Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2003 13 Nútíma samskipti ehf. bjóða til ráðstefnu um ACT! CRM/Viðskiptatengslahugbúnað þann 27. nóv. 2003 kl. 13:30 á Radison Hótel Sögu, þar sem sérstaklega verður hugað að þörfum sölumanna/söludeilda í litlum til stærstu fyrirtækja. Dagskrá: 13:00-13:30 Skráning ráðstefnugesta - létt tónlist. 13:30-13:45 Ráðstefnan sett: Ráðstefnustjóri okkar verður Sólveig Hjaltadóttir, markaðsstjóri Alþjóða líftryggingafélagsins. 13:45-14:05 Geir A. Gunnlaugsson forstjóri Sæplasts fjallar um mikilvægi ACT! CRM hjá stórfyrirtækjum sem hafa starfsemi í mörgum heimsálfum. 14:05-14:25 Ármann Úlfarsson starfsmaður Vélasölunnar fjallar um hugmyndafræðina á bak við stýringu söluferla frá því að markhópur er skilgreindur, samskipti hefjast, sala næst, og að lokum eftirfylgni. 14:25-14:45 Sigurður Örn Levy sölustjóri hjá Lánstrausti fjallar um reynslu þeirra af stýringu söluferla með ACT! CRM - Dæmi og skýrslur sýndar og útskýrðar. 14:45-15:05 Kaffi - Létt lifandi tónlist. 15:05-15:25 Skúli Skúlason forstöðumaður fjölmiðlavaktar IMG - Fjölmiðlavaktin fjallar um ACT! CRM/Viðskiptatengslakerfi er þeir hafa notað í átta ár. 15:25-15:45 Karvel Hreiðarsson sölu- og markaðsstjóri fjallar um verkefnastýringu sölumanna/söludeilda og mikilvægi þess að blanda ekki saman markaðsgögnum og bókhaldsgögnum. 15:45-16:15 Hermann Valsson framkvæmdastjóri fjallar um þær einingar sem byggja upp árangursrík ACT! CRM/Viðskiptatengslakerfi. Farið verður í gegnum öflun markhópa, skilgreiningu þeirra, skipulagingu sölu- og kynningarherferðir, eftirfylgni og úrvinnslu langtímasöluáætlana. 16:15-18:00 Panelumræður, ráðstefnuslit og léttar veitingar - Létt lifandi tónlist - Sýning á ACT! CRM/Viðskiptatengslahugbúnaði. Ráðstefnugestir fá markhópalista með nöfnum 50 stærstu fyrirtækja landsins, kynningareintak af ACT! CRM/Viðskiptatengslakerfi og ýmsan aukahugbúnað til að létta markaðssókn. Þátttökugjald er 6.500. Tilkynnið þátttöku sem allra fyrst með tölvupósti á nutima@nutima.is Nánari upplýsingar í síma 553 7300 Hver er raunveruleg staða sölumála og söluferla hjá þínu fyrirtæki? www.nutima.is HAGNAÐUR Samherja dróst sam- an um 68% á fyrstu níu mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Hagnaðurinn nam 622 milljónum króna, en í fyrra var hagnaðurinn 1.950 milljónir króna. Minni hagnaður stafar að veru- legu leyti af versnandi fjármunalið- um, sem skýrist af því að gengis- munur sem var jákvæður um 820 milljónir króna í fyrra var jákvæður um 75 milljónir króna í ár. Annað sem vegur þungt í afkomunni er að hagnaður fyrir afskriftir og fjár- munaliði, EBITDA, minnkar um tæpar 700 milljónir króna milli ára og nemur 1.800 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum þessa árs. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- munaliði sem hlutfall af veltu var 19,2% á fyrstu níu mánuðum þessa árs en 25,6% á sama tímabili í fyrra. Veltan dróst saman um 4% og nam 9.389 milljónum í ár. Veltufé frá rekstri minnkaði um 36% og nam í ár 1.286 milljónum króna. Sem hlutfall af veltu lækkaði veltufé frá rekstri úr 20,6% í 13,7% milli ára. Heildareignir Samherja minnkuðu lítillega frá áramótum og námu 22,5 milljörðum króna í lok september. Eiginfjárhlutfall félags- ins hækkaði lítillega á tímabilinu og nam 37,9% í lok september. Forstjórinn sáttur Í fréttatilkynningu frá Samherja er haft eftir Þorsteini Má Baldvins- syni, forstjóra félagsins, að hann sé sáttur við niðurstöður fjórðungsins og að þær aðgerðir sem gerðar hafi verið í rekstri félagsins séu að skila árangri. „Við höfum lagt aukna áherslu á vinnslu á ferskum fiski sem lið í því að mæta aukinni samkeppni. Þá hefur rækjuvinnsla félagsins gengið vel á árinu og framleiðslu- aukning um 31% frá sama tíma í fyrra. Framlegð félagsins á fjórð- ungnum er betri en áætlanir gerðu ráð fyrir og við erum enn bjartsýn á að árið í heild verði í samræmi við áætlanir okkar, er haft eftir Þor- steini Má Baldvinssyni. Veltan á þriðja fjórðungi ársins var 23% meiri en á sama tímabili í fyrra og nam 3.152 milljónum króna. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- munaliði jókst um fjórðung og hækk- aði lítillega sem hlutfall af veltu, eða úr 18,7% í fyrra í 19,0% í ár. Fjár- munaliðir versnuðu hins vegar mikið á þriðja fjórðungi ársins og hagnað- ur dróst saman um 90% miðað við þriðja ársfjórðung í fyrra og nam 19 milljónum króna í ár. Hagnaður Samherja minnkaði um 68% ÖLLUM starfsmönnum Alpan hf. á Eyrarbakka verður sagt upp um næstu mánaðamót. Uppsagnartími flestra starfsmanna er á bilinu tveir til þrír mánuðir. Ástæðuna fyrir uppsögnunum má rekja til langvarandi erfiðleika í rekstri félagsins og fyrirsjáanlegs áframhaldandi taps á rekstrinum. Undanfarin ár hefur félagið verið rekið með umtalsverðu tapi og eigið fé er nú uppurið. Að sögn Guðmundar Óskarssonar, framkvæmdastjóra Alpan, var ákvörðun um uppsögn starfsmanna tekin í varúðarskyni með von um að það takist að endurskipuleggja rekst- urinn og skapa rekstrargrundvöll fyrir félagið. Samhliða er ljóst að semja verður við lánadrottna og birgja og hugsanlega nýja hluthafa um endurfjármögnun fyrirtækisins. Hugsanlegt að starfsemin verði lögð niður Stjórn félagsins leitar einnig eftir nýjum aðilum til að koma að rekstr- inum hér á landi eða að selja fyrir- tækið úr landi. Að sögn Guðmundar verður starf- semi fyrirtækisins lögð niður að öðr- um kosti í janúar eða febrúar á næsta ári. Ragna Larsen, formaður stéttar- félagsins Bárunnar á Árborgarsvæð- inu, segir að meirihluti þeirra sem verður sagt upp störfum séu félagar í Bárunni og búsettir á Árborgarsvæð- inu. Þar af séu Pólverjar í miklum meirihluta. Hluti þeirra, eða 8 manns, eru með tímabundið atvinnuleyfi á Ís- landi og því sé óvíst um hvert fram- haldið verður hjá þeim hóp. Segir hún að um tímabundin atvinnu- og dval- arleyfi gildi að ef um óvænt ráðning- arslit sé að ræða, sem launþegi á ekki sök á, þá á atvinnurekandi að greiða heimferð fyrir viðkomandi starfs- mann. Ragna segist ekki vera bjartsýn um atvinnuhorfur