Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 42
DAGBÓK 42 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Skrif- stofa s. 551 4349, mat- araðstoð kl. 14–17. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa og postulín, kl. 13 postulín. Hár- snyrting, fótaaðgerð. Bókaormar, leshring- urinn kl.13. í dag, perlusaumur kl.13. föstudag Árskógar 4. Kl. 9–12 bað og handavinna, kl. 10.30–11.30 heilsu- gæsla, kl. 13–16.30 smíðar og handavinna, kl. 13 spil. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–13 hárgreiðsla, kl. 8– 12.30 bað, kl. 9–12 gler- list, kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–17 fótaað- gerð, kl. 13–16.30 bridge/vist, kl. 13–16 glerlist. Á morgun kl. 14 les Elín Pálmadóttir upp úr ævisögu sinni Eins og ég man það. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 að- stoð við bað og hár- greiðsla, kl. 10 leikfimi, kl. 14.30 bankinn, kl. 14.40 ferð í Bónus. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 handa- vinnustofan opin, kl. 10–13 opin verslunin, kl. 13.30 bankinn, kl. 11–11.30 leikfimi. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9 postu- lín, kl. 13 trémálun, kl. 9–13 hárgreiðsla, kl. 9– 16.30 fótaaðgerð. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9.30 hjúkrunarfræðingur á staðnum, kl. 10 hár- snyrting, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 10 guðsþjónusta, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarfið Sléttu- vegi 11. Kynning- arfundur í dag kl. 15 á hugmyndum um þróun félagsstarfs á vegum Félagsþjónustunnar í Reykjavík. Félag eldri borgara Kópavogi. Skrifstofan er opin í dag frá kl. 10– 11.30, viðtalstími í Gjá- bakka kl. 15–16. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli. Opnað kl. 9, myndment kl. 10–16, línudans kl. 11, glerlist kl. 13, pílu- kast og biljard kl 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði. Síðdegisdans kl. 14.30. Sighvatur Sveinsson stjórnar og gestur verður Þráinn Bertels- son. Söngfélag FEB kóræfing kl. 17. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 10.30 gamlir leikir og dansar og sund og leikfimæfingar í Breið- holtslaug, frá hádegi spilasalur opinn, kl. 13.30 kóræfing. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9–17 handavinna, kl. 9.30 boccia, kl. 9.30 og kl. 13 glerlist, kl. 13 félagsvist, kl. 16 hring- dansar, kl. 17 bobb. Kl. 13 aðventuskreyt- ingamarkaður, kl. 15.15 Þorgrímur Þrá- insson les úr nýútkom- inni bók sinni. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 9.05 og kl. 9.55 leikfimi, kl. 10 ganga, kl. 11 boccia, kl. 17 línudans. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, útskurður, hárgreiðsla, fótaaðgerð og banki, kl. 13 brids. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9–15 handmennt, kl. 9– 10 og kl. 10–11 jóga, kl. 9.30–10.30 sögustund, kl. 14.30 spænska, byrjendur, kl. 15–18 myndlist. Fótaaðgerðir virka daga, hársnyrt- ing þriðju- og föstu- daga. Korpúlfar Grafarvogi. Á morgun fimmtudag pútt á Korpúlfsstöðum kl. 10. