Vísir - 24.11.1980, Blaðsíða 4

Vísir - 24.11.1980, Blaðsíða 4
4 Mánudagur 24. nóvember 1980 Oulvtlm & l-K- Acryseal - Butyl - Neor HEILDSÖLUBIRGÐIR Of*1Asgeirsson L I f— i ■ /rnm i 11 i ^ HEILDVERSLUNGrensásvegi 22— Sími: 39320 105 Reykjavík— Pósthólf: 434 c£gi#mottur ' og teppi • úrvaliö af stökum teppum og mottum er hvergi meira. • Viðeigum jafnan fyrirliggjandi, úrvals vörur á hagstæðu verði m.a. frá: Indlandi, Kína, Belgíu, Spáni og Tékkóslóvakíu. IJafnframt kókosmottur i ýmsum stærðum. Opið föstudaga frá kl. 9—22 laugardaga frá kl. 9—12 'A A A A A A Jón Loftsson hf Hringbraut 121 acci'Li or: a i ju' nnj.i í = _ juuainj;^ ■ UariUUUHHUÍIIUlh Sími 10600 Ótrúlegustu vandamál hafa komiö upp I þorpinu, svo mikil, aö mannúöarhugsjónin sjálf þykir falla f skugga þeirra. Dellt um Pestalozzi-Dorpið í sviss Atti aö efla mann- úöarhugsjónir - en veidur nú aðeins störkostlegum vandræðum Svissneskt þorp, sem þjónar þeim tilgangi að hýsa börn, sem urðu munaðarlaus i heimstyrjöldinni siðari og afmá þannig ör striðsins eítir megni, fær nú ómakleg gjöld fyrir hlutverk sitt. Aðal hvatamaður að stofn- un þess var Johann Heinrich Pestalozzi. Umrætt þorp er i austurhluta svissnesku Alpanna og var þvi komið á fót áriö 1946 til aðstoðar viö munaðarlaus börn, sem ráf- uðu á milli húsarústa i evrópsk- um borgum. Fyrstu ibúar þoss veru börn af áströlskum, frönskum, pólskum, þýskum og breskum uppruna. Megintil- gangurinn var aö veita nauðstöddum börnum og unglingum heimili, og hjálpa þeim til þroska likamlega og andlega. Einnig skyfdiþeim kennt eigið tungumál og þau frædd um menningu lands sins, hvert sem það var. Loks áttu börnin að snúa til sins heima- lands aftur og verða þannig boð- berar alþjóðlegs skilnings og umburöarlyndis. Arið 1969 var hlutverk Trogen, en svo nefnist þorpið, enn vikkað út með þvi að taka inn i það börn frá Tibet. Siðasta ár komu svo fyrstu vietnömsku börnin þangað. Þeir sem var komið þar fyrir eftir heimstyrj- öldina siöari, eru nú farnir, en auk barna frá Vietnam og Tibet, dvelja nú þarna allmörg frá Eþiópiu, Suöur-Kóreu, Indlandi, Italiu, Grikklandi og fleiri lönd- um. En kostnaðurinn við að reka slikt samfélag hefur sett strik i reikninginn, þvi hann er gifur- lega mikill. Einstaklingar hafa þó séð um þá hlið málsins með frjálsum framlögum. „Aldrei hefur slikum fjárhæðum veriö eytt til þágu svo fárra, eins og i Pestalozzi-þorpinu”, lét fyrr- verandi forstöðumaður þess. Arthur Bill, hafa eftir sér i blaöaviðtali á dögunum. Raunar fóru vandamálin aö koma I ljós, þegar á fyrstu árun- um, sem Trogen var starfrækt. Þá kom fram I skýrslu sál- fræðinga, sem rannsakað höfðu börnin, að 46 af 169 teldust vera mjög erfið tilfelli og jafnvel enn hærra hlutfall unglinganna ættu við ýmiskonar þjóðfélagsleg vandamál að striða. Dr. Bill sem áður er vitnað til kvaðst láta af starfi vegna óánægju með fyrirkomulag á starfsemi i þágu barnanna. Að- eins þau sem væru vel gefin og I tilfinningalegu jafnvægi, kæmu til meö að spjara sig. Hin lentu utan garös. Þetta reyndist orö að sönnu. Enn eitt vandamálið kom upp, þegar hópur unglinga frá