Morgunblaðið - 27.11.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 27.11.2003, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þá hefur afi minn kvatt þetta líf. Ég minnist hans sem góðhjartaðs hjálpsams manns sem vildi allt fyrir alla gera. Hann reyndist börnum sínum og barna- börnum góður faðir og afi og bar hag þeirra fyrir brjósti. Reglusam- ur og stundaði heilbrigt líferni. Afi starfaði mikið fyrir Ferðafélag Ís- lands sem leiðsögumaður og tók líka ljósmyndir fyrir það. Afi var múrari að atvinnu. Til margra verðlauna vann hann á gönguskíð- um í sínum aldursflokki. Afi stund- aði smávegis hnefaleika á sínum yngri árum þegar þeir voru leyfðir. Afi ferðaðist mikið innanlands og utan. Snemma dags 16. nóvember sl. kenndir þú þér meins og að kvöldi varstu allur. Þú varst umvafinn ættingjum þínum á dánarbeðinum þar sem þú fékkst hægt og gott andlát. Ég kveð þig með söknuði og þakka þér samfylgdina. Þitt barnabarn, Tryggvi Kristófer Þrastarson. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. Hafðu gát á hjarta mínu halt mér fast í spori þínu, að ég fari aldrei frá þér, alltaf, Jesús, vertu hjá mér. (Ásmundur Eiríksson.) Elsku Tryggvi afi. Takk fyrir allt og Guð geymi þig. Bjarni Konráð og Gréta Rún. Góður vinur minn Tryggvi Hall- dórsson, múrarameistari frá Bæj- um, hefur kvatt sína jarðvist. Við tímamót sem þessi koma fram í hugann ljúfar minningar lið- ins tíma. Kynni okkar hófust þegar ég barn að aldri kom til sumardval- ar hjá foreldrum hans sem bjuggu í Neðri-bænum í Bæjum. Þetta var vorið 1940 en þá var Tryggvi ung- ur maður og vann við búskapinn með foreldrum sínum og systkin- um. Tryggvi sinnti af miklum dugnaði öllum störfum sem vinna þurfti. Hann var líkamlega sterkur og líkamleg vinna sem útheimti kraft var honum leikur einn. Þessi mikli kraftur sem Tryggvi hafði varð til þess að hann fékk mikinn áhuga á að stunda íþróttir. Hann kom þar víða við, m.a. í hlaupum, fjallgöngum og skíðagöngu þar sem hann vann til fjölda verðlauna í sínum aldursflokki. Tryggvi fluttist ungur til Reykjavíkur og lærði múraraiðn hjá frænda sínum og stundaði það TRYGGVI HALLDÓRSSON ✝ Tryggvi Hall-dórsson fæddist á Bæjum á Snæ- fjallaströnd 24. ágúst 1919. Hann lést á Landspítalan- um við Hringbraut 16. nóvember síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Bú- staðakirkju 25. nóv- ember. starf alla tíð. Er við vorum báðir komnir yfir miðjan aldur fundum við að áhugamál okkar um holla útiveru fóru sam- an. Tryggvi var í mörg ár vinsæll fararstjóri hjá Ferðafélagi Ís- lands í ferðum félags- ins um landið. Margar ferðir á áhugaverða staði fór ég með Tryggva. Eftir að hafa verið með honum í erf- iðum jökla- og fjalla- ferðum var hvílst í skála og sungið uppáhaldslagið hans: „Það liggur svo makalaust ljómandi á mér …“ Tryggvi hélt mikla tryggð við æskustöðvar sínar í Bæjum. Mér er minnisstæð ferð með Tryggva og Svönu konunni hans vestur í Bæi. Við keyrðum yfir Þorska- fjarðarheiði og þegar við komum í Langadalinn var áð þar. Tryggvi valdi þar fallegan grösugan hvamm þaðan sem útsýni er gott yfir Langadal og alla leið út í Borg- arey. Þarna sáum við til Ísafjarð- ardjúps og var það slík fegurð á að horfa að seint mun gleymast. Nokkru eftir 70 ára aldur fór heilsu Tryggva að hraka. Göngu- ferðir um Elliðaárdal og skíða- ganga á Miklatúni þegar snjó festi var það sem Tryggvi réð nú við. Minningin um góðan vin sem reyndist mér vel mun geymast í huga mínum. Ég þakka Tryggva fyrir áratuga vináttu og bið honum Guðs blessunar. Eiginkonu hans Svanhildi