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 vinnustofa, kl. 9– 16 fótaaðgerð, kl. 13– 13.30 bankinn, kl. 14 fé- lagsvist. Vesturgata 7. Kl. 8.25– 10.30 sund, kl. 10–11.30 ganga, kl. 9–16 fótaað- gerð og hárgreiðsla, kl. 9.15–16 myndmennt, kl. 12.15–14.30 versl- unarferð, kl. 13–14 spurt og spjallað, kl. 13–16 tréskurður. Vitatorg. Kl 8.45 smiðja, kl. 10 búta- saumur, bókband, kl. 13 föndur og kóræfing, kl. 12.30 verslunarferð. Vinahjálp, brids spilað á Hótel Sögu í dag kl. 13.30. Hafnargönguhóp- urinn. Kvöldganga kl. 20 miðvikudaga. Lagt af stað frá horni Hafn- arhússins norð- anmegin. Rangæingar – Skaft- fellingar. Spilakvöld í kvöld kl. 20, í Skaftfell- ingabúð á Laugavegi 178. ITC-deildin Melkorka, fundur í kvöld, kl:20 í Borgartúni 22. MR-49, samveran í kvöld á Grand Hóteli kl. 19. Öldungaráð Hauka fundur í kvöld á Ásvöll- um kl. 20. Sjálfsbjörg, Hátúni 12. Kl. 19.30 félagsvist. Í dag er miðvikudagur 26. nóvember, 330. dagur ársins 2003, Konráðsmessa. Orð dags- ins: Enginn á meiri kærleik en þann að leggja líf sitt í söl- urnar fyrir vini sína. (Jh. 15, 13.)     Steindór Jónsson bend-ir á að viss hræsni felist í því að boða frjáls- an markað í orði en á borði innleiða höft á við- skipti milli landa. Í pistli á vefsíðu ungra Vinstri grænna, undir fyrirsögn- inni „hræsni frjáls- hyggjumanna“ segir hann að ekki eitt einasta iðnríki heims hafi náð yf- irburðastöðu á alþjóð- legum markaði með því að opna hagkerfi sitt. Það sé pólitísk klisja að Ísland verði að koma á markaðshagkerfi til að vera samkeppnishæft við önnur lönd.     Auðvitað er rétt aðhræsni felst í því að boða frjáls viðskipti en torvelda þau með inn- flutningstollum og -kvót- um. Það bitnar bæði á íbúum inn- og útflutn- ingslandsins. Hins vegar er spurning hvort Stein- dór notar rétt orð, þegar hann heldur því fram að frjálshyggjumenn hræsni þegar talið berst að við- skiptafrelsi. Sá sem reyn- ir að hindra viðskipti með tollum getur tæp- lega talist frjáls- hyggjumaður.     Steindór virðist fylgjakaupauðgisstefnu þegar kemur að alþjóða- viðskiptum. Telur hann að Bretar og Bandaríkja- menn hafi orðið stórveldi með því að verja inn- lenda framleiðslu með tollum um leið og útflutn- ingur var mikill. „Þetta eru einungis tvö dæmi af mörgum um iðnríki, sem hvetja fátæk ríki til frjálsrar verslunar til að rífa sig upp úr fátækt, þó að þau sjálf hafi beitt innflutningshöftum og lokað hagkerfum sínum til þess að verða rík. Þetta kalla ég hræsni. Allar uppástungur frjáls- hyggjumanna um frjáls- an markað í fátækum löndum eru fáránlegar klisjur sem fólk, því mið- ur, gleypir við of auð- veldlega.“     Hvað er Steindór aðleggja til? Að fátæk- ari ríki loki sínum landa- mærum fyrir innflutningi frá öðrum löndum? Telur hann að það auki hag- sæld þeirra? Það er ekki nóg að vísa til einhverra afmarkaðra aðgerða Breta og Bandaríkja- manna á 18. öld til að rökstyðja slíkan mál- flutning. Ein vitleysan verður ekki leiðrétt með því að leggja aðra til. Það sama gildir fyrir fá- tækari ríki og öll önnur; alþjóðaviðskipti auka vel- ferð íbúanna. Um það snúast viðskipti fyrst og fremst, að fólk geti keypt vöru frá þeim aðila sem framleiðir hana á hag- kvæmasta hátt. Það er til hagsbóta fyrir alla. Stein- dór ætti að leggja þeirri baráttu lið og benda þingmönnum VG og ann- arra flokka á tolla og aðrar hindranir í vegi fyrir frjálsum viðskiptum með innfluttar matvörur á Íslandi. Það væri ágæt- is byrjun. STAKSTEINAR Hræsni í alþjóða- viðskiptum Víkverji skrifar... Steinalagðar hraðahindranirspretta nú upp á götum borg- arinnar eins og gorkúlur. Hefur Vík- verji skilning á tilgangi þessara hindrana, þ.e. að draga úr hraða og auka öryggi vegfarenda, ekki síst í nágrenni við skólana þar sem börnin fara um. Nú síðast ók Víkverji hins vegar yfir hindrun sem var víðs fjarri skólabyggingu, eða fyrir fram- an Kringluna á aðrein frá Miklu- braut. Við fyrstu sýn er erfitt að átta sig á tilgangi hindrunar á þessum stað og eflaust