Morgunblaðið - 27.11.2003, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 27.11.2003, Blaðsíða 55
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2003 55 Það var ekki mikið líf í íþróttahús-inu í Keflavík áður en leikurinn hófst. Kynningin var dauf, hljóðkerf- ið lágt stillt og það vantaði kraftinn í tónlistina. Þessi stemmning smitaði út frá sér, leikmenn beggja liða höfðu hægt um sig í upp- hituninni, áhorfendur komu margir hverjir seint til leiks. Og var upphaf leiksins í takt við aðdragandann – á rólegu nótunum. Guðjón Skúlason sagði fyrir leik- inn að markmiðið væri að leika hratt gegn Madeira, leika stífa pressu- vörn, keyra upp hraðann og freista þess að draga þá frá körfunni með því að hitta úr langskotunum fyrir utan þriggja stiga línuna. Fátt af þessu gekk eftir í byrjun leiksins og aðeins ein þriggja stiga karfa fór of- aní hjá heimamönnum í fyrri hálfleik en það var fyrsta karfa leiksins frá Fali Harðarsyni sem þjálfar liðið í samvinnu við Guðjón. Madeira var öðruvísi uppbyggt sem lið en Ovarense sem Keflavík lagði í fyrsta leiknum í bikarkeppni Evrópu. Hið hávaxna portúgalska lið fór sér hægt í öllum aðgerðum og hin hávaxna skytta, Pablo Gimenez, sem lék í treyju nr. 8, sá um að halda Keflvíkingum við efnið í vörninni en hann skoraði alls 18 stig í fyrri hálf- leik, en náði aðeins að bæta við 6 stigum í þeim síðari. Það er greinilegt að það er farið að síga á seinni hlutann á ferli Nate Johnston fyrrum NBA-leikmanns í liði Madeira. Sá kann ýmislegt fyrir sér í faginu, er langt frá því að vera snar í snúningum – en er klókur leik- maður. Keflvíkingar náðu aldrei réttum takti í fyrri hálfleik. Hraðaupphlaup- in voru fá, langskotin fóru ekki ofaní en samt sem áður náði liðið að halda í við gestina og gott betur. Allt útlit fyrir að Madeira myndi gera út um vonir heimamanna með góðri rispu undir lok fyrri hálfleiks og var stað- an um tíma 31:39, Madeira í vil. Derrick Allen kveikti neistann á ný með því að skora fjögur stig í röð og Nick Bradford tók við keflinu af landa sínum og skoraði síðustu átta stig fyrri hálfleiks. Staðan í hálfleik var því 41:39. Fundur heimamanna í hálfleik bar árangur og leynivopn kvöldsins var viðrað í fyrsta sinn í leiknum er síð- ari hálfleikur hófst. Sverrir Þór Sverrisson fór fremstur í flokki í pressuvörninni sem virkaði vel. Fal- ur stal boltanum, skoraði, Sverrir stal boltanum á ný og skoraði. Varn- arleikur liðsins varð öflugri og í upp- hafi þriðja leikhluta sá Nick Brad- ford um að skora stigin sem lagði grunninn að sigri heimamanna. Bradford skoraði þá m.a. 9 stig í röð og náðu heimamenn 15 stiga forskoti um tíma, 65:50, þegar tæpar þrjár mínútur lifðu af þriðja leikhluta. Leikmenn Madeira náðu áttum eftir þessa skorpu heimamann og þegar Derrick Allen var hvíldur var sem los kæmi á leik heimamanna, en hann var þá með fjórar villur á bak- inu. Gestirnir skoruðu 5 stig í röð og munurinn var 9 stig þegar ein mín- úta var eftir, 68:59. Magnús Gunn- arsson setti þá niður þriggja stiga körfu, og var það þriðja karfan fyrir utan þriggja stiga línuna hjá heima- mönnum fram til þessa. Sem er í raun mjög óvenjulegt. Bandaríkja- mennirnir Leeks og Johnston léku lítið sem ekkert í 3. leikhluta og komu inn á í þeim fjórða – úthvíldir. Smátt og smátt minnkaði forskot Keflvíkinga sem gerðu mörg mistök og gestirnir skoruðu auðveld stig. Í stöðunni 83:76 voru dæmd skref á Leeks undir körfunni, 2,39 mínútur eftir af leiknum. Stuðningsmenn Keflavíkur geta þakkað dómaranum fyrir þann dóm á meðan leikmenn Madeira voru lítt sáttir. Magnús Gunnarsson skoraði 3 stiga körfu í kjölfarið, Leeks brenndi af undir körfunni, staðan 86:76. 