Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2003 35 sparkað svo mikið að grasið hrein- lega kláraðist, pabbi þinn þurfti að setja blettinn í orlof svo hann jafnaði sig. Ekki hafði það mikil áhrif á úti- leiki okkar því þá tók bara annað við, stunduðum við miklar fjársjóðsleitir sem saman stóðu af ormum, kóngulóm, fallegum steinum og flott- um prikum. Rósa mamma þín var misánægð þegar við félagarnir vildum ólmir koma með allt inn. Oft sömdum við um að skilja hluta fjársjóðsins eftir á tröppunum og fá þá í staðinn veislu í borðstofunni með heimatilbúnum sætindum sem mamma þín hafði þá nýbakað og kossum frá Margréti Lovísu. Svo í haust veikist þú, en samt allt- af svo sterkur. Sagðir okkur frá flotta spítalanum og Sigrúnu hjúkr- unarkonu. Oftar en einu sinni þurftir þú að fá nýtt blóð og þá var nú gott að þekkja pabba hans Kolbeins því hann var „bankastjóri“ í Blóðbank- anum, en það var ekki nóg, það var til meðal í Svíþjóð sem gat kannski hjálpað. Þú þangað.Við hugsuðum oft til þín þegar þú varst þar. Frétt- um af þér borðandi Emil í Kattholti kjötbollur og Línu langsokk pönnu- kökur og jafnvel draugapasta. Þú komst heim frá Svíþjóð. Við hlökk- uðum til að fá þig aftur á Hjalla. En þú fórst í annað og lengra ferðalag þar sem þér líður betur. Við vitum að Baddi afi hefur tekið vel á móti þér og sitjið þið nú saman á mjúku skýi og maulið gotterí í rauðum treyjum. Við sendum þér „mikið af fallegum hugsunum“. Þínir vinir Alvar Nói og Sigmar. Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast, þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. (Friðrik Guðni Þórleifsson.) Hvert barn sem okkur leikskóla- fólki er trúað fyrir, eignast stað í hjarta okkar. Öll lýsa þau, hvert með sínum hætti og öll bera þau ómet- anlega birtu í vitund okkar. Við fáum að vera samferða þeim og fjölskyld- um þeirra þann tíma sem okkur er afmarkaður og við kveðjum á gleði- stund þegar ný verkefni bíða þeirra. En hjörtun gleyma engu; öll lifa þau áfram með okkur og öll hafa þau auðgað líf okkar á sinn einstaka hátt. Enn er runnin upp kveðjustund en nú er það sorgin sem hefur kvatt dyra. Við Hjallafólk kveðjum hinstu kveðju lítinn dreng sem færði með sér heiðríkju og birtu og bar svo sannarlega nafn sitt með rentu – Bjartmar! Við fögnuðum komu hans í leikskólann okkar fyrir þremur ár- um þegar lífið færði okkur hann; föl- an á vangann og gugginn eftir veik- indi og harða meðferð. Aðeins tveggja ára hafði hann staðið and- spænis dauðanum og borið sigurorð- ið; við trúðum að þannig yrði það áfram. Stöðugt öflugri, sterkari, frískari og glaðari leikskóladrengur; borinn með skaplyndi og eðli sigur- vegarans. Því skyldum við ekki hafa trúað að sigurorðið væri endanlegt og allur háski að baki eftir þrjú frá- bær ár? Okkar skammsýna hugsun skildi þá ekki að sigurorðið snerist ekki um sjúkdóminn illvíga, heldur um hetjuskap, æðruleysi og kjark og slíkan sigur hafði hann að lokum. Ólýsanlega sársaukafullan, alger- lega óskiljanlegan – en óskoraðan sigur. Í okkar litla leikskólasamfélagi þar sem allt snýst um börn og fjöl- skyldur ungra barna, ríkir sorg sem engin orð ná að lýsa. Um leið skynj- um við djúpstætt þakklæti. Þakklæti fyrir tímann sem við fengum að eiga með Bjartmari okkar – og þakklæti fyrir öll þau börn og barnafjölskyld- ur