Túnis neitaði að halda til sins heima- lands eftir að skólagöngu var lokiö. Sögðust þeir eiga meira sameiginlegt með ibúum Sviss, en Túnis eftir dvöl sina þar. Þá hefur oröið að taka sjö ensk börn úr skóla þar sem hann var ekki talinn réttur undirbúningur undir frekari skólagöngu i Bret- landi. Var það yfirnefnd menntamála í Suður-Englandi, sem hafði forgöngu um þetta, og hefur hún hlutast til um, að börnin kæmu til sins heima- lands. Þá hafa þær andstæður sem þarna hafa skapast verið harð- lega gagnrýndar, en þeirri gagnrýni hefur veriö svarað meö loforði viðkomandi ráöa- manna, aö ekki yrðu fleiri börn tekin inn i þorpið, nema þau sem væru af evrópsku bergi brotin. Fjárframlög ein- staklinga halda þó áfram að streyma inn og á siðasta ári námu þau fimm milljónum svissneskra franka handa að- eins 200 börnum. Þorpið hefur vakið ákaflega mikla athygli, eins og geta má nærri, þótt það hafi engan veg- inn verið talið þjóna tilgangi sinum. Þangað koma um 10.000 ferðamenn árlega. „Þeir fleygja sætindum inn i garðana til barnanna og biðja þau að syngja ýmsa söngva frá heima- landi sinu I staðinn”, segir i lýs- ingu svissnesks blaðamanns á þvi sem fram fer i þorpinu Trogen. Sovétmenn sjósetja súper-kafbát Framkvæmdastjóri NATO, Joseph Luns upplýsti nýlega á blaðamannafundi, sem haldinn var i Brussel, að Sovétrikin hefðu fyrir skömmu sjósett kafbát sem vegur 30 þúsund tonn. Hinn nýi kafbátur, sem var smiðaður I Severodvinskverksmiðjunum við Hvftahaf, er sagöur vera meö ganghraöa upp á 45 hnúta og á hann aö geta kafað niöur á 200 metra dýpi. Fram til þessa hafa menn veriö þeirrar skoöunar, aö stærstu sovésku kafbátarnir væru af Typhoon geröinni.en þeir eru um 18 þúsund tonn, eöa svipaöir aö stærö og bandarisku Ohio kafbát- ar. Skartgripir Farah Dibu Belgískur dcmantakaupmaöur greiddi upphæö sem svarartiium 3.5 miiijöröum fslenskra króna fyrir eyrnalokka, sem taliö er aö hafi veriö i eigu fyrrverandi keisaraynju irans, Farah Dibu. Skartgripirnir voru seldir á uppboöi i Genf nú fyrir skömmu og segja sérfræöingar aö keisara- ynjan hafi boriö hina perlulöguöu demanta á hátiö.sem haldin var f Persapolis áriö 1971. Talsmaöur uppboösins visaöi á bug fuli- yröingum um aö skartgripirnir heföu tilheyrt keisaraynjunni fyrrverandi. — „Þessum sögu- sögnum er komiö á kreik til aö fá veröiö niöur", — sagöi hann. En þaö fór á annan veg. Skart- gripirnir voru seldir á mun hærra veröi en menn höföu fyrirfram reiknaö meö. Nopðmenn hækka framlðg tíl varnarmála Norska þingiö hefur samþykkt aö hækka fjárframiög til varnar- mála i 1.9 milljarö dollara fyrir áriö 1981 en framlagiö nam áöur 1.6 milljaröi dollara. Hækkun þessi er i samræmi viö beiöni yfirstjórnar NATO um aö aöildarriki hækki framlög sin til varnarmála um þrjú prósent meö hliösjón af veröbólgu á næsta ári. Hækkunin var samþykkt meö 151 atkvæöi gegn 4 og tillaga sósial- ista um aö Norömenn segöu sig úr NATO var felid meö 147 at- kvæöum gegn 8. Varnarmáiaráöherra Noregs, Thorvald Stoltenberg, sagöi þing- inu aö rikisstjórnin fyrirhugaöi aö L

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.