Morgunblaðið - 27.11.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 27.11.2003, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2003 41 Hanna fór ársgömul í fóstur að Tungu í Svínadal. Fósturforeldrar hennar voru Helgi Helgason og Guðrún Árnadóttir. Sex ára gömul fór hún aftur til sinna kynforeldra, sem þá voru fluttir í Innri-Akra- neshrepp, og var hjá þeim einn vetur en fór síðan aftur til fóstur- foreldra og systkina í Tungu. Fóstursystkinin voru þá nær öll uppkomið fólk. Frá 15 ára aldri var Hanna oftast í vist á veturna á Stór- Reykjavíkursvæðinu, fyrst hálfan vetur í Hafnarfirði en var í Tungu á sumrin. Tvítug að aldri kom Hanna fyrst á Bjarnarstíg 10 til afa míns og ömmu, þeirra Bjarna Bjarnasonar og Elísabetar Helgadóttur, sem bæði voru kennarar. Var Hanna þar síðan alla vetur og sá að miklu leyti um heimilið en starfaði víða um land sem matráðskona á sumr- in enda frábær matreiðslukona. Hún var í Múlakoti í Fljótshlíð eitt sumar, á Ásólfsstöðum í Þjórsárdal í sjö sumur (fyrst 1940), á Hvann- eyri eitt sumar og sömuleiðis á Arngerðareyri við Ísafjarðardjúp, á Hreðavatni, í Fornahvammi og vestur á Ingólfsfirði, eitt sumar á hverjum stað. Hún starfaði við Barnaheimili Rauða krossins í Laugarási í tvö sumur, í Skálholti var hún í tvö sumur og á Rauf- arhöfn fjögur til fimm sumur, sem var síðasti viðkomustaðurinn úti á landi. Hún starfaði einnig sem mat- ráðskona á veturna við ýmis mötu- neyti í Reykjavík frá árinu 1961, árið sem Bjarni afi minn dó. Þann- ig var hún matráðskona í Kassa- gerðinni, í Gliti við Höfðabakka, í Kjörgarði, í Þjóðleikhúsinu og í Kjötbúðinni Borg en þar var hún í fimmtán til sextán ár til áttatíu og þriggja ára aldurs en þá hætti hún vegna aldurs. Frá árinu 1985 fóru hún og Sverrir Bjarnason frændi minn á hverju sumri í skemmtiferð til út- landa, alls tólf ferðir, þar af var ég með þeim í sex ferðum. Áður hafði Hanna aldrei farið út fyrir land- steinana. Hún hafði ákaflega gam- an af þessum ferðum, sérstaklega ferðinni 1987, þegar leiðin lá alla leið til Rómar. Hanna var nær „óskólagengin“ en var ákaflega skýr í hugsun, viljasterk og réttsýn og hafði t.d. einstakt lag á að stjórna fólki þannig, að allir létu sér vel líka. Hún hafði á yngri árum mikið yndi af ljóðum og var sjálf fljúg- andi hagmælt og gat kastað fram gamansömum og vel ortum vísum um hversdagslega atburði. Á vinnustöðum eins og t.d í Kassa- gerðinni var hún fengin til að semja gamanvísur um starfsfólkið til flutnings á árshátíð og þóttu þessar vísur einstaklega vel heppn- aðar. Hanna kunni nefnilega að draga fram hið skoplega án þess að særa nokkurn mann. Ég vil þakka Hönnu vináttu við mig og mína ættingja. Aðstandendum sendi ég innileg- ar samúðarkveðjur. Bjarni Guðmundsson. Hanna, en það var hún ætíð köll- JÓHANNA JÓNSDÓTTIR ✝ Jóhanna Jóns-dóttir fæddist í Skarðskoti í Leirár- sveit í Borgarfirði 22. október 1909. Hún lést á krabbameins- deild Landspítalans 15. