Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2003 B 11 bílar Sævarhöfða 2a · sími 525 9000 · www.bilheimar.is ALLT ÞETTA FYRIR AÐEINS 300 ÞÚS. AUKALEGA! Við vorum að fá nokkra sérbúna Opel Vectra Elegance beint frá verksmiðjunum í Russelsheim. Notaðu tækifærið og verðlaunaðu þig með lúxusbíl þar sem ekkert er til sparað í þægindum, tækni og öryggi. Við tökum vel á móti þér. Tölvustýrð miðstöð Hraðastillir (Cruise Control) Aksturstölva Útvarp, segulband og geislaspilari með fjarstýringu og 4ja diska magasín Samlitir hurðarhúnar Krómaðir rúðulistar Þokuljós í framstuðara 16" álfelgur Elegance innrétting Leðurklætt stýri Krómaðir listar í sílsafalsi Lesljós að framan og aftan Ljós í speglum Hiti í framsætum Rafdrifnar rúður að aftan OPEL VECTRA ELEGANCE V E R Ð L A U N A Ð U S J Á L FA N Þ I G F í t o n F I 0 0 8 3 1 6 480 8000 SELFOSSI Bílasala Suðurlands - Fossnesi 14 - 800 Selfossi www.toyotaselfossi.is • toyotaselfossi@toyotaselfossi.is 480 8000 Dodge Ram 2500 V10 39"/44", árg. 1995, ekinn 95 þús., sjálfsk. Frábær fjallabíll með öllu. Verð 1.850 þús. Hyundai Terracan GLX 3,0 TDI 35", árg. 2003, ekinn 1 þús., sjálfsk. Verð 4.050 þús. Subaru Impresa GX 2,0, árg. 2002, ekinn 21 þús., sjálfsk., dráttarkúla. Verð 1.950 þús. Toyota Rav 4 VVTI 2,0, árg. 2001, ekinn 31 þús., 5 gíra. Verð 2.100 þús. Toyota Hilux D/C SR 5 TD Common Rail 35", árg. 2003, ekinn 1 þús. 5 gíra. Verð 3.250 þús. Toyota Landcruiser 90 VX 3,0 TDI, árg. 2000, ekinn 69 þús., 5 gíra, leður. Verð 2.950 þús. Þetta er því bíll sem hentar vel í borgum á norðlægum slóðum þar sem allra veðra er von. Fremur lítill jepplingur RAV4 fæst í raun í fimm gerðum; sem þriggja og fimm dyra með 1,8 lítra vél og framhjóladrifi og í sama byggingarlagi með 2ja lítra vél og fjórhjóladrifi og síðan er boðið upp á EXE-útgáfu sem er betur búin. Prófaður var fjórhjóladrifsbíll með 2ja lítra vélinni og sjálfskiptingu. Það er greinilegt þegar sest er inn í bílinn að talsvert hefur verið nostrað við innanrýmishönnunina og ýmsar betrumbætur átt sér stað. Ökumaður finnur sig líka strax vel undir stýri og auðvelt er að finna kjörstellingu því stýrið er bæði með aðdrætti og veltu. Þó er strax ljóst að RAV4 er ekki með stærstu jepplingunum. Tals- verð þrengsli eru í aftursætum ef þrír fullorðnir ferðast þar. Það er þó kostur að hægt er að færa aft- ursætin fram eða aftur því þau eru á sleða. Þannig er hægt að auka fótarými farþega þegar þörf krefur eða færa aftusætin framar þegar þörf er á meira farangursrými. RAV4 hefur líka ýmsa eiginleika fjölnotabílsins því hægt er með ein- földum hætti að fella niður sætis- bök til að auka farangursrýmið eða taka þau úr bílnum. Farinn að nálgast þriðju milljónina Vélin er með tölvustýrðri ventla- opnun, vvt-i, og skilar að hámarki 150 hestöflum. Þetta er því talsvert sprækur bíll og ekki varð vart við að sjálfskiptingin tæki mikið afl til sín. Þetta er lipur bíll í akstri – stýrið er nákvæmt og létt, og bíllinn liggur vel á vegi. Verðið á þessum bíl er farið að nálgast ískyggilega þriðju milljón- ina, 2.890.000 krónur með sjálf- skiptingunni. Fyrir það fæst vel smíðaður og skemmtilega hannaður fjórhjóladrifsbíll sem í kaupbæti er ágætlega útbúinn. Má þar nefna hluti eins og þokuljós að framan og aftan, loftkælingu, fjarstýringu fyr- ir hljómtæki, rafdrifnar rúður að framan og aftan og aksturstölvu svo fátt eitt sé nefnt. Keppinautarnir eru allnokkrir og flestir verðugir. Þarna er t.d. að finna Honda CR-V (2.949.000 kr.) og Nissan X-Trail (2.880.000 kr.), sem báðir eru reyndar nokkuð stærri en RAV4, en líka Kóreujepp- lingarnir Hyundai Santa Fe, (2.690.000 kr. með V6 vél og sjálf- skiptingu), og Kia Sportage. Sá síð- arnefndi er með háu og lágu drifi og byggður á sjálfstæða grind, og kostar sjálfskiptur 2.290.000 kr. Þá er ógetið tveggja Japana í þessum flokki, annars vegar Mitsubishi Outlander, sem kostar sjálfskiptur 2.990.000 kr., og Suzuki Grand Vit- ara, sem eins og Kia Sportage er með háu og lágu drifi og byggður á sjálfstæða grind. Hann kostar 2.585.000 kr. sjálfskiptur. Tveggja lítra vélin skilar að hámarki 150 hestöflum. Afturhlerinn opnast til hliðar og hægt er að fjarlægja aftursætin. Hvítir og sportlegir mælar og fjarstýring komin í stýrið. Innstig í aftursæti er þröngt en hægt er að færa bekkinn aftar. gugu@mbl.is SAMKEPPNIN í jepplingaflokknum, sem sumir eru farnir að kalla RAV4- flokkinn, verður harðari með hverju árinu. Hyundai hefur tekið þátt í þessum slag með nokkru stærri bíl sem heitir Santa Fé en ætlar sér núna á fullu í slaginn með minni bíl sem kallast Tucson. Bíllinn kemur á markað næsta haust. Þar með hefur Hyundai nokkuð breiða og heilsteypta línu í þessum flokki, þ.e.a.s. lítinn jeppling, stærri jepplinginn Santa Fé og jepp- ann Terracan. Tucson verður svip- aður að stærð og Toyota RAV4, Honda CR-V og Nissan X-Trail og verður þar með einnig ódýrari. Bíll- inn verður einnig fáanlegur eingöngu með framhjóladrifi, eins og RAV4. Hyundai hefur enn sem komið er eingöngu sent frá sér teikningu af nýja bílnum. Ekki er víst að fram- leiðslugerðin verði jafn glæsileg og bíllinn á teikningunni. Tucson-jepplingurinn kemur á markað næsta haust. Minni jepplingur frá Hyundai  Steypusögun  Vegg- og gólfsögun  Múrbrot  Vikursögun  Malbikssögun  Kjarnaborun  Loftræsi- og lagnagöt  Hreinlæti og snyrtimennska í umgengni BT-sögun Sími 567 7544 Gsm 892 7544

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.