Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Unnur Ólafsdótt-ir fæddist á Fossá í Hvalfirði 17. nóvem- ber 1930. Hún lést á heimili sínu 18. nóv- ember síðastliðinn. Foreldar hennar voru Ólafur Ágúst Ólafsson bóndi á Fossá og síðan á Valdastöðum, f. 1. ágúst 1902, d. 7. jan- úar 1988, og Ásdís Steinadóttir, f. 28. júlí 1911, d. 7. janúar 2000. Bræður Unnar eru: Ingi Steinar, f. 21. janúar 1932, eiginkona Ninna B. Sigurðardóttir, Ólafur Þór, f. 10. des. 1936, eiginkona Þórdís Ólafsdóttir, og Tómas, f. 24. des. 1938, eiginkona Sigfríð Ólöf Sig- urðardóttir. Haustið 1954 giftist Unnur eft- irlifandi eiginmanni sínum Ásgeiri Ólsen, f. 26. febrúar 1933. Foreldr- ar hans voru Guðlaug Þórunn Björnsdóttir og Stefán Jóhann Ól- sen. Börn Unnar og Ásgeirs eru: 1) Ásbjörn Ægir, kvæntur Sjöfn Geirdal og eiga þau þrjú börn, Pétur Óla, Ásgerði og Ágúst. 2) Stefán, kona hans er Kristjana Þ. Jónsdóttir. Dætur þeirra eru: Hanna Jóna og Unnur Ósk. 3) Ólafur, látinn, kvæntur Ragnheiði Guðjónsdóttur og eru synir þeirra Baldur og Guðjón Þór. 4) Elín Ásdís, gift Árna Sigurðs- syni og eru börn þeirra Sigurður Ás- geir, Ólafur Freyr og Guðrún Nanna. 5) Guðlaugur Þór, kvæntur Ingu Mjöll Harðardóttur og eru börn þeirra Bryndís, Bjartur og Hlynur. Barnabarnabörnin eru þrjú. Unnur og Ásgeir bjuggu á Dragavegi í Reykjavík. Fjölskyld- an dvaldi oft langdvölum í sumar- húsi sínu í landi Valdastaða í Kjós, æskuheimili Unnar. Unnur sinnti uppeldi barnanna meðan þau voru ung. Síðan vann hún í þvottahús- inu Fönn meirihlutann af starfs- ferli sínum. Hún var hin síðari ár áhugasöm um félagsstarf eldri borgara, sérstaklega félagsvist. Útför Unnar var gerð frá Ás- kirkju 25. nóvember. Hún tengdamamma er látin, 73 ára gömul. Við sem töluðum saman í síma á sunnudag. Hún var búin að bjóða í afmæliskaffi þann dag en við sáum okkur ekki fært að koma vegna veik- inda sonar hennar. Þá lá bara vel á henni þrátt fyrir veikindi hennar sjálfrar, sem hún gerði lítið úr. Svo þegar Bjössi hringdi á þriðjudags- morgun í mig upp á Reykjalund þar sem ég dvaldi og tilkynnti mér að hún hefði látist um nóttina brá mér, ég átti ekki von á því að hún færi svona fljótt. Það var ekki alltaf auðveld ævi hennar tengdamömmu með manninn úti á sjó og fimm börn til að ala upp en hún var sterkur persónuleiki og það má segja að stundum gustaði af henni. Við kynntumst fyrir tæpum 28 árum þegar ég og elsti sonur hennar Ásbjörn fórum að draga okkur saman og tók hún vel á móti mér og reyndist mér og syni mínum Pétri Óla vel þá og ætíð síðar. Þegar við fórum að búa saman var ætíð tilbúin hjálparhönd þegar svo bar undir, ekki síst þegar Ásgerður dóttir okkar fæddist, og varð hún strax augnayndi afa síns og ömmu og síðar sonur okkar Ágúst. Hvern föstudag var farið inn á Dragaveg með þau systkinin í pössun á meðan við hjónin versluðum og voru þau í góðu yfirlæti hjá afa og ömmu á með- an. Ég var strax tekin sem ein af fjöl- skyldunni, Unnur skammaði mig þeg- ar svo bar undir, tók þátt í gleði minni og sorgum, jafnt sem barnanna sinna, og það myndaðist gott samband okk- ar á milli, sem ég met mikils. Þegar Bjössi lauk námi og fór á sjóinn urðu ferðirnar upp í sumarbústað fastur liður um helgar og mér gert kleift að hvíla mig á börnunum því tengda- pabbi tók það að sér að leika við þau eða hafa þau í eftirdragi, því verð ég ævinlega þakklát. Sumarbústaðaferðirnar héldu svo áfram eftir að börnin urðu eldri og oft var gist og þá gjarnan tekið í spil og spilað fram á nótt við olíuljós, enda spilamennska eitt af því sem Unni þótti skemmtilegt og varð hennar tómstundagaman á efri árum að stunda félagsvist. Og ekki má gleyma veislunum á jóladag hver jól þar sem fjölskyldan kom saman og hittist inni á Dragavegi og gladdi það hana mjög mikið að sjá okkur öll þar samankom- in. Hún eignaðist tvö barnabarna- börn, þau Freyju 5 ára og Þór 2 ára, og voru þau stolt og yndi langömmu sinnar. Ég er mjög stolt af