Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Glitnir kemur flér í samband vi› rétta bílinn – traustur samstarfsa›ili í fjármögnun Á heimsstyrjaldarárunum síðari (1939–1945) sætti Valtýr Stefánsson, ritstjóri Morgunblaðsins, ítrekað morðhótunum, aðallega frá íslensk- um nasistum en einnig frá hermönn- um í breska setuliðinu. Þetta kemur fram í nýútkominni ævisögu Valtýs eftir Jakob F. Ásgeirsson, en Valtýr var ritstjóri Morgunblaðsins á ár- unum 1924–1963. Í bókinni er sagt frá áður óbirtum árásar- og hótunarbréfum sem Valtý Stefánssyni bárust á stríðsárunum. Bréfritarar, sem yfirleitt létu ekki nafns síns getið, helltu sér yfir rit- stjórann vegna skrifa Morgunblaðs- ins um annan hvorn stríðsaðilann, nasista eða Bandamenn. Flest bréfanna eru frá íslenskum nasistum sem þótti Morgunblaðið draga taum Bandamanna í styrjöld- inni og gera lítið úr Hitler og herjum hans. Hótuðu þeir Valtý lífláti með ýmsum tilbrigðum. Haustið 1940 var um tíma útlit fyr- ir að sigur Þjóðverja í styrjöldinni væri á næsta leiti og þar með ein- ungis tímaspursmál hvenær Ísland félli Hitler í skaut. Íslenskir nasistar notuðu þá tækifærið og minntu Valtý á það bréflega að „dagur reiknings- skilanna“ kynni að vera í vændum og þá yrði „ekki gaman að vera á svarta listanum“. Eftir að Morgunblaðið hafði birt skýrslu ástandsnefndarinnar svo- kölluðu í lok sumars 1941 fékk Valtýr hótunarbréf frá breskum hermönn- um og fylgdi með riffilkúla í umslag- inu. Þar var Morgunblaðið kallað „skítugt nasistablað“ („dirty Nazi newspaper“) og harðlega mótmælt skrifum um breska setuliðið. Því var hótað að leggja ritstjórnarskrifstofur Morgunblaðsins í rúst ef þessum skrifum linnti ekki. Og ef það hefði ekki tilætluð áhrif yrði lagt til atlögu við heimili starfsmanna „þessa við- urstyggilega dagblaðs“. Um líkt leyti og Valtý bárust þess- ar hótanir fékk hann bréf frá nas- istavini sem lauk með eftirfarandi hætti: „Ég verð því að viðurkenna að það er rétt sem fjöldi mætra borgara heldur fram að þér væruð nú þegar best geymdur þar sem hatur yðar, heimska og ófyrirleitni gæti blómg- ast og dafnað til eilífðar.“ Undir lok styrjaldarinnar bárust Valtý enn hótunarbréf frá íslenskum nasistum. Í einu bréfi vorið 1945 var honum m.a. skýrt frá því að „nasista- foringjar hér í bænum“ hefðu ákveð- ið á fundi sínum að taka hann af lífi kl. þrjú eftir hádegi tiltekinn dag! Bréfinu lauk á þessum orðum: „Hugsaðu um þetta Valtýr minn, og stilltu tungu þinni í hóf í framtíðinni. Það veit enginn hvað framtíðin ber í skauti sínu.“ Þá kemur meðal annars fram í bókinni að bandarískur herforingi kom eitt sinn á síðari hluta styrjald- aráranna heim til Valtýs í fullum skrúða til að atyrða hann fyrir að skrifa ekki af tilhlýðilegri virðingu um Sovétríkin, samherja Banda- manna í styrjöldinni. Ritstjóri Morgunblaðsins sætti ítrekað morðhótunum á stríðsárunum Morgunblaðið/Þorkell Hótunarbréfin sem Valtý bárust voru með ýmsum tilbrigðum. Flest bréfanna voru frá íslenskum nasistum, sem þótti Morgunblaðið draga taum Bandamanna í styrjöldinni og gera lítið úr Hitler og herjum hans. Líflátshótanir með ýmsum tilbrigðum GUÐMUNDUR Sigurðsson, for- stöðumaður samkeppnissviðs Sam- keppnisstofnunar, vill ekki fjalla um óformleg samtöl Samkeppnisstofn- unar við forsvarsmenn íslensku ol- íufyrirtækjanna. Fyrir liggur að Guðmundur átti í marsbyrjun í fyrra fund með þremur fulltrúum Olíufélagsins Essó á Grand hóteli í Reykjavík. Hvað Olíufélagið varðar segir Guðmundur forsvarsmenn fyrirtæk- isins hafa ritað Samkeppnisstofnun bréf 1. mars á síðasta ári, þar sem vitnað var til fundar og bókunar í stjórn Olíufélagsins. Óskaði stjórnin eftir samvinnu við að upplýsa um þau atriði sem sneru að starfsemi fyrirtækisins. Komið hefðu fram vísbendingar um að ákveðnir þættir í starfseminni hefðu á árum áður að einhverju leyti stangast á við ákvæði samkeppnislaga. Bréfi Essó svarað eftir umfjöllun í samkeppnisráði