Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 24
LISTIR 24 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þ að skiptir miklu fyrir yngri kyn- slóðir listamanna að gera sér grein fyrir þeim jarðvegi sem íslenzk mynd- list er sprottin upp úr og hvernig mál hafa þróast frá því núlistir námu hér land eftir seinni heimsstyrjöld. Einnig að flest sem menn nefna alþjóðlega strauma og samtímalistir eru ein- faldlega stefnumörk runnin upp og mótuð innan hinna voldugari þjóðfélaga, sem eru að halda menningu sinni fram, og sést ekki alltaf fyrir í ákafa sínum og metn- aði. Valta yfir uppburðarminni menningarheima og gildi, hér skyld lögmál á ferðinni og þá stóru ríku þjóðirnar borga niður vörur sínar sem þeir selja til út- landa til að veikja og þurrka út framleiðslu samkeppnislandanna. Þá er til önnur landhelgi en fisk- veiðilögsaga þ.e. menningar- landhelgi og farið í saumana var hún lengstum öflugust í Frakk- landi á síð- ustu öld en í kjölfar Marshall- aðstoð- arinnar á sjötta ára- tugnum hrifsuðu Bandaríkin fljót- lega til sín keflið og herða frekar tökin en hitt. Hér má minnast þess að Andy Warhol setti sama- semmerki við hámenningu og MacDonalds-hamborgara; fyrst þegar lostætið hefði numið land í fjarlægum heimsborgum væri birtingarmynd menningarinnar jarðtengd, þær um leið inni í myndinni, „in“. Að baki þessháttar lágkúrubulli var og er falinn broddur hnitmiðaðrar auglýsinga- herferðar á neysluvöru, framslátt- urinn rýrir þó í sjálfu sér engan veginn gildi listar Warhols. Hins vegar von að hann opni augu ein- hverra á leyndardóma nútíma markaðssetningar, í senn al- mennrar neysluvöru og skoðana, sem skirrist ekki við að taka listina í þjónustu sína grafa undan og útiloka þá sem ekki eru með í leiknum. Einhverjir hafa kannski tekið eftir því hve þessar þjóðir halda listamönnum sínum stíft fram innan lands sem utan, mylja undir sína um leið og listamenn annarra þjóða eiga stórum erf- iðara uppdráttar nema þeir aðlag- ist, til að mynda annars vegar New York-skólanum en hins vegar Parísar-skólanum, og nú er Berlín að þrengja sér inn í myndina. Fræðismiðirnir í Parísvildu á árum áðurmeina, að vagga og mið-stöð núlista væri þar staðbundin, enginn í beinum tengslum við alþjóðlega strauma nema að sækja áhrif og eldsneyti í þeirra rann. Í báðum umræddum tilvikum er um áróðurstækni að ræða, hefur það að markmiði að varpa kastljósinu á staðbundna vöru og eða/menningu, gera um leið að fjölþjóðlegri útópíu, draum- sýn. Aðrar þjóðir hafa komið í kjölfarið og nefni hér helst Þjóð- verja og Englendinga, en satt að segja er nafli heimslistarinnar af- ar hreyfanlegt hugtak þá svo er komið. Fáir draga í efa að góðir ham- borgar kitli bragðlaukana, og óumdeild er mikilvægi franskrar menningar, en þótt skrifari sé harður aðdáandi hennar og vest- urheimskrar um leið, leyfir hann sér að líta til fleiri hliða og falla í stafi. Lengi dreymt að ferðast til fjarlægra landa langt í austri og vestri, en þrá hans eftir að litast um í Turmenkistan í austri eða Uruguay í Suður-Ameríku, tengist þó með allri virðingu hvorki ham- borgurum né franskri myndlist. Fjölbreytni í hafi og hauðri er undirstaða framþróunar, gerir það þess virði að lifa, allt endurnýjar sig og er háð stöðugri framrás og enginn getur talið mér trú um að andstæð þróun