Vísir - 24.11.1980, Blaðsíða 28

Vísir - 24.11.1980, Blaðsíða 28
wmm Mánudagur 24. nóvember 1980, síminner 86611 Veðurspá dagsins Unglingar lála á sig sprengjutilrætl I Eyjum: „DVR EFTIRLITSINS TÆTTUST í SUNDUR" Yfir Grænlandi og Grænlands- hafi er 1027 mb háþrýstisvæöi sem fer heldur minnkandi. en 1003 mb lægö skammt vestur af Irlandi hreyfist hægt aust- ur, kalt veröur áfram. Veöur- horfur næsta sólarhring. Suöurland til Stranda og Norö- urland vestra: Hægviöri eöa austan gola, viö- ast bjart veöur til landsins, en smáélá miöumog annnesjum. Noröurland eystra og Austur- land aö Glettingi:. Hæg breytileg átt, skýjaö aö mestu og sumstaöar smáél. Austfiröir: Noröan gola, sum- staöar él, einkum á miöum. Suöausturiand: Austan gola og él. Veðrið hér og har Veöur kl.6 I morgun: Akureyriléttskýjað -í-9, Berg- en léttskýjaö +2, Kaup- mannahöfnskýjaö 9, 09tólétt- skyjaö -r3, Eeykjavlk létt- skýjaö -i-9, Stokkhólmur létt- skýjaö 0. Veöur kl. 18 I gær: Aþena heiöskírt 12, Berlbi skýjaö 14, Chicago rigning 5, Feneyjar þokumóöa 5, Frank- furt léttskýjaö 11, Nuukskaf- renningur -h-2, London skýjaö 14, Luxemborg þokumóöa 8, Maltórka léttskýjað 15, Mont- realalskýjaö 2, New York al- skýjaö 11, Parfs skýjaö 12, Róm þokumóða 12, Malaga léttskýjaö 17, Vlh skýjaö 12, Winnipeg léttskýjaö -f9. „Þetta voru ungir strákar, 17-18 ára, sem þarna voru aö verki og ég held, aö þeir hafi ekki gert sér grein fyrir, hversu öflug sprengja þetta var,” sagöi iögregluþjónn I Vestmannaeyj- um f samtali viö Vfsi, en aöfara- nótt laugardags sprakk öflug sprengja viö lögreglustööina i Eyjum. „Þaö var um klukkan 1 aöfaranótt laugardags, aö öfl- ugri sprengju var komiö fyrir viö dyr bifreiðaeftirlitsins, sem er til húsa i lögreglustöðinni, og skömmu siöar sprakk hún með miklum látum. Afleiöingar þessa voru þær, aö þykkar eikardyr bifreiðaeftirlitsins tættust I sundur og dyrastafur- inn brotnaöi, sagöi lögreglu- þjóninn ennfremur. Hann sagöi, aö mikill hávaöi hafi orðið við sprenginguna, svo aö fólk I næstu húsum hafi komiötil aö athuga,hvaö væri á seyöi. Sprengjan var aö öllum lik indum gerö meö þeim hætti, að súr og gas var sett i plastpoka ogsiöan kveiktiöllu saman meö þvi aö hella bensini á og bera eldspýtu aö. Máliö er nú upplýst, eins og áöur sagði, en nokkrir eyja- peyjar stóöu aö þessu. „Ég held, , aö piltarnir hafi ekki ætlað sér aö eyöiieggja svona með sprengingunni. Þeir ætluöu aö gera okkur grikk, en ekki svona stóran. Aöalatriöiö var þvi', aö enginn skyldi slas- ast, en tveir menn voru á vakt, þegar sprengingin varö,” sagöi lögregluþjönninn. — KP. Froskmenn leita viö Ægissföu. Vfsismynd: Gunnlaugur Rögnvaldsson. Mlklfl lelt á höfuðborg- arsvæðinu um helglna Hulda er ólundln Enn hefur ekkert spurst til Huldu Harðardóttur sem hvarf að heiman frá sér á laugardagsmorgun, og lýst var eftir um