Morgunblaðið - 27.11.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.11.2003, Blaðsíða 30
LISTIR 30 FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Listakaupstefnan Art Basel í Sviss hef-ur verið haldin árlega síðan 1970 oger ein virtasta listakaupstefna íheimi, enda er hún alþjóðlegur móts- staður listamanna, gallerista, safnara, forstöðu- manna listasafna, gagnrýnenda og áhugafólks um myndlist úr öllum heiminum. Blöð og tíma- rit á borð við Newsweek, Herald Tribune, New York Times, Wall Street Journal, The ART- newspaper, Vogue, Frankfurter Allgemeine og Le Monde eru öll á einu máli um að listastefnan í Basel sé mikilvægasta og virtasta listastefna í heiminum í dag. Ár hvert sækja meira en 900 gallerí alls staðar að úr heiminum, bæði Evr- ópu, Ameríku, Asíu, Afríku og Ástralíu, um þátttöku þótt aðeins um 260 galleríum sé boðið að taka þátt hverju sinni. Art Statements (Listyfirlýsingar) á sér 25 ára gamla sögu, en hugmyndin með Statements var að gefa yngra listafólki kost á sýna verk sín. Til að styrkja unga myndlistarmenn býðst gall- eríum eitt besta sýningarsvæði listastefnunnar til að tryggja að þau fái mikla athygli. Galleríin sem sýna á Statements mega þó aðeins sýna verk eftir einn ungan listamann, eða listahóp, og má viðkomandi listamaður ekki hafa haldið einkasýningu á listasafni eða þegar áunnið sér sess innan listaheimsins. i8 er eitt af tuttugu galleríum sem boðið var að sýna á Statements næsta sumar, en yfir 250 gallerí sóttu um að sýna þar. „Þetta er virtasta listakaupstefna í heimi sem öll gallerí sækjast eftir að komast inn á og því markar það vissulega tímamót í starfsemi i8 að komast þarna inn. Þetta er í raun það sem mað- ur hefur sóst eftir frá byrjun og stefnt að alla tíð, en við vildum ekki sækja um fyrr en við værum viss um að við hefðum raunverulegan séns og það fjármagn sem til þyrfti, því þetta er dýrt,“ sagði Edda Jónsdóttir, eigandi i8, þegar Morgunblaðið leitaði viðbragða hjá henni við fréttunum. „Art Statements er á besta sýningarstaðnum í Basel, við innganginn, til þess að tryggja mesta athygli enda sjá allir sem koma á Basel þau gallerí sem taka þátt í Statements. En þar að auki er óhætt að fullyrða að allir sem koma á Basel hafa áhuga á því sem sýnt er á State- ments því það þykir alltaf afar ferskt og nýtt innan myndlistarheimsins,“ segir Dorothée Kirch, rekstrarstjóri i8. Gjörningaklúbburinn þykir spennandi Að sögn Eddu var mikið atriði að sækja um með réttu aðilana. „Við sóttum um með Gjörn- ingaklúbbinn og sendum inn bæði myndbönd, tillögur og ýmsar hugmyndir auk ferilskrár bæði listakvennanna og gallerísins, sem hefur greinilega vakið mikla forvitni fyrst við vorum tekin inn. Að vali loknu ræddi ég við einn þeirra sem eiga sæti í dómnefndinni og hann hafði orð á því að það hefði nánast verið sjálfgefið að við fengjum þarna inni því við hefðum í raun, að hans mati, átt að vera löngu komin inn. Sam- kvæmt þessu er i8 greinilega búið að skapa sér þá stöðu að það fannst öllum sjálfsagt þegar við loksins sóttum um, og það með Gjörn- ingaklúbbinn, að við fengjum inni. Við bara vissum það ekki og vildum því bíða með að sækja um þar til við værum nokkuð öruggar,“ segir Edda og hlær. „En þetta eru ekki síður tímamót fyrir Gjörningaklúbbinn að komast þarna að og mjög fínt fyrir þeirra feril,“ segir Dorothée. „Ég er sannfærð um að ferill þeirra mun taka mikinn kipp í kjölfarið og þær munu vafalaust fá ýmis sýningartilboð. Að því sem ég best fæ séð hefur öllum, sem fengið hafa inni á Art Statements, vegnað mjög vel í kjölfarið,“ segir Edda, en að hennar sögn fer undirbúningurinn á fullan skrið upp úr áramótum. „Við erum ákveðin í því að fá fagfólk, t.d. arkitekta og ljósahönnuði, í lið með okkur til þess að gera þetta almennilega. Við byrjum að funda og undirbúa sýninguna í janúar nk. enda þurfa aðalatriðin að vera frá- gengin í febrúar, síðan höfum við þrjá mánuði til að fínpússa smáatriði og förum svo út í byrj- un júní til að setja sýninguna upp, en Art Basel verður haldið dagana 16.