þ.e. einsleitni, beri í sér endurnýjun og framfarir. Til að mynda að það hafi með framför að gera, að yfir fimmtíu tegundir af eplum eru endanlega horfin af markaðnum, né að geymsluþol ávaxta sé mikilvægara fjölbreytni, gæðum og hollustu. Fjölbreytnina finnum við líka í þjóðarbrotunum og enginn verður nokkurn tíma til að segja mér, að það teljist til framfara að fækka þeim um níutíu prósent, sameina í stærri einingar og loks verði einungis um tvær til þrjár þjóðtungur að ræða. Að vísu munu þá miklu fleiri geta talað saman, en um hvað? Hvort sem hagsmunaöflineru pólitísk eða við-skiptatengd er þaðandstætt eðlisbundnum og skapandi athöfnum að fórna blóðríkum hugsjónum og sannfær- ingu á altari þeirra. Listamað- urinn verður jafnaðarlega að vera trúr köllun sinni og uppeldi þótt hann kunni að vera í þjónustu annarra, og það kosti hann dýrt. Hollt að minnast þess að fyrir nær fimm hundruð árum rak Michael- angelo vinnuveitanda sinn Leo páfa II, með látum og formæl- ingum út úr Sixtusar-kapellunni, þá hágöfgin hugðist skipta sér af vinnubrögðum hans, gefa góð ráð. Um sumt annað mál ef gerandinn er upptendraður af einhverjum réttrúnaði í listum eða pólitík en slíkt blindar jafnaðarlega sýn til fleiri átta og hefur sjaldan fram- borið annað en miðlungs lista- menn þótt sterklega kunni þeir að vera í sviðsljósinu um tíma. Dreg- ið saman í hnotskurn verður lista- maðurinn þannig alltaf að hafa þor til að standa við sannfæringu sína og láta hana í ljós. Hún er dýr- mætasta eign hans og skal engum föl, skylda hans að vera hér í brúnni þótt það kosti hann tíma- bundnar óvinsældir. Þegar hugtakið sam-tímalistir tók að þróasteftir seinni heimsstyrj-öldina var eðlilegt að það kallaði fram hörð viðbrögð hjá öll- um þeim sem voru ekki inni í mál- um, einnig hvað snerti ný viðhorf í ritmennt, einkum ljóðlist. Ein- angraðist alls ekki við svokallaða borgaramenningu, en hér sem ytra voru hagsmunaöfl sem vildu beintengja skapandi listir við póli- tísk viðhorf sem og þröngar ná- kaldar kennisetningar. En báglega gæti ég til að mynda skipað þeim Michaelangelo, Leonardo, Rafael og Dürer, eða vini hans og áhrifa- valdi, þýðverska heimspekingnum Willibald Pirckheimer, á bás með slíkum fyrir að hafa verið með í að umbylta list og lífspeki í lok fimm- tándu og upphafi sextándu aldar. Þeir áttu þó drjúgan þátt í að leggja grunn að afdrifaríkustu umbrotum og hvörfum nýliðinnar stóraldar, hins vegar verður ekki dregið í efa að eldsneytið var húmanisminn, eða hin svonefnda fornmenntastefna, sem þá ruddi sér braut með manninn og mögu- leika hans í fyrirrúmi, andstætt skólaspeki miðalda. Hér í raun réttri aftur verið að taka í höndina á Platon, dusta ryk aldanna af kenningum hans og fornaldar. Hvörfin áttu sér langan aðdrag- anda með hámarki á síðmiðöldum, sjálfur lokahnykkurinn, end- urreisnin, einn miklvægasti og hrifmesti kafli menningarsög- unnar. Eðlilegt að menn væru sér lítt vitandi um þessa þróun hér á út- skerinu enda mættu flestir þættir sjónmennta afgangi við uppbygg- ingu menntakerfisins og gera sumir enn. Lakara að áhangendur núviðhorfanna virðast heldur ekki hafa gert sér fulla grein fyrir henni í ljósi þeirrar hörðu afneit- unar fortíðar sem þeir boðuðu og töldu vera í anda módernismans, en gerðist þó helst á einangraðri slóðum. Hinar eitilhörðu