Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þú, Guð míns lífs, ég loka augum mínum í líknarmildum föðurörmum þínum og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta, ég halla mér að þínu föðurhjarta. (M. Joch.) Vonsvikin. Orð geta haft misjafna og misskýra merkingu. Aldrei hefur þetta orð þó haft eins djúpa merk- ingu og lýst líðan minni betur en þegar mér bárust þær fréttir að Bjartmar frændi minn hefði greinst aftur með krabbamein. Litla hetjan okkar sem var aðeins tveggja ára þegar hann greindist var búinn að heyja harða baráttu við þetta illa mein og sigra. Hann hafði verið hreinn í tvö ár og allir trúðu því að hann væri sigurvegarinn. Okkar björtustu vonir virtust hafa ræst en skyndilega vorum við svikin. Það er undarlegt líf sem litlu barni er gefið að þurfa að ganga í gegnum miklar þrautir og hverfa frá ástvinum sín- um í þessu lífi. Því hlýtur að vera ætlað stórkostlegt hlutverk í betri og bjartari heimi. Bjartmar var yndislegur drengur. Hann var sólargeisli og bar með sér birtu hvar sem hann kom. Hann var mjög blíður, hafði mjúkar kinnar sem hann vildi oft leyfa mér að kyssa og það var hlýtt og notalegt að hafa hann uppí þegar hann gisti. Þegar Bjartmar kom í heimsókn gleymdi hann sér í öllu dótinu og Pleymóið átti hug hans allan. Ég minnist jólanna þegar hann fékk sjóræn- ingjaskipið og varð svo glaður að hann sagði að sig hefði langað í svona skip í þrettán ár. Bjartmar var mikill dótastrákur og því voru síðustu ferð- ir hans í Leikbæ honum mikils virði. Kraftar hans voru búnir en hann naut þess að horfa á dótið og velja sér verðlaun. Minningarnar um Bjartmar frænda minn eru margar BJARTMAR JÓNASSON ✝ Bjartmar Jónas-son fæddist í Reykjavík 13. mars 1998. Hann lést á heimili sínu 16. nóv- ember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Víðistaða- kirkju 25. nóvember. og góðar. Um litla fót- boltastrákinn, Hauk- inn sem keppti í Lottó- mótinu í vor, þá svo sterkur og flottur. Um stærðfræðinginn, um púslarann mikla, um húmoristann, um stóra bróður Margrétar, litla bróður Sigurgeirs og ástkæran son Jonna og Rósu. Við erum þakklát fyrir að hafa kynnst þér, elsku frændi, og geymum minninguna um þig í hjarta okkar. Nú hafa afi Baddi og amma Magga engilinn sinn hjá sér. Elsku Jonni, Rósa, Sigurgeir, Margrét, Magga og pabbi. Við vott- um ykkur dýpstu samúð. Guð styrki ykkur í sorginni og alla þá sem þekktu og elskuðu Bjartmar. Saknaðarkveðja. Halla, Rúnar, Emil, Rúnar Steinn og Hrólfur. Eitt sinn sátu tveir gyðingaprest- ar uppi í fjallshlíð, huldu andlitin í höndum sér og grétu sáran. Kósakk- ar höfðu ráðist inn í litla bæinn þeirra og á meðan heimilin stóðu í ljósum logum myrtu þeir með köldu blóði konur, börn og aðra sem ekki komust undan. Vinirnir sátu hlið við hlið, þögulir í fjallinu og horfðu á eldslogana út um tárvot augun úr fjarska. Skyndilega lítur annar þeirra upp og segir: „Ég vildi að ég væri Guð!“ „Hvers vegna,“ spurði vinur hans, „myndirðu þá stöðva þennan harmleik?“ „Nei, en þá myndi ég kannski skilja hvers vegna þetta er að gerast.“ Bjartmar litli er farinn frá okkur eftir langa og erfiða baráttu á sinni stuttu ævi. Þessi litli ljóshærði drengur sem var svo ljúfur og góður, bjartur og brosmildur. Sorgin og tómleikinn umlykur hjörtu okkar en öllum tilfinningum ofar er þó skiln- ingsleysið. Það hefur verið sagt ein- hvers staðar að svo lengi sem for- eldrar deyi á undan börnum sínum gangi lífið sinn rétta gang, en þegar lítil börn eru tekin áður en þau vaxa og verða að mönnum er eins og lífið bregðist skyldum sínum. Krabba- meinið tók hann, líkt og það tók Guð- bjart afa hans og