er þörfin brýnni ein- hvers staðar annars staðar í borg- inni. Veltir Víkverji því fyrir sér hvort hönnuðir á skrifstofu borg- arverkfræðings hafi til dæmis reikn- að með bremsu- og demparasliti á ökutækjum borgarbúa í „hindr- anavæðingunni“. Er þá kostnaður- inn ótalinn því nú hljóta götustein- arnir og vinnan við þá að kosta meira heldur en að skella t.d. niður vænni hrúgu af malbiki og slétta úr henni, líkt og gert var á æskustöðvum Vík- verja, honum til ómældrar ánægju. Eitt er þó klárt í huga Víkverja, hann gæti haft talsvert upp úr því að gerast steinalagningamaður eða jafnvel steinaframleiðandi. Stein- arnir hafa ekki aðeins verið notaðir í þessar hindranir heldur einnig á gangstéttir við gangbrautir og til að leggja heilu göturnar í miðbænum. Víkverja liggur við að halda að sér- fræðingarnir hjá borginni hafi stór- lega misskilið orðtakið „að leggja stein í götu einhvers“. x x x Yfir í allt annað, eða ástkæra yl-hýra móðurmálið. Ofnotkun á sumum orðum í ljósvakamiðlunum fer sérlega í taugarnar á Víkverja. Nægir þar að nefna notkun á sögn- inni „að kíkja“ þegar sjónvarpsmenn þurfa að segja okkur hvað sé næst á dagskrá. „Við skulum kíkja á…“ þetta og hitt, segir til dæmis Auddi í Popptíví sýknt og heilagt og á þetta við um fleiri starfssystkini hans. Í orðabókum er sögninni „kíkja“ líkt við „að gægjast“, sem þýðir til dæm- is að horfa í laumi á eitthvað eða teygja fram höfuðið til að sjá eitt- hvað. Er það það sem sjónvarps- menn vilja að áhorfendur geri? Vík- verji bendir ljósvíkingum á að þeir geta einnig sagt okkur að við mun- um „sjá“ næsta atriði, líta á það, horfa, skoða, gaumgæfa og í ein- hverjum tilvikum kanna, athuga og jafnvel berja eitthvað augum. x x x Síðan getur Víkverji ekki látið hjálíða að minnast á lýsingarorða- forða Völu Matt á Skjá einum. Allt er svo yndislegt og æðislegt sem hún sér, frábært og flott, skemmtilegt og stórkostlegt, að stundum efast Vík- verji um að hún tali í fúlustu alvöru. Hönnun ber oft á góma í þáttum Völu og eitt sinn var hún komin í anddyrið á Hótel Nordica þar sem hún sagðist vera stödd „í hönnun“. Það fannst Víkverja frábært! Morgunblaðið/Arnaldur Ófáir steinarnir af ýmsum gerðum hafa verið lagðir í borginni. ÞANNIG er að dóttir okkar er að bera út Morgunblaðið í efri byggðum borgarinnar og lenti í þeirri miður skemmtilegu reynslu laug- ardagsmorguninn 15. nóv. sl. að er til útburðar var haldið þá voru blaðapakk- arnir horfnir með öllu, þeim hafði verið stolið (voðalega gaman hjá einhverjum). Leit var hafin „í myrkrinu“ á helstu stöðum í kringum heimili okkar, en án árang- urs. Því varð að óska eftir nýrri blaðasendingu og gekk það eins og við var að búast, mjög vel, og allir, já allir áskrifendur á hennar útburðarsvæði, fengu blöðin sín eins og ávallt. Þó kannski eitthvað of seint í þessu tilfelli. Blöðin sem saknað hafði verið komu hins vegar í leit- irnar daginn eftir, inni á lóð nágranna í nokkurra metra fjarlægð, öll sundurtætt. Nágranninn tók náttúru- lega til í garðinum sínum og fann miða sem fylgir blaða- pökkunum með nafni blað- bera, og lét ekki segja sér það tvisvar, þrammaði heim til okkar með blaðatæjurnar í svörtum ruslapoka og hitti þar fyrir dóttur okkar eina heima og spurði hverslags þetta væri að dreifa blöðun- um um alla lóð hjá sér. Jós úr skálum reiði sinnar með staðhæfingum, svívirðing- um og dónaskap og var ekki móttækilegur fyrir þeirri einföldu skýringu sem áður er getið. Hjá Morgunblaðinu er mjög gott eftirlit með blað- burði