Morgunblaðið - 27.11.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.11.2003, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Halldór KristjánStefánsson fædd- ist 12. júlí 1951. Hann lést í Reykja- vík 18. nóvember síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Elín Magnúsdóttir, f. 10. september 1912, d. 4. júlí 1987, og Stefán Halldórsson, f. 6. desember 1909, d. 9. apríl 1980. Systir Halldórs heitir Jón- ína Magnúsdóttir, f. 19.7. 1940. Eiginkona Hall- dórs hét Þóra Guðlaug Braga- dóttir, f. 17. ágúst 1953, d. 8. ágúst 2001. Þau giftu sig 12. júlí 1975. Foreldrar Þóru eru Hulda Þórarinsdóttir, f. 24. apríl 1931, og Bragi Jónasson, f. 8. septem- ber 1928, d. 11. september 1983. Fósturfaðir Þóru heitir Halldór Guðmundsson, f. 12. júlí 1925. Börn þeirra Halldórs og Þóru eru Elín Hulda, f. 15. nóvem- ber 1976, sambýlis- maður hennar er Þorsteinn Pétur Guðjónsson, f. 9. nóvember 1976, og Stefán, f. 21. júlí 1978, sambýliskona hans er Farida Sif Obaid, f. 25. október 1977. Halldór bjó fyrstu árin sín á Nesvegi en flutti svo í Árbæinn þar sem hann ólst upp. Hann vann sem sendibílstjóri í nokkur ár auk þess að vinna í Álverinu í Straumsvík í 30 ár. Útför Halldórs fer fram frá Há- teigskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Elsku pabbi minn. Mikið á ég eftir að sakna þín, þú varst minn allra besti vinur. Við gátum setið saman heilu og hálfu klukkustundirnar og rætt um hin ýmsu málefni sem okk- ur lágu á hjarta. Við töluðum saman næstum því á hverjum degi, annars hringdi annað okkar furðu lostið til að athuga hvað væri verið að bralla. Hestamennskan hefur kannski tengt okkur svona góðum vináttu- böndum og reyndum við bæði að stunda hana eins mikið og tími var til. Við fórum ósjaldan saman í reið- túra, að ógleymdum sleppitúrum, sem hafa verið hátindur okkar á hverju ári. Þú gerðir óspart grín að mér þegar ég hafði valið mér hest sem ég ákvað að ég ætlaði að ráða við. Oft endaði með því að ég varð hrædd við hestinn og sagði hann al- veg ómögulegan. Reyndar var vandamálið ekki hesturinn heldur knapinn. Þú andvarpaðir þá og spurðir hvort ég ætti ekki að fá mér rugguhest. En þú studdir mig alltaf í hestunum og reyndir að aðstoða mig eins og þú gast. Einnig á ég eftir að sakna stríðni þinnar og brandaranna því að það var alltaf stutt í grínið hjá þér. Það var gaman þegar þú bauðst okkur í laxveiðina fyrir vestan og við feng- um maríulaxana okkar. Þú varst svo ánægður fyrir okkar hönd að það var eins og þú hefðir veitt laxana. Þrátt fyrir heilsuleysi þitt síðustu árin og erfiðleikana sem komu upp áttir þú samt góða ævi, sem þú getur verið stoltur af. Þú giftist mömmu og þið eignuðust okkur systkinin. Þið byggðuð ykkur stórt hús og ykk- ur vegnaði vel. Síðustu árin ykkar saman gátuð þið farið að slappa af og ferðast. Svo komu veikindi henn- ar eins og þruma úr heiðskíru lofti og allir ykkar draumar hrundu. Að lokum lést hún eftir veikindin. Það var mjög erfitt að sjá þig án hennar og eins og það vantaði hluta af þér. En fyrir nokkrum mánuðum hittir þú alveg yndislega konu sem varð mikill vinur þinn og gátuð þið ferðast og skemmt ykkur vel saman. Ég er svo ánægð fyrir þína hönd að hafa séð þig svona ánægðan aftur. En aftur kom áfall og þú fórst frá