Margréti ömmu. Bæði létust þau of snemma úr þess- um grimma sjúkdómi sem virðist taka til sín allt, allt of marga í dag, unga sem aldna. Eina hugsunin sem huggar þennan harm er kannski sú að núna hvíli Bjartmar í friði og þurfi ekki lengur að berjast með litla lík- amanum sínum sem þó var alltaf svo undarlega sterkur. Stundum þegar allir héldu að hann væri að fara þá efldist hann og hélt baráttunni áfram og daginn áður en hann lést lá hann meira að segja í rúminu sínu og lék sér með leikföng- in sín. En þrátt fyrir kraftinn reynd- ist þetta of erfitt stríð fyrir þessa litlu sál sem hafði barist fyrir lífi sínu nánast frá fæðingu og núna er hann farinn. Eftir sitjum við í tómleikan- um og skilningsleysinu. En sá sem gefur lífið hefur víst líka valdið til að taka það og þó að við skiljum ekki hvers vegna þá er víst að Guð veit það og skilur. Guð sem við leitum nú til í einlægum bænum okkar um að Jonni og Rósa fái styrk og huggun þegar þau takast á við þennan ólýs- anlega sára missi. Beinin í mér voru þér eigi hulin, þegar ég var gjörður í leyni, myndaður í djúpum jarðar. Augu þín sáu mig, er ég enn var ómyndað efni, ævidagar voru ákveðnir og allir skráðir í bók þína, áður en nokkur þeirra var til orðinn. En hversu torskildar eru mér hugsanir þínar, ó Guð, hversu stórkostlegar eru þær allar samanlagðar. Ef ég vildi telja þær, væru þær fleiri en sandkornin, ég mundi vakna og vera enn með hugann hjá þér. (Sálmarnir, 139.15–18.) Elsku Jonni og Rósa, af öllu hjarta vottum við ykkur okkar dýpstu sam- úð. Ágústa Rut og Margrét Hugrún. „Bjartmar“ var nafnið og prestur- inn jós barnið vatni. Svo sannarlega bar hann það nafn vel, færði þeim sem hann þekktu birtu og yl. Hann frændi minn kom í heiminn þegar vorboðinn var í nánd. Sólin að hækka á lofti og náttúran breytir um lit. Geislar sólarinnar skinu skært á fjöl- skylduna á Kirkjuveginum og fram- tíðin var björt. Ég man Bjartmar nýfæddan, svo fallegur og bjartur, athugull, næmur og vakandi fyrir umhverfi sínu. Ég man brosið hans, hjalið, áhuga hans á tánum sínum og afrekinu þegar hann gat bitið í þær. Ég man hann halda utan um hringluna sína, hreyfa hana, hrista og sleikja. Hverjum áfanga var vel fagnað í lífi þessa barns. Fjölskyldan fluttist til Flór- ída, ég fylgdist með úr fjarlægð og áfram hélt sólin að skína. En heimurinn er oft miskunnar- laus og grimmur. Skyndilega voru þau komin heim. Bjartmar hafði greinst með krabbamein, þá rétt tæpra tveggja ára. Nú hófst barátta upp á líf og dauða. Tíminn stóð í stað, hver dagur skipti máli og framtíðin var dagurinn á morgun. Í þessari baráttu var Bjartmar litli mikil hetja, kleif hvern hjallann eftir ann- an og gaf ástvinum sínum von með kjarki sínum, áræði og dugnaði. Var svo æðrulaus gagnvart örlögum sín- um og Rósa og Jonni vakin og sofin yfir velferð hans hvert augnablik. Ég man hann í Svíþjóð, glampann í augunum, ánægjuna sem skein úr andliti hans og stoltið yfir því að hann fékk að fara út fyrir spítalann og skoða heiminn. Bæjarferð sem fyrir flesta er sjálfsagður og eðlileg- ur hlutur var mikil upplifun fyrir lít- inn dreng sem búinn var að gangast undir erfiða meðferð þar ytra. Allt var gert til að njóta stundarinnar, það smáa varð allt í einu svo stórt. Mikilvægt var að fanga augnablikið því það var núið sem skipti mestu máli. Og Bjartmar litli var duglegur að finna birtuna, málaði heiminn „gulan eins og sólin“ eins og hann sagði oft og sólin fór aftur að skína. Ég man hann sterka og þroskaða sál, markaður af erfiðri lífsreynslu, en jafnframt lífsglaður, brosmildur og ljúfur drengur. Naut alls þess besta frá sínum nánustu sem