Vísir - 20.11.1980, Blaðsíða 27

Vísir - 20.11.1980, Blaðsíða 27
Fimmtudagur 20. nóvember 1980 27 vism m uEf í mr ppALVEI] 1 JCtll! Leikfélag Reykjavikur sýnir I Austurbæjarbiói: Grettir, söng- leikur Höfundar: Egili óiafsson, ölaf- ur Haukur Símonarson, Þórar- inn Eldjárn. Tónlist: EgiII ólafsson og Þursaflokkurinn Lýsing: Daniel Williamsson Dansar: Þórhiidur Þorleifsdótt- ir Búningar: Guðrún Sigriður Haraldsdóttir Leikmynd: Steinþór Sigurðsson Leikstjóri: Stefán Baidursson Þaö rennur upp fyrir mér núna, þegar ég sest niður til að skrifa um Gretti, að ég get varla sagt aö ég hafi sé söngleik áður. Einhvern tima fyrir óralöngu sá ég My Fair Lady og Stöðvið heiminn i Þjóðleikhúsinu, en siöan ekki söguna meir. Söng- leikir hafa bara aldrei freistað min og ég sé svo sem enga ástæðu til að afsaka það. En mikið fjári hef ég nú misst af miklu ef það er alltaf jafn gam- an á söngleikjum og mér þótti i Austurbæjarbiói á dögunum. Einhver hafði sagt mér þetta væri löng sýning. En leiksýning verður auðvitað aldrei mæld i minútum til annars en að kom- ast að þvi hvað hún er timafrek. Málverk verður haldur ekki dæmt eftir flatarmáli eða söng- rödd eftir tónhæðinni sem hún kann að ná. Slikt segir ekkert um allt hitt, sem skiptir þó miklu meira máli. Og þegar Grettir var búinn, þótti mér hann sist hafa verið of langur. Grettir er alveg æði. Sagan og samtölin eru bráð- skemmtileg, söngtextarnir smellnir og músikin mikið stuð. Það er alltaf nóg að horfa á og fylgjast með á sviðinu. Aldrei dauður punktur. Eins og for- svarsmenn sýningarinnnar hafa sagt, eru i söngleiknum að finna ýmis minni um Grettissögu — önnur eru tengsl söngleiks og fornsögu ekki. Minnin eru svo hittin á umhugsunarverða hluti i nútimanum aö það er með ólik- indum. Grettir er mjög ódæll i uppvexti sinum, fátalaðr ok óþýðr, bellinn bæöi I orðum ok tiltektum. Ekki haföi hann ástriki mikit af Asmundi, föðr sinum, en móðir hans unni hon- um mikit... ” I söngleiknum er móðurástin oröin að hreinlætis- dellu og undirgöngu, pabbinn er of upptekinn við vinnuna til að geta haft mikit ástriki á synin- um, (sannkallað vinnudyr i orðsins voðalegustu merkinu, þvihann umhverfist i górilluapa áður en yfir lýkur), Atli bróðir fer út á viöskiptabraut, enda „gegn maðr og gæfr”, á sjoppu og verður fjármálastjóri. Gull- auga fer út á þekju þar sem hún vekur upp drauga til að bjarga samfélaginu. Og Glámur, Glámur blessaöur verður sjón- varpsdraugur, augu hans kvik- myndavél, sem veldur bana Grettis. Sjálfur verður Grettir að visu frægur fyrir atgervis sakir, fjölmiðill gerir hann að „manni” en undir grimubún- ingnum blundar enn hinn eini sanni Grettir, ekki hetja heldur lumma. Aumingja Grettir. Kjartan Ragnarsson var stjarna kvöldsins, söng, lék og hreyfði sig þannig að missti aldrei athygli manns. Hvað hann átti bágt, þegar punkararnir voru að gera at i honum (konan sem sat við hlið- ina á mér, fékk tár i augun) og hvað maður samgladdist honum þegar Sigga leyfði honum að kyssa sig. Það var lika áður en upp komst um svik Siggu — þá fór maður aftur að vorkenna honum. Aumingja Grettir, sem enginn elskaði og allir notuðu. Sigurveig Jónsdóttir var stór- kostleg mamma með klútinn á lofti og Jón Sigurbjörnsson var göður faöir og stórkostleg gorilla. Harald G. Haraldsson eralveg mátulega hrappslegur i hlutverk