okkur. Ég veit að þú ert hjá mömmu og hún hefur tekið vel á móti þér með góðri piparsteik og rjómasósu og ís og ávöxtum í eftirrétt. Skilaðu góðri kveðju frá mér. Þín dóttir, Elín Hulda. „Vinur þinn er þér allt. Hann er akur sálarinnar, þar sem samúð þinni er sáð og gleði þín uppskorin. Hann er brauð þitt og arineldur. Þú kemur til hans svangur og í leit að friði. Þegar vinur þinn talar, þá and- mælir þú honum óttalaus eða ert honum samþykkur af heilum hug. Og þegar hann þegir, skiljið þið hvor annan, því að í þögulli vináttu ykkar verða allar hugsanir, allar langanir og allar vonir ykkar til. Og þeirra er notið í gleði, sem krefst einskis. Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því það sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljósara í fjarveru hans, eins og fjall- göngumaður sér fjallið best af slétt- unni.“ (Kahlil Gibran) Elsku Dóri minn, ég þakka Guði fyrir að hafa leitt okkur saman. Minningin mun lifa í hjarta mér og auðvelda mér að takast á við þann tíma sem framundan er. Ég vil biðja Guð um að gefa Elínu Huld og Steina, Stefáni og Faridu styrk til að komast yfir þennan mikla missi. Ég vil þakka þeim fyrir þá innilegu hlýju sem þau hafa sýnt mér. Ragnhildur Gísladóttir (Ransý). Það er skammt stórra högga á milli. Halldór vinur okkar er látinn í blóma lífsins einungis tveimur árum á eftir eiginkonu sinni Þóru Braga- dóttur. Hugurinn leitar til æskuár- anna í Árbænum þar sem við fé- lagarnir ólumst upp í nágrenni við náttúruperluna í Elliðaárdalnum og svæðið þar í kring, sem þá var að mestu óbyggt og kjörinn vettvangur fyrir fjöruga stráka. Margs er að minnast og margt var brallað, oft var teflt á tæpasta vað við Elliðaárnar, mæðrum okkar til mikils ama, enda vorum við óút- reiknanlegir á þessum árum. Tekist var á í fótbolta og ýmsum leikjum og hvergi gefið eftir en alltaf skildu menn sáttir. Námsbækurnar höfðu ekki mikið aðdráttarafl á þessum tíma. Svo tóku unglingsárin við, Dóri fór snemma út á vinnumark- aðinn, enda harðduglegur, sam- viskusamur og eftirsóttur starfs- kraftur. Alltaf gafst þó tími til að hittast og gera sér glaðan dag, ófáar voru bílferðirnar sem farnar voru á kvöldin og um helgar og var þá oft verið á rúntinum fram undir morg- un, skipt viðstöðulaust um föt og far- ið beint í vinnuna eins og ekkert væri. Um þetta leyti var ég í flugnámi að safna flugtímum. Dóri sat þá oft í aðstoðarflugmannssæt- inu og þvældumst við um landið þvers og kruss. Þó að á ýmsu gengi í þessum ferðum lét Dóri sér hvergi bregða enda þekktur fyrir stóíska ró og jafnaðargeð á ögurstundum. Eft- ir að hann kynntist Þóru, breyttust áherslurnar og fjölskyldan varð í fyrirrúmi. Þau hjón voru ákaflega samhent og miklir félagar í öllu því sem þau tóku sér fyrir hendur. Þau voru bæði harðdugleg og byggðu sér og börnum sínum, þeim Elínu Huldu og Stefáni, fallegt heimili í Yztabæn- um, en þau kunnu líka að njóta lífs- ins og ferðuðust mikið á seinni ár- um. Fjölskyldur okkar áttu ótal góðar stundir saman sem gott er að minnast nú. Okkur hjónum er þó sérstaklega minnisstætt þegar þau buðu okkur til sín vestur á Skarðs- strönd í veiðiferð, fyrir þremur ár- um. Það var auðséð að þar var Dóri í essinu sínu í veiðiskap og útiveru eins og forðum á æskuslóðunum. Engan