Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 45
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2003 45 ÞUNGU fargi var létt af for- svarsmönnum Evrópukeppninnar í knattspyrnu sem fram fer í Portúgal á næsta ári, þegar ljóst var að Spánverjar verða á meðal þátttökuþjóða í keppninni sem fram fer í júní á næsta ári. Segja þeir að þátttaka næstu nágrann- anna á Spáni treysti enn frekar fjárhagslegan grundvöll keppn- innar því talið er að a.m.k. 30.000 Spánverjar komi yfir landamærin til þess að styðja við bakið á landsliði sínu í hverjum leik sem það spilar. Ekki veitir Portúgöl- um af að laða sem flesta ferða- menn til landsins vegna keppn- innar þar sem efnahagur landsins er í mikilli lægð um þessar mund- ir. Þá má heldur ekki gleyma þeim ríg sem er á milli þjóðanna á knattspyrnusviðinu eins og öðr- um. Hvað sem honum líður þá vonast portúgalskir forráðamenn keppninnar til þess að Spánverjar komist sem lengst í keppninni, helst alla leið í úrslit og leiki þar með sex leiki. Það mun hugs- anlega þýða að a.m.k. tæplega 200.000 Spánverjar bregði sér yf- ir landamærin til að horfa á leiki spænska liðsins og það mun færa Portúgölum miklar tekjur. „Við erum að sjálfsögðu ánægðir með allar þær sextán þjóðir sem taka þátt í keppninni en þátttaka Spánverja er topp- urinn á kransakökunni,“ sagði talsmaður keppninnar. allur af enskum strákum sem ætla sér að verða stjörnur í fótboltanum en verða það aldrei og ef þeir kom- ast ekki að í fótboltanum þá er af- skaplega lítið fyrir þá að gera. Þeir eru flestir hverjir ómenntaðir og hafa því ekki að miklu að hverfa. Það er ekkert inni í myndinni hjá þeim að fara í skóla aftur, þeir fara bara út á hinn almenna vinnumark- að. Ensku strákarnir sem eru með mér í varaliðinu fylgjast afskaplega lítið með því sem er að gerast í þjóð- félaginu, þeir fylgjast ekki með fréttum eða neitt. Það kemst ekkert annað en fótbolti að hjá þeim.“ – Ólafur Ingi var á dögunum á varamannabekknum hjá aðalliðinu í deildabikarleik. Hann fékk ekki að spreyta sig þá, en á hann von á að fá leik með aðalliðinu? „Það munaði litlu um daginn og ég er mjög ánægður með að hafa fengið tækifæri til að vera á bekkn- um og í undirbúningnum fyrir leik- inn. Það var virkilega gaman að fá að kynnast því öllu saman. Hvort ég fæ leik? Ég veit ekki og ég á ekkert frekar von á því að ég fái annað tækifæri til að vera í hópnum. En fyrst það hefur gerst einu sinni þá veit maður að það er alltaf mögu- leiki á að það gerist aftur. Það er leikur í deildabikarnum í desember og maður bíður og sér til hvað ger- ist. Ég á ekkert frekar von á að vera með í þeim leik, en ef það gerist þá yrði það alveg frábært,“ segir Ars- enalmaðurinn. Wenger fylgist vel með öllu Arsene Wenger, knattspyrnu- stjóri félagsins, sér um allar æfingar varaliðsins líka og segir Ólafur Ingi að hann fylgist vel með öllum sínum leikmönnum. „Hann er með allar æfingar og öðruvísi en margir knattspyrnustjórar í ensku úrvals- deildinni að því leytinu. Hann stjórnar öllu og fylgist því vel með öllum leikmönnum, líka þeim sem eru í varaliðinu. Hann er mjög mikill atvinnumaður, yfirvegaður og róleg- ur og peppar menn upp þegar það á við. Ég kann mjög vel við hann.