Atla en bestur þótti hann mér þegar hann söng. Þaö mæddi litið á Hönnu Mariu Karlsdóttur sem Guliauga en það nýttist henni þó vel. Ragn- heiður Steinþórsdóttir er nógu falleg til að leika hvaða kald- rifjuöu draumadis sem er. Sex- mannahópurinn sem söng, dansaði og tók að sér alls konar hlutverk söng dansaöi og lék alls konar hlutverk af mikilli innlifun. Stundum heyrðist söngtextinn ekki alveg nógu vel og stundum voru þau ekki alveg samtaka i dansinum en aldrei var pinlegt að horfa á þau eins og stundum er i dansatriðum i islensku leikhúsi. Ekki verður nú sagt að stelpurnar hafi ballerinuvöxt og hefði e.t.v. ver- iö ástæöa til að hafa búninga ekki svo glansandi að hver lina kæmi I ljós. En þær voru bara alls ekki aö leika ballerinu held- ur allt mögulegt annaö og það réttlætti hlutverkaskipan svo um munaði. Guðrún Gisladóttir Magdalena Schram skrifar fékk loks að spreyta sig á ein- hverju öðru en „Varvörum” og mér þótti hún aldeilis afbragð. HUn er það sem stundum er kallaö rosaleg týpa og mikið vildi ég sjá hana i stjörnurullu I söngleik. Og þó ég segði að áðan að Kjartan Ragnarsson heföi verið stjarna kvöldsins, þá væri þaö Eggert Þorleifsson á sund- skýlu að syngja Tarzan - söng- inn, sem ég myndi helst vilja fá að sjá aftur. Eftir það atriði var ég alltaf að gá hvað hann væri nú að gera á sviðinu. Aðalstein Andra Orn, Margréti og Soffiu vil ég lika nefna, þó ekkert þeirra hafi komið mér raunverulega á óvart. Aðal- steinn náöi leikstjóranum ofsa vel! Söngurinn var alltaf kraft- mikill, enda hátalaður, fram- burður hefði mátt vera skýrari á stundum. Pop-sérfræðingur Visis á eftir aö segja sitt um. þursamúsikina, það er ekki mitt svið — en eins og ég sagöi áðan, þetta er mikil stuömúsik. I einstaka söngatriði fannst mér þó eins og verið væri að syngja forleik að lagi sem aldrei byrj- aði og Egill ólafsson er greini- lega rétti maðurinn til að leika Glám. Búningarnir voru góðir, oft frábærir, t.d. gervi Gláms, bleiku buxur skriftunnar eöa þá uniform útvarpsráðsins. Leik- húsi er greinilega mikill fengur að Guðrúnu Sigriði Haraldsdótt- ur. Leikmyndina var ekki hægt að hugsa sér öðru visi og meö ólikindum hvernig sviðið breyttist án þess að breytast nokkuð. Dansarnir voru nógu einfaldir fyrir dansarana en nógu flóknir fyrir áhorfendur. Lýsingin var alltaf i stil viö andrúmsloftið i leiknum. Og hárgreiöslan var fin, t.d. á Siggu og stelpunum i punk-atriðinu (Ofsalega eru all- ir leikarar hjá L.R. annars Ikomnir með fina klippingu!) Stefán Baldursson, hershöfðingi yfir öllu þessu liöi getur hrósað sigri enn einu sinni. Það hefur ekki verið neitt áhlaupaverk að koma þessu öllu á sviðið svo úr yrði hnökralaus, spennandi og stórskemmtileg sýning. „Mikið show” eins og þar stendur. Ms dúkkan er mætt í nýjum fötum m.a. jóla- og samkvæmis- klæðnaði SUmpiagerö Félagsprentsmlðlunnar hl. Spitalastíg 10—Simi 11640 Fæst i öllum helstu /eikfanga- vers/unum PÉTUR PÉTURSSON heildverslun Suöurgötu 14. Símar 21020 og Póiitískur borsti í olíumengað vatn Þá er aðförin aö framkvæmd- um iHelguvik aðkomasti fullan gang. Miönefndir hafa að vfsu ekki samþykkt neitt enn, en þess er að vænta að þær láti i sér heyra og næsta Keflavíkur- ganga verði tileinkuö óbreyttu ástandi i tankmálum við Kefla- vik og framhaldi á mengunar- hættu. Ein samþykkt hefur þeg- ar