gerði honum kleift að blómstra. Ég man sögurnar úr leikskólanum, stoltið yf- ir því að vera kominn í Stórahóp. Gleðina hjá fjölskyldunni þegar hann byrjaði á fótboltaæfingum hjá Hauk- unum og stoltur var hann í Hauka- gallanum. Ég man hann með mér úti í sólskininu að búa til litla álfa úr fjörusteinum, einbeittur og áhuga- samur. Ég man hann með allt smá- dótið sitt og skapaði litríkan þykj- ustuheim þar sem hann gat haft stjórn á öllu. Ég man þetta allt og meira til og þessar minningar veita mér birtu og yl. Ef bernskan er sá tími þegar hlað- ast á litaspjaldið þeir litir sem maður á seinna eftir að nota þá var spjaldið hans Bjartmars litla litríkara en margur hefur á heilli ævi. Á haustmánuðum þegar daginn tók að dimma og sólin að lækka í lofti var krabbameinið komið aftur. Nú var áfallið þyngra og vonbrigðin sárari. Allt var gert sem í mannlegu valdi var hægt. Elsku Bjartmar kvaddi þennan heim sem hetja, háði harða baráttu og reis þá hæst í reisn sinni. Hann var svo lítill en samt svo stór. Elsku Rósa, Jonni, Sigurgeir, Margrét Lovísa og aðrir aðstand- endur, það verður vel tekið á móti Bjartmari litla þar sem hann mun eiga öruggt skjól í húsi afa síns og ömmu. Þó ekki sjái til sólar þessa dagana þá eru minningarnar um Bjartmar málaðar björtum og tær- um litum, „gular eins og sólin“. Helena Hauksdóttir. Elsku Bjartmar, ég sakna þín svo sárt og vildi að þú værir lengur hjá okkur. Þú varðst alltaf svo glaður þegar ég kom til þín og ég glöð að hitta þig. Þótt þú sért farinn þá ertu hjá mér eins og allir hinir englarnir á himnum. Um nóttina sé ég vængi fljúga gyllta og glitrandi, og það er farið að snjóa. Ég ligg í mínu rúmi og hugsa um liðna tíð, um lítinn góðan frænda sem fór í sitt lengsta frí. Ásgerður Alma Ómarsdóttir. Fótmál dauðans fljótt er stigið fram að myrkum grafarreit, mitt er hold til moldar hnigið máske fyrr en af ég veit. Heilsa, máttur, fegurð, fjör flýgur burt sem elding snör. Hvað er lífið? Logi veikur, lítil bóla, hverfull reykur. Enginn tími, enginn staður, enginn hlutur dauða ver. Bú þig héðan burt, ó, maður, brautar lengd þú eigi sér. Vera má, að vegferð sú verði skemmri’ en ætlar þú. Æskan jafnt sem ellin skundar eina leið til banastundar. (Björn Halld.) Lítill sólargeisli er horfinn á braut. Við minnumst Bjartmars sem glaðværs drengs sem lýsti upp um- hverfið með brosi sínu. Hann var mjög hlýr og ljúfur drengur sem hafði þroskaða sál í ungum líkama. Þrátt fyrir erfið veikindi gaf hann öðrum styrk með hugrekki sínu og dugnaði. Vegna búsetu okkar hittum hann ekki mjög oft en upp í hugann koma minningar eins og þegar við heim- sóttum þau til Tampa í Flórída. Þá lék allt í lyndi og enginn vissi um vá- gestinn sem lá í leyni. Þeir bræður, Bjartmar og Sigurgeir, voru mjög áhugasamir við að reyna að fanga eðlur sem þeir slepptu svo aftur. Einnig komu þeir með pabba sín- um vestur til okkar og við fórum í sveitina og skoðuðum nýfædd lömb- in. Við finnum sárt til með foreldrum hans og systkinum sem hafa misst svo mikið. Elsku Jonni og Rósa. Megi styrk- ur Guðs fylgja ykkur í sorginni og söknuðinum. Sigrún, Guðni og fjölskylda, Suðureyri. Jobsbók er um þjáninguna, sem Guð kýs stundum að leggja á okkur mennina. Við sjáum ekki tilganginn, en einhver hlýtur hann að vera. Við skiljum ekki, hvað vakir fyrir Guði, og getum ekki annað en drúpt höfði, þagnað og sætt okkur við hlutskipti okkar, því að ella verður hið óbæri- lega ekki bærilegt. Saga Bjartmars litla Jónassonar er eins og út úr Jobsbók. Hún er saga hinnar óskiljanlegu þjáningar. Bjartmar greindist með illkynjaðan sjúkdóm tuttugu og tveggja mánaða og