Vísir - 24.11.1980, Blaðsíða 21

Vísir - 24.11.1980, Blaðsíða 21
Mánudagur 24. nóvember 1980 25 VÍSIR Visnavinum vex fiskur um hrygg - Ræll vio Hjalta Jón Sveinsson. einn aðsiandenda Vísnavina „Þessi tegund tónlistar er alltof litiö kynnt hér á landi.” „Félagiö var stofnaö 1976 meö tónleikum i Norræna húsinu. Aöalhvatamaöurinn var ung, dönsk kona, Hanne Juul, og má segja, að hún hafi att okkur nokkrum félögum út i þetta”, sagði Hjalti Jón Sveinsson, sem er einn aðstandenda Visnavina, i samtali við Visi. Visnavinir er mjög blómlegur félagsskapur, sem mjög hefur vaxiö fiskur um hrygg undan- farið. Félagið hefur fjölda lista- manna á sinum snærum og hefur haldið visnakvöld að Hótel Borg einu sinni i mánuði nær óslitið siðastliðin tvö ár. ,,Nú, siðan var eiginlega alveg hljótt um félagsskapinn i nokkur ár”, heldur Hjalti áfram, „eða fram til sumarsins 1979, en þá byrjuðu Visnakvöldin”. — Hvernig er þessum visna- kvöldum háttað? „Allir sem koma fram, gera það ánægjunnar vegna, án nokk- urar þóknunar og i rauninni má segja, að fólkið sé að spila fyrir sjálft sig. Annars högum við þvi þannig, að fyrir hlé höfum við ákveðið prógram, en eftir hlé gefst fólki utan úr sal tækifæri til að spreyta sig”. — Og er mikiö um það? „Já, já, það er alltaf til nóg af fólki, sem hefur áhuga á að kynna tónlist sina”. — Hvernig tónlist leggið þið áherslu á? „Það er fyrst og fremst ein- faldur flutningur, þar sem söngurinn er aðalatriðið, sem við leggjum áherslu á. Eina við- miðunin, sem viö höfum er, aö tónlistin sé ekki rafmögnuð. Annarserum við hér með miklu breiöari tónlist á þessu sviði en gerist annars staðar, einfaldlega vegna þess, að viö eigum enga visnahefð á Islandi. Sem dæmi má nefna, að á visnakvöldunum höfum við verið með jass, klassik, gúanórokk, tónlist frá öðrum lönfum, svo sem irska tónlist og kinverska, auk ljóðasöngsins, þannig að segja má, að viö bjóö- um upp á flestar tegundir tón- listar”. — Nú eru visnakvöldin haldin að Hótel Borg. Hvernig hús er það til tónleikahalds? „Það er mjög gott að troða þar upp og yfirleitt skapast þar viss konsert-stemning, enda kemur fólk fyrst og fremst til að hlusta. Þvi má segja, að allt umhverfiö og stemningin sé mjög hvetjandi fyrir þá, sem koma fram i fyrsta skipti”. — Hafið þið eitthvert samstarf við lik félög annars staðar? „Já, við erum orönir sérstök deild i Visens venner, sem eru mjög öflug og skipulögð samtök i Sviþjóð, Noregi og Danmörku. Siðastliðið sumar til dæmis fór héðan 16 manna hópur, þar á meðal Guðmundur Irnason, GIsli Helgason, Halldór Kristinsson, Bergþóra Arnadóttir, Aðalsteinn Asberg Sigurösson, Erna Guð- mundsdóttir og fleiri, til að taka þátt i samnorrænu visnamóti, sem haldið var i Sviþjóð. Þetta var i fyrsta skipti, sem tsland kemur fram, sem fullgildur aðili á sliku móti. Það má einnig nefna, að 1982 verður þetta mót haldið hér á landi”. — Stundið þið enga útgáfustarf- semi? „Jú, við tökum upp mikið af þvi efni, sem flutt er á visnakvöldun- um, en nokkrir félagar i Visna- vinum eiga mjög góð upptöku- tæki. A siðastliðnum vetri gáfum við siðan út kassettu með völdu efni, sem flutt hafði verið þann vetur og önnur slik kassetta mun væntanleg frá okkur innan skamms”. — Hvernig er að fá hljómplötur af þessu tagi hérlendis? „Það er mjög erfitt, þvi að þessi tónlist er alltof litið kynnt hérlendis. í Skandinaviu eru til dæmis ákveðnar stéttir visna- söngvara, og þar er tónlist af þessu tagi yfirleitt mjög út- breidd”. — Hvað eru margir félagar i Visnavinum? „Ég gæú trúað, að þeir væru eitthvað á annað hundrað. Þó eru fæstir þeirra virkir, heldur ein- ungis styrktarmeölimir. Við höld- um félagskvöld einu sinni i mánuöi aö Frikirkjuvegi 