Morgunblaðið - 27.11.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.11.2003, Blaðsíða 22
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 22 FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ vinnslu sem best hentar. Vinnu- stofurnar eru Leirgerð, Lista- smiðja og Trésmiðja. Þar vinna heimilismenn að frjálsri listsköpun og listiðnaði. Í frjálsri listsköpun þeirra er áhersla lögð á að hver og einn fái að móta sinn eigin stíl. Þeir fá aðstoð við að þróa leiðir í tækni og efnivið, þannig að hæfi- leikarnir fái sem best notið sín í verkum þeirra. Listsköpun þroskahamlaðra í brennidepli Listahátíðin List án landamæra er haldin í tilefni Evrópuárs fatl- aðra 2003 og 10 ára afmælis Átaks, félags fólks með þroska- hömlun. Átak, í samstarfi við Landssamtökin Þroskahjálp, Fjöl- mennt, fullorðinsfræðslu fatlaðra, Sérsveit Hins Hússins og vinnu- stofuna Ásgarð, stendur fyrir há- tíðinni þar sem listsköpun fólks með þroskahömlun er í brenni- depli. Rúmir fjórir tugir viðburða hafa litið dagsins ljós á List án landamæra, í Reykjavík, á Ak- ureyri og á Sólheimum í Gríms- nesi. Kjarvalsstaðir | Fjórtán listamenn frá Sólheimum í Grímsnesi opna í dag klukkan fimm sýningu á verk- um sínum á Kjarvalsstöðum. Sýnd- ar eru myndir unnar með pastel- litum, vaxlitum, vatns- og trélitum, útsaumsmyndir, tré- og leirmuni. Þetta er sjötta og síðasta sýningin í röð myndlistarsýninga listahátíð- arinnar List án landamæra á Kjar- valsstöðum, Listasafni Reykjavík- ur, og stendur hún til sunnudagsins 7. desember. Fjölbreytt liststarf Á Sólheimum búa og starfa fjörutíu fatlaðir einstaklingar og margir þeirra fá tækifæri til þess að vinna á vernduðum vinnustof- um. Þar er leitast við að draga fram listræna hæfileika þeirra og finna þeim farveg í þeirri úr- Margir hæfileikaríkir myndlistarmenn hafa aðsetur sitt í vistvæna samfélaginu á Sólheimum í Grímsnesi. Sólheimar á Kjarvalsstöðum Listamenn frá Sólheimum taka þátt í listahátíðinni List án landamæra Skipulag íbúðahverfa Málþing skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur Nordica hóteli 28. nóvember frá kl. 13-17 Dagskrá 13:00 Steinunn Valdís Óskarsdóttir formaður skipulags- og byggingarnefndar setur málstofu og kynnir dagskrá. 13:15 Húsnæðis- og búsetuóskir Reykvíkinga: Gæði íbúðahverfa: Kynning á helstu niðurstöðum rannsóknarinnar. • Bjarni Reynarsson. Tilgangur rannsóknar, fræðilegt samhengi og helstu niðurstöður. • Pétur H. Ármannsson og Ágústa Kristófersdóttir. Myndir segja meira en þúsund orð. Mat borgarbúa á byggðu umhverfi. • Þórarinn Þórarinsson. Notagildi rannsóknar og eftirfylgni. 14: 30 Mikilvægi upplýsinga og fræðslu í skipulagi. Salvör Jónsdóttir sviðsstjóri skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur. 14:45 Hvernig verða hverfin til? Helga Bragadóttir skipulagsfulltrúi Reykjavíkur. 15:00 Kaffihlé. 15:15 Pallborð með þátttöku fulltrúa fagfélaga og skipulags- og byggingar- nefndar - umræður og fyrirspurnir. Umræðustjóri Salvör Jónsdóttir. 16:45 Fundarslit og samantekt umræðna. Þorvaldur S. Þorvaldsson. 17:00 Léttar veitingar. Málstofan er í sal H og I á Hótel Nordica Gengið inn frá bílastæðum að sunnanverðu við hótelið www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár KJARTANSGATA - M. SÉRINNGANGI Vorum að fá í sölu mjög góða og vand- aða eign sem er hæð og ris, samtals 169 fm. Neðri hæð er með 2 stórum stofum, svefnh., góðu eldh. m. Alnó-innr. og baðherb., útg. á svalir. Efri hæð 3 herb., setustofa, föndurh., útg. á svalir, loft klædd m. panel og gólfborð á gólfi. Verð 22,9 millj. DRÁPUHLÍÐ - BÍLSKÚR Vorum að fá í einkasölu snyrtilega 105 fm hæð ásamt 23 fm bílskúr. Eignin skiptist í tvær stofur og 2-3 svefnherb., eldhús og bað. Gólfefni eru parket og dúkar. Hiti í gangstéttum. Verð 16,9 millj. FISKAKVÍSL - LAUS FLJÓTLEGA Sérlega falleg og vel skipulögð 121 fm íbúð á tveimur hæðum, með glæsilegu útsýni af tvennum svölum. Baðherbergi flísalagt, gegnheilt eikarparket á öllum gólfum. Íbúðin