sem öðlast þá gjöf að eiga tíma saman; þakklæti fyrir að vera öll minnt svo réttilega á að daglegt amstur og áhyggjur eru hjóm eitt þegar hverfulleiki lífsins á í hlut. Í trausti þess að allt eigi sinn tilgang handan okkar skilnings; í trausti þess að vel verði fyrir öllu séð ofar okkar vilja; í slíku trausti kveðjum við vininn okkar góða sem sigraði á sinn hátt og kenndi okkur meira á sinni stuttu ævi en margir gera sem telja fleiri árin að baki. Hugsanir okkar dvelja hjá fjölskyldunni sem hefur farið vegferð sorgar og þján- ingar af óendanlegu hugrekki og kærleika; megi hjörtu þeirra öðlast huggun og frið. F.h. leikskólans Hjalla, Margrét Pála Ólafsdóttir. Elsku Bjartmar minn, frábæri stórahópsdrengur. Þú ert búinn að standa þig eins og hetja í gegnum þessa miklu raun. Ég veit að ég mun aldrei fá svar við þeirri spurningu af hverju lítill drengur eins og þú hafir þurft að ganga í gegnum þessi erfiðu veikindi og vera svo að lokum tekinn í burtu frá okkur öllum. „Þeir deyja ungir sem guðirnir elska.“ Ég verð að hugga mig við það. Ég er ein af þeim sem var svo heppin að fá að kynnast þér og það var á leikskólanum Hjalla þegar ég tók að mér stórahóp á Rauðakjarna. Tólf flottir strákar, þvílíkur hópur. Ég trúði ekki mínum eigin augum né eyrum. Þið voruð í einu orði sagt frá- bærir. Mér var strax vel tekið og þú varst einn af þeim. Þú varst alltaf svo duglegur og kraftmikill, það var í raun ekkert sem þú ekki gast. Allt sem þú tókst þér fyrir hendur var til fyrirmyndar. Þú varst alltaf svo glaður og kátur og áttir svo marga góða vini sem sakna þín mikið. Strákarnir skilja ekki af hverju þú ert dáinn. Alvar Nói sagði við mig um daginn: „Magga, af hverju þurfti Bjartmar að deyja? Hann var svo skemmtilegur.“ Það er alveg rétt hjá honum. Í gær komu strákarnir inn eftir að hafa hlaupið hringinn okkar og sögðu mér að það væri fullt af óska- stjörnum á himnum. Það var þó ein sem væri stærri og skærari en allar hinar og þeir voru alveg með það á hreinu að það væri þú. Ég er alveg viss um að það er rétt hjá þeim. Svo spurði ég þá hvort þeir vildu senda þér falleg orð og hugsanir og þetta voru orðin þeirra: „Hann er bestur, sterkur, frábær, skemmtilegur og kurteis.“ Og þeir fundu fleiri orð: „Skemmtilegur vinur, góður leik- félagi og bestur í fótbolta.“ Að lokum sögðu þeir: „Hann er snyrtilegur, fallegur, hugulsamur og hjálpsam- ur.“ Ég held að það sé ekki hægt að lýsa þér betur, Bjartmar minn. Í augum strákanna ertu líka fal- legur engill. Við tölum um þig á hverjum degi því að strákarnir verða að fá að vita allt um þig. Þeir spyrja mig t.d. hvort þú eigir dót til að leika þér með, hvort þú fáir pakka á jól- unum og hvort þú sért með óska- steininn sem við gáfum þér. Við er- um líka viss um að þú fylgir okkur í hverju því sem við tökum okkur fyrir hendur. Þegar við syngjum segja strákarnir: „Magga, heldur þú að Bjartmar heyri í okkur?