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Jón Dið- riksson, f. í Grashús- um á Álftanesi, og Guðrún Guðnadóttir, f. í Sarpi í Skorradal. Hún var ein af þrett- án systkinum, sú fimmta í röðinni. Eft- irlifandi systkini hennar eru sex. Útför Jóhönnu var gerð í kyrr- þey. uð, kom til foreldra minna sem vinnu- stúlka tvítug að aldri og fylgdi fjölskyldunni á Bjarnarstíg 10 alla tíð eftir það. Foreldrar mínir voru kennarar og sá Hanna að mestu leyti um heimilishaldið á veturna. Mér er minn- isstætt, þegar ég var krakki og kom heim úr skóla, hvað mér þótti leiðinlegt og tómlegt þegar Hanna átti frídaga. Hún var okkur systkinum sem önnur móðir og vildi hag okkar sem mestan, sérstaklega hafði hún mikið dálæti á Sverri bróður mínum. Hanna hafði notið lítillar skóla- göngu, aðeins lítilsháttar far- kennslu á uppvaxtarárum. En góð- ir eiginleikar hennar og eðliskostir bættu henni það upp enda var hún skarpgreind kona og skýr í hugs- un, viljasterk og réttsýn og hélt andlegum kröftum til æviloka. Hún reyndist föður mínum vel er hann lá banaleguna en hann dó að- eins 61 árs að aldri. Hann þráði að fá að vera heima, þoldi engan mat á spítalanum og hélt engu niðri en þegar heim kom hafði Hanna lag á að elda mat sem hann þoldi. Eins hugsaði hún vel um móður mína, þegar aldurinn færðist yfir hana og reyndist henni afar vel og gerði henni kleift að vera heima eins lengi og hægt var. Þær voru góðar vinkonur og mat móðir mín Hönnu mikils. Hanna var skemmtileg kona, gamansöm og ágætlega hagmælt og maður vissi alltaf hvar maður hafði hana, því hún sagði alltaf meiningu sína umbúðalaust. Hanna var listakokkur, hún gerði daglegt fæði að dýrindismat og veislurnar hennar voru ógleymanlegar. Hanna starfaði víða um land á sumrin sem matráðskona við hótel og í mötuneytum og gaf ekkert eft- ir hálærðum matreiðslumönnum í matartilbúningi. Við Guðmundur maðurinn minn nutum góðs af snilli hennar. Hanna sá um brúðkaupsveislu okkar og þegar við fluttum að Hvanneyri og það kom í okkar hlut að halda hér- aðsfundi fyrir presta og sóknar- nefndarfólk, þá kom hún til okkar og sá um veitingarnar. Hún hjálp- aði mér líka við fermingarveislur barna okkar. Svona var hún alltaf hjálpsöm við okkur fjölskylduna. Síðustu árin sem Hanna lifði fór hún oft á sjúkrahús og var þá oft mikið veik en hún kom margoft hjúkrunarfólki og læknum á óvart, hvað hún var dugleg að hafa sig upp úr veikindunum og komast heim. Sverrir bróðir minn gerði allt sem í hans valdi stóð að létta henni veikindin og hugsa um hana og vil ég þakka honum það. Að lokum vil ég einnig þakka sjúkraþjálfurum og heimahjúkrun- inni fyrir þeirra góðu störf og hjúkrunarfólki á deild 11-E á Landspítala. Ásta Bjarnadóttir. Bekkjarfélagi okk- ar, traustur félagi og ævivinur, Þorbjörn Árnason, er allur eftir langa og harða bar- áttu fyrir lífi sínu. Við söknum okkar góða vinar og góðs drengs. Það er skarð fyrir skildi. Það voru bæði forréttindi og gæfa að fá að eiga Þorbjörn að vini og félaga og fyrir það erum við þakklátir forsjóninni þótt við svo sannarlega hefðum vilja eiga hann að miklu lengur. Við félagarnir kynntumst flestir haustið 1964 við upphaf menntaskólanáms á Akur- eyri. Það var síðan haustið eftir að MB-bekkurinn, B-bekkur mála- deildar, varð til úr hópi mis(ó) þægra stráka sem höfðu náð þriðjabekkjarprófunum um vorið. Við þennan hóp var svo bætt nokkrum utanaðkomandi gemling- um. m.a. undirrituðum, sem skóla- yfirvöld í ML höfðu tjáð þá ein- dregnu ósk sína að hann léti ekki sjá sig meir á Laugarvatni og leit- aði fyrir sér um menntaskólavist annars staðar. Trúlega hafa skólayfirvöld MA á Akureyri ekki bundið neinar sér- stakar vonir við þennan strákabekk því ekki sáu þau ástæðu til að fá honum fasta stofu fyrr en við upp- haf ársins 1968 – útskriftarárið. En kannski hafa hlaupin á milli stofa stærstan hluta menntaskólanáms- tímans eflt samheldni hópsins. Í það minnsta kom það í ljós að þeg- ar menn endurnýjuðu kynnin á ní- unda áratug síðustu aldar og hófu að hittast hinn 12. desember ár hvert undir merkjum 12./12.