi mál spila saman við fyrirhugaðar skattalækkanir. Ég þykist vita það að verkalýðshreyfingin leggi fyrst og fremst áherslu á kaup- máttaraukningu,“ segir Halldór. Halldór vill ekki leggja mat á prósentur í kröfugerðinni. Hann segir ríkisstjórnina vilja vinna með aðilum vinnumarkaðarins við að ná fram hóflegum kjara- samningum sem tryggja bæði eðlilega kaupmáttaraukningu og tryggja um leið stöðugleika í þjóðfélaginu. Halldór segir skyn- samlegt að semja til fjögurra ára, eins og Starfsgreinasambandið fer fram á, og það fari vel saman við áætlanir ríkisstjórnarinnar um skattalækkanir. „Ég er þeirrar skoðunar að sá andi sem er í þessu upphafi bendi til þess að það muni takast að gera skynsamlega kjarasamn- inga til lengri tíma,“ segir Hall- dór. Vill áherslu á að hækka lægstu launin og tryggja stöðugleikann Halldór Ásgrímsson Halldór Björnsson Ari Edwald  Flóabandalagið/2  Ný launatafla/29 TIFFANY Roberts, 61 árs gömul bandarísk kona, talar nú með brezk- um hreim eftir að hafa fengið heila- blóðfall. Hún hefur þó aldrei til Bret- lands komið. Þeir, sem bezt þekkja til, flokka hreiminn sem blöndu af cockney-ensku og mállýsku sem tíðk- ast til sveita í Vestur-Englandi. Að sögn lækna þjáist Roberts, sem hefur alið allan sinn aldur í Indiana í Bandaríkjunum, af því sem kallað er „erlends hreims-heilkennið“. Kemur það fram hjá sumu fólki, sem verður fyrir heilaskaða, og eru aðeins þekkt fáein tilvik af þessu tagi. Tiffany Roberts uppgötvaði að hún var farin að tala með brezkum hreim eftir að hún fór að fá málið aftur er hún var að ná sér eftir heilablóðfall sem hún fékk á árinu 1999, að því er greint er frá á fréttavef BBC. Fyrsta þekkta tilfellið kom upp í Noregi 1941. Þá varð ung kona fyrir heilaskemmdum eftir að hafa fengið sprengjubrot í höfuðið í loftárás. Þegar hún fór að tala aftur var það með þýzkum hreim, sem kallaði út- skúfun yfir aumingja konuna. Með brezk- an hreim eftir slag KRAKKAR úr Laugalækjarskóla unnu í gær- kvöldi Skrekk, hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur og ÍTR, fyrir leikþátt sinn um hrakfarir Chaplins. Lið Réttarholtsskóla varð í öðru sæti og lið Langholtsskóla í því þriðja. „Þetta er frábært, æðislega gaman að hafa unnið þetta,“ segir Nancy Pattzes, ein úr sig- urliði Laugalækjarskóla, í sjöunda himni eftir að úrslitin höfðu verið kynnt. Leikþátturinn sem lið Laugalækjarskóla flutti ber nafnið Úps! og fjallar um hrakfarir Chaplins árið 1924. Þar er sögð með dansi og látbragðsleik sagan af því hvernig Chaplin flækist inn í rán. Krakkarnir voru um mánuð að æfa leikþáttinn, segir Nancy. „Þetta var mjög gaman, og æðislega gaman að hafa tekið þátt í þessu öllu,“ segir Nancy, áður en hún slóst í hóp fagnandi félaga. Laugalækjarskóli vann hæfileikakeppni Skrekks Morgunblaðið/Þorkell „Þetta er frábært, æðislega gaman að hafa unnið þetta“ Lærlingur snillinga ÞINGIÐ í Georgíu ákvað í gær, að efnt yrði til forsetakosninga í landinu 4. janúar næst- komandi og lítur út fyrir, að Mikhail Saa- kashvili, sem stjórnaði „flauelsbyltingunni“ gegn Eduard Shevardnadze, verði eini frambjóðandi stjórnarandstöðunnar. Saakashvili sagði í gær, að flokkur sinn og flokkur Nino Burjanadze, sem nú gegnir forsetaembættinu til bráðabirgða, myndu sameinast í kosningunum með það að mark- miði að koma á raunverulegu lýðræði í Georgíu. Hæstiréttur landsins ógilti í gær þingkosningarnar 2. nóvember síðastliðinn vegna kosningasvindls. Burjanadze sagði í gær, að landið ramb- aði á barmi efnahagshruns og gjaldþrots og myndi fara fram á alþjóðlega aðstoð. Þykir hennar helst að vænta frá Bandaríkjunum en þau hafa stutt landið með 98 milljörðum ísl. kr. síðasta áratuginn. Erlendar skuldir landsins eru 136 milljarðar kr. og eru af- borganir af þeim að komast í vanskil vegna lítillar skattheimtu. AP Nino Burjanadze, forseti Georgíu til bráðabirgða, er hún setti nýtt þing í gær. Boðað til for- setakosninga Georgía þarf aðstoð vegna yfirvofandi efnahagshruns Tbilisi. AP, AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.