Vísir - 20.11.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 20.11.1980, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 20. nóvember 1980 VÍSIR 5 Til skamms tima gengu Ku Klux Klan menn grimuklæddir. Þeir viröast ekki lengur sjá ástæöu til aö skammast sin fyrir þau óhæfuverk, sem samtökin standa fyrir. Ku Klux Klan fyrir rétti Sýknað ai flmm- fðldu morðl - reiOi meðal foryslumanna mannréllíndamála Forvigismenn mannréttinda- mála i Bandarikjunum sögöu i gær, aö sýknun sex Ku Klux Klan manna i Greensboro i Norö- ur-Karólinu sýndi þaö og sannaöi, aö kynþáttahatur iiföi enn góöu Ilfi i Bandarikjunum. Ku Klux Klan mennirnir voru sakaðir um að hafa myrt fimm svarta félaga kommúnisks flokks á samkomu i Grensboro I nóvember i fyrra. Samkoma þessi var haldin til að mótmæla starfsemi Ku Klux Klan og bar yfirskriftina „Dauði yfir Klan- inu” Kviödómurinn, sem sýknaði Klan-mennina af morðunum á svertingjunum, var eingöngu skipaöur hvitum mönnum. Vernon Jordan sagði i gær: „Þessi skammarlegi úrskurður verður til þess að hvetja þessi brjáluðu samtök til frekari dáða. Þau halda sig geta komist upp meö hvað sem er — jafnvel morð”. Annar talsmaður mann- réttindamála, dr. George Simk- ins, sagði, aö þessi úrskurður jafngilti þvi að gefa Klaninu og nasistum opinbert leyfi til að drepa. Smjöpljali Efnahagsbandalagslns heimingl minna en I fyrra: Ekkert .jólasmjör' í ár Það verður ekkert ,,jólasmjör” i löndum Efna- hagsbandalagsins i ár, að þvi er talsmaður banda- lagsins sagði i gær. Siöastliðin tvö ár hefur smjör verið boðiö á stórlega niðursettu verði fyrir jólin til aö lækka eitt- hvað smjörfjall bandalagsrikj- anna. Meira en 150 þúsund tonn af smjöri seldust þannig i fyrra á italfu I Frakklandi, Þýskalandi, Belgiu og Hollandi. „1 ár eigum við enga peninga og ekkert smjör, svo einfalt er það”, sagði talsmaðurinn. Hann bætti þvi við aö i smjör- fjalli Efnahagsbandalagsins nú væru I kringum 320 þúsund tonn, sem eru helmingi minni birgöir en voru á sama tima i fyrra. Fjörmenningaklíkan I Klna: HEFJAST RÉTTARHðLD- IN í DAG? Kinverska sjónvarpið hefur pantað tima fyrir útsendingu i gegnum gervihnött i dag. Frétta- skýrendur telja að þetta geti þýtt, að réttarhöldin yfir fjór- menningaklikunni hefjist i dag. Blaðið Ta Kung Pao, sem kommúnistar i Hong Kong gefa út sagðist i gær hafa fyrir þvi áreiðanlegar upplýsingar að réttarhöldin hæfust i dag. Kin- verska fréttastofan Nýja Kina hefur áður sagt, að hluta réttar- haldanna yrði sjónvarpað beint til annarra landa i gegnum gervi- hnött. Akærðu eru svo sem kunnugt er fjórmenningaklikan, með Jiang Qing, ekkju Maós ,.i broddi fylkingar svo og fyrrverandi rit- ari Maos, Chen Boda en hann var einn af leiðtogum menningar- byltingarinnar og svo fimm her- foringjar. Helstu ákæruatriöi eru að hafa ofsótt leiötoga flokksins og rikis- ins — svo og almenning — i menningarbyltingunni sem hófst 1966. Að hafa lagt á ráðin um aö ráöa Maó formann af dögum, að hafa undirbúið valdarán 1971 og að hafa æst til vopnaörar uppreisnar i Shanghai áriö 1976. Alls eru ákæruatriði 48. Zang Youyn 82 ára gamall lagaprófessor við Peking-háskóla sagði 1 viðtali við Nýja Kina, aö réttarhöldin væru á engan hátt einhver skripaleikur. Dómstóln- um væri frjálst að komast aö Jieirri niðurstöðu, sem hann helst kysi — að sakfella sakborningana eða sýkna þá. Þrátt fyrir ummæli Zhang vilja margir halda þvi fram.aó þegar sé búið að sakfella fjórmenning- ana, bæði i fjölmiðlum og af for- ystumönnum kinverska kommúnistaflokksins svo sem varaformanninum Deng-Xiaoping sem var sjálfur hart leikinn i menningarbyltingunni.+ „Hér á fjórmenningaklikan heima —dinglandi á byssusting!” Þessi mynd birtist fyrst fyrir tveimur árum og er engu likara en fjöldi manns sé löngu búinn að dæma klikuna. SAKAÐUR UM TOLLSVIK George Rallis, forsætisráð- herra Grikklands, hefur hafið meiðyrðamál á hendur griska dagblaðinu Avriani. Blaðið hélt þvl fram, að hann hefði aöstoðað konu sina við aö komast hjá þvi að greiða toila af vörum. 