Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 20
Tónaberg | Karlakór Keflavíkur hefur gefið út hljómplötuna Tóna- berg. Nafnið er dregið af lagi Sig- uróla Geirssonar við texta Þor- steins Eggertssonar en það syngur kórinn á plötunni auk fjórtán ann- arra laga. Karlakór Keflavíkur hefur starfað óslitið í fimmtíu ár og er platan gefin út af því tilefni. Áður hefur kórinn gefið út tvær plötur, Karlakór Keflavík- ur árið 1981 og Suðurnesjamenn árið 1996. Stjórnandi kórsins er Vilberg Viggósson en undirleik annast Ágota Joó og Ester Ólafsdóttir. Einsöngvari með kórnum er Steinn Erlingsson. Einn kórfélaganna, Páll Bj. Hilmarsson, hafði veg og vanda af útgáfu plötunnar. SUÐURNES 20 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Grindavík | Aðsókn að saltfisksýn- ingunni í Saltfisksetri Íslands hef- ur verið góð að mati stjórnenda þess. Það sem af er þessu ári hafa 12 þúsund gestir skoðað sýn- inguna og búist er við 20 þúsund gestum á næsta ári. Tekjur af að- gangseyri duga þó ekki fyrir út- gjöldum. Á aðalfundi Saltfiskseturs Ís- lands voru lagðir fram reikningar félagsins frá stofnun til loka árs 2002. Þar kom fram að stofnkostn- aður við húsnæði og uppsetningu sýningar var rúmar 174 milljónir króna sem er nokkru meira en áætlað var þegar sýningin var opnuð. Stofnfé félagsins er aðeins tæpar 3 milljónir. Aftur á móti fékk félagið styrki á síðasta ári að fjárhæð 45 milljónir kr. Meg- inhluti stofnkostnaðar er fjár- magnaður með langtímalánum auk þess sem bakhjarl félagsins, Grindavíkurbær, hefur þurft að lána því 36 milljónir miðað við stöðuna um áramót. Fram kom á aðalfundinum að afborganir og vextir nema um 20 milljónum kr. á ári auk þess sem áætlað er að reksturinn kosti 7 milljónir. Tekjur eru hins vegar um 5 milljónir. Í haust var liðið eitt ár frá opn- un sýningarinnar. Forráðamenn Saltfisksetursins eru ánægðir með viðtökurnar það sem af er og bú- ast við aukningu. Kjartan Krist- jánsson, forstöðumaður Salt- fisksetursins, segir að erlendir ferðamenn reki gjarnan upp stór augu þegar þeir átti sig á því að rekið er heilt safn um saltfisk og kippi gjarnan með sér pakkningu af þurrkuðum saltfiski til að at- huga málið nánar en nýlega var byrjað að selja þar þurrkaðan sal- atfisk. Saltfisksetrið kostaði um 174 milljónir Tólf þúsund heim- sóttu safnið á árinu Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Vandi á höndum: Ólafur Örn Ólafsson bæjarstjóri, Petrína Baldursdóttir og Kjartan Kristjánsson forstöðumaður gera grein fyrir rekstrinum á árinu. Reykjanesbær | Klassískir tónleikar verða í sal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum í kvöld, miðvikudag, klukkan 20. Þar verða á ferðinni Ármann Helga- son sem leikur á klarinett og Miklos Dalmay sem leikur á píanó. Á efnisskránni eru meðal annars tvær af þekktustu sónötum klarinettu- og pí- anóbókmenntanna, að því að kemur fram í fréttatilkynningu frá menningarfulltrúa Reykjanesbæjar, Poulenc-sónatan og Brahms-sónatan. Einnig eru á efnis- skránni Ungverskir dansar eftir Leo Weiner, Rúmenskir dansar í litríkum út- setningum Béla Bartóks og íslensk þjóð- lög í nýjum búningi Þorkels Sigurbjörns- sonar. Tónleikarnir eru í röð landsbyggð- artónleika á vegum Félags íslenskra tón- listarmanna sem styrktir eru af mennta- málaráðuneytinu og Reykjanesbæ. Tónleikarnir eru öllum opnir og ekki tekinn aðgangseyrir.    Klassískir tónleikar haldnir í Duushúsum Fundað um frelsi | Frjálshyggju- félagið heldur fund í sal Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur að Hafn- argötu 80 í Keflavík í kvöld, miðvikudag, klukkan 20. Á fundinum tala Haukur Örn Birg- isson formaður og Gunnlaugur Jónsson stjórnarmaður um frjálshyggju og mark- mið Frjálshyggjufélagsins. Í frétta- tilkynningu um fundinn segir: „Stefna Frjálshyggjufélagsins gengur út á frelsi til ofbeldislauss athæfis á öllum sviðum. Á fundinum verður rætt um frelsi í sið- ferðismálum sem og málefnum mismun- andi atvinnugreina. Svo dæmi séu nefnd verður talað um frelsi í menntamálum, félagsmálum, kynferðismálum og efna- hagsmálum.