Vísir - 18.11.1980, Blaðsíða 6

Vísir - 18.11.1980, Blaðsíða 6
6 ÞriOjudagur 18. nóvember 1980 Samið við flugfreyjur: Um 100 ireyjur skipta 73 stðDum „Okkar mál leystust á mjög góöan hátt meO þvi aO ailar flug- freyjur sem ætla sér aO vinna i vetur fá starf en sumar munu vinna hlutastarf og aOrar ætla i launalaust leyfi um tima,” sagOi Jófriöur Björnsdóttir formaOur Flugfreyjufélagsins i samtali viO Visi. Samningar hafa tekist milli Flugleiöa annars vegar og flug- freyja og flugþjóna hins vegar og veröur samningurinn borinn upp á félagsfundi Flugfreyjufélagsins i kvöld. Flugleiöir ráöa i 73 stööur en þaö eru milli 100 og 110 freyjur og þjónar sem ætla aö halda áfram störfum, aö sögn Jófriöar. Þau sem ætla aö vinna fullt starf ganga fyrir um ráöningu en margar flugfreyjur ætla sér i launalaust fri um lengri eöa skemmri tima I vetur. Sagöi Jófriöur aö sér sýndist sem allir gætu unaö þessu samkomulagi og auk þess heföi veriö samiö um hliöstæöar kjarabætur og samn- ingar tókust um viö gerö kjara- samnings ASl og Vinnuveitenda- sambandsins á dögunum. — SG Hríðarveður á Norðurlandi: VEGURINN TIL SIGLUFJARDAR ÓFÆR AF SNJð A laugardagskvöldiö geröi hiö versta veöur fyrir noröan og gekk á meö hriöarbyljum alla nóttina og fram undir morgun. Vegurinn til Siglufjaröar lokaöist þá um nóttina og er Visir haföi samband viö lögregluna á Siglufiröi á sunnudagskvöld. var hann enn lokaöur venjulegri umferö. A Siglufiröi slotaöi veörinu um hádegi á sunnudag og var þá strax hafist handa viö aö ryöja flugvöllinn og ýtur ruddu götur bæjarins. Um kvöldiö var hins vegar komiö hiö besta veöur og frostlaust. Hriöarveöur var á mest öll’i Noröurlandi aöfaranótt sunr.u- dagsins.en færö mun hafa haldist viöast hvar og ekki er vitaö um nein óhöpp vegna veöursins. — Sv.G. Börn félaga f Lionsklúbbnum Frey hafa unniö mikiö meö feörum slnum viö aö pakka dagatöiunum inn. Uonsklubburinn Freyr: Sala jóladaga- tala ao Nú er að hefjast hin árlega sala á jóladaga- tölum, sem Lions- klúbburinn Freyr flytur inn frá Bestur- Þýskalandi. Hafa þau verið seld um 9 ára skeið, við sivaxandi eftirspurn. Annast Freysfélagar sjálfir söl- una i Reykjavik meö þvi aö ganga i húsogstanda viö verslanir. Áuk þess má kaupa dagatölin i hefjasl allmörgum verslunum á höfuö- borgarsvæöinu. Veröiö er 1700 krónur. Fé þvi sem safnast er variö til liknarmála. A undanförnum ár- um hefur klúbburinn m.a. ráö- stafaö fé til Skálatúnsheimilis- ins, lamaöra og fatlaöra, blindra og heyrnarskertra. Þá hefur klúbburinn lagt fram fé til bygg- ingar viö sundlaug viö Grensá- deild Borgarspitalans og viö dvalarheimili Sjálfsb jargar. Einnig til hjartaskurödeildar Landsspitans, auk ýmissa ann- arra verkefna. VÍSIR Karlasveitin ásamt Guöbjarti Guömundssyni og Ingimar Jónssyni, wf * ; * || \, ! s /cfRHNNHMæMft 1 <4» ' i ^ i . Æ J9& * , skák: Olympíumötið á Mðltu að hefjast Olympiuskákmótiö á Möltu hefst á fimmtudaginn og sendir Skáksamband Islands bæöi karla- og kvennasveit á mótiö sem stendur til 8. desember. Guösnuridur Sigurjónsson æföi karlasveitina en Jón Pálsson skákmeistari annaöist æfingar kvennanna. Stjórn Skáksambandsins hef- ur valiö i karlasveitina þá Friörik ólafsson stórmeistara, Helga ólafsson alþjóölegan meistara, Jón L. Arnason alþjóölegan meistara, Margeir Pétursson alþjóölegan meistara, Jóhann Hjartarson íslandsmeistara og Inga