11. Þetta eru hálfgerðir fundir, en fólk kemur þó með hljóöfæri með sér og spilar. Þarna er alveg kjörið tækifæri fyrir óframfærna að láta i sér heyra”. —• Eru einhver skilyrði fyrir inngöngu i félagið? „Nei, alls engin, allir, sem áhuga hafa á tónlist, geta gerst meðlimir”. — Hvað er á döfinni hjá Visna- vinum? „Við höfum áhuga á að auka samstárfið við SATT og Jass- vakningu, en þessi félög starfa öll á svipuðum vettvangi. Þessa dag- ana standa einmitt yfir viðræður við SATT, sem nýlega hafa fest kaup á húsi, og vildum við gjarnan gerast meöeigendur. Nú ekki má gleyma næsta visna- kvöldi, sem verður 16. desember. Við vönduöum sérstaklega til þessa siöusta visnakvölds ársins i fyrra og svo verður einnig nú. Þaö veröur fyrsi um 3 til 4 tima blönduðdagskrán ogsiöan mum við dansa i kringum jólatréð á Austurvelli”, sagði Hjalti Jón Sveinsson. — KÞ. •V." TÓNABÍÓ Simi31182 Óskarsverölauna- myndin: I Næturhitanum ( In the heat of the night Myndin hlaut á sinum tima 5 óskarsverðlaun, þar a meöal, sem besta mynd og Rod Steiger, sem besti leik- ari. Leikstjóri: Norman Jewison Aðalhlutverk: Rod Steiger, Sidney Poitier. Bönnuð innan 12 ára i Enjdursýnk kl. 5, 7.10 og 9.15. Simi50249 Jagúarinn Ný og hörkuspennandi bar- dagamynd með einum efni- legasta karatekappa heims- ins siðan Bruce Lee lést. Aöalhlutverk: Joe Lewis, Christopher Lee, Donald Pleasence. Leikstjóri: Ernist Pintoff Sýnd kl. 9 interRent car rental Bítaleiga Akureyrar Akureyri: Tryggvabr 14 - S 21 715, 23515 Reykjavík: Skeifan 9 - S. 31615, 86915 Mesta úrvalið, besta þjónustan Við útvegum yður afslátt á bílaleigubílum erlendis Kópavogsleikhusið Þorlokur þreytti Hinn geysivinsæli gamanleikur Sýning fimmtudagskvöld kl. 20.30 Næst síðasta sinn. Næsta sýning laugardagskvöld kl. 20.30 Síðasta sinn. , Sprenghlægileg skemmtun fyrir qIIq fjölskyiduna Miðasaia i Félagsheimili Kópavogs frá kl. 18-20.30 nema iaugardaga frá kl. 14-20.30. iSimi 41985 LAUGARÁ8 Simi 32075 Karate upp á líf og dauða KCARATi PÁ IIVocDOD Kung Fu og Karate voru vopn hans. Vegur hans aö markinu var fullur af hætt- um, sem kröfðust styrks hans aö fullu. Handrit samið af Bruce Lee og James Coburn en Bruce Lee lést áður en myndataka hófst. Aðalhlutverk David Carra- dine og Jeff Cooper. Sýnd kl. 5 og 7 isl. texti Bönnuð innan 14 ára Leiktu Misty fyrir mig Siðasta tækifærið að sjá eina bestu og mest spennandi mynd sem Clint Eastwood hefur leikið i og leikstýrt. Endursýnd i nokkra daga kl. 9 og 11. Bönnuð börnum innan 16 ára. ÍÖNBOGSI 1900Ó apennanai — nispurslaus, m þýsk litmynd gerö af Raine' Werner Fassbinder. -------§©D(U)ö* Hjónaband Braun A------ Ma riu Hanna Schygulla — Klaus Löwitsch Bönnuð innan 12 ára Islenskur texti Sýnd kl. 3 — 6 og 9 Hækkað verö --------.sísiDw ------------ Lifðu hátt — og steldu miklu Hörkuspennandi litmynd, um djarflegt gimsteinarán, með Robert Conrad (Pasquinel i Landnemar) Bönnuö innan 12 ára Endursýnd kl. 3,05 — 5,05 — 7,05 — 9,05 — 11,05 -------íMilyi? > € Draugasaga crbeAiðazÓM IJipBIUBðel BontebiRes Fjörug og skemmtileg gamanmynd um athafna- sama drauga. lslenskur texti. Endursýnd kl. 3,10 — 5,10 — 7,10 — 9,10 — 11,10 ------------------------ Tiðindalaust á vestur- vígstöðvunum Frábær stórmynd um vitið I skotgröfunum Sýnd kl. 3,15 — 6,15 — 9,15 Hækkaö verð ÚTBOÐ Bæjarsjóður Keflavíkur óskar hér með eftir tilboðum i gatnagerð og lagnir í f jórða áfanga Heiðarbyggðar i Keflavik. útboðsgögnin eru afhent á skrifstofu bæjar- tæknifræðings að Hafnargötu 32 Keflavík, gegn 50 þús. kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 27. nóv. nk. kl. 11 f.h. Bæjartæknifræðingurinn i Keflavík.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.