Morgunblaðið - 27.11.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.11.2003, Blaðsíða 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B Bankaútibú í þínu fyrirtæki Fyrirtækjabanki Landsbankans Þú stundar öll bankaviðskipti fyrirtækisins á einfaldan og þægilegan hátt á Netinu – hvenær sem þér hentar. Í Fyrirtækjabanka Landsbankans býðst þér m.a. að: • Framkvæma allar almennar bankaaðgerðir (millifæra, sækja yfirlit, greiða reikninga o.s.frv.). • Safna greiðslum saman í greiðslubunka sem hægt er að greiða strax eða geyma til úrvinnslu síðar. • Framkvæma greiðslur með því að senda inn greiðsluskrár úr t.d. bókhaldsforritum. • Stofna og fella niður innheimtukröfur. • Greiða erlenda reikninga (SWIFT). Nánari upplýsingar um Fyrirtækjabankann getur þú fengið í næsta útibúi Landsbankans, í Þjónustuveri bankans í síma 560 6000 eða á vefsetri bankans, www.landsbanki.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 20 51 08 /2 00 3 EFNAHAGUR heimsins er að taka við sér. Væntingar um betri horfur eru nú þegar komnar fram fyrir Asíu, Norður-Ameríku og Evrópu sem og flest önnur svæði heimsins. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri könnun sem Alþjóðaverslunarráðið, ICC, birti í gær. Yfir þúsund sérfræðingar frá 91 landi tóku þátt í könnun ICC. Meðal þátttakenda voru hagfræð- ingar hjá alþjóðafyrirtækjum, hagfræðingar hjá menntastofn- unum og stjórnendur verslunar- ráða. Sérstakur efnahagsstuðull, sem ICC mælir ársfjórðungslega og segir til um stöðuna í efnahags- lífinu, hækkaði úr 91,3 stigum á þriðja fjórðungi þessa árs í 100,2 stig fyrir fjórða ársfjórðung. Stuðullinn var 83,2 á öðrum árs- fjórðungi en 85,9 á fyrsta árs- fjórðungi. Grunnur þessa stuðuls var 100 stig á árinu 1995. Þá hækkaði væntingarvísitala sem mæld er í könnunum ICC úr 114 stigum á þriðja fjórðungi árs- ins í 122,8 stig á fjórða ársfjórð- ungi. Í tilkynningu frá ICC segir að þetta sé í fyrsta skipti á þessu ári sem mat á ástandi efnahags- mála og væntingar til næstu sex mánaða sé hvoru tveggja jákvætt á sama tíma. Fram kemur í tilkynningu ICC að efnahagur Asíu hafi sam- kvæmt könnuninni batnað mest milli þriðja og fjórða fjórðungs þessa árs af heimsálfunum, eða úr 96,3 stigum í 110,3 stig. Næstmest breyting hafi orðið í Norður-Am- eríku, úr 97,1 stigi í 106, og þar á eftir komi efnahagur Evrópu, sem hafi hækkað úr 80,2 stigum í 89,6. Evra of sterk Sérfræðingarnir sem þátt tóku í könnun ICC telja, þegar á heild- ina er litið, að evran sé of sterk sem og sterlingspundið. Þeir telja hins vegar að Bandaríkjadalur og japanskt jen séu veikari en eðli- legt geti talist. Flestir sérfræð- ingarnir telja þó ekki miklar líkur á miklum breytingum í gengis- málum á næstu sex mánuðum. Aðrar niðurstöður könnunar- innar eru m.a. þær að sérfræðing- arnir telja að horfur séu á því að verg þjóðarframleiðsla í heimin- um muni að jafnaði aukast um 2,9% á næstu þremur til fimm ár- um. Fyrir einu ári gerðu sérfræð- ingarnir ráð fyrir að þessi aukn- ing myndi verða um 2,7% á þessu tímabili. Þá áætla þeir að neyslu- verð í heiminum muni að jafnaði hækka um 2,9% á þessu ári. Varðandi vexti í heiminum telja sérfræðingarnir að sú almenna lækkun vaxta sem verið hefur að undanförnu hafi stöðvast. Á næstu sex mánuðum muni vextir hækka. Seðlabanki Bandaríkj- anna muni væntanlega hækka stýrivexti sína á næstunni en breytingar verði minni í Evrópu. Haft er eftir Gernot Nerg, framkvæmdastjóra hjá þýska hagrannsóknarfyrirtækinu Ifo, sem sá um framkvæmd könnun- arinnar, að niðurstöður