Guðmundur segir að þessu bréfi hafi verið svarað formlega eftir að hafa fengið umfjöllun í samkeppn- isráði. Í því hafi verið vitnað til ákvæðis í samkeppnislögum sem segi að samkeppnisráð megi hafa hliðsjón af samstarfsvilja hinna meintu brotlegu fyrirtækja við ákvarðanir stjórnvaldssekta. „Fyr- irtækin geta þá notið lækkunar sektar hafi þau látið samkeppnisyf- irvöldum í té upplýsingar og séu samstarfsfús við að upplýsa mál,“ segir Guðmundur. „Boðið var upp á slíkt samstarf af Samkeppnisstofn- un með þeim fyrirvörum að þetta samstarf leiddi til þess að málið upplýstist fyrr og betur en ella hefði verið.“ Hann vill ekki tjá sig um önnur atriði en lúta að formlegri hlið málsins. Yfirmenn Olíufélagsins vildu í umrætt samstarf til að slá skjald- borg um starfsfólk sem vann hjá fyrirtækinu þegar meint brot á samkeppnislögum voru framin. Ljóst sé að yfirmenn Samkeppn- isstofnunar hafi ekki getað undan- skilið einstaklinga refsiábyrgð sam- kvæmt íslenskum lögum, enda slík lagaheimild ekki til. Samkvæmt heimildum blaðsins lögðu forystu- menn Olíufélagsins heldur ekki þann skilning í orð Guðmundar Sig- urðssonar á fundinum á Grand hót- eli, heldur að stofnunin hefði ekki frumkvæði að því að hefja lögreglu- rannsókn. Átti það sérstaklega við rannsókn á þætti starfsmanna fé- lagsins og ábyrgð þeirra. Í staðinn myndi starfsfólk Olíufélagsins vinna með Samkeppnisyfirvöldum að rannsókn málsins. Ásamt Guðmundi sátu fundinn á Grand hóteli þeir Kristján Loftsson, Ólafur Ólafsson og Kristinn Hall- grímsson fyrir hönd Olíufélagsins. Telja málavexti óbreytta Eftir fund forstjóra Samkeppn- isstofnunar með ríkislögreglustjóra 28. júlí í sumar kom fram í frétta- tilkynningu að stofnunin teldi ým- islegt komið fram sem benti til at- vika sem ætla mætti að gætu varðað refsingu og bæri því að fara með samkvæmt lögum um meðferð opinberra mála. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins telja for- svarsmenn Olíufélagsins málavexti ekki hafa breyst það mikið að efni stæðu til að ganga á svig við það sem um var rætt á fundinum í mars 2002. Hefði þessi skilningur ekki ríkt hefði samvinna við Samkeppn- isstofnun verið með öðrum hætti. Það skipti máli á hvaða forsendum upplýsingar voru veittar. Haraldur Johannessen, ríkislög- reglustjóri, vildi ekki tjá sig um málið í gær. Yfirmaður hjá Samkeppnisstofnun átti óformlegan fund með forsvars- mönnum Olíufélagsins Essó Stofnunin hefði ekki frum- kvæði að lög- reglurannsókn DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra var í Aþenu í Grikk- landi í gær þar sem hann ávarpaði heimsþing ræð- ismanna. Þá hitti hann í gærmorgun hinn gríska starfs- bróður sinn, Costas Simitis. Að sögn Illuga Gunnarssonar, aðstoðarmanns for- sætisráðherra, ræddu forsætisráðherrarnir um málefni Evrópusambandsins en Grikkir voru með formennsku í ráðherraráði ESB fyrri helming þessa árs. Þá ræddu þeir samstarfið í Atlantshafsbandalaginu, NATO. Í dag, miðvikudag, heldur forsætisráðherra til Kaup- mannahafnar þar sem hann verður á morgun viðstaddur opnun vestnorræns menningarseturs Íslands, Færeyja og Grænlands við Norðurbryggju í Kaupmannahöfn þar sem sendiráð Íslands mun m.a. verða til húsa. AP Forsætisráðherra í Aþenu Davíð Oddsson ásamt grískum starfsbróður sínum, Costas Simitis, á fundi þeirra sem fram fór í Aþenu í gær. RÍKISSAKSÓKNARI hefur áfrýjað til Hæstaréttar dómi Héraðsdóms Reykjaness yfir fimm Kínverjum og einum Singapúrbúa, sem dæmdir voru í 30 til 45 daga skilorðs- bundið fangelsi fyrir að koma til landsins í nóvember á föls- uðum vegabréfum. Ríkissak- sóknari krefst refsiþyngingar yfir fólkinu, þremur karlmönn- um og jafnmörgum konum, á aldrinum 19 ára til rúmlega fimmtugs. Fyrir héraðsdómi viðurkenndu ákærðu að hafa framvísað fölsuðum vegabréf- um á Keflavíkurflugvelli við komuna til landsins í nóvem- ber. Vill þyngri refsingu fyrir vega- bréfafölsun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.