þeirra sem missa munu vinnuna hjá Alpan enda bjóði atvinnuástandið á Árborgarsvæðinu ekki upp á það. Hún segir að hún muni hitta forsvarsmenn Alpan að máli síðar í vikunni þar sem farið verður yfir þessi mál. Alpan hf. var stofnsett árið 1984 með það að markmiði að framleiða og selja pönnur úr íslensku áli. Fram- leiðslufyrirtæki hafði þá verið keypt í Danmörku og verksmiðja þess flutt á Eyrarbakka. Alpan hefur síðan selt vörur sínar í yfir 25 löndum undir vörumerkinu Look Cookware. Árs- velta félagsins hefur verið á bilinu 3– 400 milljónir króna. Gallaðar vörur upphaf vandans Á síðustu árum hefur orðið umtals- verður sölusamdráttur á helstu mörkuðum fyrirtækisins og hefur rekstrargrundvöllur félagsins farið þverrandi. Að sögn Guðmundar má rekja rekstrarvanda fyrirtækisins að mestu til gæðavandamála á árunum 2000 og 2001 þegar Alpan framleiddi vöru sem reyndist vera gölluð og var skilað inn í miklu mæli. Tveir af stærstu viðskiptavinum félagsins hættu sölu á vörum frá Alpan í árs- byrjun 2002 en þessir aðilar voru með um þriðjung af allri sölu fyrirtækis- ins. Að sögn Guðmundar fór allur þýski markaðurinn og hluti af þeim norska með þessum tveimur aðilum. Í fréttatilkynningu kemur fram að versnandi samkeppnisstaða vegna gengisþróunar íslensku krónunnar hafi einnig haft áhrif á rekstur fé- lagins. „Þess utan hefur samkeppni á mörkuðum farið mjög vaxandi með tilkomu nýrra framleiðenda sem staðsettir eru í hagkvæmara fram- leiðsluumhverfi eins og Austur-Evr- ópu og Asíu, en flutningur evrópskra framleiðenda til þessara landa hefur verið áberandi,“ segir í fréttatilkynn- ingu. Samráð hefur verið haft við trún- aðarmenn og stéttarfélög starfs- manna um stöðuna og áætlaðar upp- sagnir, samkvæmt upplýsingum frá Alpan. Að sögn Rögnu hefur Alpan staðið mjög vel að fyrirhuguðum upp- sögnum og verið í sambandi við stétt- arfélög vegna þeirra. Morgunblaðið/RAX Öllu starfsfólki Alpan á Eyrarbakka verður sagt upp um mánaðamótin. Öllum starfs- mönnum Alpan sagt upp TILKYNNT var í gærmorgun um viðskipti með hlutabréf í Kaupþingi- Búnaðarbanka fyrir rúmlega 1,9 milljarða króna. Um var að ræða bakfærslu á viðskiptum tveggja for- svarsmanna bankans, Sigurðar Ein- arssonar, stjórnarformanns, og Hreiðars Más Sigurðssonar, for- stjóra, á hlut í bankanum. Hvor um sig hafði keypt hlut í Kaupþingi-Búnaðarbanka fyrir rúm- ar 950 milljónir samkvæmt kaup- réttarsamningum við bankann. Gengið á bréfunum í kaupunum var 156, sem var miðað við lokaverð með hlutabréf Kaupþings Búnaðarbanka þann 30. júní sl. Sigurður og Hreiðar Már greindu frá því á föstudag að þeir hefðu fallið frá samningnum um kaup á hlutabréfum í Kaupþingi- Búnaðarbanka. Þeir hyggjast hins vegar efna til nýrra viðræðna við stjórn bankans um kaup og kjör. Alls voru viðskipti með Kaupþing Búnaðarbanka fyrir 2.162 milljónir króna í Kauphöll Íslands í gær og hækkaði verð bréfanna um 1,4%. Lokaverð bankans var því 210,5. Kaupþing Búnaðarbanki Viðskipti bakfærð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.