Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 48
FÓLK Í FRÉTTUM 48 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ TALANDI um misskipt kvöld. Fyrsta sveit lofandi, önnur ömurleg og þriðja framúrskarandi. Já, svona er það nú stundum. Þetta var þriðja og síðasta kvöld- ið, þar sem færeyska þungarokks- veitin Týr lék ásamt sænsku flipp- þungarokksveitinni Freak Kitchen hér á landi. Týr ættu að vera orðnir landanum að góðu kunnir en Freak Kitchen er óþekktari stærð. Hins vegar bólaði ekki á þeim 3.000 sem urðu sér úti um frumburð Týs í fyrra, How far to Asgaard, sem inni- heldur „smellinn“ um Orminn langa! Fyrsta sveit á svið var ung og efnileg þungarokksveit frá Fróni, Brothers Majere. Kornungir menn, allir með hár niður á axlir og í þess- um líka fína „sígilda“ þungarokks- gír. Spilagleðin var nánast smitandi og þéttleikinn og lagasmíðarnar í góðu lagi. Mjög efnilegt. Freak Kitchen voru hins vegar leiðinlegir. Bassaleikari sveitarinnar innsiglaði þá vinsælu hugmynd um að Svíar væru gersneyddir kímni- gáfu á meðan félagar hans hömuð- ust á hljóðfærunum, dýrkandi upp einn þann allra leiðinlegasta klukku- tíma af þungu rokki sem ég hef lengi upplifað. Gítarleikari Freak Kitchen, Mattias Eklundh, er ein- hvers konar virtúós á gítarinn og sýndi ýmsar hundakúnstir þar að lútandi. Trymbillinn sýndi þá líka allsvaðalega takta. Breytir því ekki að tónlistin sem slík er vonlaus. Púff! Týr eru sem stendur tríó en það kom ekki að sök. Heri Joensen, gít- arleikari og nú aðalsöngvari, stýrði knerrinum eins og sannur víkingur. Spilamennskan var þétt, lifandi og þetta víkingaþungarokk sem þeir fé- lagar fást við leikur í höndum þeirra. Þessi þjóðlagaskotni þunga- rokksgeiri – sem er síst allra – dans- ar alveg í meðförum Týs-liða og sýna þeir það og sanna á annarri plötu sinni, hinni frábæru Eric the Red. Týr stóðu sína plikt og vel það. PS. Mæting var dræm. Er ekki óráð að rukka 1.700 kr. inn fyrir færeyska þungarokksveit og sænska sveit sem enginn hefur nokkurn tíma heyrt getið? Sérstak- lega þegar þær eru búnar að spila tvisvar áður fyrir sama pening? Tónlist Ek er rokkþyrstr Tónleikar Tjarnarbíó Týr/Freak Kitchen Þriðju og seinustu tónleikar Týs í stuttri heimsókn hingað til lands. Einnig léku Freak Kitchen og Brothers Majere. Sunnudagurinn 23. nóvember. Arnar Eggert Thoroddsen Týr er tríó eins og er og lék sem slíkt á tónleikunum. …Poppgoðið Michael Jackson gæti misst börnin sín þrjú í kjölfar þess að bandarískur lögmaður hefur farið fram á að börnin verði sett í umönnun ann- arra. Jackson segir sig vera saklausan vegna ásakana um kynferðislegt ofbeldi gagnvart tólf ára dreng, Gavin Arvizo, og segir að hið sanna muni koma í ljós. Góð vinkona Michaels, Elizabeth Taylor, lýsir hann saklausan af öll- um ásökunum og grípur til regl- unnar: „Saklaus uns sekt er sönn- uð.“ FÓLK Ífréttum Stóra svið Nýja svið og Litla svið LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Lau 29/11 kl 14 - UPPSELT Lau 29/11 kl 17 - UPPSELT, Su 30/11 kl 14 - UPPSELT Lau 6/12 kl 14 - UPPSELT, Lau 6/12 kl 17 - UPPSELT, Su 7/12 kl 14 - UPPSELT, Lau 13/12 kl 14 - UPPSELT, Su 14/12 kl 14 - UPPSELT, Lau 27/12 kl 14, - UPPSELT, Su 28/12 kl 14, - UPPSELT, Lau 3/1 kl 14, Su 4/1 kl 14, Lau 10/1 kl 14, Su 11/1 kl 14, Su 18/1 kl 14 ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Fö 28/11 kl 20, Fö 5/12 kl 20 Miðasala: 568 8000 Nýr opnunartími: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00 - 18:00 miðviku-, fimmtu- og föstudaga: 10:00 - 20:00 laugardaga og sunnudaga: 12:00 - 20:00 NÝJUNG - GLEÐISTUND Í FORSALNUM Forsalurinn opnar klukkutíma fyrir kvöldsýningu Girnileg smábrauð og léttar veitingar á tilboðsverði Njótið þess að gefa ykkur góðan tíma í leikhúsinu KVETCH e. Steven Berkoff í samstarfi við á SENUNNI Fö 28/11 kl 20, Lau 29/11 kl 20, Su 30/11 kl 20, Su 7/12 kl 20 AUKASÝNING Síðustu sýningar SAUNA UNDER MY SKIN Gestasýning Inclusive Dance Company Su 14/12 kl 20 www.borgarleikhus.is midasala@borgarleikhus.is Meira (en) leikhús! erling Fös 28.11. kl. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS Lau 06.12. kl. 20 LAUS SÆTI Ósóttar pantanir seldar daglega Miðasala í síma 552 3000 Miðasala opin 15-18 virka daga Ósóttar pantanir seldar daglega loftkastalinn@simnet.is Einnig sýnt í Freyvangi MIÐ. 26/11 - KL. 19 ÖRFÁ SÆTI LAUS FIM. 4/12 - KL. 19 LAUS SÆTI LAU. 6/12 - KL. 21 LAUS SÆTI ATH! SÝNINGAR HÆTTA UM ÁRAMÓTIN ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA Miðasala í síma 562 9700 www.idno.is Opið frá kl. 18 fimmtudags- sunnudagskvöld. Edda Björgvinsdóttir tekur á móti gestum og losar um hömlur á hádegi föstudaga kl. 11.45. Tenórinn Lau. 29. nóv. kl. 20.00. Örfá sæti Lau. 6. des. kl. 20.00. Örfá sæti Sun. 14. des. kl. 20.00. Lau. 27. des. kl. 20.00. Sellófon Gríman 2003: „Besta leiksýningin“ að mati áhorfenda Fim. 27. nóv. kl. 21.00. UPPSELT AUKASÝNING Lau. 29. nóv. kl. 23.00. Örfá sæti Fim. 11. des. kl. 21.00. nokkur sæti Þri. 30. des. kl. 21.00. Jólasýning LOKASÝNINGAR Á ÁRINU WWW.sellofon.is og sellofon@mmedia.is Miðasala í síma 866 0011 www.senan.is nýtt barnaleikrit eftir Felix Bergsson Leikhópurinn Á senunni lau. 29. nóv. kl. 14.00 sun. 7. des. kl. 14.00 sun. 7. des. kl. 18.00 sun. 14. des. kl. 14.00 sun. 21. des. kl. 14.00 LÚÐRASVEIT Reykjavíkur ásamt Sigurði Flosasyni saxófónleikara halda tónleika í Borgarleikhúsinu kl. 20.30 í kvöld. Þessa dagana er Lúðra- sveit Reykjavíkur að ljúka undirbún- ingi tónleikadagskrár næsta starfs- árs og verður sveitin með þrenna stórtónleika á komandi vetri og þeir fyrstu eru í kvöld. Sigurður Flosason saxófónleikari verður sérstakur gest- ur og mun hann leika nokkur lög með hljómsveitinni. „Á tónleikunum verða frumfluttar nýjar útsetningar, sem Þórir Baldursson gerði á söngleikja- og revíutónlist Jóns Múla Árnason- ar,“ segir Lárus Halldór Grímsson, stjórnandi sveitarinnar. „Þessar út- setningar voru sérstaklega gerðar að ósk Jóns Múla, stuttu áður en hann dó. Jón hafði samband við Félag tón- skálda og textahöfunda og hafði ákveðin lög í huga sem væri tilvalið að útsetja fyrir blásarasveit. FTT- menn fylgdu þessari ósk hans eftir með miklum glæsibrag og fengu að sjálfsögðu sinn færasta mann til að fullkomna verkið. Þetta eru lög úr söngleikjum Jóns, Járnhausnum, Deleríum Búbónis og Allra meina bót. Það er mikill fengur að þessi lög séu nú tilbúin til flutnings fyrir blás- arasveit. Þórir Baldursson á hrós skilið fyrir þessar vel heppnuðu út- setningar sem áheyrendur fá að heyra í kvöld,“ segir Lárus. „Djass- tónlist verður einnig í brennidepli í kvöld. Duke Ellington, Count Basie, Jan Magne Förde, Helge Hurum, Peter Kleine Schaars, André Waign- ein og Jay Backstein eru allir mjög þekkt tónskáld. Tónlist Duke Ell- ington er útsett af Örjan Fahlström, færasta big band útsetjara Svía, og tónlist Count Basie hefur Öivind Westby útsett meistaralega. Lars Erik Gudim á heiðurinn af útsetn- ingum á þjóðlaginu Torn-Eriks visa og tónlist Jay Backstein.“ Næstu tónleikar L.R. sem verða í byrjun mars, eru í samvinnu við List- dansskóla Íslands. Á þeim tónleikum mun sveitin leika balletttónlist við ný íslensk dansverk. Á þriðju tónleikum vetrarins sem fyrirhugaðir eru í lok apríl, verða flutt ný íslensk verk og nokkur þekkt verk fyrir einleikara og blásarasveit. Á þeim tónleikum mun Íslandsvinurinn færeyski, Eivör Pálsdóttir syngja nokkur lög með hljómsveitinni. Lúðrasveit Reykjavíkur Nýjar útsetningar á lögum Jóns Múla Sigurður Flosason Jón Múli Árnason AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.