“ Venjulegir dagar í lífi atvinnu- manns í knattspyrnu eru hver öðr- um líkir enda snýst líf þeirra um knattspyrnu. „Ég er mættur upp á æfingasvæði um klukkan tíu á morgnana, en hálftíma síðar ef mað- ur æfir með aðalliðinu. Yfir keppnistímabilið eru æfing- arnar í einn og hálfan tíma ef það er stutt í leik en ef það er langt í leik þá er hún í tvo tíma og svo lyftingar á eftir. Síðan er borðað saman og maður kemur heim um klukkan tvö eða þrjú. Í byrjun tímabils erum við oft með tvær æfingar á dag og þá kemur maður heim um klukkan fimm. Á skólabekk eftir æfingar Eftir æfingu tekur námið við, ég er í fjarnámi í Fjölbrautaskólanum við Ármúla og klára um jólin. Ég er svona nokkurn veginn á áætlun með námið, á níu einingar eftir í stúd- entsprófið. Ég hefði átt að klára síð- asta vor en það voru nokkrir áfang- ar sem ég gat ekki klárað vegna fótboltans, en þetta klárast núna um jólin. Síðan ætla ég að halda áfram að mennta mig og eins og stendur þá heillar líffræðin mig hvað mest.“ – Hvað er svo framundan hjá þér? „Ég er með samning út þetta tímabil og veit í raun ekki hvað tek- ur við eftir það. Arsenal fer ekki að ræða við leikmenn fyrr en eftir ára- mótin, en ég á ekkert frekar von á að vera áfram hjá félaginu, gæti vel hugsað mér að fara eitthvert annað. Þetta er búið að vera frábær tími hjá Arsenal en maður verður að hugsa um framtíðina og veltir því fyrir sér hvort það sé betra að vera hjá eins stóru og frægu liði eins og Arsenal og vera í varaliðinu eða fara í einhvern minni lið og fá að spila. Ég er orðinn tvítugur og ef maður ætlar einhvern tíma að vera eitthvað meira en efnilegur þá verður maður að fá að spila. Reyni að vera skynsamur Það er mjög vel fylgst með leikj- um varaliðanna, margir njósnarar á leikjum og það opnar manni vonandi einhverja möguleika á að komast til annars liðs. Svo er spurningin hvort maður vill taka skrefið niður á við og leika í neðri deild í Englandi eða fara til annars lands og leika þar í efstu deild og ef það gengur ekki upp að taka þá skrefið niður á við. Maður verður að reyna að gera þetta af skynsemi og velja og hafna og maður skyldi ætla að það hjálpi eitthvað að hafa verið hjá Arsenal. Markaðurinn fyrir knattspyrnu- menn er orðinn gríðarlega erfiður þannig að maður veit ekki hvort það verður um eittvað að velja í þessum efnum, en hugur minn stendur til þess að halda áfram í knattspyrn- unni. Skandinavía er að detta út af þessum markaði og fjöldinn allur af atvinnulausum fótboltamönnum á Englandi þannig að það er mjög erf- itt að fá vinnu á þessum markaði og því verður maður að skoða öll tilboð sem koma – og vonandi koma ein- hver,“ segir Ólafur Ingi og brosir og segir að alltaf sé eitthvað í gangi, einhverjar fyrirspurnir og því um líkt. Markaðurinn er mjög erfiður „Maður veit ekki hversu mikil al- vara er á bakvið svona hluti og hvort áhuginn sé í raun fyrir hendi þótt einhverjir séu að spyrjast fyrir um mann. Ég er altént ekki með neitt fast í hendi sem stendur, en að sjálf- sögðu er maður farinn að líta í kringum sig og láta vita af sér.