Vísir - 24.11.1980, Blaðsíða 2

Vísir - 24.11.1980, Blaðsíða 2
2 Ertu farin(n) að huga að jólunum? Sigrlður Jónsdóttir, húsmóðir: „Nei, ætli það verði fyrr en um mánaöamótin”. Stefán Þorgrimsson, starfsmaður i AburöarverksrriÞjunni: „Nei, þaö mun ég gera 24. desember”. Jósep Sigurðsson: Nei, varla. Það veröur líklega eftir mánaöamót- in, þvi aö þá koma peningarnir og fyrr er ekkert hægt aö gera”. Aðalheiður Armann, afgreiöslu- kona: „Nei, ekki ennþá”. VlSIR Mánudagur 24. nóvember 1980 Tuttugu og sex ára gamall Dæiarsilðri Rætt víð Jön E. Friðrlksson, nýráðinn bæjarstlóra á Úlafsfirði Jón E. Friöriksson er örugglega með yngstu bæjarstjórum á landinu, ef hann er ekki sá yngsti. Hann hefur verið ráðinn bæjarstjóri á ólafs- firði, frá og meö 1. desember næstkomandi en Jón er nýorðinn 26 ára gamall. Þótt árin séu ekki mörg, hdfur hann talsverða reynslu I sveitarstjórnarmálum. Við slógum á þráðinn til ólafsfjarðar og spjölt- uöum viö Jón, þar sem hann undirbýr sig nú fyrir bæjarstjórastarfið. Sveitarstjóri fyrir norðan „Þetta starf sýnist mér vera að mörgu leyti lfkt starfi minu á Sauðárkróki. Hér er verið aö byggja heilsugæslustöö og i sama húsi verður dvalarheimili fyrir aldraöa, hafnarmál eru i fullum gangi, gatnagerð og ýmislegt fleira”, sagði Jón um starfiö framundan. Jón Eðvald Friðriksson er fæddur á Sauðárkróki 23. október 1954. Hann er sonur hjónanna Friðriks Jónssonar húsasmiða- meistara og Þóru Friðjónsdóttur. fíann lauk prófi frá Samvinnu- skólanum 1973 og vann um tima skrifstofustörf hjá Vegagerð rikisins. Siðan starfaði Jón sem fulltrúi kaupfélagsstjórans i Kaupfélagi Vopnafjarðar árin 1974-1976. Þá gerðist hann skrifstofustjóri hjá Sauðárkróksbæ og á miðju ári 1978 var Jón ráðinn sveitarstjóri Skútustaðahrepps i Mývatns- sveitinni. „Það eru 562 ibúar i Skútu- staðahreppi og stærsta verkefni hjá okkur var bygging búnings- klefa við væntanlega sundlaug, sem ráðgert er að risi á næsta ári. Auk þess var áætlað að iþróttahús risi viö þessa aðstöðu siðar”, sagði Jón er við spurðum hann um helsta verkefnið I hreppnum. Slikt verkefni hlýtur að vera mik- ið framtak fyrir jafn fámennan hrepp og Skútustaðahreppur er. Auk þess var ibúð byggð á siöasta ári eftir leigu og söluibúðakerfinu en nú eru tvær slikar ibúðir i byggingu. Frjálsiþróttamaður Jón er kvæntur Lindu Ninu Haraldsdóttur frá Fljótum i Skagafirði og eiga þau 2 börn, Hebu 6 ára og Martein 3 ára. Um áhugamálin sagði Jón að i nægu væri að snúast varðandi starfið. „Hins vegar var ég mikið I frjálsiþróttum fyrir nokkrum ár- um, og hef enn gaman af þeim, þótt ég keppi ekki lengur”. Jón Eðvald Friöriksson Viðleituöum á Jón með afrekin, þvi það hefur sýnt sig að flestir eiga einhver met, þótt mörg þeirra haldi ekki velli lengi,. „Jú, ætli ég hafi ekki einhvern- tima veriö Skagafjarðarmeistari i langstökki, en liklega er nú búið að hnekkja þvi”. Manstu hvað það var langt stökk? „Nei, eigum við nokkuð að vera að fara út I það”, svaraði Jón hlæjandi. Hinrik stendur blankur eftir. Dýrkeypl vandarDögg Hinrik Bjarnason, dag- skrárstjóri lista- og skem mtid eildar sjón- varpsins, sagöi I samtali við Morgunblaöiö á dög- unum, að ekki væri króna eftir til innlendrar dag- skrárgeröar á næsta ári. Birtist þá lesendabróf f VIsi þar sem dagskrár- stjóranum var bent á að honum væri nær aö eyöa minni fjármunum f leikrit eins og Vandarhögg Hrafns Gunnlaugssonar, svo ósmekklegt sem þaö væri, en haft er fyrir satt aö högglö hafi kostaö sjónvarpiö eigi minna en 50 milljónir króna. t tilefni þessa hefur eftirfarandi vfsukom rek- iö á fjörur Sandkorns: Hinrik getur Hrafni kennt hausverk sinn og kvföa, vandarhöggin velfor- þént veröur þvf aö llöa. Umheimurinn á Akranesl Nýr bæjarritari var ráöinn til Akraness ekki alls fyrir löngu. Hafa fundargeröir bæjar- stjórnar þótt skemmti- legar aflestrar siöan og tilgreinir Bæjarbiaöiö dæmi þar um. Hérer eitt: „Nýlega uröu i bæjar- stjórn umræöur um um- feröarmcrkingar á Akra- nesi. Merkingarnar þóttu frekar léiegar og lá fyrir fundinum i þvf sambandi bréf frá bæjarfógeta, þar sem hann fer fram á lag- færingará þeim málum.