almennt, og hags áskrifenda gætt mjög vel. Því spyrjum við: Hvað er að hjá svona fólki? Hélt mað- urinn virkilega að blaðinu hefði verið dreift inn í garð hans, ja bara sisvona í ein- hverju letikasti? Hvað er það sem svona fólk er að ætlast til og er að kenna ungu fólki með svona framkomu? Hann ætti kannski að taka betur til í garðinum sínum áður en hann fer að rusla til í annarra manna görðum. Virðingarfyllst, Kjartan og Kristín, 109 Reykjavík. Góð grein ÉG VIL koma á framfæri þakklæti mínu til Elínar Ólafsdóttur fyrir pistil hennar „Ár fatlaðra“ í Vel- vakanda sl. föstudag. Þar skrifar hún m.a. um að engin viðvera sé fyrir fötluð börn eftir skóla og vil ég taka undir að það sé mjög slæmt því þessi börn eru mörg eins og lítil börn sem geta ekki verið ein og væri mikil bót að fá 1–2 tíma viðbót á dag, ekki síst fyrir útivinnandi foreldra. Er ég ekki sátt við ráða- menn og skilningsleysi þeirra á þessum málum, peningum er oft eytt í meiri vitleysu en stuðning við fötl- uð börn og foreldra þeirra. Amma. Tapað/fundið Silfurkeðjuarmband týndist í Kópavogi GRÓFT silfurkeðjuarm- band með plötu, merkt Gretari, týndist fyrir rúm- um mánði á leið frá Gull- smára eða í eða við Sport- húsið. Þess er sárt saknað. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 554 6575 og 564 5141. Fundarlaun. Eyrnalokkur týndist EYRNALOKKUR úr kop- ar, víravirki með blóm- skrúði, sporöskjulaga, týnd- ist á Laugavegi, líklega milli Vatnsstígs og Klapparstígs. Hans er sárt saknað. Skilvís finnandi hafi samband síma 552 5922. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Blaðburðarfólk Mbl. vinnur vinnu sína ÞEGAR hið fræga einvígi Friðriks Ólafssonar og Bents Larsens stóð yfir og er nú rifjað upp heyrði ég eftirfarandi sögu á Ak- ureyri sem mér finnst til- efni til að rifja upp til gam- ans. Um sama leyti og ein- vígið stóð yfir starfaði danskur apótekari við Stjörnu apótek á Ak- ureyri. Þessi ágæti maður hélt auðvitað með landa sínum í einvíginu og eins og einvígið þróaðist þá mætti hann harla glaður á morgnana í apótekið og leyndi ekki stolti sínu yfir velgengni Larsens. Starfs- fólkinu sem var allt ís- lenskt var ekki eins skemmt. Hinsvegar gerðist það eins og margir muna að Friðrik sótti í sig veðrið þegar leið á einvígið og þegar honum tókst á tíma- bili að jafna stöðuna beið starfsfólkið spennt eftir að sjá svipbrigðin á hinum danska apótekara, hvort bros hans væri nú jafn gleitt. Greinilega mátti sjá þegar hann mætti í apó- tekið að honum var mjög brugðið og í framhaldi af því féll eftirfarandi at- hugasemd um árangur Friðriks og oft var vitnað til síðar meðal starfsfólks- ins. „Han har snydt, det svin, han har øvet sig.“ Með kveðju, Guðmundur Hallgrímsson, lyfjafræðingur. Stutt gamansaga LÁRÉTT 1 tælir, 8 breiðir firðir, 9 er fær um, 10 ílát, 11 búa til, 13 óskertur, 15 þref, 18 hvöss, 21 bæklingur, 22 lesta, 23 snagar, 24 stuttir dagar. LÓÐRÉTT 2 svipað, 3 tilbiðja, 4 vafra, 5 lauslegt sam- komulag, 6 eldstæðis, 7 púkar, 12 léleg skrift, 14 endir, 15 gangflötur, 16 þrekvirki, 17 þyngd- areining, 18 þjófnað, 19 auðna, 20 ávöxtur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 dugur, 4 fúkki, 7 máfur, 8 lítil, 9 tel, 11 róma, 13 þrír, 14 kálar, 15 bóla, 17 árós, 20 ára, 22 lekur, 23 ungar, 24 afræð, 25 nurla. Lóðrétt: 1 dómur, 2 gæfum, 3 rýrt, 4 fúll, 5 kýtir, 6 illur, 10 eflir, 12 aka, 13 þrá, 15 bólga, 16 lúkur, 18 rægir, 19 syrta, 20 árið, 21 auðn. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.