- klúbbsins að það var eins og ekkert hefði breyst frá því forðum. Vin- áttan og samheldnin hafði ekki fölnað. Þorbjörn var höfðingi í lund, af- burða skemmtilegur, velviljaður og á allan hátt vel gerður yfirburða- maður. Það fundum við svo sann- arlega, vinir hans og bekkjarfélag- ar, ekki síst þegar við í aðdraganda 25 ára stúdentsafmælis okkar þáð- um boð hans á Sauðárkróki og sát- um svo dýrlega og skemmtilega veislu í húsakynnum sauðkræskra hestamanna að aldrei gleymist. Við heiðrum minningu góðs manns, vin- ar og félaga og samúð okkar er ein- læg og djúp með öllum ástvinum Þorbjörns Árnasonar, vandafólki hans og vinum. Þeim sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. F.h. 12./12.-klúbbsins, Stefán Ásgrímsson. Það voru dýrðardagar í sveitinni. 17. júní í Stóru-Gröf hjá Hobbu og Sigga. Tilhlökkunarefni að fá að fara út á Krók og taka þátt í hátíð- arhöldunum. Þar keppti Bjössi Árna, stóri frændi, í flugsundi. Sá var flottur. Fram eftir aldri var þessi myndarlegi frændi raunar í huga mínum ímynd hreystinnar. Man hvað það kom mér mikið á óvart þegar það upplýstist að hann var veill fyrir hjarta. Og nú er hann allur eftir mikla keppni. Það tók mig raunar drjúgan tíma að ráða í tengdir okkar og hvers vegna frænda hafði verið valinn næturstaður hjá Árna frænda. Fátt hefur mér þótt skemmti- legra en fá að taka þátt í söng- teitum með Bjössa frænda og móð- ur hans og systkinum og öðrum söngfuglum að norðan. Hann alltaf hrókur alls fagnaðar og drifkraftur í því að drífa stórfjölskylduna sam- an. Man og varla eftir frænda öðru vísi en brosandi. Við hittumst frændurnir og lög- ÞORBJÖRN ÁRNASON ✝ Þorbjörn Árna-son fæddist á Sauðárkróki 25. júlí árið 1948. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 17. nóvember síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Dómkirkj- unni 24. nóvember. mennirnir síðast fyrir tilviljun í Héraðsdómi. Sprettur á okkur báð- um. Ætluðum að stinga saman nefjum fljótlega. Veit ég tala fyrir munn foreldra minna og systkina þegar ég bið góðan Guð að blessa minningu elsku- legs frænda, og styrkja móður hans og stjúpföður, eiginkonu, systkinin og börn hans og barnabörn og aðra ástvini í sorg þeirra. Tryggvi Agnarsson. Þegar farið er norður, yfir heið- ina, framhjá Bakkaseli, vaknar ósjálfrátt upp gömul eftirvænting sem vaknaði fyrst þegar rútan skrölti þessa leið fyrir 39 árum. Maður hélt þá að nýr kafli væri að hefjast í lífinu, líkt og að vera send- ur í sveit á vorin. En það var mis- skilningur, lífið sjálft var að byrja. Fyrstu dagarnir þetta haust voru afdrifaríkastir, þeir sitja enn í minninu, þá réðst svo margt sem átti eftir að verða vort leiðarhnoða. Við vorum saman á ganginum á annarri hæð heimavistar MA flestir bekkjarbræðurnir í 3b, allir á okk- ar fyrsta ári í skólanum. Það tók okkur Þorbjörn stutta stund að kynnast og ekki mikið lengri til að verða góðir félagar. Hann var meðalmaður á hæð, dökkeygur og fremur dökkur á hörund, svarthærður, vel limaður og lipur í hreyfingum. Hann var