Morgunblaðið - 27.11.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 27.11.2003, Blaðsíða 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2003 39 Í FYRRADAG birti Fréttablaðið með stríðsfyrirsögn á blaðsíðu 6, að Birta sem er í eign sömu aðila og gefa út Fréttablaðið, væri mest lesna fylgi- tímarit landsins. Kom fram í fréttinni að Lifun og M, sem eru fylgirit Morg- unblaðisins, væru mun minna lesin. Það var svo sem ekkert ósatt hvað það varðar. En Fréttablaðið lét þess ógetið að Dagskrá vikunnar sem dreift er með Morgunblaðinu á lands- byggðinni og er hvað líkast Birtu í uppbyggingu, er með 5% meiri með- allesningu en Birta í fjölmiðlakönnun Gallups sem fréttin byggist á. Það er ósköp auðvelt en jafnframt aumlegt að sleppa því að minnast á sam- keppnisaðila sem gengur betur í sömu könnun. Hver á að trúa frétta- flutningi blaðs sem æ ofan í æ er sak- að um að draga vagn eigenda sinna og vinna markvisst að því að telja fólki trú um að blöð í þeirra eigu séu mest lesin þegar svo fer fjarri? Svona eru vinnubrögðin á sumum bæjum. Auðsjáanlegt er að útgefandi Birtu og Fréttablaðins vill miða sig við garðinn þar sem hann er lægstur, á aðra er ekki minnst. Útkoma Dag- skrár vikunnar í fjölmiðlakönnun Gallups er vel falin í umfjöllun Fréttablaðsins, heldur velur Frétta- blaðið að miða útkomu Birtu við út- komu Séð og heyrt og Vikunnar, en þau blöð eru seld í lausasölu og áskrift, ólíkt Birtu sem dreift er frítt eins og Dagskrá vikunnar. Frétta- blaðið sleppir því hinsvegar að bera útkomu Birtu og Dagskrár vikunnar saman. Á sömu síðu í Fréttablaðinu mánu- daginn 25. nóvember er frétt um fast- eignablað Fréttablaðsins. Túlkun fréttablaðsmanna á ágæti eigin fast- eignablaðs og þá sérstaklega hvernig þeir skilgreina þá sem fletta blaðinu, er mjög varhugaverð. Segir sölustjóri blaðsins að það hafi 11.400 fleiri les- endur en fasteignablað Morgunblað- ins. Alla þessa lesendur kallar hann svo ,,áhugasama fasteignakaup- endur“. Það munar um minna. Ekki vissi ég að það að fletta fasteignablaði með auglýsingum og umfjöllun um heimilið og viðhald fasteigna gerði mig að áhugasömum fasteignakaup- anda? Hægt er að túlka hluti á marga vegu og líka oftúlka þá. Leyfi ég mér að efast um áhuga allra þessara rúm- lega ellefu þúsund lesenda, sem fast- eignablað Fréttablaðsins segist hafa umfram fasteignablað Morgunblaðs- ins, á fasteignakaupum. Fletti sjálfur bæklingi frá Porche-bílaumboðinu um daginn, er mjög áhugasamur en er mjög ólíklega ,,áhugasamur kaup- andi“. Hafa skal það sem sannara reynist Ef við skoðum tölur um með- allestur á fylgitímaritum eða bara tímaritum almennt í könnun Gallups kemur fram að Dagskrá vikunnar er lesin af 52,3% en Birta af 48,9% þátt- takenda í könnuninni. Það eru því 3,4% fleiri sem lesa Dagskrá vik- unnar, en hvað eru nokkur þúsund lesendur á milli vina þegar kemur að því að segja frá árangri Birtu á síðum Fréttablaðins. Ef við miðum við tölu Fréttablaðsins um lesendafjölda Birtu, þá eru nákvæmlega 7.578 fleiri lesendur sem lesa Dagskrá vikunnar. Ef við skoðum lestrartíðni fylgi- tímaritanna kemur fram að lestr- artíðnin er 1,9% hjá Birtu, 2,7% hjá Dagskrá vikunnar