“    Lenti á húsi | Grjótflutningabifreið sem ekið var um hafnarsvæðið í Grófinni í Keflavík rann til í hálku um miðjan dag á mánudag og lenti á þjónustuhúsi hafn- arinnar. Kom sprunga í húsið og ljósa- mastur á því bognaði. Sandgerði | Forvarnarfulltrúi Tollgæslunnar í Reykjavík fræddi væntanleg fermingarbörn úr Sandgerði og Garði um fíkniefni og varaði við skelfilegum afleiðingum af notkun þeirra. Þor- steinn Hauksson naut aðstoðar fíkniefnahundsins Bassa sem var stjarna dagsins. Fermingarfræðslan fór fram í Safnaðarheimilinu í Sandgerði um helgina. Auk þess að segja börn- unum frá baráttunni gegn fíkiefnum afhenti hann þeim margmiðlunardiskinn Fíkniefni – nei takk sem Tollstjórinn í Reykjavík hefur gefið út. Þorsteinn og Bassi hafa í nokkur ár unnið að for- vörnum með starfi sínu að leit að fíkniefnum en hafa getað helgað sig forvörnunum frá því í sumar. Þeir hitta öll fermingarbörn landsins og nýtur Bassi þeirra forréttinda í hópi hunda að komast í allar kirkjur og skóla landsins. Þorsteinn segist verða var við að umræður skap- ist meðal fermingarbarnanna um fíkniefnahættuna í kjölfar heimsókna hans. Margmiðlunardiskurinn sé tæki til að halda málinu vakandi löngu eftir heim- sókn hans og Bassa. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Stjarna dagsins: Bassi hélt athygli barnanna á meðan Þorsteinn fræddi þau um hættur fíkniefnanna. Fermingarbörn frædd um skaðsemi fíkniefnanna Bassi fær að heimsækja allar kirkjur og skóla Reykjanesbær | Nítján stofnanir Reykjanes- bæjar og frjáls félaga- samtök eru aðilar að forvarnarstefnu Reykjanesbæjar sem samþykkt hefur verið samhljóða í bæjar- stjórn. Þriggja manna vinnuhópur hefur unnið að undirbúningi for- varnarstefnu Reykja- nesbæjar. Ragnar Örn Pétursson, forvarnar- og æskulýðsfulltrúi, segir að ákveðið hafi verið að hafa forvarn- arstefnuna víðtæka en megin- markmið hennar er að skapa að- stæður sem eru líklegar til að hafa jákvæð áhrif og efla sjálfstraust og sjálfsmat barna og ungmenna. Fljótlega fór vinnuhópurinn inn á þá braut að leita eftir samstarfi við stofnanir Reykjanesbæjar og félög og félagasamtök sem vinna að forvörnum í bæjarfélaginu. Í ljós kom að sjö stofnanir og félög höfðu eigin forvarnarstefnu og vegna undirbúnings forvarnar- stefnu bæjarins bættust tólf við. Segir Ragnar Örn að þótt aðeins sé litið til þessa hafi undirbúning- urinn þegar skilað miklum árangri. Lifandi tæki Forvarnarstefna nítján stofnana bæjarins og félaga og samtaka eru nú órjúfanlegur hluti af forvarn- arstefnu Reykjanesbæjar. Þar er til dæmis um að ræða alla grunn- skóla og leikskóla bæjarins, Fjölbrauta- skólann og nemenda- félag hans, Félag for- eldrafélaga grunn- skólanna, félags- miðstöðina Fjörheima, Íþrótta- og Tóm- stundabandalögin, Þjóðkirkjuna og lög- regluna svo nokkrir aðilar séu nefndir. Þá segir Ragnar Örn að fleiri séu að vinna að undirbúningi forvarn- arstefnu sem muni síðar tengjast sameig- inlegri stefnu bæjar- ins og nefnir hann Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja í því sambandi. Þau félög og stofnanir sem tengjast forvarnarstefnunni geta sótt um styrki til verkefna á þessu sviði til Forvarnarsjóðs Reykja- nesbæjar. Ragnar Örn segir að með því að tengja þessa aðila við forvarnar- stefnu Reykjanesbæjar sé búið í haginn til þess að stefnan verði í framtíðinni lifandi tæki sem ávallt verði í endurskoðun og gott hjálp- artæki til að starfa með öflugum hætti að forvörnum í bæjarfélag- inu. Gert er ráð fyrir því að á næsta fundi bæjarstjórnar verði kosið forvarnarteymi sem fari reglulega yfir framkvæmd stefnunnar og einu sinni á ári verði síðan fundað með fulltrúum allra þátttakenda til að meta hvernig til hafi tekist. Forvarnarstefna Reykjanesbæjar samþykkt samhljóða í bæjarstjórn Nítján stofnanir og félög taka þátt Ragnar Örn Pétursson Reykjanes | Ferðamálasamtök Suðurnesja hafa sótt um lóð fyrir þjónustuhús við Reykjanesvita. Reykjanes er fjölsóttur viðkomu- staður ferðafólks og fram kemur í ársskýrslu Ferðamálasamtakanna að brýn þörf er fyrir aðstöðu. Sam- tökin hafa fengið þjónustuhús til að leysa þann vanda. Húsið kemur frá nefnd um Reykjaveg og verður sett niður við enda Reykjavegarins við Reykjanestá.    Þjónustuhús á Reykjanesi Afmælishátíð Fjörheima | Fé- lagsmiðstöð Reykjanesbæjar, Fjör- heimar, á tuttugu ára starfsafmæli í dag. Af því tilefni er unga fólkinu boðið til afmælisskemmtunar í Stapa í Njarðvík í dag, klukkan 19.30. Fram koma sigurvegarar í söng- keppni Fjörheima og hljómsveitin sem sló í gegn á fatahönnunar- keppni félagsmiðstöðvarinnar. Jón Víðis sýnir galdrabrögð, Helga Dagný Sigurjónsdóttir formaður Fjörheimaráðs og Böðvar Jónsson formaður bæjarráðs flytja ávörp og Sveppi og Auddi úr sjónvarpsþætt- inum 70 mínútum koma fram. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.