Morgunblaðið - 27.11.2003, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 27.11.2003, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 322. TBL. 91. ÁRG. FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Pólska búðin María Valgeirsson stofnaði og rekur Stokrotka – Polski sklep Daglegt líf Gömlu góðu gildin Kjúklingaframleiðandinn Ísfugl réttum megin við strikið Viðskipti Órafmögnuð vegavinna Hera á vit ævintýranna í Evrópu á næsta ári Fólk ÞAÐ mátti ekki á milli sjá hvort skemmti sér betur, barnið í loft- köstum á snjóþotunni eða hundur- inn sem geystist niður brekkuna við hlið húsbóndans á Seltjarnarnesinu í gær. Krakkarnir hafa tekið snjónum á suðvesturhorninu fagnandi, farið í ótal snjóstríð og brunað um brekk- ur á þotum, sleðum og plastpokum ef betra býðst ekki, enda aldrei að vita hvenær snjórinn lætur sig hverfa aftur. Morgunblaðið/Jim Smart Bruna niður snjóhvítar brekkurnar SVO virðist sem Kína sé að skjóta vestrænum ríkjum ref fyrir rass í líf- tækninni en þar í landi hefur ákveðin genalækning verið formlega viður- kennd. Kemur það fram í nýjasta hefti vísindatímaritsins New Scient- ist. Í Bandaríkjunum og Evrópu eru genalækningar aðeins á tilraunastigi og enn er langt í land með, að farið verði að beita þeim gegn ákveðnum sjúkdómum. Í Kína var hins vegar samþykkt í síðasta mánuði, að beita mætti genalækningum við ákveðinni tegund krabbameinsæxlis í hálsi og höfði, en um 300.000 slík sjúkdóms- tilfelli koma upp í Kína á ári hverju. Stafa 60% æxlanna af gölluðu pró- teini eða geni, sem kallast p53. Genabreytt kvefveira Meðhöndlunin felst í því, að í sjúk- linginn er sprautað kvefveiru (ade- novirus), sem er með réttu tegund- ina af p53. Fer hún um allan líkamann og kemur rétta geninu fyr- ir í frumunum. Verður lyfið, sem kallast Gendicine, sett á markað í janúar og á skammturinn að kosta um 27.000 ísl. kr. Genalækningar hafnar í Kína JÓN Jóhannes Jónsson, yfir- læknir Erfða- og sameindalæknis- fræðideildar Landspítala – há- skólasjúkrahúss, sagði í samtali við Morgunblað- ið, að tilraunir á Vesturlöndum með genalækningar hefðu gengið misvel og raunar hefði komið mikið bakslag í þær vegna aukaverkana. Til dæmis hefði drengur, sem sprautaður var með sömu gena- breyttu veiru og nota á í kínversku meðferðinni, fengið lifrarbólgu og látist. Jón Jóhannes kvaðst ekki vera kunnugur þessum genalækningum í Kína en sagði, að sér virtust þær vera dálítið á skjön við það, sem væri að gerast á Vesturlöndum. Bakslag vegna aukaverkana Jón J. Jónsson UPPFYLLA á í tveimur áföngum samkomulag um hækkun á grunnlífeyri öryrkja og breyt- ingar á kerfi örorkulífeyris, sem ríkisstjórnin gerði við öryrkja í febrúar, í stað þess að gera allar breytingarnar sem samkomulagið gerir ráð fyrir 1. janúar 2004. Formaður Öryrkja- bandalagsins segir ríkisstjórnina ekki hafa reynst traustsins verða. Í ræðu Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráð- herra á Alþingi kom fram að einungis verður staðið við tvo þriðju samkomulagsins 1. janúar 2004, og muni afgangurinn koma til fram- kvæmda ári síðar. Jón Kristjánsson segir í samtali við Morg- unblaðið að áætlað hafi verið að verja í þetta ein- um milljarði króna, og gert ráð fyrir því í fjár- lögum. Þegar nefnd sem starfaði að málinu mat kostnaðinn hafi komið í ljós að það vantaði 500 milljónir uppá. „Það þýðir það að 1. janúar [2004] getum við ekki farið í nema tvo þriðju. Síðan er meiningin, og ég vona að það takist um það samkomulag, að 2005 komi afgangurinn til framkvæmda,“ segir Jón. Hann segir að heim- ildir á fjárlögum séu eingöngu fyrir einum millj- arði sem samkomulagið gerði ráð fyrir. „Það var í samræmi við þá kostnaðaráætlun sem lá fyrir þegar það var gert.