deilur sem upp spruttu þar sem hvor- ugur vildi víkja hænufet á nokkr- um misskilningi byggðar í ljósi sögunnar, fæddu af sér stæka þrá- hyggju með afdrifaríkum afleið- ingum, til muna afleiðingaríkari en í stærri þjóðfélagsheildum. En rökræður og deilur eru andanum hins vegar jafn nauðsynlegar og hamfarir náttúrunni, jarðskjálftar, hvirfilbylir og skýstrókar, allt miðar að endurnýjun þess sem er. Er svo er komið þykirmörgum fáránlegt aðmenn skyldu skipast ítvo hópa sem báðir höfðu bæði rétt og rangt fyrir sér og hefðu allt eins getað fallist í faðma, hvorki hægt að afneita fí- gúrunni né huglægum viðhorfum. Að vísu er hið hlutvakta á mynd- fleti, rúmtak og fjarvídd andstætt hreinum leik tvívíðra flata en hafa þó sama genið í sér að segja má meður því að formræn skipan, sjálft grunnmál myndflatarins, býr yfir skyldum lögmálum. Annað mál er svo að hugmyndafræðin að baki var önnur og í ljósi þess eðli- legt að upp risu harðar deilur á vettvanginum, og þar er fjöl- breytni einnig gæfulegri kostur einstefnu, ásamt útilokunaráráttu í anda alræðis. Vitræn orðræða og skilvirk rökfræði eiga alltaf rétt á sér og eru undirstaða lýðræðis, og þar sem menn leggja listir og lýð- ræði að jöfnu má vera nokkurn veginn ljóst að í kjarna sínum séu skapandi kenndir ópólitískar, jafn- vel þótt þær sæki næringu til hræringa í samtímanum. Allar hugmyndir eiga rétt á sér hvort sem þær spretta upp af þjóð- félagsumræðu eða eigi rætur í skaphöfn mannsins og afmörk- uðum athöfnum hans. Meinbug- urinn er að menn hafa viljað leika sama leikinn og í neyslusamfélag- inu, beina skapandi kenndum í einn og „alþjóðlegan“ farveg og vill þá fara eins og með eplin sem hurfu að stórum hluta af mark- aðnum. Það sem fyrir fimmtíu ár- um var óvíða eins, líktist helst ár- sprænum er renna frjálst um víðan völl og bera með sér kveikju lífs, er að verða að einu stórfljóti. Langt síðan menn fóru að kvarta yfir því að núlistasöfn stórborg- anna væru hvert öðru lík í Tókýó og Toronto, sem allra þar á milli, sömu stjörnur þrælskipulegs mið- stýrðs listamarkaðar á oddinum, ósjaldan hreinar eftirgerðir í skúlptúrum. Fullnægjandi væri að skoða eitt safnana einhvers staðar í heiminum til að gera sér grein fyrir innvolsinu í þeim öllum. Um leið eru flestir listaskólar á leið- inni að verða eins og eiga það sameiginlegt að hafna fortíðinni og er þá spurn hvort hér sé ekki á ferð eins konar endurvakin skóla- stefna miðalda með guð og rétt- trúnaðinn í forgrunni, forn- menntagildin um leið út úr myndinni. Maðurinn, einstakling- urinn, ekki lengur í forgrunni heldur hópefli ásamt dagskipunum að ofan. Það sem um tveir tugir manna lögðu líf sitt að veði til að auðga listflóruna hér landi eftir stríð er nú að verða stöðluð miðstýrð flóð- bylgja, ekki síður en annars stað- ar á hnettinum. Endaskipti haft á hugtökum eins og frumkvæði og frumleika, nýjungin helst sú að um stund hefur tekist að bein- tengja ferska listsköpun aldri og samfélagspólitík. (Framhald síðar.) Enn í framhjáhlaupi Farsælla að dansað sé til heiðurs uppruna og þróun menningarinnar en að jarðýtur valti þar yfir. Mynd: Nelly (Elli Souyoultzoglou 1899–1999), dansarinn Nikolska í Parþenon, 1929. SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson bragi@internet.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.