borist. Hún er frá þeim aöil- um, sem m.a. er verið að verja fyrir hættu á að drekka oliu- mengað vatn á næstu árum. Kjördæmisráð Alþýðubanda- lagsins I Reykjaneskjördæmi hefur sem sagt ákveðiö, að alþýðubandalagsmenn i Kefla- vik og Njarðvikum skuli drekka oliumengað vatn af pólitiskum ástæðum fari svo að þeir tankar gefi sig, sem nú standa eigin- lega oní vatnsbóli Keflvikinga. Trúttsinni pólitisku köllun skor- ar kjördæmisráðið á ráðherra Alþýðubandalagsins að yfirgefa stjórnarstólana eigi aö firra Keflavikurbyggðina mengunar- hættu. Um leið og kjördæmisráöið krefst þess aö Alþýöubandalag- ið fari úr rikisstjórn vegna Helguvikurmálsins er það að lýsa yfir að ólafur Jóhannesson, utanrikisráðherra, hafi ekkert yfir Helguvikurmálinu að segja. Nú er þaö svo aö starfs- sviö utanrlkisráðherra er alveg fastmótað, og meö engu móti er hægt að segja, að Helguvíkur- málið heyri ekki undir ráöherr- ann. öðru máli gegnir um flug- stöövarbygginguna. Um hana er að finna ákvæði i stjórnar- sáttmála. Þótt það ákvæði gangi freklega á ákvörðunarrétt utan- rikisráðherra hefur ekki heyrst á honum, að honum hafi dottiö i hug að ganga gegn því ákvæði. Þannig heldur Ólafur Jóhannes- son þá samninga sem gerðir hafa verið á sama tima og Alþýðubandalagið á Reykjanesi ærist bókstaflega út af sjálf- sögöum lagfæringum vegna óþolandi mengunarhættu á Keflavikursvæðinu. Krafan um aö ráðherrar Alþýðubandalagsins segi af sér er komin fram vegna lands- þings Alþýöubandalagsins, sem nú er að hefjast. 1 þessari kröfu- gerð birtist sama órökkstudda frekjan og öll pólitisk starfsemi þessara byitingamanna ein- kennist af. Af hjartagæsku sinni einberri lýsti Gunnar Thorodd- sen þvi yfir á sinum tima, aö Helguvikurmáliö yrði ákveðið i rikisstjórninni. Þegar Ólafur Jóhannesson lét sig engu varða slikar yfirlýsingar kúgaðs for- sætisráðherra byrjaði Þjóð- viljinn aö kalla ólaf Jóhannes- son „litla Stalin”. Samkvæmt hjartalagi sinu hefur Gunnar Thoroddsen með þögn sinni um máiið tryggt það að ráð herrar kommúnista lita enn svo á að Helguvikurmálið komi fyrir rikisstjórn til ákvörðunar. Þar telja kommúnistaráðherr- arnir að þeir séu i meirihluta móti réttmætri málsmeðferö Ólafs Jóhannessonar, sem fyrst og fremst er að tryggja að ibúar á Keflavikursvæðinu þurfi ekki öllu lengur aö búa við þann voða, sem hætta á oliumenguöu drykkjarvatni er. ibt af fyrir sig þurfa fram- sóknarmenn engu að kviöa, þótt pólitisk ákvörðun um drykkju á oliumenguðu vatni verði ofan á i rikisstjórninni. Og kommúnistasprautur á Suöur- nesjum. sem í raun eru að segja Keflavikurbúum aö éta sklt, ættu að hafa i huga að þeir eru þarna að eiga við þann mann i islenskum stjórnmálum sem , þorir að hafa skoðun, og fylgir fram þeim rnálum sem hann telur rétt. Þaö er þvi aldrei að vita hver verður herra hvers I Helguvlkurmálinu áður en yfir lýkur, þvi enn eru til I landinu stjórnmálaöfl, sem geta staöið saman og stjórnað án aðstoðar kommúnista á Suðurnesjum, sem hafa þær helstar kröfur að flytja landsfundi flokks slns, að ófært sé að bægja mengunar- voðanum frá bæjardyrum Kefl- vikinga. Það veröur auk þess forvitnilegt aö fylgjast með við- brögðum borgara i Keflavik og Njarðvlkum, sem héðan af láta varla ólaf Jóhannesson einan um aö berjast viö ofbeldiö. Svarthöfði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.