þurfti að sæta erfiðum lækning- um hér og erlendis. Þær virtust tak- ast. Bjartmar lifði síðan í rúm tvö ár áhyggjulausu lífi næms og glaðværs drengs með umhyggjusömum for- eldrum og tveimur systkinum, eldri bróður og yngri systur. Þá kom reið- arslagið. Hinn sjaldgæfi sjúkdómur hans hafði tekið sig upp aftur og var nú óviðráðanlegur. Tveir mánuðir liðu, og læknar gátu aðeins reynt að lina kvöl drengsins með lyfjagjöf, uns hann gaf upp öndina sunnudag- inn 16. nóvember í örmum móður sinnar. Ekki er til ánægjulegri sjón en nýfætt, heilbrigt barn, spriklandi af fjöri. Sem betur fer dregur hvorki fátækt né óhóflegt fjölmenni úr á Ís- landi. Þetta átti svo sannarlega við um Bjartmar Jónasson. Hann var velkominn í þennan heim. Hann átti gott heimili og vandaða foreldra, Rósu Guðbjartsdóttur og Jónas Sig- urgeirsson, sem vildu allt fyrir börn sín gera og höfðu með dugnaði og fyrirhyggju skapað sér til þess ákjósanlegar aðstæður. Í þjáningu hans og kvöl voru þau vakin og sofin með honum. Það er ekki á færi okkar vina þeirra að skilja missi þeirra, harm og söknuð. En minning litla drengsins, sem dó, mun ekki aðeins lifa í hugum þeirra, heldur alls þess fólks, sem þekkir fjölskylduna á Kirkjuvegi 7 í Hafnarfirði. Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Elsku Bjartmar, litla hetjan okk- ar. Það er svo sárt og erfitt að þú skulir hafa verið tekinn frá okkur. En þú munt lifa í minningunni í hjarta okkar. Þú varst litla hetjan okkar sem okkur þótti svo vænt um. Við áttum margar yndislegar stund- ir með þér. Við minnumst líka sögu- stundanna, þér fannst svo gaman að láta segja þér sögur. Við minnumst þess líka þegar þú sagðir við okkur svo einlægur: „Ég hef aldrei séð mús.“ Okkur þótti sárt að vita til þess að þú hefðir aldrei séð mús. Næsta dag var farið í dýrabúðina og fengin mús að láni til að sýna þér. Það þurfti oft svo lítið til að fram- kalla bros hjá þér. Ekki má gleyma símhringingunum frá þér sem yljuðu okkur um hjartarætur. Þú varst svo hreinskilinn þegar þú sagðir í sím- ann: „En þið ætluðuð að koma með pakka í dag.“ Það eru margar fallegar minning- ar sem koma upp í huga okkar. Þær minningar geymum við í hjarta okk- ar. Elsku engillinn okkar, við kveðj- um þig með svo miklum söknuði, elsku litla stjarnan okkar. Guð geymi þig. Hún skein með svo blíðum bjarma, sem bros frá liðnum árum. Hún titraði gegnum gluggann, sem geisli í sorgartárum. (Magnús Ásgeirsson.) Elsku Rósa, Jonni, Sigurgeir og Margrét Lovísa, Guð gefi ykkur styrk á þessari erfiðu stund. Þínar vinkonur, Kristín og Ingunn (Didda og Systa). Bjartmar, góði vinur minn. Nú er ég leiður. Ég er leiður yfir því að við getum ekki leikið á Hjalla og heima. Það var alltaf svo skemmtilegt hjá okkur. Ég veit að þér líður vel núna og að englarnir leika við þig. Ég horfi í kertaljósið og hugsa fal- lega til þín, elsku Bjartmar. Þótt þú sért farinn ertu samt alltaf hér. Þinn vinur, alltaf. Kolbeinn Sveinsson. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Ekki vorum við meira en þriggja ára þegar þú sagðir við okkur: „Haukar eru bestir.“ Það vissir þú með vissu frá Sigurgeir stórabróður og Badda afa sem fór með þig á alla Haukaleiki. Þar með var ekki aftur snúið, þú hreifst okkur báða með í Hauka. Í garðinum á Kirkjuvegi 7 var Erfidrykkjur Heimalöguð kaffihlaðborð Grand Hótel Reykjavík Sími 514 8000 Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að til- greina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgun- blaðsins Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrif- uðum greinum. Birting afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.