–21. júní. Við trúum ekki öðru en að við fáum eitthvert útrásarfyr- irtæki til liðs við okkur til að standa straum af kostnaðinum, enda er þetta gríðarleg auglýs- ing,“ segir Edda. „Við erum náttúrlega mjög spenntar vegna þess að við vitum að þátttaka okkar á Art State- ments getur haft mjög mikla þýðingu fyrir okk- ur, þ.e. ef allt gengur upp. En á sama tíma er- um við auðvitað líka pínulítið stressaðar,“ segir Eirún Sigurðardóttir sem ásamt Jóní Jóns- dóttur og Sigrúnu Hrólfsdóttur starfrækir Gjörningaklúbbinn. „Eftir því sem ég best veit er þetta í fyrsta sinn sem íslenskt gallerí fær að sýna á Art Basel þannig að þetta er mikil við- urkenning bæði fyrir okkur sem myndlist- armenn og ekki síður fyrir Eddu sem gallerista. Ég er einnig sannfærð um að þetta getur haft jákvæð áhrif á listalífið á Íslandi í heild, því von- andi beinir þátttaka okkar þarna úti sjónunum meira hingað heim,“ segir Eirún. Þeim sem langar að kynna sér umfang og eðli verka Gjörningaklúbbsins er bent á vefslóðina www.ilc.is. Ferillinn gæti tekið kipp Morgunblaðið/Þorkell Hvað munu Eirún Sigurðardóttir, Sigrún Hrólfsdóttir og Jóní Jónsdóttir, sem skipa Gjörn- ingaklúbbinn, öðru nafni The Icelandic Love Corporation, töfra fram á Art Statements? i8 hefur verið boðið að sýna Gjörningaklúbbinn á Art Statements á listakaupstefnunni Art Basel næsta sumar. Af því tilefni ræddi Silja Björk Huldudóttir við Eddu Jónsdóttur, gallerista i8, Dorothée Kirch, rekstrarstjóra gallerísins, og Eirúnu Sigurðardóttur, einn þriggja meðlima í Gjörningaklúbbnum. silja@mbl.is SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Ís- lands heldur í tónleikaferð til Þýskalands í næstu viku og mun halda fimm tónleika á jafnmörgum dögum. Haldið verður utan 6. des- ember og leikið á tónleikum í Köln, Düsseldorf, Bielefeld, Kiel og Osna- brück. Tónleikaferðin er farin í samstarfi við þýska umboðsfyrir- tækið Musica vivendi GmbH & Co.KG. Sama efnisskrá verður leik- in á öllum tónleikum en hún sam- anstendur af þremur verkum: Fróni eftir Áskel Másson, Píanókonsert nr. 2 eftir Sergej Rakhmanínov og 5. Sinfóníu Sibeliusar. Einleikari á tónleikunum verður Lev Vinocour frá Rússlandi og hljómsveitarstjóri Rumon Gamba, aðalhljómsveitar- stjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Íslenskum áheyrendum gefst kostur á að hlýða á þá dagskrá sem bíður þýskra tónleikagesta í kvöld klukkan 19.30 á tónleikum í Há- skólabíói. Íslenskur efniviður Verk Áskels, Frón, var pantað af Sinfóníuhljómsveit Íslands vegna Þýskalandsferðarinnar. Eins og heitið gefur til kynna er efniviður- inn íslenskur: íslensk þjóðlög ganga eins og rauður þráður gegnum verkið. „Þó er ekki hægt að segja að útkoman hljómi kunnuglega, því Áskell fer nokkuð aðra leið að efn- inu en mörg af okkar „þjóðlegu“ tónskáldum,“ segir Árni Heimir Ingólfsson í tónleikaskrá. „Í stuttu máli má segja að verkið sé „hefð- bundið“ nútímaverk í stíl Áskels, sett saman af miklu næmi fyrir lit- um og áferð, og með skemmtilega óvæntum „effektum“ á borð við yf- irtónaglissandó í neðri strengjum og þykkan strengjavef þar sem hljóðfærin kallast