Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 47
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2003 47  FABRIZIO Ravanelli, ítalska „silfurrefnum“, og Craig Burley, fyrrum landsliðsmanni Skota, var sagt upp hjá skoska úrvalsdeildar- félaginu Dundee í gær ásamt mörg- um öðrum leikmönnum. Alls var 20 manns hjá félaginu sagt upp og Dundee var jafnframt sett í greiðslustöðvun. Félagið skuldar um um 2,5 milljarða króna og tapar 12–13 milljónum á viku hverri.  ALAN Curbishley, knattspyrnu- stjóri Charlton, sagði í gær að tak- mark sitt væri að hafna í einu af sex efstu sætum úrvalsdeildarinnar í vetur og vinna þar með félaginu sæti í UEFA-bikarnum. „Ég tel að við séum komnir með nægilega sterkan leikmannahóp, okkur hefur tekist að stilla upp reyndu liði í hverjum leik undanfarnar vikur þó fjölmarga hafi vantað vegna meiðsla,“ sagði Curbishley.  ALAN Smith, framherji Leeds, var í gær ákærður af aganefnd enska knattspyrnusambandsins um ósæmilega hegðun er hann kastaði vatnsflösku í stuðningsmann Leeds, eftir leik félagsins og Manchester United í deildabikarnum fyrir skömmu. Smith hefur 14 daga til að koma fram með málsbætur en í framhaldi má reikna með að hann verði sektaður eða úrskurðaður í bann.  VONIR standa til þess að enska knattspyrnusambandið komist að niðurstöðu í máli Rios Ferdinands í næstu viku, en málið hefur þæfst hjá sambandinu vikum saman Al- þjóða knattspyrnusambandinu til nokkurrar armæðu.  DWIGHT Yorke er efstur á óska- lista rússneska liðsins Krylia Sov- etov sem nú leggur allt í sölurnar til að styrkja sveit sína fyrir næstu leiktíð, en liðinu vegnaði illa á þeirri síðustu. Yani Dimitrov, varaforseti Krylia Sovetov, er brattur í samtali við rússneska íþróttadagblaðið Sport-Express, og segir Yorke að- eins vera einn fjölmargra þekktra knattspyrnumanna á Vesturlöndum sem félagið hefur í hyggju að krækja í fyrir næsta keppnistíma- bil.  CHRISTOPHE Dugarry verður að öllum líkindum með Birmingham á sunnudaginn þegar liðið sækir Liverpool heim í ensku úrvalsdeild- inni í knattspyrnu. Dugarry hefur verið fjarri góðu gamni um tíma vegna þrálátra meiðsla í hné.  SHAKA Hislop, markvörður Portsmouth, verður frá keppni næstu tvo mánuði sökum kviðslits.  ÍVAR Ingimarsson lék frá upp- hafi til enda í vörn Reading sem tapaði í gærkvöldi á útivelli fyrir Burnley, 3:0, í ensku 1. deildinni í knattspyrnu. FÓLK Það var þungu fargi létt af leik-mönnum Arsenal í leikslok á San Síró í gær. Liðið á nú aðeins eftir að mæta Lokomotiv frá Moskvu á heimavelli á meðan Inter leikur á útivelli gegn Dynamo í Kænugarði. Lokomotiv vann Dynamo 3:2 á heimavelli í A-riðlinum í gær og er efst í riðlinum með 8 stig. Franski landsliðsmaðurinn, Thierry Henry, kom Arsenal yfir á 25. mínútu en Christian Vieri jafnaði á 33. við mikinn fögnuð stuðnings- manna Inter en leikmaðurinn sjálfur fagnaði ekki markinu. Stuðnings- menn Inter hafa deilt hart á leik- manninn og var hann greinilega ekki í skapi til þess að fagna markinu. Fredrik Ljungberg kom gestunum yfir á 49. mínútu og var leikurinn í járnum allt fram á 85. mínútu er leik- menn Arsenal fóru á kostum. Thierry Henry bætti við marki á 85. mínútu, Edu var á ferðinni þremur mínútum síðar og Robert Pires skor- aði fimmta markið á 89. mínútu. „Við sýndum loks hvers megnugir við erum sem lið. Þetta var hið rétta andlit Arsenal, en margir hafa sagt að við legðum okkur ekki nóg fram í Meistaradeildinni. Þetta var sæt hefnd eftir 3:0 tapið gegn Inter á Highbury og við stöndum betur í innbyrðisviðureignum okkar,“ sagði Thierry Henry. Bayern München á enn von Í A-riðli eru þrjú lið jöfn að stig- um, með sjö stig, er ein umferð er eftir og þýska stórliðið Bayern München er í neðsta sæti riðilsins