Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 22
DAGLEGT LÍF 22 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ásíðustu árum hefur umræðaum einelti á vinnustöðumaukist mjög og starfsfólk orð- ið meðvitaðra um hvað einelti er og þann rétt sinn að engum sé leyfilegt að níðast á því eða beita ofbeldi. Stéttarfélögin hafa aðstoðað þá félagsmenn sem verða fyrir áreiti eða einelti á vinnustað og nú hefur Al- þýðusamband Íslands sett upp nám- skeið á Netinu sem opið er öllum. Námskeiðið er hugsað sem sjálfs- hjálp fyrir þolendur eineltis, en ekki síður sem fræðsla fyrir stjórnendur og starfsmenn, að sögn Rannveigar Einarsdóttur, deildarstjóra fræðslu- deildar ASÍ. Námskeiðið er á vefsíðu Alþýðusambandsins. Það byggist á skjámyndum, svipað og glærur, sem fólk flettir í gegn. Á námskeiðinu er fjöldi gagnvirkra verkefna, sem byggjast á því að þátt- takendur leysa verkefnin og fá svo svör jafnskjótt og þeir hafa svarað. Námskeiðið er staðlað þannig að allir fá sömu svörin. Einnig eru gátlistar, sem hægt er að prenta út og svara. Hver og einn tekur námskeiðið á sín- um hraða og þegar honum hentar. Daglegt líf spurði Rannveigu nánar út í námskeiðið og um umfang og til- urð eineltis á vinnustöðum hérlendis. Hvers vegna er ASÍ að standa fyr- ir slíku námskeiði og hverju viljið þið ná fram með því? „Stéttarfélögin láta sig varða líðan starfsfólks á vinnustöðum enda eyðir fólk stórum hluta af tíma sínum í vinnu. Við vonum að námskeiðið geti verið leið til að fyrirbyggja einelti og auka skilning og vitund fólks á því hvað einelti er, hvernig lagt er í ein- elti og að það finni leiðir til að taka á því. Þetta er ein leið til að starfsfólk læri að bera ábyrgð á samskipta- vandamálum, sem verða á vinnustöð- um. Tilgangurinn er líka að stuðla að því að starfsfólk sé ánægt og njóti virðingar í vinnunni. Með námskeið- inu vonumst við til að stuðla að já- kvæðum áhrifum inni á vinnustöðum og góðum aðbúnaði félagsmanna okkar. Þetta er framlag af okkar hálfu til að móta vinnustaði sem sam- félag þar sem fólki líður vel.“ 4% flugfreyja orðið fyrir einelti Er einelti víðtækt á vinnustöðum? „Samkvæmt könnunum, sem gerð- ar hafa verið, má reikna með að að meðaltali verði allt að 10% starfs- manna fyrir einelti á íslenskum vinnustöðum. Vinnueftirlitið gerði könnun á líðan, vinnuumhverfi og heilsu starfsfólks í útibúum banka og sparisjóða og kom í ljós að 8% starfs- manna töldu sig hafa orðið fyrir ein- elti. Svipuð könnun var gerð hjá flug- freyjum og í henni sögðust 4% þeirra hafa verið lögð í einelti.“ Hvað felst í einelti á vinnustöðum og hverjar eru birtingarmyndir þess? „Fram hafa komið fleiri en ein skil- greining á einelti og það getur verið vandasamt að greina hvort einelti á sér stað. En flestir eru sammála um að einelti á vinnustað sé margend- urtekið ofbeldi, oftast and- legt, sem beitt er gegn vinnufélaga, sem hvorki veit né kann að verja sig. Til eru ótalmargar að- ferðir til að níðast á samstarfsfólki og gera því lífið leitt svo sem með bak- tali, sögusögnum og illu umtali auk stöðugra aðfinnslna, óréttmætra athugasemda um frammistöðu, til- gangslausra eða engra verkefna. Einnig má nefna að vinnufélaginn, sem tekinn er fyrir, er ekki virtur viðlits og framlag hans hunsað. Niðr- andi athugasemdir eru einnig al- gengar í þessu samhengi um aldur, kyn og persónu þolanda.“ Hvaða áhrif getur þetta vandamál haft á þolandann? „Þetta veldur mikilli vanlíðan og grefur undan sjálfstrausti. Rann- sóknir hafa sýnt að langvarandi ein- elti getur haft alvarlegar afleiðingar á heilsufar starfsmanna, t.d. getur komið fram einbeitingarleysi, svefn- truflanir, þráhyggja, ofstreita og þunglyndi.