grunaði þá að skömmu síðar myndi Þóra veikjast alvarlega og falla frá ári síðar. Við tóku erfiðir tímar hjá vini okk- ar, en hann tókst á við sorgina af æðruleysi. Einmitt þegar maður hélt að hann gæti farið að njóta lífsins í auknum mæli ágerðust þau veikindi sem gert höfðu vart við sig fyrir nokkrum árum þannig að ekki varð við ráðið. Halldór bjó yfir mörgum góðum skapgerðareiginleikum, sem gera hann minnisstæðan öllum þeim sem honum kynntust. Allan okkar vin- skap skipti hann aldrei skapi, trygg- lyndi var honum í blóð borið og aldr- ei heyrði ég hann hallmæla nokkrum manni. Hann var dulur og flíkaði ekki tilfinningum sínum, en þó hrók- ur alls fagnaðar í góðra vina hópi. Að leiðarlokum þökkum við sam- fylgdina og vinskapinn og vottum Elínu Huldu og Stefáni, tengdabörn- um og öðrum ástvinum, okkar inni- legustu samúð. Guð blessi minningu hans. Viðar og Kristín. Hann Dóri nágranni okkar og kær vinur hefur nú tapað baráttu sinni við sjúkdóm sem hann hefur glímt við undanfarin ár einungis tveimur árum eftir að við kvöddum eigin- konu hans, Þóru. Dóri var rólegur maður og sannur vinur vina sinna, mikill gestgjafi og heiðarlegri manni munum við varla kynnast. Dóra kynntumst við þegar við fluttum í Ystabæinn fyrir rúmum 17 árum. Það var að sumarlagi og Dóri, Þóra og börnin þeirra tvö voru að heiman í sumarhúsi í Danmörku og við biðum í ofvæni eftir að kynnast nýju nágrönnum okkar og vissum ekki hvers var að vænta. Þegar þau sneru heim upphófst strax mikill vinskapur og ljóst var að fjölskyldan öll voru miklir höfðingjar heim að sækja og betri nágranna er ekki hægt að hugsa sér. Samgangur á milli heimila varð strax mikill og ófá- ar matarveislur haldnar þar sem saman fór góður matur og góður fé- lagsskapur. Meðal þess sem við fjölskyldan og Dóri og fjölskylda gerðum saman voru ferðir okkar til veiða og stend- ur þar ferð um Arnarvatnsheiði of- arlega í huga. Þar var Dóri svo sann- arlega í sælureit sínum og félagsskapur hans þar er ómetanleg- ur. Annan sælureit eignaðist Dóri þegar hann eignaðist hlut í Búðar- dalsá þar sem hann dvaldi í húsi sínu Kastala og renndi fyrir lax. Áin hef- ur nú líkt og við kvatt Dóra en það gerði hún með því að gefa honum 19 laxa í síðustu veiðiferð hans nú í haust. Dóri stundaði hestamennsku síð- astliðin tíu ár og var hann nýbúinn að kaupa sér hesthús og alltaf fjölg- aði hestunum. Fyrstu hestaferð sína um óbyggðir fór Dóri í ásamt góðum hópi fólks árið 1997 og hefur verið farið í slíka ferð árlega síðan. Þar var ljóst að Dóra leið vel í rólegheit- um sínum en hann var úrvals ferða- félagi og hestarnir hans voru gerðir til ferðalaga enda var Dóri duglegur við að halda þeim í þjálfun. Auk þessara sumarferða um óbyggðir var farið í sleppitúr á hverju sumri. Þá var hrossunum riðið frá hesthús- unum í Víðidal austur fyrir fjall á Ei- ríksbakka í Biskupstungum og tekur sú ferð tvo til þrjá daga. Á Eiríks- bakka dvöldum við ásamt Dóra og fjölskyldu oft um helgar þar sem við slógum upp tjöldum, riðum út, borð- uðum góðan mat og skemmtum okk- ur konunglega. Síðastliðin sumur hefur Dóri ekki getað notið hesta- ferðanna til fullnustu vegna veikinda sinna en sótti í félagsskapinn sem þeim fylgdi. Nú í vor tók hestahóp- urinn sig til og flutti