“ Þegar hann gerðist atvinnumaður voru aðallega tvö lið sem komu til greina, bæði úr Lundúnum. „Það kom aldrei annað til greina en fara til Arsenal enda vildi svo skemmti- lega til að Arsenal var mitt uppá- haldslið í enska boltanum. Totten- ham gerði líka tilboð en Arsenal varð fyrir valinu. Það getur nú alveg verið tvíbent hvort það hafi verið rétt því ef til vill hefði ég verið ofar í goggunarröðinni hjá Spurs en ég er hjá Arsenal. Annars veit maður það auðvitað aldrei og það er alltaf hægt að velta sér endalaust upp úr svona málum.“ Ólafur Ingi segir það alveg koma til greina að koma heim í sumar og leika þar „væntanlega þá með Fylki“, segir hann og fara síðan út aftur um haustið. „Ef ég fæ enga vinnu sem er betri en heima þá kem ég bara heim og reyni síðan aftur næsta haust að koma mér að erlend- is. Ég vil halda áfram í þessu og sé ekkert því til fyrirstöðu að halda áfram að mennta mig á sama tíma. Raunar er dálítið mikið að vera á fullu í fótbolta allt árið. Ég hef ekki tekið mér hvíld núna í rúmt ár og það er dálítið mikið, en maður verð- ur að fórna einhverju á meðan mað- ur er ungur og sprækur og taka þá bara frí einhver tíma síðar,“ segir Ólafur Ingi. Spurður um hvaða lið verði meist- ari í Englandi með vorinu segir hann: „Ég held að baráttan standi á milli Arsenal og Manchester United. Chelsea er líka með alveg ótrúlega gott lið en ég held að hin tvö hafi hefðina með sér. Auðvitað vona ég að Arsenal hafi það.“ – Hver er besti leikmaður Arsen- al? „Það er nú nokkuð erfitt að segja til um það, en það er erfitt að horfa framhjá Henry, hann er alveg ótrú- legur leikmaður. Ef ég ætti að kjósa í lið á æfingu held ég að Viera yrði fyrst fyrir valinu. Hann er frábær og það sést best á því hversu mikil breyting verður á liðinu þegar hann er ekki með. Hann er líka gríðarlega sterkur persónuleiki,“ segir Ólafur Ingi. Portúgalar kætast yfir þátttöku Spánverja Arsenal Football Club/David Pric Ólafur Ingi Skúlason á fullri ferð í búningi Arsenal, í leik gegn varaliði Southampton. skuli@mbl.is ÓLAFUR Ingi Skúlason er fjórði Íslendingurinn sem er samn- ingsbundinn Arsenal. Skaga- maðurinn Sigurður Jónsson var í herbúðum Arsenal 1989–1991, eftir að Lundúnaliðið keypti hann frá Sheffield Wednesday. Sigurður lék lítið með liðinu vegna þrálátra meiðsla í baki. Bræðurnir Valur Fannar og Stefán Gíslasynir voru á samn- ingi hjá Arsenal á árunum 1995 til 1997, en þeir náðu aldrei að leika með aðalliðinu. Ólafur Ingi var á vara- mannabekknum hjá aðalliði Ars- enal í leik í deildabikarkeppn- inni á dögunum – gegn Rotherham. Fyrir utan Sigurð eru tveir Ís- lendingar sem hafa leikið með aðalliði Arsenal. Albert Guð- mundsson, fyrrverandi atvinnu- maður, lék með Lundúnaliðinu nokkra vináttuleiki 1946. Hann fékk ekki atvinnuleyfi í Eng- landi, sem varð til þess að hann gerðist ekki atvinnumaður með Arsenal, heldur hélt til Frakk- lands og Ítalíu. Albert fór í keppnisferð, sem lánsmaður, með Arsenal til Brasilíu 1951. Skagamaðurinn Ríkharður Jónsson lék með aðalliði Arsenal 1959 – til dæmis æfingaleik gegn enska landsliðinu og skor- aði hann í leiknum, sem lauk með jafntefli, 1:1. Vegna meiðsla varð ekkert úr því að Ríkharður gerðist atvinnumaður með Arsenal, en hann var búinn að fá atvinnuleyfi í Englandi. Íslendingar í herbúðum Arsenal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.