Vísir - 20.11.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 20.11.1980, Blaðsíða 8
8 VlSIR Fimmtudagur 20. nóvember 1980 utgefandi: Reykjaprent h.t. Framkvæmdastjóri: Davtð Guðmundsson. Ritstjórar: Olaiur Ragnarsson og Ellert B. Schram. Ritstjórnartulltrúar: Bragi Guðmundsson. Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra irétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaóamenn: Axel Ammendrup, Arni Sig- fússon, Frlða Astvaldsdóttir. Gylfi Kristjánsson, lllugi Jökulsson, Kristln Þor- steinsdóttir, Páll Magnússon, Sveinn Guðjónsson, Sæmundur Guðvinsson, Þórunn Gestsdóttir. Blaóamaóur á Akureyri: Glsli Slgurgelrsson. tþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur ð. Stelnarsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Elln Ell- .ertsdóttir, Gunnar V. Andrésson, Kristján Arl Einarsson. útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Slðumúli 14, simi 86611 7 llnur. Auglýsingar og skrifstofur: Slðumúla 8, slmar 86611 og 82260. Afgreiósla: Stakkholti 2—4, slmi 86611. Askriftargjald er kr. 5.500.- á mánuói innanlands og veró I lausasölu 300 krónur ein- takió. Visirer prentaóur I Blaóaprenti h.f. Slðumúla 14. Tjaldað til eins vetrar Sennilega hefur mörgum létt við að frétta, að loksins hafi Alþingi afgreitt Flugleiðafrum- varpið margumrædda úr sölum sínum yfir á borð framkvæmda- valdsins. Léttirinn er þó eflaust talsverðum efa blandinn vegna þess, að flestir gera sér grein fyrir því, að jafnvel þótt fjár- málaráðherra samþykki ríkis- ábyrgðir til Flugleiða á grund- velli lagaheimildanna. eru mál- ef ni félagsins ekki leyst þar með. Hér er aðeins um að ræða gálga- frest, eða eins og Sigurður Helgason, forstjóri Flugieiða orðaði það í sjónvarpsviðtali í gærkveldi, að tjaldað væri til einnar nætur. Engin teikn eru á lofti um það, að úr muni rætast varðandi sam- keppnisstöðu Flugleiða á Norður- Atlantshafsflugleiðinni á næstu mánuðum og þvi allt útlit f yrir að stuðningsaðgerðir stjórnvalda í Luxemborg og á Islandi muni varla nema rétt megna að fleyta flugfélaginu í gegnum þrenging- ar þess vetrar, sem nú er að byrja. AAá mikið vera, ef þessi óbeina niðurgreiðsla á farmiðum yf ir haf ið dugar til þess að halda rekstrinum á réttum kili fram á næsta sumar. Það er undarlegt, að ríkis- stjórnin skuli hafa lagt svo mikla áherslu á að halda þessum þætti flugreksturs Flugleiða áfram, eftir að stjórnendur félagsins voru búnir að taka ákvörðun um að hætta honum alveg, þar sem f járhagsgrundvöllur væri brost- inn. I rauninni hafa þar eingöngu ráðið ferðinni vonir um að úr rættist og áhugi á að halda uppi atvinnu fyrir starfsfólk sem margt hafði valdið félaginu ómældum vandræðum og tapi á liðnum misserum. Um þessa ráð- stöfun mætti nota orðalag, sem notað hefur verið í öðru sam- hengi, ,,dulbúið atvinnuleysi". Slíkt orkar mjög tvímælis.svo að ekki sé meira sagt og allra síst eiga f lugmenn Flugleiða skilið að þeim sé haldið í atvinnu eftir framkomu þeirra gagnvart félaginu, þegar stórir hópar ann- ars starfsfólks, sem aldrei stof n- aði til vandræða við félagið, hafa verið látnir flakka án þess að stjórnvöld haf i látið atvinnumissi þess til sín taka. Eins og f ram kom í f rétt Vísis í gær var Flugleiðafrumvarpið samþykkt algerlega óbreytt frá því sem það var er það var lagt fram, að því undanskildu að ein prentvilla var leiðrétt. Lagatext- inn var því sá sami og