“ Hærri kostnaður lá fyrir Garðar Sverrisson, formaður Öryrkjabanda- lags Íslands, segir að legið hafi ljóst fyrir þegar samkomulagið var gert að kostnaðurinn yrði hærri en einn milljarður, líklega nærri 1,2 til 1,4 milljörðum. „Það var vitað áður en fjárlaga- frumvarpið var lagt fram og ætti ekki að koma á óvart. Við treystum þessu samkomulagi, en rík- isstjórnin reyndist ekki traustsins verð,“ segir Garðar. Hann segir þessa hækkun hafa átt að vera fyrsta skrefið í réttarbótum til öryrkja, og segir það einkennileg vinnubrögð að taka fyrsta skref að fyrsta skrefi. Hann segir að af fenginni reynslu taki hann allri umræðu um áfanga og skref með miklum fyrirvara og segist þar vísa til fyrri loforða Framsóknarflokksins um afnám skerðingar vegna tekna maka í áföngum. Í samkomulaginu stendur að samkvæmt út- reikningum sérfræðinga í heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu verði kostnaðurinn við þessa hækkun grunnlífeyris og kerfisbreytinga „rúmur einn milljarður króna á ársgrundvelli“. Garðar segir því einkennilegt að gera bara ráð fyrir sléttum milljarði í fjárlögum, þótt það sé í sjálfu sér ekki kjarni málsins. Helgi Hjörvar gagnrýndi þessa áfangaskipt- ingu í umræðum á þingi, og sagði ljóst að efnd- um yrði frestað vegna þess að heilbrigðisráð- herra hefði ekki nægar heimildir í fjárlögum. Hann segir ekkert hafa komið fram um skort á heimildum í kosningabaráttunni og segir heil- brigðisráðherra hafa lofað efndum á samkomu- laginu hinn 1. janúar. Uppfylla samkomulag við öryrkja í áföngum „Ríkisstjórnin reyndist ekki traustsins verð“ VIÐRÆÐUR standa yfir milli Lands- bankans og Kaupþings-Búnaðarbanka um að Landsbankinn auki hlut sinn í svokölluðu sambankaláni Norðurljósa. Sambankalánið er það af skuldum Norðurljósa, sem er bezt tryggt vegna þess að það er tryggt með veði í hluta- bréfum Norðurljósa og dótturfyrir- tækja. Ekki mun vera um það að ræða á þessu stigi að Landsbankinn verði í hluthafahópi Norðurljósa, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbanka Íslands, sagðist í samtali við Morgunblaðið í gærkvöld ekki geta fjallað um einstök mál sem lúta að við- skiptavinum bankans enda ekki heim- ilt samkvæmt reglum um bankaleynd að segja til um hvort bankinn sé að lána einhverjum eða ekki. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings- Búnaðarbanka, vildi heldur ekki tjá sig um málið. Sambankalán Norðurljósa Rætt um að Landsbanki auki hlut sinn SÆNSKA stjórnin lagði í gær fram lagafrumvarp sem felur í sér að fórn- arlömb mansals og smygls á fólki fái dvalar- leyfi í Svíþjóð, vitni þau fyrir rétti gegn þeim sem á bak við hina ólög- legu fólksflutninga standa. Sænsk stjórnvöld von- ast til að nýju lögin muni sjá lögreglunni fyrir öflugu verkfæri í viðleitni hennar til að hafa uppi á skipuleggjendum mansals og smygls á fólki – einkum og sér í lagi á kon- um og ungum stúlkum sem eru hnepptar í kynlífsþrældóm – með því að hugsanleg vitni verði ekki send aftur til heimalandsins gegn vilja sínum. Dvalarleyfið yrði gefið út til takmarkaðs tíma til að byrja með en gæti síðan orðið varanlegt. Skýrði Barbro Holmberg, ráð- herra innflytjendamála, frá þessu. Fái dvalar- leyfi fyrir að bera vitni Stokkhólmi. AFP. Barbro Holmberg
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.