Vísir - 18.11.1980, Blaðsíða 19

Vísir - 18.11.1980, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 18. nóvember 1980 VÍSIR 23 Markvörður Nottinglyguvi Forest: Grtpinn meö alít á Skilnaóur Leikarinn Michael Landon, sem landsmenn þekkja úr sjónvarpsmyndaf lokknum ,,Húsið á sléttunni" hefur ákveðið að hætta leik sin- um i þessum myndaflokki. Samhliða þeirri ákvörðun hefur hann einnig gert upp hug sinn gagnvart hjóna- bandinu og ákveðið að skilja við konu sína Lynn Landon, en þau giftu sig þegar hann var -19 ára gamall... 1 hvert sinn er Peter Shilton kom við bolt- ann hrópuðu áhorfendur: „Tina! Tina! Tina!”. Tina Street: „Ég er mjög rómantlsk og stóöst ekki freistinguna. Eiginmaöurinn Colin Street: R „Nú er nóg komið....”. Verslingar í furdufötum Enn Bond- stúlkan Bresk-italska leik- konan Tula, sem sést hér á meðfylgjandi mynd, hefur getið sér gott orð fyrir leik sinn i sjónvarpskvikmyndum og má þar nefna myndir eins og ,,The Two Ronnies”, ,,Robins Nest” og „The Upchat Line”. Nú hefur þessi 23 ára gamla fyrrverandi dansmær og fyrirsæta náð langþráðu tak- marki, að leika i James Bond-mynd. Hún er ein af þessum iturvöxnu fegurðardisum sem jafnan eru i kringum Bond i myndinni „For Your Eyes Only” sem verið er að taka á Corfu... Þessar höfðu klætt sig að hætti Araba. (VIsismyndirGVA) Dansað með tiiþrifum. eitt sifkt haldið i Klúbbnum og voru það Versiunarskólanemar sem að þvl stóðu. Ljósmyndari VIsis, Gunnar V. Andrésson, ieit inn á dansleikinn og tók þar meðfylgjandi myndir. mannllí Furðufataböll eru nýtt fyrir- brigði sem skotið hefur rótum i islensku skemmtanalifi en það felst I þvl að menn klæða sig i alls kyns klæðnað og mæta þannig á dansleiki. Nýveriö var hæíunum „Ég veit vel að þetta var ekki rétt af mér en sjarmi hans var meiri en ég gat staðist. Ég lét hann klæða mig lir blússunni og buxunum og svo man ég ekki meira....’ Tina Street, 27 ára gömul hjúkrunarkona frá Nottingham er full iðrunar er hún játar ástar- samband sitt og Peters Shiltons, markvarðar Nottingham Forest, en mál þeirra var á forsíöum breskra blaða nú nýveriö og þótti mikiö hneyksli. „Peter bauð mér I ökuferö eftir að viö höfðum borðað saman hádegisverð. Viö ókum út úr bæn- um og þar klæddi Peter mig úr. Sjálfur fór hann úr buxunum og við skriðum aftur i bllinn þar sem við létum vel hvort að ööru”, — segir Tina. En huggulegheitin fengu skjótan endi er eiginmaður Tinu kom á staðinn skömmu siöar. ,^Allt I einu sá ég bil mannsins mlns”, — segirTina. — ,,Ég sagði Peter það, en hann hélt aö ég væri að grlnast og hélt afram að fara höndum um mig.” En þetta var þvl miður ekkert grin. Eiginmaöurinn Colin Street, 34ára, hafðifariö aðleita aö hinni ótrúu konu sinni eftir að honum var sagt að hún væri i þingum við hinn fræga markvörö. — „Það eina sem ég sá var ber afturendinn á honum, þar sem þau lágu inni i bilnum”, — segir Colin, sem er ekki ginnkeyptur fyrirþeim útskyringum Tinu”, að þau hafi bara látið vel hvort að ööru”. Colin gekk rakleiðis aö bilnum og bankaöi á rúðuna. Fum og fát kom á markvöröinn og hann spratt upp og í framsætið og ók góðan spöl frá hinum ævareiöa reiginmanni. Þar stoppaði hann bilinn og hisjaöi upp um sig bux- urnar. Siðan skipaöi hann Tinu að fara út úr bilnum og til eiginmannsins og ók siðan i loft- köstum á brott. Þegar þau hjón komu heim lýsti hinn kokkálaði eiginmaöur þvi yf- ir að hann vildi skilnað. — ,,Ég hef fengið nog af framhjáhaldi hennar”, — segir hann. „Nú er þessu lokið...” Og eftir situr Tina, með ljúfar minningar um skyndifund sinn og hins fræga markvarðar. — , ,Ég fæ sjálfsagt aldrei að hitta hann framar”, — segir hún. — ,,En ég er mjög rómantisk aö upplagi og á erfitt með að standast freistingar karlmanna. Sannleikurinn er sá, að kynllf okkar Colins hafði veriö slæmt i langan tima. En ég fullyrði samt að við Peter gengum ekki alla leið. Við höfðum það bara huggu- legt...” Breskir knattspymuaðdáendur hafa látið málið mjög til sin taka. Þeir gera hróp að Peter á vellin- um og I fyrsta leiknum, eftir aö máliö komst I hámæli, — leik á móti Arsenal — hrópuöu þúsundir áhorfenda i hvert sinn sem Peter kom við boltann: „Tina, Tina, Tina...”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.