1 blaðinu var sagt, að frú Lena Rallis heföi flutt inn sportfatnaö fyrir verslun sina og notiö þar eiginmanns sins og áhrifa hans. Greinin birtist i blaðinu á sunnu- daginn. Dagblaöiö Avriani, sem hóf göngu sina i fyrrasumar, birtir nær daglega æsisögur af stjórn- málamönnum og háttsettum embættismönnum. Það er fjóröa útbreiddasta dagblaðið i Grikk- landi. af stóli og siðan hefur hann verið i fangelsi — eða i fimmtán ár. Nú hefur Ben Bella veriö látinn laus. Chadli Benjedid, forseti, til- kynnti það fyrir nokkrum dögum að ölium ferðahömlum á Ben Bella væri aflétt, en hann hefði veriö i nokkurs konar stofufang- ?lsi siðasta árið. Benjedid varaöi alla andstæð- inga stjórnarinnar viö, aö þó Ben Bella heföi veriösieppt, þýddi þaö ■kki að stjórnin væri aö veikjast. Varðandi hann einkum kominún- sta, aðskilnaðarsinna og alsirska itlaga viö og tók fram, aö stjórn- /öld væru fastari i sessi en nokk- irn tima og hart yrði tekiö á öllu tndófi. Sprenofiárás á Byssubát v-þýska sjóhersins varð þaö á I siöustu viku aö skjóta sprengikúlum á danskt þorp. Enginn meiddist. Það var á skotæfingu á fimmtu- daginn fyrir viku að byssubátur- inn skaut af misgáningi tveimur sprengikúlum að þorpinu Bagen- kop á eyjunni Langalandi. önnur sprengjan lenti á markaöstorginu og var mesta mildi að ekki skyldi hljótast af stórslys. Yfirmaður v-þýska flotans sem var á þessari æfingu baö bæjar- stjóra Bagenkop formiega afsök- unar á þessari yfirsjón. Kaup laus pjóð! Forsætisráöherra Liberiu, Samuel Doe, liöþjálfi, tilkynnti þjóð sinni i gær, að landsmenn yröu aö vinna kauplaust i allt aö tvo mánuði til að koma efnahag landsins aftur á réttan kjöl. t ávarpi til þjóðarinnar sagði hann að opinberir starfsmenn og annað launafólk sem hefði i mánaöarlaun meira en sem nem- ur fjögur hundruö þúsundum is- lenskum krónum, skyldu vinna kauplaust I tvo mánuði. Þeir sem fá minna en fjögur hundruð þús- und á mánuöi skulu hins vegar vinna kauplaust I einn mánuö. Dtflutningur járns er ein aðal uppistaðan I efnahag Liberiu- manna. Þýsk sjónvarps- verksmiðja I Klna Vestur-þýska rafeinda-stór- veldið AEG-Telefunken hefur gert samning viö Kinverja um smiöi á verksmiðju i Kina. Meö þessum samningi verður AEG-Telefunken fyrsta fyrir- tækiö I Evrópu, sem framleiðir sjónvarpstæki I Kina. Talsmenn AEG-Telefunken sögðu I gær, aö fyrirtækið myndi hefja framieiðsiu á litasjónvarps- tækjum i Kina á næsta áriog búist er við aö framleiöslan verði 50.000 — 100.000 sjónvarpstækiá ári. Málverkapjófnaður Sænskir listfræöingar rann- sökuðu málverk á sýningu f Ystad I Suöur-Sviþjóð á þriðjudag eftir að sú saga hafði komiö upp, aö’ þjófar heföu stolið málverkum og sett eftiriikingar I Þ«irra staö.Og mikið rétt, tveimur málverkum hafði verið stoiið. Málverkin voru frá fyrri hluta sautjándu aldar, annað af flæmska Brueghel skólanum og hitt eftir hollenska málarann Jan Miel. Þessi verk voru I eigu Þjóð- minjasafnsins i Stukkhótmi, en höfðu verið lánuö safninu f Ystad. Verkin eru metin á um 23 millj- ónir islenskra króna. Þjófarnir höfðu skorið mái- verkin úr römmum sinum og sett istaðinn eftirlikingar — svo góðar að sérfræöingar áttu I mestu erfiöleikum meö að sjá mis- rauninn. Róstur á Grenada Fimm manns létu lífiö I fyrri- nótt f árásum hægri sinnaöra skæruliða á Karabisku eyjunni Grenada. Einn þeirra, sem fórust, var stjórnarerindreki, sem óþekktir byssubófar réðust á og skutu niöur. Hinir fjórir fundust i sundurskotinni bifreið. Stjórnvöld i Grenada eru vinstri sinnuð og er forsætisráö- herrann Maurice Bishop, foringi „Nýja gimsteinsins", samtaka vinstri manna, sem komust til valda með byltingu i mars 1979. A siðustu mánuðum hafa fylk- ingar andsnúnar stjórnvöldum koinið fram á sjónarsviðið, sem berjast með vopnunt fremur en orðum. Þetta hefur oröið til þess að stjórnvöld hafa aukið löggæslu og sett ströng lög, sem banna starfsemi hermdarverkamanna. í júni létust þrir menn I sprengitilræði og særðust hundraö menn til viðbótar. Sprengjan var ætluð foringjum „Nýja gimsteinsins”. Herpotur rekast á Tvær bandariskar herþotur hröpuðu I Austur-Englandi i fyrradag. Annar flugmannanna og breskur björgunarmaður, sem reyndi aö bjarga flugmanninum úr hafinu þar sem haiin lenti, drukknuðu. Talsmaður handariska flug- hersins sagöi, aö svo virtist sem þoturnar hefðu rekist saman. Þær voru á heræfingu yfir Austur-Englandi þcgar óhappið varð. Þoturnar voru báöar af gerðinni A-10.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.