Árnadóttur, börnum hans, fóstursyni og systrum hans þeim Brynfríði og Guðbjörgu sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Ólafur Þorgeirsson. Einn traustasti fararstjóri Ferðafélags Íslands, Tryggvi Hall- dórsson múrari, andaðist sunnu- daginn 16. nóv. Andlát hans kom ekki á óvart, en hann hafði lengi átt við vanheilsu að stríða. Eg kynntist Tryggva fyrst í ferð með Ferðafélaginu í sambandi við Surtseyjargosið. Þarna var á ferð allstór hópur ferðafólks. Haldið var til eyjarinnar á vélbátnum Haraldi, og staldrað þar við í landi í röskar tvær klukkustundir. Í bakaleið hrepptum við hið versta veður og voru margir æði sjóveikir. Fljót- lega upp úr þessu hóf Tryggvi að starfa fyrir Ferðafélagið, og varð brátt einn eftirsóttasti fararstjóri félagsins. Einnig starfaði hann lengi í byggingarnefnd félagsins. Tryggvi var einstakur ferðamað- ur, ratvís og úrræðagóður, og virt- ist fátt koma honum á óvart. Alveg var sama hvort veður var vont eða gott, alltaf var Tryggvi í góðu skapi, síbrosandi með spaugsyrði á vörum. Um tuttugu ára skeið tók hann að sér flestar erfiðustu ferð- irnar, svo sem á Snæfellsjökul, sem hann fór nálægt tuttugu ferðir, og á Hvannadalshnúk fór hann að minnsta kosti sjö sinnum. Ferðir mínar með Tryggva eru býsna margar, en tvær eru mér þó minnisstæðastar. Hin fyrri er Hornstrandaferð Ferðafélagsins sumarið 1966, og ferð á Langjökul haustið 1980. Reyndar var Tryggvi ekki fararstjóri í Hornstrandaferð- inni, en seinna fór hann margar ferðir á þær slóðir sem fararstjóri. Í ferðinni 1966 var ekið til Ísafjarð- ar og farið þaðan með vélbáti til Hornvíkur. Þar var dvalið í nokkra daga og gengið á fjöll. Svo sem Hornbjarg, Rekavíkurfjall, að Hornbjargsvita og víðar. Eftir dvölina í Hornvík var allur far- angur axlaður og gengið í einum áfanga til Furufjarðar. Þetta var í reynd alltof löng dagleið og gangan því mörgum erfið. Mér er minn- isstæður Tryggvi, við að aðstoða þá sem á hjálp þurftu að halda. Eftir eins dags dvöl í Furufirði fór meg- inhópurinn til Reykjafjarðar í bað, en Tryggvi og þrír aðrir brugðu sér á Drangajökul, en eftir það til Reykjafjarðar í bað. Komið var fram undir morgun er þeir komu aftur til Furufjarðar og hafði ferð- in tekið 17 tíma. Í ferðinni á Lang- jökul vorum við aðeins tveir. Við höfðum verið í hópi frá Ferðafélag- inu við að ganga frá nýjum skála á Hveravöllum. Tryggvi stakk þá upp á því, að við færum á Langjökul og gistum þar eina nótt í húsi Jöklarann- sóknafélagsins, Kirkjubóli. Við ók- um vestur á Þröskuld við Þjófadali og héldum vestur að Jökli. Á þeirri leið urðum við að vaða Fúlukvísl, sem var í vexti. Þarna kenndi Tryggvi mér þarfa lexíu um hvern- ig vaða á ár. Aldrei að vaða upp í móti heldur undan, og láta straum- inn halda sér niðri. Eftir þessa kennslustund héldum við á Lang- jökul og komum eftir fjögurra stunda ferð í frábæru veðri í skál- ann Kirkjuból austan undir Fjall- kirkju. Næsta morgun vaknaði Tryggvi kl. fimm og rauk af stað með myndavélina, til þess eins og hann orðaði það að ná í morg- unbirtuna, enda veðrið frábært. Eftir tvo tíma kom hann aftur og hafði þá tekið fjölda mynda. Við dvöldum síðan í nágrenni skálans til kvölds, og fórum víða. En héld- um þá til baka til bílsins á Þrösk- uldi, og ókum heim. Eftir þetta fór eg allmargar ferðir með Tryggva, en laust fyrir 1990 fór heilsu hans að hraka og varð hann þá að hætta gönguferðum að mestu. Eg mun ætíð minnast Tryggva með virðingu og þakklæti, og það veit eg að allir gera sem átt hafa því láni að fagna að eiga hann að ferðafélaga. Hann naut