helg- ina. Strax á laugardaginn hófst viö- tæk leit og tók þátt i henni fólk frá Slysavarnarfélagi Islands, hjálparsveitum skáta i Reykja- vik, Kópavogi og Hafnarfiröi, ásamt þyrlu Landhelgisgæslunn- ar. 1 morgun haföi veriö leitaö i borginni allri, frá Sundahöfn og suöur fyrir Alftanes. Þyrlan var notuö til leitar i fjörum og út i sker, en auöu svæöin I borginni hafa einnig veriö finkembd. Leit- inni veröur haldiö áfram i dag. Lögreglunni höföu i gær borist upplýsingar um, aö sést heföi til konunnar um hádegisbil á laugardag. Eru þeir sem kynnu aö hafa oröiö hennar varir eftir kl. 10 á laugardagsmorgun,beönir um aö gera lögreglunni aövart. Hulda Haröardóttir er 43 ára, um 160 cm á hæö, mjög grönn, ljóshærö, meö frekar stutt hár og grá augu. Þegar hún fór aö heiman var hún klædd svartri leggjasiöri ullarkápu og meö svart axlarveski. —JSS. SEXTÁN ÁRA HÚSVÍKINGUR ÚK í SJÓINN: Bjargaði sér sjálfur úr bílnum á sjö metra dýpi Ætli þaö sé flokksformanna- sjúkdómur aö svara ekki spurningum? Þaö mætti ætla eftir viöbrögðum nýkjörins formanns Alþýöubandaiags- ins viö spurningum i sjónvarpi um Helguvlkurmálið, þar sem Svavar Gestsson endurtók sama svariö mörgum sinnum eins og biluö hljómplata. „Ég geri ekki ráö fyrir þvf, aö stráknum veröi neitt refsaö, þó hann hafi tekið bOinn i leyfis- leysiog sé þar aö auki ekki meö bDfróf, þetta er sennilega nóg reynsla fyrir hann,” sagöi Hjálmar Hjálmarsson, lög- regluþjónn á Húsavik.I samtali viö VIsi, en á laugardag ók sextán ára piltur fram af bryggjunni á Húsavik á bfl fööur sins sem hann tók I leyfisleysi. Slysiö varö um klukkan 8 á laugardagsmorgun. Vaktmaöur um borö I skuttogaranum Júllusi Havsteen sá, hvar fólks- bifreið kom akandi á mikilli ferö niöur bryggjuna, svo hratt aö ökumaöurinn náöi ekki beygju inn á hliöarbryggju, sem þarna er og þaö skipti engum togum, aö bifreiöin fór i sjóinn. Vakt- maöurinn hringdi þegar i lög- regluna. Mjög skjótt var brugö- iö við og fenginn kafari til aö fara niöur. Okumaöurinn var aftur á móti hvergi sjáanlegur. En þegar leitin stóö sem hæst kom faöir drengsins og sagði hann vera I góöu yfirlæti hjá afa sinum skammt frá. 1 ljós kom, aö drengurinn hafði fariömeö bilnum niöur, en þarna er 7 metra dýpi. Hann haföi siöan getaö opnaö glugga á bifreiöinni, þegar hún var komin niöur, getaö troöiö sér þar út og synt upp aö bryggjunni og meðfram henni, þar til hann fann stiga til aö komast upp. Þegar hann komst upp á bryggjuna, gekk hann ’siðan heim til afa sins.lét vita af sér og þar var hann, er kafarinn fór niöur, eins og áöur sagði. Hjálmar sagöi aö drengurinn væri nú aö ná sér eftir volkiö, en hann mun hafa meiðst eitthvaö á fæti. Hann tók sérstaklega fram, aö ekki heföi veriö um ölvun aö ræöa. Bifreiðin var fólksbifreiö af Lada-gerö. — kÞ.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.