með sex stig – en á þó enn möguleika á að komast áfram. Ottmar Hitzfeld knattspyrnustjóri Bayern München getur verið ánægður með að hafa náð í eitt stig á Celtic Park en þar hefur skoska liðið ekki tapað í tæp þrjú ár. Lærisveinar Martin O’Neill voru mun sókndjarfari í leiknum. Á sama tíma lagði Anderlecht franska liðið Lyon með minnsta mun, 1:0, í Belgíu og eru Celtic, And- erlecht og Lyon öll með sjö stig og Bayern er með sex stig. Í lokaum- ferðinni tekur Bayern á móti And- erlecht og Celtic leikur á útivelli gegn Lyon. Spænska liðið Deportivo skoraði þrjú mörk gegn engu á heimavelli gegn gríska liðinu AEK frá Aþenu. Leikmenn Mónakó voru ekki á skotskónum gegn PSV frá Hollandi og lauk leiknum með jafntefli, 1:1. Fernando Morientes skoraði fyrir Mónakó í fyrri hálfleik en Jan Vennegoor of Hesselink jafn- aði í þeim síðari fyrir PSV. Mónakó er þar með öruggt í 16- liða úrslit og sagði Didier Des- champs þjálfari liðsins að það væri stórafrek í sjálfu sér hjá liðinu sem hefði ekki úr miklu fjármagni að moða. Deportivo er með 10 stig líkt og Mónakó en markatala liðsins er slakari. Tveir leikmenn Mónakó voru sendir af velli með rautt spjald og einn úr liði PSV. Deportivo með vænlega stöðu Aðeins einn leikur fór fram í D- riðli og gerðu Olympiakos og spænska liðið Real Madrid 2:2 jafn- tefli en leikurinn fór fram í Grikk- landi. Leik Galatasaray og ítalska liðsins Juventus sem fram átti að fara í Ist- anbúl í Tyrklandi var frestað vegna sprengjuárása sem áttu sér stað í borginni á dögunum. Staða Deportivo er vænleg og sigri Juventus lið Galatasary er De- portivo komið áfram í 16-liða úrslit. Reuters Thierry Henry og fyrirliði Arsenal, Ray Parlour, fagna marki þess fyrrnefnda á San Síró í Mílanó í gær þar sem enska liðið skoraði 5 mörk gegn einu marki Inter. Arsenal í miklum ham á San Síró ENSKA liðið Arsenal lagaði stöðu sína í B-riðli Meistaradeildar Evr- ópu svo um munaði í gær er liðið vann stórsigur á Inter í Mílanó á Ítalíu í gærkvöld á San Síró leikvellinum, 5:1. Vörn Inter var sem gatasigti á síðustu tíu mínútum leiksins og skoruðu leikmenn enska liðsins þrjú mörk á þeim kafla. Lokomotiv frá Moskvu er efst í riðl- inum með 8 stig, en Arsenal er í öðru sæti með 7 stig líkt og Inter. EIÐUR Smári Guðjohnsen verður líklega á varamanna- bekknum í kvöld þegar Chelsea tekur á móti Sparta Prag í Meistaradeild Evrópu á Stamford Bridge. Reiknað er með að Hernan Crespo komi aftur inn í byrjunarliðið og verði í fremstu víglínu með Adrian Mutu. Juan Sebastian Veron er meiddur og verður ekki með Chelsea, og sama er að segja um Emmanuel Petit. Tvísýnt er með Claude Makelele sem er tognaður á hálsi. Glen Johnson tekur út leikbann vegna rauða spjaldsins sem hann fékk gegn Lazio í Róm og Mario Melchiot verður væntanlega í stöðu hægri bak- varðar í staðinn. Chelsea er efst í G-riðli með 9 stig eftir fjórar umferðir og vinni Eiður Smári og félagar leikinn tryggja þeir sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. AC Milan, Manchester United og Stuttgart eru í sömu stöðu. AC Milan sækir Ajax heim, Manchester United fer til Grikklands og mætir Panathinaikos og Stuttgart leikur á heimavelli við Glasgow Rangers. Chelsea leikur ekki í Istanbul Knattspyrnusamband Evr- ópu, UEFA, ákvað í gær að viðureign Besiktas og Chelsea í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu færi ekki fram í Istanbul 9. desember eins og til stóð. Ákveðið var að leik- urinn færi fram á hlutlausum leikvelli, en sá staður hefur ekki verið ákveðinn enn. Þetta var ákveðið vegna sjálfs- morðsárásanna í Istanbul á dögunum. UEFA segir að ljósi atburða síðustu vikna í Istanbul sé hagsmunun og öryggi leik- manna liðanna, stuðnings- manna þeirra og UEFA best borgið