Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 26
UMRÆÐAN 26 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sturtuhorn 4, 5 e›a 6 mm öryggisgler Stær›ir 70x70, 80x80 e›a 90x90 sm. Hvítt e›a króm. Ver› frá kr. 20.750,- Sturtuhorn rúnna› 4, 5 e›a 6 mm öryggisgler Stær›ir 80x80 e›a 90x90 sm. Segull., hvítt e›a króm. Ver› frá kr. 37.750,- Ba›karshlíf Hvít. 4mm öryggisgler. Tví- e›a flrískipt. Ver› frá kr. 14.900,- Ba›sturtuhlíf 6mm öryggisgl. Hvítt e›a króm. Ver› frá kr. 13.900,- ÞRIÐJUDAGINN 18. nóvember flutti Petra Östergren erindi um rannsókn sína á reynslu Svía á lagasetningu um vændi. Fyrir þá sem ekki vita eru lögin á þá leið að kaup á vændi eru gerð refsiverð en sala ekki. Margt áhugavert kom í ljós sem verður að at- huga nánar áður en hið svokallaða vændisfrumvarp, sem nú liggur fyrir Alþingi, getur orðið að lögum. Fram kom að við setningu þessara laga hafði ekkert samráð verið haft við vændiskonurnar sjálfar. Sama er uppi á teningnum í frumvarpinu sem liggur nú fyrir Alþingi. Petra taldi þessi vinnubrögð stafa af því hvernig við- horf ríkir í þjóðfélaginu gagnvart þeim sem starfa við vændi. Það er litið á vændisfólk sem ómerkilegri mann- eskjur og því þurfi ekki að taka jafnmikið tillit til þarfa þeirra og krafna um réttindi. Sú trú að aðrir vita hvað sé best fyrir þetta fólk virðist yfirgnæfa alla skynsemi. Veit Kolbrún best? Er ekki tilgangurinn með þessum lögum að vernda þá sem leiðst hafa út í vændi? Hvers vegna hafa flutningsmenn frumvarpsins þá ekki leit- að þeirra álits? Telja flutningsmenn frumvarpsins sig vita hvað er best fyrir fólk sem stundar vændi – betur en það fólk sjálft? Þetta eru mik- ilvægar spurningar sem verður að svara því margt bendir til að afleið- ingar laganna í Svíþjóð hafi verið neikvæðar fyrir fólk sem stundar vændi. Þörf er á mun meiri umræðu og gera fleiri rannsóknir áður en farið er í að innleiða lög sem geta haft hræðilegar afleiðingar fyrir líf vændiskvenna/karla. Það þarf að tryggja réttindi þeirra sem starfa við vændi og það gerum við best með því að hafa þau með í ráðum áð- ur en sett er á róttök löggjöf. Álit þeirra skiptir máli. Hvers vegna hefur enginn spurt vændiskonurnar? Eftir Maríu Margréti Jóhannsdóttur Höfundur er sálfræðinemi við HÍ. MJÖG umfangsmiklar þjóð- félagslegar breytingar eru að eiga sér stað í Evrópu og ekki síst hér hjá okkur. Und- anfarin ár hefur átt sér stað markviss einkavæðing hér á landi sem hefur leitt til mikillar sameiningar fyr- irtækja og hagræð- ingar. Yfirlýst markmið stjórn- valda hafa verið óheft og frjáls samkeppni, sem átti að leiða til hagsbóta fyrir alla, lækkandi verð- lags og vaxta. Sjónarmið arðs og auðhyggju hafa smám saman náð undirtökum og eru að verða alls- ráðandi. Örfáir einstaklingar eru að ná algjörum undirtökum og eru komnir í lykilstöðu á mörgum sviðum. Þeir hafa komið sér fyrir í lykilaðstöðu á flestum sviðum og geta hrifsað til sín arðinn af sam- félagslegri neyslu. Hinn almenni borgari situr eftir og á nánast allt sitt undir ákvörðunum þessara einstaklinga. Þetta er sá veruleiki sem nú blasir við okkur í íslensku samfélagi. Kaupþings-Bún- aðarbankamálið og þau mál sem tengjast því fyrirtæki eru talandi dæmi um þetta. Okurvextir og sívaxandi þjón- ustugjöld er það sem við búum við, bankar og fjármálastofnanir raka saman ofboðslegum hagnaði. Fjölskyldufólk á í vaxandi erf- iðleikum við að losna frá skuldum sem það stofnar til við stofnun heimilis og gjaldþrotum fjölgar. Fjármagnseigendur þrífast vel og ná til sín fleiri og fleiri fyr- irtækjum og fákeppni er orðin allsráðandi á flestum ef ekki öllum sviðum. Sameining fyrirtækja hef- ur ekki verið til góðs ef við lítum á það frá samfélagslegu sjónarmiði. Starfsstöðvum fækkar og atvinnu- leysi vex. Nýsköpun er lítil og samfélagslegri ábyrgð er ekki sinnt, arðsemi fjármagnsins ræð- ur. Fólk sem hefur byggt upp fyr- irtækin