1.56 mín eftir og Keflvíkingar sigldu skútunni af öryggi í höfn, lokatölur eins og áður segir, 99:88. „Við lékum ekki nógu vel að mínu mati,“ sagði Magnús Gunnarsson í leikslok. „Það þarf að gera betur ef við ætlum að vinna þá á útivelli. Það var markmiðið að vinna þá með meiri mun en þetta verður að duga í bili.“ Sverrir Þór Sverrisson sagði að set- an á varamannabekknum í fyrri hálf- leik hefði gert hann hungraðan í að spila. „Ég ætlaði að sýna hvað í mér býr og fá tækifæri til þess að spila meira. Það kom ekkert annað til greina og gaman að geta sett svip sinn á leikinn. Þeir áttu ekkert svar við pressuvörn okkar í síðari hálfleik og það gerði gæfumuninn þegar upp var staðið,“ sagði Sverrir Þór. Morgunblaðið/Sverrir Nick Bradford lék afar vel með Keflvíkingum í gær. Hér er hann kominn í upplagt færi og þeir Jón Nordal Hafsteinsson og Nate Johnstone fylgjast með. Sverrir Þór stal senunni KEFLVÍKINGAR gerðu sér lítið fyrir og lögðu CAB Madeira frá Portú- gal, 99:88, í bikarkeppni Evrópu í gær og var þetta annar sigur Ís- lands- og bikarmeistaranna í b-riðli vesturdeildar keppninnar. En þremur umferðum af sex er lokið. Staða Keflvíkinga er vænleg og liðið hefur sýnt kosti sína og galla í báðum heimaleikjum sínum til þessa, gegn liðum frá Portúgal. Bandaríkjamaðurinn Nick Bradford í liði heimamanna lét mest að sér kveða í sókninni í gær, skoraði alls 29 stig en að mati margra breytti varnarleikur Sverris Þórs Sverrissonar í upphafi síðari hálfleiks mestu. Hann lék ekkert í fyrri hálfleik en staðan í hálfleik var 41:39. Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar  THIERRY Henry, framherji Ars- enal og franska landsliðsins, landi hans, Zinedine Zidane hjá Real Madrid og Ronaldo, einnig liðsmað- ur Real Madrid, urðu í þremur efstu sætunum í kjöri Alþjóða knatt- spyrnusambandsins, FIFA, á knatt- spyrnumanni ársins 2003. Hver þeirra hreppir hnossið verður upp- lýst í hófi FIFA 15. desember nk.  ALLS tóku landsliðsþjálfarar 142 þjóða þátt í valinu að þessu sinni. Ronaldo var kjörinn í fyrra og Zid- ane varð fyrir valinu 1998 og aftur tveimur árum síðar. Henry hefur aldrei áður verið í hópi þriggja efstu en hann þykir sigurstranglegur á ný.  VIKTOR Bjarki Arnarsson fékk hæstu einkunn leikmanna TOP Oss hjá Voetbal International, sjö, þegar liðið sigraði Fortuna Sittard, 3:1, á útivelli í hollensku 1. deildinni í knattspyrnu um síðustu helgi. Vikt- or Bjarki lék allan leikinn á miðj- unni. TOP Oss er í 11. sæti af 19 lið- um í deildinni.  ÍSLANDSMEISTARINN í borð- tennis Guðmundur E. Stephensen hóf leik á úrtökumóti Evrópuþjóða fyrir Ólympíuleikana í Aþenu. Mótið er haldið í Lúxemborg og í fyrstu umferð vann Guðmundur Spánverj- ann, H. Zhiwen, 4:2. Úrslit einstakra leikja voru, 11-8, 9-11, 11-8, 11-8, 5- 11 og 11-8. Zhiwen er í 60. sæti á heimslistanum um þessar mundir, en Guðmundur er mun aftar.  MARK Hughes hefur kveðið niður þann orðróm að hann sé að hætta sem landsliðsþjálfari Wales. Hughes lýsti því yfir í gær að hann hygðist standa við samning við sinn við Wal- es sem gildir fram yfir undankeppni HM 2006.  