Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 4
4 B MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar VOLVO frumkynnti á bílasýning- unni í Frankfurt í haust nýja gerð S40. Bíllinn vakti mikla athygli enda kominn á nýja gerð undir- vagns sem einnig verður notaður undir Ford Focus og hefur þegar verið kynntur í Ford Focus C-Max. Bíllinn er framleiddur í Ghent í Belgíu og er af Volvo kynntur sem öruggasti bíllinn í sínum flokki. Hann tekur við af eldri gerð S40, sem þó verður framleidd áfram til næsta vors. Nú þegar hafa verið framleiddir 450.000 slíkir bílar. Tekið á móti 1.000 blaðamönnum Nú nýlega bauðst blaðamönnum að prófa gripinn í Andalúsíu á Spáni. Þar hefur Volvo undanfarnar fimm vikur tekið á móti blaðamönn- um hvaðanæva úr heiminum. Alls heimsækja Volvo um 1.000 blaða- menn til Andalúsíu og þar eru til umráða Volvo S40 með 2,5 lítra bensínvél, með forþjöppu og 2,4 lítra án forþjöppu. S40 er minnsti bíllinn í fram- leiðslulínu Volvo og mun keppa á móti vögnum eins og BMW 3 og Audi A4. Þetta er það sem margir kalla premium-bíl, þ.e.a.s. bíl sem er vandaður á allan hátt og með bún- aði sem yfirleitt er ekki að finna í ódýrari gerðum bíla. S40 er samt ekki stór bíll, 4,47 m langur og þar með 4 cm styttri en eldri gerð bíls- ins. En hann er breiðari og hærri. Hann hefur líka fengið allt annan svip en áður og minnir um sumt mjög á S60-bílinn en annað, ekki síst framendinn, á hugmyndabíla Volvo; ekki síst SCC-hugmyndabíl- inn. Þótt bíllinn sé styttri en forver- inn kemur það síður en svo niður á innanrýminu, sem er meira en í eldri bílnum. Það má þakka því að hjólhafið er orðið lengra og bíllinn ber sig líka betur á vegi með hjólin svo framarlega og aftarlega undir bílnum. Staðalbúnaður er 16 tommu felgur en í Turbo-gerðinni 17 tommu. Klassískur og byltingar- kenndur að innan Að innan er bíllinn á vissan hátt klassískur að hætti Volvo en að öðru leyti byltingarkenndur. Stýri og stjórnrofa þekkja menn úr öðr- um Volvo-bílum en millistokkurinn er plata í miðju mælaborðinu og þar fyrir aftan er opið rými þar sem hægt er að geyma drykkjarföng. Afar óvenjuleg og sniðug lausn sem hefur ekki áður sést í innréttingu bíla. Stjórnrofarnir eru allir einfald- ir í notkun og ökumaður finnur sig strax vel undir stýri. Volvo lagði áherslu á að kynna öryggisbúnaðinn í nýjum S40, eins og vænta mátti frá þessum braut- ryðjanda á þessu sviði. Í bílnum eru sex öryggispúðar og gardínur, virk- ir hnakkapúðar og SIPS-kerfið sem menn þekkja úr stærri gerðum Volvo, en að auki stýrissúla sem fellur saman í árekstri, fótstig sem einnig falla saman, og síðan er þver- stæð, fimm strokka vélin minni um- fangs en verið hefur, sem eykur krumpusvæðið að framan. Í aftur- sætum er síðan kominn búnaður sem minnir farþega á að festa bíl- beltin. Þröngt að aftan En það finnst um leið og sest er í aftursætin að S40 er fremur lítill bíll – rétt fyrir ofan staðalstærðina í C-flokki, og minni en bæði BMW 3 og Audi A4. Tveir fullorðnir sitja í þokkalegri sátt í aftursætunum en kúpulaga byggingarlagið á bílnum gerir það að verkum að hávaxnir menn og meðalmenn reka höfuðið upp í toppinn. Sömuleiðis er inn- stigið inn í aftursætin þröngt. Far- angursrýmið er djúpt en opið er þröngt og sér maður fyrir sér að erfiðleikum geti verið bundið að koma stórum hlutum inn í skottið. Frábær undirvagn Öryggisbúnaðurinn er vissulega með því mesta í þessum bíl en und- irvagninn er ekki síður hluti af hinu virka öryggi því ýkjulaust er að segja að aksturinn sé traustvekj- andi og hreyfingar bílsins fyrirsjá- anlegar. Leiðin lá upp í fjöllin ofan við Málagaborg og inn í fjallaborg- ina Ronda. Þangað liggur hlykkj- óttur vegur sem reynir jafnt á bíl- stjórann og bílinn. Bíllinn klettliggur og kostur er að stöð- ugleikastýring hans grípur ekki inn Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson Volvo S40 líkist S60 en einnig SCC-hugmyndabílnum að framan. Afturljósin minna á S60. Lítill Volvo S40 með sporttakta Fótarými er gott og vel fer um tvo fullorðna í aftursætum. REYNSLUAKSTUR Volvo S40 T5 Guðjón Guðmundsson Miðjustokkurinn er með hólfi fyrir aftan. Margspegla linsulugtir. Laglegar línur eru ríkjandi í innréttingunni. Hallandi þaklínan gerir bílinn sportlegan ásamt staðsetningu á hjólunum. Kauptu næsta bílinn þinn beint frá Kanada www.natcars.com

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.