og verið þeim tryggt og í raun skapað þau verðmæti sem í fyrirtækjunum liggja, situr eftir atvinnulaust í verðlausum eignum sínum. Það flýr og fámennið stendur ekki undir samfélagslegri þjónustu, byggðir hrynja. Hinir ráðandi aðilar hafa orðið uppvísir um samráð í stað samkeppni. Örfáir einstaklingar í stjórn- unarsætum nýta aðstöðu sína til þess að hrifsa til sín drjúgan hluta hagnaðarins í stað þess að skila honum til starfsmanna og við- skiptavina í formi hækkandi launa, lækkaðra vaxta og þjónustugjalda, lækkun trygginga, olíu og bensíns og lækkun almenns verðs á dag- vöru. Þessir hinir sömu setja undir sig hausinn þegar að því kemur að semja um launakjör hins almenna starfsmanns, og hóta lokun fyr- irtækja og flutningi þeirra til ann- arra staða. Stefna ríkjandi stjórnarflokka er að bíða skipbrot. Það er reyndar ekki bara hér á landi, hægri stjórnir á öllum Norðurlöndum eru komnar í vandræði. Markmið og stjórnarstefnur þeirra hafa leitt til hratt vaxandi atvinnuleysis. Er það ekki skýringin á ofsafengnum viðbrögðum forsætisráðherra un- dafarna daga? Markmið hans voru góð og það er búið að gera marga mjög góða hluti í stjórnartíð hans, en græðgi örfárra fjármagnseig- enda er að eyðileggja þann árang- ur. Hvert eigum við að stefna? Við þurfum að tengja betur saman hagsmuni fyrirtækja og starfs- manna. Það vantar samfélagslega ábyrgð í stefnu fyrirtækja og fjár- magnseigenda. Ofurhagræðingin hefur ekki skilað okkur fram á veg, hún er farin að vinna gegn þeim þjóðfélagslegu markmiðum sem við höfum. Verkalýðshreyfingin hefur lengi hvatt til þess að starfsmenn fái að koma að ákvarðanatöku og mótun stefnu fyrirtækja. Vel rekin fyr- irtæki eru um margt lík íþróttaliði, starfsmenn þurfa stanslausa þjálf- un í formi símenntunar og liðs- heildin þarf að þekkja markmiðin svo hún viti að hverju er keppt. Verkefnin leita þangað sem þau eru leyst. Verkalýðshreyfingin hef- ur lýst því yfir að hún vilji koma í vaxandi mæli að ákvarðanatöku um mótun þjóðfélagsins og kynnt markmið þar að lútandi eins og t.d. í velferðar- og atvinnumálum. Hún hefur við gerð kjarasamninga boðið stjórnvöldum upp á samráð um setningu markmiða. Stjórnvöld hafa oftar en ekki reynt að víkja sér undan þessu og reynt að kom- ast hjá að standa við þau markmið sem sett eru. Íslenskir kjarasamn- ingar bjóða upp á sveigjanleika, en því hefur verið stefnt í hættu með nánast óheftum innflutningi er- lends vinnuafls þar sem sveigj- anleiki kjarasamninga er nýttur til hins ítrasta þess að ná niður kjör- um. Stórverkefnin skila ekki þeim þjóðfélagslega markmiðum sem stjórnvöld vildu ná. Virðisaukinn streymir beint úr landi í launum erlends verkafólks og arði er- lendra fyrirtækja. Komandi kjara- samningar geta skipt miklu um hvert verði stefnt. Stjórnvöld og fyrirtæki geta ásamt verkalýðs- hreyfingunni náð saman um að leiðrétta það sem miður hefur far- ið undanfarið. Skortur á samfélags- legri ábyrgð Eftir Guðmund Gunnarsson Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. ÉG HEF síðan í desember á síð- astliðnu ári aðstoðað son minn fjór- tán ára gamlan við að bera Frétta- blaðið út. Það var fyrir tilviljun að ég fór að velta mál- efnum blaðburð- arbarna sérstaklega fyrir mér. Í fyrsta lagi hnykkti mér við þegar maður heyrði í fréttum að á skemmtun sem Fréttablaðið hélt fyrir blaðburð- arbörn var tilkynnt að þau fengju 10% launahækkun (5% um helgar) en þess í stað skyldu þau bera út óskilgreindan fjölda af hinu end- urreista DV. Í annan stað fannst mér ritstjóri Fréttablaðsins halla réttu máli þegar hann hélt því fram í sjónvarpsfréttum mánudaginn 10. nóvember að blaðburðarbörn blaðs- ins fengju um 18.000 krónur í mán- aðarlaun fyrir virka daga. Sonur minn fær 10.700 krónur að viðbættu orlofi fyrir að bera út 120 blöð á dag hvern virkan dag mánaðarins. Verkið tekur 65–70 mínútur á dag þegar venjulegur skammtur er á