glaðsinna, átti auðvelt með að skapa glaðværð í kringum sig. Með tímanum kom í ljós að hann átti líka erfiðar stundir eins og við öll. Hann gerði jafnan minna úr torleiði lífsins, því var gott að vera með honum í för. Hann hafði hlýlega framkomu. Hann var góður náms- maður, málanám og mannvísindi stóðu honum nærri. Hann var af- bragðssundmaður og á þeim vett- vangi áttum við samleið, við keppt- um báðir fyrir 3. bekk í sundi. Í sundinu lærðum við að meta hæfi- leika hvor annars og bera viðingu hvor fyrir öðrum, þrátt fyrir að við værum ósammála um næstum allt sem talað var um. Hann hafði fal- legan sundstíl. Árin eftir stúdentspróf vorið góða 1968 skildu leiðir og við hitt- umst ekki oft. Ég synti kafsund í undirheimum mannlegs lífs um stund á meðan Þorbjörn synti styrku skriðsundi í gegn um laga- deildina og Sjálfstæðisflokkinn eins og ekkert væri. Við hittumst annað veifið og alltaf var jafngott að eiga við hann orðastað. Helga Hrönn, dóttir Þorbjarnar og Dísu, settist síðan á skólabekk hjá mér í við- skiptadeild og þá vissi ég það væri kominn tími til að tala meira við Þorbjörn, við værum ekki lengur ungir menn og sundið farið að þyngjast nokkuð. Ég fór því eitt sinn til hans á lögmannsstofuna á Sauðárkróki og töluðum við lengi. Tókum niður grímurnar og vorum ærlegir, vorum eins og fyrrum áður en þær voru settar upp. Við vorum orðnir sammála um næstum allt sem talað var um. Eftir þetta varð kunningsskapur okkar Þorbjarnar nánari, þegar við hittumst töluðum við um líf okkar og reynslu, þann barning sem við vorum í hverju sinni. Síðastliðin tvö ár hittumst við oft í Sundlaug Kópavogs, sundið sameinaði okkur sem fyrr, í sundinu efldist vinaátt- an. Hann sagði mér að hann þyrfti að gangast undir erfiða aðgerð, tví- sýna. Hann kvaddi mig óvenju hlý- lega, ég veit nú af hverju. Hann var að hefja það sund sem bíður okkar allra, yfir móðuna miklu. Eftir situr söknuðurinn. Fjölskyldu og öðrum venslamönnum sendi ég samúðar- kveðjur. Guðmundur Ólafsson hagfræðingur. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi. ALFRED EUGEN ANDERSON, Strandgötu 17B, Hafnarfirði, lést á heimili sínu föstudaginn 20. nóvember. Útför hans verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 28. nóvember kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Húsnæðissjóð Íslensku Kristkirkjunnar, kt. 431097-2739, reikningsnr. 0139-26-83. Sigríður Ragnheiður Ólafsdóttir, Hendrikka J. Alfreðsdóttir, Pétur Ásgeirsson, Ólöf P. Alfreðsdóttir, Friðrik Hilmarsson, Sveinn Alfreðsson, Valdís Ólöf Jónsdóttir og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BALDUR H. KRISTJÁNSSON, Ytri-Tjörnum, Eyjafjarðarsveit, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þriðju- daginn 25. nóvember. Þuríður Kristjánsdóttir, Kristján Baldursson, Þórey Eyþórsdóttir, Benjamín Baldursson, Hulda M. Jónsdóttir, Guðrún I. Baldursdóttir, Ingvar Þóroddsson, Snorri Baldursson, Guðrún Narfadóttir, Fanney A. Baldursdóttir, Björn Rögnvaldsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær föðurbróðir okkar og bróðir, DIÐRIK JÓNSSON, Dalbraut 27, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju föstu- daginn 28. nóvember kl. 13.30. Gíslína Vigdís Guðnadóttir, Óskar Guðnason, Ásgrímur Jónsson, Soffía Jónsdóttir, Ásta Jónsdóttir, Lilja Jónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.