gæðinga sína til Vestmannaeyja til þess eins að ríða út í Heimaey. Sú ferð tókst afar vel og greinilegt að Dóri skemmti sér vel en með honum í för var vinkona hans, Ransý, sem nú hefur líkt og aðrir vinir og ættingjar Dóra misst góðan félaga. Elín Hulda og Stefán Halldórs- börn hafa misst mikið og vottum við þeim okkar innilegustu samúð. Blessuð sé minning Halldórs Krist- jáns Stefánssonar í hugum okkar allra sem veitt voru þau forréttindi að telja hann til vina. Vinakveðja. Fjölskyldan Ystabæ 3. Kær vinur okkar hann Dóri er lát- inn. Það hefði ekki hvarflað að okkur er við sátum fyrir rúmum tveimur árum og skrifuðum kveðjuorð um kæra vinkonu okkar hana Þóru að við stæðum í þessum sporum svo fljótt aftur. En þau hjón Þóra og Dóri voru ein af okkar bestu vinum. Þessi vinskapur hófst fyrir rúmlega 27 árum er við bjuggum í sama stigagangi í Asparfellinu og fetuðum okkar fyrstu spor sem fjölskyldur og hefur þessi vinátta haldist æ síðan. Margt kemur upp í hugann á þessari stundu, eins og sumabústaðaferðirn- ar, veiðiferðirnar og útilegurnar. Þessi tími var yndislegur og þökkum við af heilum hug fyrir allar sam- verustundirnar. Við viljum kveðja Dóra með sömu ljóðlínum eftir Dav- íð Stefánsson og við kvöddum Þóru með: Slá hörpu mína, himinborna dís, svo hlusti englar Guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt. Um varpann leikur draumsins perluglit. Snert hörpu mína, himinborna dís, og hlustið englar Guðs í Paradís. Elsku Elín Hulda, Stebbi, Steini, Farida og Ransý, megi góður guð blessa ykkur og styrkja í þessari miklu sorg. Guðrún, Sigurjón, Ástrós, Grétar og börn. Í dag kveðjum við í hinsta sinn góðan vin og félaga. Skarð hefur verið höggvið í hópinn okkar sem ekki verður fyllt, enda vandfundinn jafn heilsteyptur og vandaður maður og hann Dóri. Dóri var ekki mikið fyrir að trana sér fram eða láta á sér bera, en ætíð var tekið eftir því sem hann hafði til málanna að leggja. Við vorum svo heppin að eiga samleið með Dóra í hestamennsk- unni og kynntumst honum flest í gegnum þetta sameignilega áhuga- mál okkar. Dóri hafði yndi af sam- veru við hestana sína, hvort sem hann var einn í reiðtúr uppi í Heið- mörk eða í góðra vina hópi. Há- punktar ársins voru einmitt þegar við félagarnir lögðum upp í hesta- ferðirnar okkar, sleppitúrinn austur á Eiríksbakka í Biskupstungum og sumarferðirnar okkar sem ávallt hófust og enduðu á þeim sama stað. Frá upphafi hefur Dóri verið ein af kjölfestunum í hópnum og umgjörð og skipulag ferðanna ekki síst frá honum komið. Þótt hestamennskan hafi verið það afl sem batt okkur saman hefur vináttan fyrir löngu þróast langt út fyrir það. Ferðahópurinn frá Eiríksbakka hefur misst mikið og er fátækari á eftir, en þó er missir annarra langt- um meiri. Við sendum þeim Elínu og Stefáni, sem og fjölskyldu hans og ástvinum öllum samúðarkveðjur. Ferðafélagar. HALLDÓR KRIST- JÁN STEFÁNSSON Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Lundi V/Nýbýlaveg 564 4566 • www.solsteinar.is Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning Einstakir legsteinar Sérhannaðar englastyttur úti og inni Verið velkomin Legsteinar og englastyttur Helluhrauni 10 220 Hfj. Sími : 565-2566 Engl a s te ina r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.