“ Ég veit að þú heyrir í okkur. Elsku Bjartmar, haltu áfram að vera jafn frábær og þú hefur alltaf verið. Þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar allra. Við söknum þín mikið en huggum okkur við það að nú líður þér vel. Elsku Rósa, Jonni, Sigurgeir og Margrét Lovísa. Guð veri með ykkur og styrki. Kveðja. Vinirnir í stórahóp á Rauða- kjarna og Margrét Skúla. Það er stór stund fyrir lítinn dreng að fara aleinn í næsta hús í fyrsta sinn. Bjartmar var þriggja ára þegar hann tók sér þá ferð á hendur. Hann var ekki alveg einn því mamma hans hringdi og lét vita af ferðalaginu og horfði líka á eftir hon- um. Við áttum því von á honum og biðum eftir bankinu. Hann heilsaði ekki heldur sagði með stolti: Mamma er ekki, ég er einn. Heimur hans hafði stækkað umtalsvert við þetta stutta sjálfstæða ferðalag. Við buð- um honum inn og upplifðum þetta líka sem stóra stund og heimsóknin var auðvitað skemmtileg eins og allt- af. Þá hafði hann gaman af að hlaupa hring í íbúðinni og fara í feluleik og mikið var um ærsl og læti. Hann er búinn að vera stór hluti af okkar lífi frá því að hann fæddist og það hefur verið ómetanlegt að fylgjast með honum vaxa og þroskast og verða að fallegum og hlýjum dreng. Hann var rólegt barn og mjög stilltur og íhug- ull fyrstu árin sín en hann gat þó líka sýnt ærslagang í réttum aðstæðum. Það var alltaf eins og hann hugsaði svo mikið því hann var alltaf að pæla í öllu mögulegu. Hann kunni vel að hlusta og spurningarnar og tilsvörin voru oft skemmtileg. Eitt sinn þegar ég var að segja honum sögu af því þegar ég var lítil þá spurði hann: Eyja, voru þá til bílar þegar þú varst til? Já, var svarið og þá spurði hann hvort sjónvarp hefði verið til og þeg- ar hann komst að því þá gafst hann upp og sagði: Þá var bara allt til. Nú er litli fjölskylduvinurinn okk- ar farinn frá okkur og lífið verður aldrei eins. Aldrei aftur heyrist lága bankið og það verður heldur ekki hærra. Við söknum hans. Eiríksína Kr. Ásgrímsdóttir. Með miklum trega kveðjum við Bjartmar litla, vin okkar og ná- granna sem nú hefur verið kallaður burt úr þessum heimi. Þrátt fyrir stutta ævi skilur hann eftir djúp spor í hjörtum okkar allra. Hann lýsti upp umhverfi sitt með heillandi brosi og ljúfri nærveru. Við mæðgurnar minnumst nú dýrmætra augnablika sem við áttum með honum og fjöl- skyldu hans í Tampa á Flórída og síðast en ekki síst góðu áranna á Kirkjuveginum. Eftirfarandi ljóðlín- ur Jóhannesar úr Kötlum koma upp í hugann á þessari kveðjustundu: Ekkert fær dáið af eðli þínu, ekkert skyggt á ástúð þína. Sofðu í fangi ljóðs míns, sofðu í fangi lands þíns, glókollur, bláeygður, guðs barn. Elsku Rósa, Jónas, Sigurgeir, Margrét Lovísa og fjölskyldur, megi minningin um litla sólargeislann veita ykkur styrk í sorginni. Bára, Stefán og Melkorka Sjöfn. Það voru þungbærar fréttirnar sem bárust sunnudaginn 16. nóvem- ber. Það er með öllu óskiljanlegt að fallegur drengur sem hljóp um og spilaði fótbolta í sumar hafi verið hrifinn burt í blóma lífsins. Kæri frændi, minningin um flottasta fót- boltamanninn í Haukum lifir í hjarta okkar allra um ókomna tíð. Megi al- góður Guð og englarnir vernda þig og umlykja með ást sinni. Elsku Jonni, Rósa, Sigurgeir og Margrét Lovísa, þið eigið alla okkar samúð. Sporin fram á við verða erfið en megi Guð veita ykkur styrk og þrótt til að takast á við sorgina. Áróra, Heimir, Rögnvaldur Skúli, Baldur Búi og Hilmir Freyr. Nú hefur Bjartmar litli kvatt þennan heim. Tilhugsunin er nánast óhugsandi. Hann var fimm ára gam- all, fæddur daginn fyrir þrítugsaf- mæli mitt. Snemma bárust váleg tíð- indi af heilsu Bjartmars. Einungis tveggja ára greindist hann með al- varlegt krabbamein. Við