er í 2ja hæða fjölbýli, nýtt járn á þaki og sameign vel umgengin. Sérlega fallegt og mikið útsýni yfir borg- ina. Áhv. 5,8 millj. byggsj. og lífeyrissj. Verð 17,8 millj. Íbúðin getur verið laus fljótlega. BERGSTAÐASTRÆTI Sérlega sjarmerandi, mjög björt og vel skipulögð 123,3 fm íbúð í þríbýli, sem er hæð og ris. Á hæðinni eru samliggjandi stofur, rúmgott eldhús, baðherbergi flísalagt, baðkar. Tvö stór og rúmgóð svefnherbergi. Á efri hæð er 21,1 fm vinnuherbergi með fallegu útsýni. Það eru falleg furuborð á gólfum neðri hæð- ar. Búið er að endurídraga rafmagn og endurnýja rafmagnstöflu, einangra gólf, járn á þaki 10 ára. Verð 18,3 millj. Áhv. 4,9 millj. MARÍUBAUGUR - GLÆSILEG EIGN Vorum að fá glæsilega 4ra herb. 120 fm íbúð sem er á 2. hæð. Íbúðn skiptist í 3 góð herbergi með fataskápum, gott bað- herb., stóra stofu/borðst. með miklu út- sýni til vesturs og norðurs, rúmgott eld- hús með góðri innr., þvottaherb. búr/ geymsla. Sérgeymsla í sameign. Gólfefni er parket og flísar, skápar og innr. eru sérsmíðaðar úr öl, hurðir eru yfirfelldar mahóní. Glæsileg staðsetning og útsýni. Áhv. húsbr. 8,1 millj. Verð19,0 millj. ÞÓRSGATA - RISÍBÚÐ Sérlega sjarmerandi og björt 3ja herb. 41,5 fm íbúð í risi í steinsteyptu þríbýli. Íbúðin er í dag nýtt sem 2ja herbergja með stofu, borðstofu og svefnherbergi. Parket er á íbúðinni, nema á baði. Búið er að endurnýja rafmagnstöflu. Sameig- inlegt þvottahús og geymsla. Í heild sér- lega sjarmerandi risíbúð á einum eftir- sóttasta stað í Þingholtunum. Áhv. húsbr. 4,3 millj. KLAPPARSTÍGUR - LYFTUH. - LAUS 15. JAN. Sérlega falleg og rúmgóð 88,5 fm 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í lyftuhúsnæði auk 6,1 fm sérgeymslu eða alls 95 fm. Íbúðinni fylgir stæði í bílskýli og er inn- angengt úr bílskýli í sameign. Húsvörður sér um allt daglegt viðhald á húsinu. Inn- an íbúðar eru tvö afar rúmgóð og björt svefnherbergi, bæði með fataskápum, stór stofa sem nýtist einnig sem borð- stofa. Verð 16,9 millj. Áhv. húsbréf 8,0 millj.  Rað/parhúsi í Lindahverfi, allt að 26 millj.  3ja herb. íbúð í lyftuhúsi í Reykjavík eða Kópavogi, allt að 15 millj.  Einstaklingsíbúð/2ja herb. á 3.-5. hæð í lyftuhúsi í miðbæ Reykjavíkur, allt að 8,5 millj. SÉRBÝLI Á SJÁVARLÓÐ Í KÓPAVOGI Nýtt á skrá 145 fm mikið endurnýjað sér- býli á einni hæð, endurnýjað að utan og innan, auk 30 fm bílskúrs. 3-4 svefnher- bergi auk arinstofu. Verð 25 millj. Nán- ari uppl. veitir Hákon á skrifstofu Gimlis. MIKLABRAUT - HÆÐ OG RIS+BÍLSKÚR 112 fm efri sérhæð og 26 fm ris ásamt 33 fm bílskúr. Íbúðin er með sérinn- gangi. Í risi eru tvö svefnherbergi, bæði með skápum og parketi, snyrting flísa- lögð, undir súð, sjónvarpshol. Á hæðinni eru tvö rúmgóð svefnherbergi, mikið skápapláss í báðum, samliggjandi teppa- lagðar stofur og gengt út á suðursvalir. Sérþvottahús innan íbúðar. Verð 16,8 millj. HÖFUM KAUPENDUR AÐ EFTIRTÖLDUM EIGNUM Garðabær | Hljómsveitin Randver mun leika á Garðatorgi í kvöld, en þetta er lokakvöld tónleikasyrp- unnar „Tónlistarveisla í skammdeg- inu.“ Randver, sem er skipuð þeim Ellert Borgari Þorvaldssyni, Ragn- ari Gíslasyni, Sigurði Björgvinssyni og Jóni Jónassyni, spilar þá fyrir gesti og gangandi á Garðatorgi. Þeir félagar fá til leiks við sig aðra þekkta tónlistarmenn, þá Magnús Kjart- ansson sem spilar á harmonikku og hljómborð og Benedikt Brynjólfsson trommuleikara úr hljómsveitinni 200.000 naglbítum. Garðbæingar sem og aðrir höfuðborgarbúar geta búið sig undir góða skemmtun enda er hljómsveitin Randver þekkt fyrir mikið fjör og skemmtilega tónlist sem höfðar vel til allra. Tónleika- gestir verða einnig hvattir til að taka vel undir í söng, klappi og stappi. Allir eru velkomnir á þessa tón- leika sem eru í boði menningar- og safnanefndar Garðabæjar. Aðgang- ur er ókeypis. Tónleikarnir eru haldnir inni á Garðatorgi fyrir fram- an kaffihúsið Stjörnukaffi og hefjast kl. 21. Randver á Garðatorgi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.