þess að ferðast um Ísland, ekki síst um há- lendi þess, háfjöll og jökla, og áreiðanlega hefði hann tekið undir með Sigurði Jónssyni frá Brún er hann kvað: Öræfin svíkja aldrei neinn öræfin stillt en fálát. Festi þau tryggð við einhvern einn, eru þau sjaldan smálát. Pétur Þorleifsson. Ég ætla að minnast míns góða ferðafélaga Tryggva Halldórssonar með nokkrum orðum. Tryggvi var einn af þeim máttarstólpum Ferða- félags Íslands sem tóku mér opn- um örmum þegar ég hóf að ferðast með félaginu. Alltaf var hann kátur og fjör- ugur, tilbúinn að fræða og leið- beina. Ótölulegan fjölda ferða fórum við saman, stuttar sem langar, og oft var Tryggvi fararstjóri. Einhverju sinni í gönguferð bauð Tryggvi okkur vinkonunum í kappgöngu á Stóra-Meitil. Við ungu stúlkurnar vorum í góðri þjálfun og runnum af stað. Drjúgan hluta leiðarinnar héldum við í við Tryggva en þegar nær dró toppnum herti karlinn á sér og hljóp síðasta spölinn, stóð síðan á tindinum og veifaði rauðu húfunni hlæjandi þegar við þrömm- uðum til hans móðar og másandi. Seinna meir hafði ég Tryggva í fjallahlaupum enda nokkrum ára- tugum yngri. Öðru máli gegndi í skíðagöngu, þar komst ég aldrei með tærnar þar sem Tryggvi hafði hælana. Hann var raunar minn þrautseigasti gönguskíðakennari og þreyttist aldrei á að laga stílinn hjá mér eins og hann kallaði það. Nokkrar ferðir fór ég með Tryggva á Snæfellsjökul en þar átti hann ófá spor sem fararstjóri. Eftir eina slíka fóru göngugarpar uppgefnir en ánægðir í sund. Þegar ofan í laugina kom spurði Tryggvi sposk- ur hvort við ættum að reyna okkur í 100 eða 200 metrum. Ég afþakk- aði í flýti enda aldrei verið vel synd. Ég er hjartanlega þakklát Tryggva fyrir öll þau spor og allar þær leiðir þar sem við vorum sam- ferða, megi hann hvíla í friði í ei- lífðarinnar græna mó. Elsku Svana, ég sendi þér og öðrum aðstandendum Tryggva mínar innilegustu samúðarkveðjur. Sigurbjörg Þorsteinsdóttir. Innilegar þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengda- föður og afa, ÓLAFS SVEINBJÖRNSSONAR, Illugagötu 73, Vestmannaeyjum. Guð blessi ykkur öll. Kristín Georgsdóttir, Georg Óskar Ólafsson, Hera Dís Karlsdóttir, Oddný Bára Ólafsdóttir, Gunnar Kristjánsson, Vignir Ólafsson, Ásgerður Hrönn Sveinsdóttir, Þórir Ólafsson, Guðmunda Jóna Hlífarsdóttir og barnabörn. Okkar kæra JÓHANNA JÓNSDÓTTIR, Bjarnastíg 10, Reykjavík, er látin. Útför hennar hefur farið fram. Sverrir Bjarnason, Ásta Bjarnadóttir. Þökkum fyrir samúð og stuðning við fráfall eiginkonu minnar og móður okkar, GUÐRÚNAR PÉTURSDÓTTUR, sem lést miðvikudaginn 5. nóvember sl. Sérstakar þakkir til starfsfólks í Skógarbæ. Guðgeir Ólafsson og börn. Hjartans þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför mannsins míns og föður okkar, VIÐARS MAGNÚSSONAR, Skarðsbraut 15, Akranesi. Marsibil Sigurðardóttir, Ásdís Viðarsdóttir, Helga Viðarsdóttir, Magnús Viðarsson. MAGNEA EINARSDÓTTIR frá Klöpp, Heiðarbrún, Kelduhverfi, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri að morgni miðvikudagsins 26. nóvember. Bragi Sigurðsson, Þorbjörg, Hlynur, Helga Þyri, og fjölskyldur. Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGDÓR HALLSSON fyrrum bóndi í Grænuhlíð, Löngumýri 8, Akureyri, sem lést á dvalarheimilinu Hlíð fimmtudaginn 20. nóvember, verður jarðsunginn frá Akur- eyrarkirkju föstudaginn 28. nóvember kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á dvalarheimilið Hlíð. Árnína S. Guðnadóttir, Sóley Sigdórsdóttir, Davíð Þ. Kristjánsson, Rósa Sigdórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.