hennar gefi til kynna að efnahagslífið í heiminum sé að taka við sér. Í samræmi við tilfinninguna Alþjóðaverslunarráðið var stofn- að á árinu 1919 en höfuðstöðvar þess eru í París. Yfir 8.000 fyr- irtæki, samtök og stofnanir eiga aðild að ráðinu auk þess sem landsnefndir starfa í yfir 140 lönd- um og þar á meðal á Íslandi. Landsnefndin hér á landi fylg- ist með starfinu í París fyrir hönd íslensks atvinnulífs og geta fé- lagsmenn því tekið beinan þátt í starfinu þar. Að sögn Þórs Sigfússonar, framkvæmdastjóra Verslunar- ráðs Íslands, tók landsnefnd Al- þjóðaverslunarráðsins hér á landi þátt í þeirri könnun sem kynnt var í gær. Hann segir að megin- niðurstöður könnunarinnar séu mjög í samræmi við þá tilfinningu sem Verslunarráð Íslands hafi fyrir þróun efnahagslífsins, um að væntingar séu frekar jákvæðar. Margt komi þar til. Varðandi Evr- ópu sérstaklega sé líklegt að ýms- ir sjái tækifæri í sambandi við það samrunaferli sem þar sé nú í gangi. Góðar horfur í efna- hagsmálum heimsins Mikil umskipti hafa orðið í efnahagslífinu í Asíu, Norður-Ameríku og Evrópu sam- kvæmt könnun Alþjóðaverslunarráðsins, og telja sérfræðingar að horfur séu góðar Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS EIGENDUR meðalstórra fyrirtækja víðs vegar um heiminn eru bjartsýnir um að efnahagslífið sé á uppleið. Þetta kemur fram í árlegri könnun endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækisins Grant Thornton, en nýjasta könnun fyrirtækisins var birt í þessari viku. Umskiptin í viðhorfum eigenda með- alstórra fyrirtækja í heiminum eru mikil frá könnun Grant Thornton á síðasta ári. Þá höfðu eigendur fyrirtækja, sem þátt tóku í könnuninni, umtalsverðar áhyggjur af efnahagshorfunum. Könnun Grant Thornton var framkvæmd í september og október síðastliðnum og tóku um 6.600 eigendur meðalstórra fyr- irtækja í 26 löndum þátt í henni. Samkvæmt könnuninni ríkir mest bjart- sýni um horfur í efnahagsmálum meðal eig- enda fyrirtækja á Indlandi. Þar á eftir koma eigendur fyrirtækja í Ástralíu og Bandaríkjunum. Í tilkynningu fyrirtæk- isins kemur fram að bjartsýni eigenda fyr- irtækja í Evrópu hafi aukist nokkuð frá síð- asta ári. Er þó nokkuð í land með að bjartsýnin sé eins mikil og í þeim löndum þar sem hún er hvað mest. Af Evr- ópuþjóðum er bjartsýnin mest meðal eig- enda fyrirtækja í Bretlandi og á Spáni. Könnunin náði til sjö af þeim tólf löndum Evrópu sem tekið hafa upp evruna. Fimm af þessum sjö löndum eru meðal þeirra tíu landa í könnuninni þar sem svartsýni er mest. Þetta eru Þýskaland, Frakkland, Holland, Ítalía og Írland. Svartsýni er mest meðal eigenda fyr- irtækja í Japan af öllum þeim löndum sem könnun Grant Thornton nær til. Sam- kvæmt tilkynningunni hefur þó dregið úr svartsýninni þar í landi í samanburði við síðasta ár en þá var Japan einnig efst á lista yfir þau lönd þar sem svartsýni var hvað mest. Eigendur fyrirtækja í Hong Kong eru nú hins vegar nokkuð bjartsýnir en þeir voru svartsýnir varðandi framtíðina í efna- hagsmálum í fyrra. E F N A H A G U R Meiri bjart- sýni en í fyrra Eigendur meðalstórra fyr- irtækja, sem höfðu áhyggjur af horfum í efnahagslífinu í heim- inum í fyrra, eru bjartsýnir nú S É R B L A Ð U M V I Ð S K I P T I , E F N A H A G S M Á L O G A T V I N N U L Í F Á S A M T S J Á V A R Ú T V E G S B L A Ð I Hagnaður hjá Ísfugli Eina kjúklingafyrirtækið sem ekki tapar 4 Hlutverk kauphalla Starfsemi og hlutverk kauphalla skoðuð 10 HAGNAÐUR DREGST SAMAN UM 67%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.