á með sömu nót- una leikna á mismunandi hátt. Þjóð- lögunum er síðan fléttað inn í verk- ið á hinum ýmsu stöðum; stundum í bútum, stundum í heild. Fyrsta trompetsólóið er ekki þjóðlag, held- ur þjóðlaga-„syrpa“, bútar úr mörg- um þjóðlögum sem soðnir eru sam- an í eitt. Brátt taka stefin á sig skýrari mynd, og meðal þeirra sem Áskell notar í verkinu eru Ár var alda, Vera mátt góður, Ó mín flask- an fríða, og Ísland farsælda frón (raunar heyrist aldrei nema stuttur bútur úr því síðastnefnda). Auk þess notar Áskell lagið Guð himna gæðum, sem er upphaflega af er- lendu bergi brotið en er að finna í íslensku tónlistarhandriti frá 17. öld sem nefnt hefur verið Melódía.“ Sinfóníuhljómsveit Íslands hitar upp fyrir Þýskalandsferð Nýtt verk eftir Áskel Másson frumflutt Lev VinocourÁskell Másson Morgunblaðið/Ásdís Rumon Gamba, aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands. FREYJA Gunnlaugsdóttir klarín- ettuleikari leikur einleiksverk á tveimur tónleikum í Guggenheim- safninu í Berlín, annars vegar í kvöld og hins vegar á sunnudags- kvöldið kemur. Tónleikarnir eru haldnir í tengslum við sýningu am- eríska listamannsins Bruce Naum- ann sem opnuð var í lok október og stendur fram í miðjan janúar. Að sögn Freyju leituðu forsvars- menn Guggenheimsafnsins til hennar og báðu hana að spila á sýn- ingunni. „Naumann óskaði sér- staklega eftir því að haldnir væru tónleikar í tengslum við sýninguna þar sem spiluð væri amerísk mini- malísk tónlist eftir tónskáldin Steve Reich og John Cage sem eru góðir vinir hans og tilheyra sömu listaklíku.“ Freyja segir að sér hafi síðan tekist að koma hinum ítalska Luc- iano Berio inn í prógrammið líka. „Tónlist Berios myndar ákveðna andstæðu við tónlist Reich sem skapar visst jafnvægi á efnis- skránni,“ segir Freyja sem hefur búið í Berlín sl. fjögur ár. Freyja segist reyndar hafa þurft að hugsa sig tvisvar um þegar hún var beðin að spila í Guggenheim- safninu. „Ég fór nefnilega á sýn- ingu með Naumann í Lundúnum fyrir nokkrum árum og ég man að mér leið svo illa á sýningunni að ég varð að fara út, því verkin voru mjög aggresív,“ segir Freyja og hlær við tilhugsunina. „Þegar svo var hringt frá Guggenheimsafninu og ég beðin um að spila þá rifjaðist þessi slæma tilfinning aftur upp. Í millitíðinni hafði ég hins vegar komist að því að Naumann er meðvitað að reyna að fram- kalla vanlíðan með verkum sín- um. Áhorfand- inn verður þátt- takandi í sýningunni og verkin kalla fram sterkar til- finningar, án þess að áhorfandinn viti frammi fyrir hverju hann stendur. Ég gat því ekki hafnað svona spennandi verkefni.“ Að sögn Freyju kallast tónlistin á við verkin á sýningunni. „Verk Naumanns hafa oft hvorki upphaf né enda en einkennast af stöðugum endurtekningum, eins og lífið sjálft. Þetta þema má síðan greini- lega heyra í tónverkunum.“ Eins og hver annar gestur Freyja segir tónleika kvöldsins hugsaða sem einskonar tónlistar- legan gjörning. „Þannig að áhorf- endur sitja ekki í stólum heldur er þeim frjálst að ganga um salinn meðan ég spila. Þannig verður tón- listin partur af sýningunni. Tónleikarnir byrja heldur ekki eins og venjulegir tónleikar því ég kem bara inn í bland við áheyrend- ur í minni utanyfirflík, eins og hver annar safngestur. Ég mun síðan byrja að spila fyrir framan eitt verkanna og ganga um sýninguna til að skoða hana meðan ég spila. Loks stilli ég mér upp í salnum fyr- ir framan eitt verkanna og leik þar afganginn af prógramminu.“ Heldur tónleika í Guggenheimsafninu Freyja Gunnlaugsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.