ferðinni. Hann ber út í hverfi sem er ekki útburðarvænt og nær því minni afköstum en þeir sem bera út í útburðarvænum hverfum (blokka- hverfum). Þar komast blaðberar yf- ir að bera allt að 200–250 blöð á sama tíma (eða skemmri) og fá hærra kaup sem því nemur. Þarna eru því blaðburðarbörnin að bera kostnaðinn af því að hverfi borg- arinnar eru mismunandi útburð- arvæn en ekki útgefandinn. Á liðnum mánuðum og misserum hefur rekstur Fréttablaðsins farið batnandi og m.a. orðið auðveldara hjá því að afla auglýsinga. Þess hef- ur meðal annars orðið vart í stærra, innihaldsmeira og þyngra blaði ásamt auknum fjölda fylgiblaða. Það er í sjálfu sér ágætt að blaðinu gengur vel en það er fleira að skoða í þessu sambandi. Blaðburðarbörn hafa ekki fengið sanngjarna og eðli- lega launaviðbót vegna meira álags og aukinnar vinnu sem er afleiðing þess að blaðið hefur þyngst og fjöldi aukablaða vaxið. Það vill segja með öðrum orðum, öllum þeim aukna fjölda auglýsingablaða sem fylgir Fréttablaðinu er dreift því sem næst ókeypis um borgina vegna þess að blaðburðarbörn Fréttablaðsins eru hvort eð er á ferðinni með Fréttablaðið í tösk- unni. Tvo daga samfellt í október (16. og 17. okt.) fylgdu t.d. tvö aug- lýsingablöð vel að vöxtum með Fréttablaðinu hvorn dag þannig að þá daga var blaðafjöldinn í okkar tilviki 375 blöð. Þyngd pakkans hjá okkur var þessa daga nær 40 kg. Hjá þeim sem bera út 200–250 blöð var þunginn því 60–70 kíló. Börn niður í þrettán ára gömul eiga að skila þessu hlassi í bréfalúgur á rúmum klukkutíma áður en þau fara í skólann á morgnana. Var ein- hver að tala um lög um vinnuvernd? Þegar kvartað var við þann sem annast dreifingu Fréttablaðsins vegna þessa mikla magns voru und- irtektir afar takmarkaðar og skiln- ingur á stöðu barnanna enn minni. Það var ekki einungis mín reynsla heldur hefur haft samband við mig fólk sem hefur sömu sögu að segja. Morgunblaðið hefur gert samn- ing við VR um kjör blaðburð- arbarna. Þar er meðal annars kveð- ið á um að greitt skuli fyrir útburð Morgunblaðsins miðað við þyngd blaðsins. Blaðburðarbörnin fá því einhverja umbun þegar þungi blaðsins fer fram úr því sem venju- lega gerst. Einnig er blaðburð- arbörnum Morgunblaðsins greitt sérstaklega fyrir útburð aukablaða og fylgibæklinga. Þannig er ráðn- ingarsamningurinn settur upp í þeirra tilviki en ekki túlkaður þann- ig að hann feli í sér að hægt sé að gera að því er virðist allt að því ótakmarkaðar kröfur á blaðburð- arbörnin um útburð á fylgiblöðum og bæklingum. Því til samanburðar túlkar Fréttablaðið t.d. ráðning- arsamning við börnin þannig að endurreist DV sé fylgiblað Frétta- blaðsins og því sé útburður DV skylduverk blaðburðarbarna Fréttablaðsins gegn jafnaðarþókn- un sem dreifingaraðili ákveður ein- hliða. Það segir sig sjálft að þegar ekki er greitt sérstaklega fyrir útburð blaða og bæklinga þá er auðvelt að undirbjóða aðra sem því nemur í samkeppni á auglýsingamarkaði, þegar keppinautarnir hafa samið um að greiða sérstaklega fyrir út- burð fylgiblaða. Ég tek einnig eftir því að það er orðið miklu sjaldséð- ara en fyrr að sjá auglýsingabæk- linga með Mogganum, jafnhliða því sem fjöldi slíkra fylgirita hefur auk- ist með Fréttablaðinu. Skyldi engan undra þar sem útburður auglýs- ingabæklinga á vegum Fréttablaðs- ins er í boði blaðburðarbarna. Ég verð að segja það að það stríðir gagnvart minni réttlætiskennd að sá aðili sem reynir að spila eftir um- sömdum reglum skuli fara halloka fyrir þeim aðila sem kemst upp með að ákveða kjör barnanna einhliða, gengur eins freklega fram í túlkun ráðningarsamnings og frekast er unnt og skákar í því skjóli að blað- burðarbörn er hópur sem á sér ekki neinn formlegan málsvara, svo merkilegt sem það er. Meira síðar. Tapa þeir sem spila eftir reglum? Eftir Gunnlaug Júlíusson Höfundur er faðir blaðburðardrengs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.