og 2% hjá Lifun. Birta hefur því greinilega minnsta lestrartíðni þessara blaða. Að lokum vil ég óska öllum fjöl- miðlum á Íslandi velgengni í fjöl- miðlakönnun Gallup i framtíðinni. Vona ég jafnframt að fréttaflutn- ingur fjölmiðla af eigin árangri, eða tengdra aðila, verði settur fram á sanngjarnan hátt. Spurningin er hvort hér hafi sprottið upp úr jarð- veginum nýyrði sem er andstætt því að vera ,,óháður“ fjölmiðill. Hvernig hljómar ,,háháð“ Fréttablað? Að hagræða úrslitum sér í hag, breyta sannleikanum? Eftir Magnús Einarsson Höfundur er fyrrum útgefandi. KYNLÍF er svolítið merkilegt fyr- irbæri. Flest fullorðið fólk stundar kynlíf að einhverju marki. Fæstir hafa þó hátt um kyn- líf sitt og með hvaða hætti það er stundað. Hluti fólks hefur fundið sér félaga sem það einsetur sér að stunda einungis kyn- líf með um ókomna framtíð. Aðrir stunda kynlíf með hverjum þeim sem hefur hug á. Sum- ir stunda jafnvel kynlíf með mörgum í einu. Smekkur fólks fyrir því hvernig það stundar sitt kynlíf getur líka ver- ið nokkuð misjafn. Sumir vilja stunda kynlíf með ljósin slökkt, aðrir með ljósin kveikt. Sumir vilja láta sýna sér blíðu, aðrir vilja láta sýna sér hörku. Hvort sem fólk vill láta strjúka sér, flengja sig eða velta sér upp úr hveiti, þá er ljóst að allt er þetta undir þeim komið, sem þátt taka í athöfninni af fúsum og frjálsum vilja. Okkur þykir sjálfsagt að kynlíf okkar sé í okkar eigin höndum. Við viljum ekki láta segja okkur hvernig við eigum að haga því. Þó að ein- hverjum finnist ákveðin kynlífsathöfn asnaleg, eða jafnvel ógeðfelld, gefur það ekki tilefni til að banna þeim sem eru á öðru máli að stunda þá athöfn. Ástæða þess að við stundum kynlíf getur einnig verið misjöfn. Sumir stunda kynlíf vegna þess að þeim finnst það gott. Aðrir stunda kynlíf til að veita félaga sínum ánægju. Oft fer þetta tvennt saman. Enn aðrir stunda kynlíf í skiptum fyrir eitthvað annað; gjafir, viðurkenningu, öryggi eða peninga. Ástæða þess að við stundum kynlíf á að sjálfsögðu að vera í okkar höndum, á sama hátt og það hvernig við stundum það og með hverjum. Því miður er ekki alltaf svo. Einhverra hluta vegna hefur hluti samfélagsins komið sér saman um að banna skuli kynlíf ef ástæða þess er peningar. Helst er deilt um hvort stinga eigi þeim í fangelsi sem lætur peninga af hendi, eða þeim sem tekur við peningunum. Þarna hefur fólk sem hefur ákveðið gildismat, þ.e. að slæmt sé að skipta peningum fyrir kynlíf, ákveðið að þvinga sínu gild- ismati upp á fólk sem vill gera slíkt. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til breytingar á hegningarlögum sem bannar kaup á hvers kyns kynlífs- þjónustu. Þessu frumvarpi er að- allega beint gegn þeim sem kaupa þjónustu vændiskvenna og -karla. Það snertir hóp fólks sem er í minni- hluta í samfélaginu. Flytjendur frum- varpsins vilja fá meirihluta fyrir því á Alþingi að skerða frelsi þessa minni- hluta. Það finnst mér rangt. Ég vil geta keypt kynlífsþjónustu Eftir Val Einarsson Höfundur er verkfræðingur og í stjórn Frjálshyggjufélagsins. ÞAÐ er okrað á flestu hér á fróni. Samstæða Landssímans h.f. er eng- inn undantekning. Fyrirtækið hefur hagnast um 