upphaf legi frumvarpstextinn. Þetta kom ýmsum mjög á óvart eftir þær dramatísku uppá- komur og stóryrtu yfirlýsingar, sem glumið hafa í þingsölum og á almenningi gegnum f jölmiðla að undanförnu. Ekki hvað síst not- færði auglýsingameistari Alþýðubandalagsins ólafur Grímsson sér málið óspart til þess að belgja sig út og mátti um tíma skiija á orðum hans, að svo alvarlegt væri ástandið að flug- samgöngur við landið gætu jafn- vel stöðvast innan fárra daga. Hann sætti sig þó eins og fleiri þingmenn við að setja nokkrar athugasemdir um stöðuna og svokölluð skilyrði fyrir fyrir- greiðslu í greinargerð frum- varpsins, en eins og allir vita verður f rumvarpstextinn einn að lögum, en ekki greinargerðin. Skólabókardæmi um að ein- göngu sé farið eftir lögunum voru ákvæði krata sem sett voru í greinargerð með Ólafslögum á sinum tima, en enginn tók mið af. En með málþóf i og viðamiklum auglýsingaprógrömmum þing- manna eins og Ólaf s Grímssonar hefur Flugleiðaf rumvarpið verið taf ið allt of lengi í sölum Alþing- i is. Nú er að sjá, hve langan tíma 1 það tekur f jármálaráðherra að framkvæma ákvæði þess. Lýðræði eða stiðrnleysi Enn einu sinni hefur risið upp umræða um ábyrgðarleysi og valdaleysi þeirra manna sem við höfum faliö okkar æöstu störf. Umkomuleysi væri kannski réttasta oröiö. ööru hverju hafa upphafist umræöur um húsnæöisleysi lítvarpsins — eöa hljöövarpsins, eins og þaö heitir nú til dags, og þá kemur alltaf I Ijós aö rikisstjórn og þing ráöa vfst ósköp litlu um þessi mál. Þau gátu aö visu sett lög fyrir tíu árum um þaö aö út- varpiö skyldi byggja og ákveöiö hvaöa fé skyldi til þess variö en veslingarnir sem slöan hefur veriö faliö aö stjórna landinu hafa ekkert getaö aöhafst, þvf einhver vond nefnd hefur bannaö þeim aö láta byggja þetta hús. Kjaftæði Ég spyr I fúlustu alvöru — og fyrirgefiö þiö mér oröbragöiö: Hvers konar andskotans kjaft- æöi er þetta eiginlega? A aö reyna aö telja þjóöinni trú um aö þaö skipti engu máli hverjir fari meö æöstu völd i þjóöfélag- inu, samkvæmt stjórnar- skránni, þvi einhverjir nefndar- menn ráöi hvort eöa er öllu? Nei, auövitaö dettur engum þaö i hug. Þótt einhver nefnd hafi i skjöli aumingjaskapar rikisstjórnar eftir rikisstjórn tafiö fyrir framkvæmd laga og framkvæmdum, sem átt heföi aö ljúka fyrir mörgum áratug- um, þá er valdiö, dýröin og doöinn rikisstjórnar og ráöherra. Ég ætla ekki aö gera málefni Rikisútvarpsins frekar aö um- ræöuefni hér, en þau gefa hins vegar lausan tauminn ýmsum hugleiöingum um viöhorf stjórnmálamanna til eigin hlut- verks. Stjórnmálamenn kvarta oft — og þvf mibur einnig oft meö réttu — um rangsnúnar hugmyndir almennings um störf stjórnmálamanna. En skyldi ekki framtaksleysi sjálfra þeirra stundum eiga nokkra sök á? Hver ræður? Mannskepnan hefur margan háttinn á þvi hvernig meö völd er fariö. Sums staöar eru það geöveikir einræöisherrar, sem ráöskast meö lif og limi lands- manna sinna, annars staöar eru þaö klfkur og flokkar, sem skáka i skjóli hugsjóna, en framkvæma þaö sem þeim ein- um likar, er hafa troöist að rikisjötunni. I svokölluðum lýð- ræöisrikjum á þessu að vera á annan veg farið. Þar kjósa þjóöirsér þing -og leiðtoga i sam- ræmi viö þá stefnu sem þeir boöa og ætlast til þess að sú stefna sé framkvæmd. Takist það ekki hljóta stjórnmálamenn sinn dóm aö ákveönum tima liönum. Mér finnst æöi margir nú til dags misskilja