“ Afköst minnka Hvaða áhrif getur vandamálið haft á andrúmsloftið á vinnustað? „Andrúmsloftið er hlaðið spennu og áhrifin geta verið afdrifarík því auðvitað kemur þetta niður á vinn- unni. Afköst minnka, þjónusta versn- ar og upplýsingaflæðið verður slæmt. Það má einnig reikna með fleiri mis- tökum og færri virkum vinnustund- um, ekki bara hjá þeim, sem lagðir eru í einelti heldur hjá öllum“ Hverjir leggja helst í einelti? „Þeir, sem á einhvern hátt kunna hvorki að taka á erfiðleikum í starfi né persónulegum vandamálum. Þeir, sem eru óöruggir um starf sitt ef t.d. hagræðingar og tilfærslur standa til og ekki er vitað á hverjum þær muni bitna. Einnig getur þetta verið leið til að skapa sér stöðu innan hópsins og það getur verið hefð fyrir því á vinnu- staðnum að níðast á öðrum og vera fyndinn á kostnað annarra. Orsakir eineltis geta verið af mörgum toga og getur skipulag vinnu haft af- gerandi áhrif á hvort einelti fær að þrífast eða ekki. Sam- skiptavenjur á vinnustað eins og um- burðarlyndi og skilningur hafa líka áhrif á hvort niðurlæging og andlegt ofbeldi er liðið. “ Hverjir verða helst fyrir því að vera lagðir í einelti? „Allir geta lent í því að vera lagðir í einelti og það fer eftir aðstæðum og tíma hver verður fyrir valinu. Ef ástæðan er ótti við uppsagnir, þá er líklegt að níðst sé á þeim, sem ógnar á einhvern hátt í starfi. Ef á bak við eineltið er þörf fyrir að vera mið- punktur og draga að sér athygli, þá verður einhver fyrir valinu sem auð- veldar það. Mér finnst ekki rétt að fullyrða að það séu einhverjar ákveðnar manngerðir, sem verða fyr- ir einelti.“ Hvernig geta stjórnendur og starfsmenn tekið á vandamálinu? „Aðalatriðið er að stjórnendur hafi færni í mannlegum samskiptum. Með því að þekkja starfsmenn og vera í samskiptum við þá er hægt að fyrirbyggja og sporna við því að ein- elti fái að þrífast. Jafnframt verða þeir að fylgjast með því, sem gerist á vinnustaðnum og vera vel upplýstir. Ef stjórnendur veigra sér við að taka á vandamálum, sem starfsmenn geta ekki leyst sín á milli þá munu þeir ekki heldur kunna að taka á einelti. Stjórnendur verða að ræða við starfsfólk til að kynna sér hvað er að gerast, hvort einelti er til staðar og leysa úr ágreiningi á jákvæðan hátt. Ef vandamálið er komið á það stig að þeir treysta sér ekki til að taka á því, er ekkert sjálfsagðara en að leita að- stoðar eða ráðgjafar frá utanaðkom- andi. Með því að sýna skilning og taka afstöðu þegar gert er lítið úr vinnufélögum, eru starfsmenn að sporna gegn einelti.“  FRÆÐSLA|Spenna og áreiti á vinnustað hafa neikvæð áhrif á afköst og þjónustu hjá öllum starfsmönnum Vefnámskeið um einelti Einelti sem beitt er gegn vinnufélaga er oftast and- legt. Rannveig Einarsdóttir, deildarstjóri fræðslu- deildar ASÍ, sagði Jóhönnu Ingvarsdóttur að til væru ótal aðferðir til að níðast á samstarfsfólki. Morgunblaðið/Þorkell Rannveig Einarsdóttir: Segir hægt að fyrirbyggja og sporna við einelti. TENGLAR ..................................................... www.asi.is join@mbl.is Til eru ótal- margar aðferð- ir til að níðast á fólki. m TÍMARITUMMAT&VÍN27062003051 2 03 TÍ Í m F rí tt ti l á sk ri fe n d a ! Næsta tölublað af tímaritinu sem fjallar um mat og vín, fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 5. desember n.k. Stærð tímaritsins er 25x36. Pantanafrestur auglýsinga er til þriðjudagsins 2. desember kl. 16. Auglýsendur! Hafið samband við auglýsingadeild Morgunblaðsins í síma 569 1111 eða á augl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.