R. Jóhannsson alþjóölegan meistara, sem jafnframt er liösstjóri sveitarinnar. Upphaflega átti Guömundur Sigurjónsson aö vera meö en kemst ekki og meö öllu er óvíst aö Margeir fari þar sem hann vill ekki una þeirri niöurrööun sem Skáksambandiö hefur valiö á boröin þar sem ekki eru tekin inn öll stig sem hann hefur áunniö sér. Kvennasveitina skipa þær Aslaug Kristinsdóttir, Olöf Þrá in sdó ttir, Sigurlaug Friöþjófsdóttir og Birna Norödahl.núverandi Islands- meistari. Fararstjórar veröa Ingi R. Jóhannsson og Guöbjartur Guömundsson, stjórnarmaöur i Sl. A meöan á mótinu stendur veröur allsherjarfundur Alþjóöaskák- sambandsins haldinn og mun dr. Ingimar Jónsson forseti SI sitja hann. I dr eru liöin 50 ár frá þvi Islendingar tóku fyrst þátt i Olympiuskákmóti og hafa sföan tekiö þátt I öllum nema þremur. — SG starfsfóik kjósl fulllrúa I stjórn Innbrot í Eyjum Brotist var inni verslunina Krána i Vestmannaeyjum aö- faranótt sunnudagsins og stoliö þaöan miklu magni af tóbaki. Ekki hefur tekist aö hafa upp á þjófunum og er máliö i rannsókn. Aö sögn lögreglunnar i Eyjum var talsverö ölvun i bænum á laugardagskvöldiö og um nóttina og höföu lögreglumenn i nógu aö snúast viö aö halda uppi lögum og reglu. — Sv.G. Ölvaöur velli bíl Bilvelta varö viö Vogartungu i Leirársveit um tvöleytiö aöfara- nótt sunnudagsins. Þar fór Skodabifreiö út. af veginum og valt nokkrar veltur. Þrir ungir menn voru i bilnum og slösuöust tveir farþeganna talsvert og voru þeir fluttir á sjúkrahúsiö á Akranesi. ökumaöur slapp hins vegar viö meiösl en grunur leikur á aö hann hafi veriö ölvaöur. — Sv.G. Dansnámskeið Dansstúdió hefur nú fengiö til liös viö sig nafntogaöan Banda- rikjamann, Gary Kosuda, en hann hefur aö baki langt nám og reynsluá sviöi samkvæmisdansa, en þó einkum svokallaöra diskó- pardansa. Námskeiöin hefjast strax I þessari viku og er hvert þeirra alls 10 kennslustundir. Innritun fer fram næstu daga i sima 78470 frá kl. 10—3 og er þeim sem áhuga hafa á námskeiöúm Gary Kosuda bent á aö láta innrita sigsem fyrst; óhjákvæmi- legt er aö takmarka nemenda- fjöldann. Alþýðuflokkurinn vill gera breytingu á frumvarpi rikis- stjórnarinnar um mál- efni Flugleiða og fjallar ein breytingatillagan um kosningu fulltrúa starfsfólks i stjórn Flug- leiða. Frumvarpiö er nú til meöféröar hjá fjárhags- og viöskiptanefnd neöri deildar Alþingis og lagöi Vilmundur Gylfason þar fram breytingatillögur Alþýöuflokks- ins. Þar segir meöal annars aö starfsfólk skuli kjósa sérstaklega einn mann f stjórn fyrirtækisins. Skuli hann kosinn almennri, óbundinni kosningu þar sem sérhver einstaklingur, sem hafi starf hjá Flugleiöum aö aöalat- vinnu, hafi eitt atkvæöi. Stjórnarmaöur teljist ekki rétt kjörinn nema hann hafi hlotiö minnst 50% atkvæöa og náist ekki sú niöurstaöa i fyrstu kosningu skuli kjósa aftur milli þeirra tveggja sem flest atkvæöi hlutu. Stjórn Samtaka starfsfólks (STAFF) skuli sjá um framkvæmd kosningarinnar. Kristján Egilsson formaöur Félags islenskra atvinnuflug- manna sagöi aö þessi tillaga virt- ist ágæt lausn á framkvæmd kosningar fulltrúa starfsfólks og slikt ákvæöi heföi illa vantaö I frumvarpiö. Hins vegar væri þaö engin lausn i sjálfu sér aö fá fulltrúa starfsfólks i stjórn ef ekkert annaö yröi gert til aö bæta samvinnu stjórnenda og starfs- fólks. — SG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.