tók hetjuleg barátta hans og fjölskyldunnar við sjúkdóminn. Þar var auðvitað allt lagt undir eins og vera ber í tilfellum sem þessum. Það vakti óskipta gleði að sú barátta virtist skila miklum ár- angri, þrátt fyrir að horfurnar í upp- hafi hefðu ekki verið góðar. Um tíma leit út fyrir að óvinurinn hefði verið lagður að velli. En hann hélt sig þá einungis til hlés um stundarsakir og lét aftur til skarar skríða fyrir fáum vikum, tvíefldur. Og nú er Bjartmar litli látinn. Hugur okkar hefur dval- ist löngum stundum hjá fjölskyldu Bjartmars síðustu vikurnar. Maður stendur magnvana gagnvart því sem gerst hefur og veit hvorki hvað skal segja eða gera. Elsku Jonni, Rósa, Sigurgeir og Margrét litla. Þið hafið staðið ykkur eins og hetjur og snúið baráttunni fyrir heilsu Bjartmars upp í baráttu fyrir öll þau íslensku börn sem svipað er ástatt um. Við Sirrý, Úlfur og Kolbeinn sendum ykkur okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Magnús Árni Magnússon. Ástkær móðir okkar, fósturmóðir, tengda- móðir, amma og langamma, HERDÍS EINARSDÓTTIR HÖJGAARD, Lyngbergi, Vestmannaeyjum, sem lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja laugar- daginn 2. nóvember, verður jarðsungin frá Landakirkju, Vestmannaeyjum, laugardaginn 29. nóvember kl. 14:00. Ólöf Díana Guðmundsdóttir, Njáll Sverrisson, Jón Guðmundsson, Viðar Guðmundsson, Lára L. Emilsdóttir, Sæunn Helena Guðmundsdóttir, Haraldur Haraldsson, Fanney Guðmundsdóttir, Hrefna Guðmundsdóttir, Guðbrandur Eiríksson, Már Guðmundsson, Jóhanna Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Minningarathöfn um föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HALLDÓR SIGURÐSSON gullsmið, fer fram í Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 28. nóvember kl. 13.30. Jarðsungið verður frá Flugumýrarkirkju í Skaga- firði laugardaginn 29. nóvember kl. 16.00. Hafsteinn Viðar Halldórsson, Erla Engilbertsdóttir, Margrét Halldórsdóttir, Jan Dirk Elstermann, barnabörn og langafabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN MARKÚSDÓTTIR MÖLLER, Kópavogsbraut 1b, áður til heimilis á Sólvallagötu 6, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi mánu- daginn 24. nóvember. Útför hennar fer fram frá Hallgrímskirkju mánu- daginn 1. desember kl. 10.30. Markús Möller, Júlía Ingvarsdóttir, Jakob Möller, Sigrún Snævarr, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir og amma, AUÐUR KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR, Syðri-Úlfsstöðum, Austur Landeyjum, andaðist á líknardeild Landspítalans, Kópa- vogi, fimmtudaginn 20. nóvember. Útförin fer fram frá Krosskirkju föstudaginn 28. nóvember kl. 14. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið og líknardeild Landspítalans, Kópavogi. Óskar Halldórsson, Kristín Hulda Óskarsdóttir, Auður Ósk Vilhjálmsdóttir, Halldór Vilhjálmsson. Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGDÓR HALLSSON fyrrum bóndi í Grænuhlíð, Löngumýri 8, Akureyri, sem lést á dvalarheimilinu Hlíð fimmtudaginn 20. nóvember, verður jarðsunginn frá Akur- eyrarkirkju föstudaginn 28. nóvember kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á dvalarheimilið Hlíð. Árnína S. Guðnadóttir, Sóley Sigdórsdóttir, Davíð Þ. Gíslason, Rósa Sigdórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.