grundvallarhug- sjón lýðræðisins. Menn viröast i æ rikari mæli rugla saman hug- tökunum lýöræöi og stjórnleysi. Hiösanna lýöræöi felst ekki i þvi aö allir þjóöfélagsþegnar gali hver upp i annan si og æ, og veröi snælduvitlausir upp til neöanmóls AAagnús Bjarnfreðsson segir meðal annars i þessari grein sinni: „Ég meina það hreinskilnis lega þegar ég segi að stundum vefst það fyrir mér hvort ég búi i lýð- ræðisríki eða stjórn- leysisriki nú til dags. AAanni er algerlega hulið, hver það er sem stjórnar hver ber ábyrgð á hverju og hvers vegna þetta og hitterekki gert, sem allir segjast vilja gera..." hópa ef þeir fá ekki allir öllu sinu framgengt. Þaö felst m.a. i þvi aö þeir fái tækifæri til þess aö velja sér stjórnendur, megi treysta þvi að þeir meini þaö sem þeir segja, þegar kosningar fara fram og standi við þaö. Meirihluti þegnanna tekur sina ákvöröun. Við hana verður minnihlutinn aö sætta sig, en hann hefur skýlausan rétt til þess að vinna sinni skoöun fylgi og afla sér meirihluta, næst þegar gengiö veröur til kosninga. Stjómleysi nútimans Ég meina þaö hreinskilnis- lega þegar ég segi að stundum vefst þaö fyrir mér hvort ég búi i lýöræöisriki eöa stjórnleysis- riki nú til dags. Manni er alger- lega huliö hver þaö er sem stjómar, hver ber ábyrgö á hverju og hvers vegna þetta og hitt er ekki gert, sem allir segjast vilja gera. Helst skilst manni aö spyrja þurfi alla þegna þjóöfélagsins álits á öll- um sköpuöum hlutum áður en þeireruframkvæmdir. Þar sem slikt er útilokaö hvaö þá aö menn veröi nokkru nær eftir mörg svör, þá er allt látið reka áfram. Ég er ekkert frekar að beina þessum oröum til þeirra stjórnmálamanna, sem nú I dag sitja viö stjórnvölinn, heldur en hinna sem geröu þaö áður, en mér viröist þessi þróun alltaf stefna f sömu áttina. Og ég ótt- ast að þessi þróun leiði til hins sama og stjórnleysi hefur oftast leitt i sögunni: Aö einhver „sterk öfl” gripi I taumana not- færi sér þreytu hins almenna borgara á dugleysi fram- kvæmdavaldsins og fólk taki þvi fagnandi ef einhverjir fram- takssamir menn fara að gera eitthvaö af þvi sem allir hinir sögöust vilja gera, en gátu aldrei komiö sér saman um. Björn að baki Kára Mér finnst ein af ástæðunum til þess aö fólk hefur misst trú á stjórnmálamönnum vera sú aö þeir skjóta sér allt of oft á bak við undirmenn sina, eins og dæmiö úr útvarpsmálinu sýnir, og eins hitt að þeir eru meö lýöskrumi búnir aö sefja ftílk með þvi að ekkert megi gera áöur en allir séu orönir sam- mála — sem menn auövitað veröa aldrei. Afleiðingin er sú að ekkert er gert, og al- menningur sér ekkert athuga- vert við þaö, þvi þess er gætt að halda ágreiningnum á lofti. Ég verö að segja það alveg eins og er, aö ég er oröinn hund- leiður á öllu þessu samráðs- kjaftæði. Þjóöin hefur valiö sér menn til aö stjórna landinu og þeireiga að gera svo vel og lufs- ast viö þaö en ekki skjóta sér si og æ bak viö það aö fjöldasam- tökin i landinu eru flest orðin slikuróskapnaður, að við þau er engin samráð hægt að hafa. Þar er hver höndin upp á móti ann- arri og menn vega þar hver annan I mestu góðsemi og plata félagana i sameiginlegri bar- áttu eins og siðasta launadeila er ljós vottur um. Það er kominn timi til aö þeir menn sem kosnir voru i siöustu kosningum skilji til hvers þeir voru kosnir, en hætti samráös- leiknum. Magnús Bjarnfreösson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.