því að hafa þekkt þessa sterku og stoltu konu sem gaf svo mikið af sér og kann henni þakklæti fyrir stuðning hennar í veikindum mínum. Ég votta Ásgeiri og börnum samúð mína á þessari sorgarstund en trúi því að við eigum eftir að hitast aftur hin- um megin. Sjöfn Geirdal. Í tilefni hins snögga fráfalls ömmu minnar langar mig til að drepa niður penna í þakklætisskyni fyrir allar góðu og glöðu stundirnar sem við átt- um saman. Amma sýndi mér alltaf augljósa væntumþykju og ég var ávallt velkomin á heimili ömmu og afa. Ég minnist þess í barnæsku þeg- ar ég bjó á Dragaveginum og trítlaði upp stigann til afa og ömmu. Þar var ég tíður gestur og amma gaf sér alltaf tíma fyrir mig. Hún kenndi mér að spila og ráða krossgátur og sagði mér sögur. Amma og afi tóku mig oft með sér upp í sumarbústaðinn þeirra í Kjós- inni og þaðan á ég margar fallegar minningar. Ég man að á leiðinni upp í bústaðinn söng amma oft fyrir mig dægurlög í stóra sendibílnum hans afa. Á sumrin lék ég mér við frænd- systkini mín í læknum og fjallshlíð- inni í Kjósinni og við amma tíndum saman rifsber og rabarbara úr garð- inum og heimsóttum langömmu á bænum. Í ömmu átti ég trúnaðarvin. Þegar ég heimsótti hana í seinni tíð var hún dugleg við að leggja mér lífsreglurnar og hvatti mig til mennta, í samræmi við skoðanir sínar á jafnrétti kynjanna. Fjölskyldan var henni allt og áhugi hennar á velferð sinna nánustu mikill. Fáa hef ég þekkt sem hafa tekið á móti gestum af meiri höfðingsskap og reisn en amma. Um leið og ég kveð ömmu mína kæru minnist ég hlýju hennar, ástúðar og hins þétta faðm- lags. Blessuð sé minning hennar. Unnur Ósk. UNNUR ÓLAFSDÓTTIR Málstofa Hagfræðistofnunar verður í dag, miðvikudaginn 26. nóv- ember kl. 16.15 á Aragötu 14. Erindi heldur Þóra Helgadóttir hjá Hag- fræðistofnun. Fjallað verður um um- fang eftirlitsiðnaðar á Vesturlöndum og þróun síðustu ára, um eftirlitsiðn- aðinn á Íslandi og lagt mat á sam- félagslegan kostnað og ályktað um ábata o.fl. Nánari upplýsingar á heimasíðu Hagfræðistofnunar www.ioes.hi.is Markaðssetning heimspekinnar Í dag, kl. 12.05 flytur Øyvind Kvalnes erindi á vegum Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands sem hann nefnir „Back to Socrates – Philosophy in the Marketplace“. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 1 í Aðalbygg- ingu. Øyvind Kvalnes er doktor í heimspeki frá Oslóarháskóla. Hann stofnsetti ásamt öðrum heimspek- ingi fyrirtækið Humanistisk Aka- demi í ársbyrjun 2000. HA býður uppá námskeið fyrir almenning og fyrirtæki. Frárennsli þéttbýlis á köldum svæðum Í dag kl. 15 heldur Sveinn Torfi Þórólfsson fyrirlestur, í boði umhverfis- og byggingarverk- fræðiskorar verkfræðideildar Há- skóla Íslands, sem ber heitið: Frá- rennsli þéttbýlis á köldum svæðum. Reynsla frá svæðum á Norður- Atlantshafssvæðinu Fyrirlesturinn verður haldinn í Háskóla Íslands, stofu 158 í VR-II. Fjallað er um vandamál vegna afrennslis ofan- vatns á byggðum svæðum á Norður- Atlantshafssvæðinu þar sem lágt hitastig og snjór valda vandræðum þegar snjór liggur á frosinni jörð sem síðan bráðnar þegar rignir. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og er öllum opinn. Að skapa sinn eigin veruleika. Gitte Lassen heldur fyrirlestur sem kallast: Leiðin að takmarkinu: hvernig getum við látið drauma okk- ar rætast, í dag kl. 20–22 að Ljós- heimum, Brautarholti 8, 2. hæð, t.v. Stuðningshópur kvenna sem fengið hafa krabbamein í eggja- stokka halda rabbfund í húsi Krabbameinsfélagsins að Skógar- hlíð 8 í Reykjavík í dag, miðvikudag- inn 26. nóvember kl. 17. Anna Rós Jóhannesdóttir yfirfélagsráðgjafi á barna- og kvennasviði Landspítala – háskólasjúkrahúss verður gestur fundarins. Anna Rós ræðir um tryggingamál og fleira sem hún að- stoðar sjúklinga og fjölskyldur með. Í DAG Fyrirlestur við Verkfræðideild Há- skóla Íslands Sonja Richter heldur fyrirlestur, sem hluta af doktorsver- kefni sínu sem unnið er við