í fundargerö bæjarstjórnar scgir þá: Bæjarstjóri sagöist sammála aö máia kanta ef einhver vafi væri, ,,en mikilvægast væri aö hafa sömu merkingar á Akranesi og annarsstaöar I heimln- um”. Segi svo menn aö h cim sm cnningin hafi ekki hafiö innreiö slna á Akranesi”, segir Bæjar- blaöið. Bðkln um úlaf Dlður 1 Oröspori Frjálsrar verslunar er frá þvi greint aö nii sé ljóst aö bók Matthiasar Johanne- sen um ólaf Thors muni ekki koma út fyrir þessi jól. Bókin sé mikil aö vöxtum og heföi oröiö milli sjö og átta hundruö blaösiöur. Þaö hafi hins vegar veriösamdóma álit barna ólafs, útgáfunnar og Matthiasar, aö frekari vinnu þyrfti aö leggja i handritiö. Almenna bóka- félagiö muni hins vegar Matthias, ein n besti penni landsins. staöráöið I aö gefa bókina út fyrir jólin á næsta ári, enda ekki vafi á að al- menningur hafi mikinn áhuga á bókinni um ólaf Thors. Krðkur ð móti Dragði Visir skýröi frá því fyrir nokkru að eigendur verslunarinnar Nesvals á Seltjarnarnesi hefðu lent I útistööum viö Sigurgeir bæjarstjóra á Seltjarnar- nesi. Þeir sóttu um lóö undir nýtt verslunarhús, en þegar bæjarstjóri loks svaraöi kom 1 ljós að hann haföi upp á sitt eindæmi ákveðiö aö Vöru- markaöurinn h.f. fengi umrædda lóö. Eigendur Nesvals hafa nti látiökrók koma á móti bragöi og skráö sig fyrir nýju firmanafni á Nesinu. Nafniö er: Vöru- markaöurinn á Sei- tjarnarnesi. Glfting*iil líár Maöur nokkur sem átti ekki annaö en leppana utan á sig var svo heppinn ab krækja i forrika bóndadóttur aö austan. Taldi hann nú hag sinum vei borgiö. Brúökaupib fór fram i Reykjavlk, en nokkrum dögum áöur heimsóttu þau prestinn til aö ganga frá formsatriöum. Hann spuröi hina væntanlegu brúöi aö heiti: — Jósefina Guörföur Halla Hermannsdóttir, svaraöi stúikan. Presti ofbauö þessi nafnaruna og spuröi hvaö hún væri köllub. — Hvaö kallar til dæmis unnusti þinn þig? — Guilklumpinn, svaraöi stúlkan og roönaöi. Magnús brt sér f diskó- teklö. Dlskólek ðNeslnu Þaö mættu fleiri taka Magnús Erlendsson for- seta bæjarstjórnar á Sel- tjarnarnesi. sér til íyrir- myndar. A dögunum bárust bæjarstjórninni miklar kvartanir um óreglu og vfndrykkju á diskóteki sem haldiö var á Nesinu fyrir unglinga á aldrinum 14-17 ára. Þegar tillaga kom fram um aö leggja diskótekið niður, reis Magnús upp og kvaöst vilja kynna sér ástandiö meö eigin aug- um. Næsta laugardagskvöld mætti forsetinn sföan á diskótekiö og er skemmst frá þvi aö segja, aö hann barlof á unglingana fyrir reglusemi og prúöa fram- komu, og diskóteklnu er borgiö. Svona eiga torsetar að vera. Ekki verður ð Dð logið Alltaf eru þeir samir viö sig, Þingeyingar. í Víkurblaðinu á Húsavlk er frá þvi greint, að ær hafi fundist hálfgrafin f fönn meö höfuöið undir snjó. Haföi skepnan oröiö afvelta og legiö þarna i þrjár vikur er hún fannst, tiltölulega hress. í lok fréttarinnar segir Vikur- blaöiö: ,,Haria þykir okkur Þingeyingum óliklegt aö rolla úr annarri sýslu heföi sloppiö lifandi úr slikum háska og er þetta góö vfsbending um þá gamalgrónu hreysti og hetjulund sem einkennir menn og skepnur i Þing- eyjarsýslu”. Sæmundur Guövinsson blaöamaöur iskrifar mmmmmmmmmmmmmmmmmm

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.