með því að leikurinn fari fram utan Tyrklands. Nýr leikstaður verður tilkynntur á næstu dögum. UEFA hafði áð- ur ákveðið að fresta leik Galatasaray og Juventus í Meistaradeildinni sem átti að fara í Istanbul í kvöld um viku. Nú er ljóst að einnig sá leikur verður ekki háður í Tyrklandi heldur á hlutlausum velli á þriðjudaginn eftir viku. Eiður á bekknum gegn Spörtu? UEFA, Knattspyrnusamband Evr- ópu, hefur blásið til sóknar gegn notkun ólöglegra lyfja á meðal knattspyrnumanna. UEFA hefur tilkynnt að gerð verði reglulega próf hjá þeim leikmönnum sem lík- legir eru til að leika með lands- liðum sínum á Evrópumótinu á næsta sumri. Mega knattspyrnu- menn eiga von á að fá fyrirvara- lausar heimsóknir frá lyfjaeftirlits- mönnum á næstu mánuðum. Þetta er í fyrsta sinn sem UEFA hefur þennan hátt á fyrir stór- keppni en þetta mun vera upphafið af því sem koma skal. Þá verða einnig fleiri lyfjapróf tekin á meðan keppnin stendur yfir í Portúgal í júní á næsta ári. Um leið er þetta viðamesta eftirlit með lyfjamisnotk- un sem UEFA hefur farið út í í sögu sinni. Auk hefðbundinna efna verður einnig sérstaklega leitað eftir því hvort knattspyrnumenn noti hinn nýja THG-stera og blóðrauðuefni EPO sem fjölgar rauðum blóðkorn- um og auðveldar súrefnisupptöku. „Við viljum aðeins undirstrika og sýna mönnum fram á að UEFA ætl- ar ekki að þola notkun ólöglegra lyfja í knattspyrnunni. Þessi mikli fjöldi lyfjaprófa sem gerð hafa ver- ið á síðustu vikum og verða tekin á næstu mánuðum á að senda skýr skilaboð. Þeir sem staðnir verða að ólöglegri lyfjanotkun geta gengið út frá því sem vísu að fá á baukinn,“ sagði Gerhard Aigner, talsmaður UEFA. UEFA herðir lyfjaeftirlit fyrir EM í Portúgal að Leiftur í Ólafsfirði lennti í svip- uðu máli fyrir 5 árum og tapaði. Síðari leikur liðanna fer fram í Noregi á sunnudaginn. Ásthildur Helgadóttir, landsliðs- fyrirliði í knattspyrnu, lagði upp síðara mark Malmö FF í fyrr- greindum leik. Í gær var sagt í blaðinu að Therese Jönsson hefði lagt markið upp og var það sam- kvæmt frásögn á heimasíðu Malmö FF. Í umfjöllun á síðu sænska sjón- varpsins kemur hinsvegar fram að Ásthildur hafi átt þennan heiður og markaskorarinn, Heidi Kackur frá Finnlandi, þakkaði Ásthildi sér- staklega í viðtölum við sænska fjöl- miðla þar sem hún kvaðst hafa fengið góða sendingu frá „Ice.“ KNATTSPYRNUSAMBAND Evr- ópu, UEFA, vísað í gær frá kæru norska liðsins Kolbotn, sem Katrín Jónsdóttir leikur með, á hendur sænska liðinu Malmö FF, sem Ást- hildur Helgadóttir spilar með, en Malmö varð það á að tefla fram leikmanni sem ekki var á leik- skýrslu í viðureign liðanna í 8-liða úrslitum UEFA-keppninnar í knatt- spyrnu á síðasta laugardag. Malmö vann leikinn 2:0 og standa þau úr- slit óhögguð en félaginuvar gert að greiða sekt að jafnvirði um 170.000 krónur til UEFA. Ákvörðun UEFA kom nokkuð á óvart því í sambæri- legum málum á síðustu árum hefur á stundum verið tekinn sá póll í hæðina að dæma hinu brotlega liði ósigur. Er skemmst að minnast þess UEFA lætur úrslitin standa en Malmö FF greiðir sekt DRENGJALANDSLIÐ Íslands í knattspyrnu, U17, leikur í milliriðli Evrópukeppninnar í Englandi í lok mars 2004. Ísland komst áfram úr undanriðli sem fram fór í Litháen í lok september og mætir Englandi, Noregi og Armeníu í milliriðlinum. Þar verður leikið um sæti í loka- keppninni sem fram fer í lok maí næsta vor. Englendingar þurftu ekki að taka þátt í undanriðlunum en Norð- menn urðu í öðru sæti í sínum riðli, á eftir Skotum og undan Ungverja- landi og San Marino. Armenar komu mjög á óvart með því að sigra í sínum riðli þar sem einnig léku Serbar, Hollendingar og Búlgarir. Strákarnir fara til Englands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.