1600 milljónir fyrstu níu mánuðum ársins og verður það að teljast með öllu óeðlilegt. Það er ekkert að því að græða, alls ekki. Hinsvegar er mun- urinn fólginn í því hvenær farið er að hreinlega misnota aðstöðu sína. Þessar tölur segja okkur einfaldlega að Landssíminn er að stela pen- ingum sem hann hefur ekki unnið sér inn. Það er ljóst að gjaldskrá fyr- irtækisins er allt of há. Það er rukk- að fyrir hvern viðrekstur sem fylgir fjarskiptaþjónustu Landssímans. Í fyrra hagnaðist Síminn um 2,2 milljarða. Heiðrún Jónsdóttir, þá- verandi málpípa Símans sagði stjórnendur þokkalega sátta við af- komu félagins. Hverjum, fyrir utan stjórnendur, stendur ekki á sama? Lækkið gjöldin, þau eru alltof há! Þrátt fyrir að það sé bablað um að símagjöldin séu ein þau lægstu inn- an OECD. Þau eru bara of há, til þess þarf ekki viðskiptavit, heldur sjaldgæft fyrirbrigði sem kallst heil- brigð skynsemi. Einnig geta for- svarsmenn Símans reynt að nota gengi krónunnar til að réttlæta þessa rányrkju, það sem skiptir máli er hvernig þetta kemur við heimili landsins, ekki nokkrar stjórnar- hræður í Landssímastólum. Hverskonar fyrirtæki er það sem græðir 1,6 milljarða á níu mánuðum? Það er ekki fyrirtæki sem þjónar hagsmunum almúgans á neinn hátt. Það er eitthvað stórkostlegt að þeg- ar fyrirtæki með svo nauðsynlega þjónustu eins og fjarskipti græðir svona mikið á skuldsettum heimilum landsins. Ég kannaði lauslega mun- inn á gjaldskrá Símans og Og Voda- fone – það er ekki mikill munur á henni, hinsvegar er Og Vodafone ei- lítið lægri í sínum gjöldum. Fínt, þá getur maður bara röflað minna og skipt um fyrirtæki. Ég tek skírt fram að ég á engra hagsmuna að gæta í þessu máli, nema sem neitandi. Ég hvet alla landsmenn til að sniðganga Símann og gang til liðs við Og Vodafone sem allra fyrst. Það ætla ég að gera und- ireins, ég læt ekki koma svona fram við mig. Ég segi þetta og stend við það, ef Landssíminn hefur ein- hverjar athugasemdir við þessi skrif geta þeir hringt í mig. Hvet þá til að lækka gjaldskrána sína áður en þeir gera það, svo arðsemin minnki ekki. Rányrkja Landssímans Eftir Ólaf Jóhannesson Höfundur er kvikmynda- gerðarmaður. Jólahlaðborð, næturgisting og morgunverður frá kr. 8.300 á mann *Tilboð miðast við tvo í herbergi. Tilboð breytileg eftir hótelum • Flughótel • Flúðir • Rangá • Loftleiðir • • Nordica • Hérað • Kirkjubæjarklaustur • Selfoss • Sími: 444 4000 icehotels@icehotels.is www.icehotels.is Verð frá kr. 8.300* á mann Jólin koma Fyrir hönd umbjóðanda undirritaðs er óskað tilboða í ofangreind tæki. Ef nánari upplýsinga er óskað eða senda á tilboð vinsamlegast sendið á póstfangið steinar@icelaw.is Lögfræðistofa Reykjavíkur ehf., Vegmúla 2, sími 515 7400. Steinar Þór Guðgeirsson hdl. Byggingatæki til sölu Kroll byggingakrani árg. 1983 33 metrar, hjólabúnðar til flutnings fylgir. Krup bílkrani 35 tonn 3035 árg. 1989. 2 stk. Liebherr k 50 byggingakranar, 40 metra langir, árg. 1993 og 1996. Liebherr bílkrani 30 tonna LTM 1030, árg. 1986. Man vörubíll árg. 1994, 3ja drifa vörubíll með stól og föstum palli ásamt Hiab 330. Manito 5 tonna lyftari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.