Verk- fræðideild Háskóla Íslands, á morg- un, fimmtudaginn 27. nóvember kl. 16.15 í stofu 157 í VR-II. Verkefnið ber heitið ,,Monitoring of Corrosion in District Heating Systems“ og fjallar um rauntíma tæringarmæl- ingar í hitaveitukerfum. Doktors- námið er styrkt af Norrænu orku- rannsóknaráætluninni og Rannís og tengist samnorrænu verkefni sem styrkt er af Norræna iðnaðarsjóðn- um, Orkuveitu Reykjavíkur, Hita- veitu Suðurnesja og fyrirtækjum á hinum Norðurlöndunum. Leiðbein- endur Sonju eru Ragnheiður I. Þór- arinsdóttir deildarstjóri á Rann- sóknastofnun byggingariðnaðarins og Fjóla Jónsdóttir, dósent við verk- fræðideild HÍ og með þeim situr í doktorsnámsnefnd Guðmundur R. Jónsson, prófessor verkfræðideild. Á MORGUN Basar KFUK Hinn árlegi basar KFUK í Reykjavík verður haldinn laugardaginn 29. nóvember nk. í húsi félagsins við Holtaveg. Hann hefst klukkan 14. Á boðstólum verður mik- ið úrval af handgerðum munum, kök- ur og lukkupakkar fyrir börnin. Á meðan basarinn stendur verða seld- ar heitar rjómavöfflur og kaffi. Fyrirlestraröð um sköpunartexta Gamla testamentisins. Næstkom- andi fimmtudag og föstudag flytur dr. Kristinn Ólason guðfræðingur fyrstu tvo fyrirlestrana í fyrirlestra- röð fyrir almenning þar sem fjallað verður um sköpunartexta Gamla testamentisins. Fyrirlestraröðin ber yfirskriftina Sköpunartexti og sköp- unartrú. Erindin eru helguð minn- ingu Þóris Kr. Þórðarsonar fyrrum prófessors í gamlatestamentisfræð- um við HÍ, en hann hefði orðið átt- ræður í júní 2004. Á fimmtudaginn (27.11.) fjallar Kristinn um sköp- unarstef Austurlanda nær og sköp- unartexta Prestaritsins í 1. kafla 1. Mósebókar. Á föstudag (28.11.) verð- ur fjallað um sköpunarsöguna í 1. Mósebók kafla 2–3. Fyrirlestrarnir verða haldnir í V. stofu aðalbygg- ingar HÍ og hefjast kl. 12.15–13. Verkefnið er styrkt af Kristnihátíð- arsjóði. Aðgangur er ókeypis. Á NÆSTUNNI Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SKAFTA PÉTURSSONAR, sem lést á gjörgæsludeild Landspítalans sunnudaginn 16. nóvember. Hildigerður Skaftadóttir, Unnsteinn Guðmundsson, Björn Skaftason, Elvar Örn Unnsteinsson, Elínborg Ólafsdóttir, Íris Dóra Unnsteinsdóttir, Hilmar Stefánsson, Selma Unnsteinsdóttir, Pétur Magnússon og langafabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengda- föður og afa, ÓLAFS SVEINBJÖRNSSONAR, Illugagötu 73, Vestmannaeyjum. Guð blessi ykkur öll. Kristín Georgsdóttir, Georg Óskar Ólafsson, Hera Dís Karlsdóttir, Oddný Bára Ólafsdóttir, Gunnar Kristjánsson, Vignir Ólafsson, Ásgerður Hrönn Sveinsdóttir, Þórir Ólafsson, Guðmunda Jóna Hlífarsdóttir og barnabörn. Hjartans þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður, afa, bróður og fósturbróður, HELGA G. ÞÓRÐARSONAR. Thorgerd E. Mortensen, Þórður Helgason, Halldóra D. Kristjánsdóttir, Daníel Helgason, Vigdís Jónsdóttir, Hallur Helgason, Kolbrún Ýr Gísladóttir, Kristín Svanhildur Helgadóttir, barnabörn, Þórunn Þórðardóttir, Sigurður Þ. Guðmundsson, Kristín Einarsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna andláts elskulegrar móður okkar og tengda- móður, SVEINSÍNU JÓNSDÓTTUR, Brekkugötu 7, Ólafsfirði, sem andaðist á hjúkrunardeild Hornbrekku í Ólafsfirði fimmtudaginn 6. nóvember. Guðrún Þorvaldsdóttir, Hreinn Bernharðsson, Jón Þorvaldsson, Sigrún S. Jónsdóttir, Þóra Þorvaldsdóttir, Guðbjörn Jakobsson, Ólöf Þorvaldsdóttir, Kjartan Gústafsson, Þorsteinn Þorvaldsson, Gunnlaug Kristjánsdóttir. MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heimasíma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgunblaðsins Kaupvangs- stræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrifuðum greinum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að ber- ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr. Ef útför er á sunnudegi, mánudegi eða þriðjudegi þurfa greinarnar að berast fyrir hádegi á föstu- degi. Birting afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.