FORRÁÐAMENN enska úrvals- deildarliðsins Leeds United viður- kenndu í dag að félagið væri mjög skuldum vafið og svo gæti farið að það yrði sett í gjörgæslu með greiðslustöðvun og öðru tilheyrandi. Það yrði þá varúðarráðstöfun til að helstu lánardrottnar félagsins gætu ekki gengið að því.  TALIÐ er að félagið skuldi rúm- lega 80 milljónir punda, eða rúmlega 10 milljarða króna. Reynt hefur ver- ið að ná samkomulagi við lánar- drottna en þær tilraunir hafa mis- tekist. Fátt annað virðist blasa við félaginu en gjaldþrot og yrði Leeds þá fyrsta félagið í úrvalsdeild til að verða gjaldþrota.  KÖRFUKNATTLEIKSLIÐ karla- liðs Njarðvíkur var aðeins með stutta skotæfingu í gær þar sem liðið leikur í kvöld gegn Haukum. Friðrik Ragnarsson þjálfari liðsins vildi gefa leikmönnum tækifæri til þess að sjá leik erkifjendanna úr Keflavík gegn Madeira frá Portúgal. FÓLK Baldur og Helgi frá fram yfir áramót TVEIR leikmenn úr úrvals- deildarliði KR í körfuknatt- leik, þeir Baldur Ólafsson og Helgi Reynir Guðmunds- son verða frá æfingum og keppni til áramóta vegna meiðsla. Baldur er meiddur á hné og fer í speglun á föstudag þar sem gert verð- ur við liðþófa en Helgi Reynir er meiddur á hendi og verður í spelku næstu sex vikurnar. Herbert Arnarson hefur ekkert leikið með KR liðinu það sem af er vetri en hann er meiddur á hné. Ekki er vitað hvenær Herbert fer að leika á ný með liðinu. Baldur hefur skorað 12 stig að meðaltali í leik en Helgi Reynir sem er að leika sitt fyrsta tímabil með KR hefur skorað 6 stig að með- altali, gefið 4,5 stoðsend- ingar og tekið 4 fráköst. Hann lék áður með liði Snæ- fells frá Stykkishólmi í úr- valsdeildinni. KR mætir Þór frá Þor- lákshöfn á útivelli í Int- ersportdeildinni í kvöld. og bætti því við að í ferð liðsins til Portúgal í desember þar sem leikn- ir yrðu tveir leikir væri hægt að „stela“ a.m.k. einum sigri. „Við erum með gott lið og getum vel gert góða hluti í næstu leikjum.“ Falur var ánægður með framlag Sverris Þórs Sverrissonar sem breytti miklu í vörninni í síðari hálfleik. „Hann var leynivopnið okkar og er þekktur fyrir að vera þjófóttur með afbrigðum,“ segir Falur og kímir en Sverrir náði oft að blaka knettinum úr höndum leik- manna Madeira í pressuvörninni. „Það er einnig mikill munur á lík- amsstyrk og Jón Nordal hefði getað falið sig á bak við Leeks inní teign- um án þess að sjást. Það hefur ef- laust munað 40 kg í líkamsþyngd á þeim en Jón stóð fyrir sínu.“ ÞAÐ sem vekur mesta athygli eftir sigur Keflvíkinga gegn Madeira er að þeir lönduðu sigri án þess að ná tökum á sterkustu vopnum sínum. Falur Harðarson þjálfari og leik- maður liðsins sagði að ekki væri hægt að beita sömu leikaðferð í Evrópukeppninni og liðið beitir öllu jöfnu hér á landi. „Við verðum að vera skynsamir gegn þessum liðum. Það vita það allir sem sjá leiki með evrópskum liðum að þar er ekki stólað á þriggja stiga skotin líkt og gerist oft hér á landi. Við vitum hvað þarf og sýndum það í þessum leik. Við höfum náð markmiðum okkar til þessa í keppninni, vinna heimaleikina. Næst leikum við gegn Toulon frá Frakklandi á heimavelli og ég hef trú á liðinu. Það er alveg hægt að vinna það lið,“ sagði Falur „Sverrir var leynivopnið enda er hann þjófóttur “
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.