Morgunblaðið - 27.11.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.11.2003, Blaðsíða 8
8 B FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NVIÐSKIPTI ATHAFNALÍF  Framkvæmdastjórar hafa hagsmuni sem fara ekki alltaf saman við hagsmuni eigenda. Rannsóknir og reynsla sýna að vandinn getur jafnvel leynst í samningnum um lausn vandans. Það er ekki einfalt mál að semja um laun við framkvæmdastjóra G engi sjávarútvegsfyrirtækja í Kauphöll Íslands hefur að með- altali lækkað um 7% það sem af er ári, en önnur fyrirtæki hafa almennt hækkað og sum veru- lega. Þannig hefur Úrvalsvísitalan hækkað um 47% frá áramótum og vísitala lyfjagreinar hefur hækkað um yfir 120%. Þróunin hefur ekki alltaf verið með þessum hætti og sum ár- in hafa hlutabréf í sjávarútvegsfyrirtækjum skilað betri ávöxtun en Úrvalsvísitalan, mælt í hækkun gengis hlutabréfanna. Árin 2001 og 2002 hækkaði vísitala sjávarútvegs mun meira en Úrvalsvísitalan og þess vegna mætti ef til vill halda því fram að hækkunin nú væri að nokkru leyti leiðrétting á þróun síðustu ára. Ef litið er lengra aftur í tímann á þetta hins vegar ekki við, því þegar síðustu fimm eða tíu ár aftur í tímann eru skoðuð hefur Úr- valsvísitalan að meðaltali skilað mun betri ávöxtun en vísitala sjávarútvegs. Í þessari umfjöllun verður aðallega horft til sjávarútvegsfyrirtækjanna níu sem eru á að- allista Kauphallarinnar. Til viðbótar þessum fyrirtækjum er á aðallistanum Brim, sjávar- útvegsstoð Eimskipafélagsins, sem er stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Þar sem það er ekki skráð sjálfstætt í Kauphöll- ina er samanburður þess og hinna fyrirtækj- anna ekki mögulegur í því samhengi sem hér um ræðir. Af þessum níu fyrirtækjum hefur gengi allra nema Granda lækkað frá áramót- um, svo það er óhætt að segja að gengis- þróunin hafi almennt verið neikvæð. Ef reynt er að skýra þessa neikvæðu þróun er nær- tækast að líta á afkomu þeirra, en hún hefur versnað til mikilla muna. Lægra framlegðarhlutfall Hagnaður fyrirtækjanna níu dróst saman um 67%, eða úr 9,5 milljörðum króna í 3,2 millj- arða króna, sem er mun óhagstæðari þróun en almennt hefur verið hjá öðrum fyrirtækj- um þó að hagnaður þeirra hafi í sumum til- fellum dregist saman milli ára. Skýringuna á þessari óhagstæðu þróun er að verulegu leyti að finna í fjármunaliðum fyrirtækjanna, en þeir drógust saman um 4,6 milljarða króna eða um 97%. Í þessu ræður gengismunurinn öllu – og vel það. Gengishagnaðurinn minnk- ar um tæpa 5 milljarða króna milli ára hjá þessum fyrirtækjum, um 93%, og er saman- lagt innan við 400 milljónir króna á fyrstu níu mánuðum þessa árs. Gengismunurinn, sem er ýmist gengis- hagnaður eða gengistap ræðst af gengi krónunn ar gagnvart öðrum gjaldmiðlum og breytis vegna hækkunar eð lækkunar erlendra lán fyrirtækjanna. Þega krónan styrkist lækk erlendu lánin í krónum talið og gengishagnaðu færist í reikninga fyrir tækjanna, og öfugt þeg ar krónan veikist. Geng krónunnar styrktist um 9% á fyrstu níu mánuð um ársins í fyrra og en meira mælt í Banda ríkjadölum. Á fyrstu níu mánuðum þessa árs stó gengið hins vegar nán ast í stað, veiktist þó lít illega, og gengishagnað ur í ár var því, eins o áður segir, innan við tí undi hluti þess sem han var í fyrra. Veikara gengi er hin alslæmt fyrir sjávarút heyrast þau oft kvarta u krónunnar, en hafa lítið veiku gengi hennar þeg ina. Ástæðan fyrir þess tekjur fyrirtækjanna er þegar krónan veikist fá erlendu tekjurnar. Þar að mestu leyti í krónum bætir afkomu fyrirtækj Meðalgengi krónunnar á fyrstu níu mánuðum tímabili í fyrra og að auk mennt farið lækkandi. tekjur lækkuðu um 15% kostnaðurinn lækkaði a framlegðin verulega sa legðin skilgreind sem ha ir, fjármunaliði og sk Framlegðarhlutfallið, s legðar og rekstrartekn fyrra í 22,0% í ár. Þet mikilvægari mælikvörð unum, þegar mat er la útvegsfyrirtækja, og marks um neikvæða þ um. Annar mælikvarð sögu er veltufé frá reks Hagnaður tækjanna d Gengishagnaðurinn dróst saman um 93% á fyrstu níu mánuðu er stærsta einstaka skýringin á minni hagnaði. Vísitala sjávarútvegsins í Kauphöllinni hefur lækkað á sama tí aðrar vísitölur hafa hækkað. Haraldur Johannessen fjallar um sjávarútvegsfyrirtækja á fyrstu níu mánuðum ársins og nefnir mögulegar ástæður fyrir óhagstæðri gengisþróun hlutabréfan  Hagnaður Eskju nam 305 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins og dróst saman um 71% frá sama tímabili í fyrra. Rekstr- artekjur minnkuðu um 26% og veltufé frá rekstri dróst saman um 43%. Framlegð- arhlutfallið lækkaði úr 35,5% í 30,0%. Hagnaður þriðja fjórðungs nam 34 milljónum króna og dróst saman um 79% frá sama tímabili í fyrra. Fram- legðarhlutfall fjórðungsins lækkaði úr 33,2% í 30,7% milli ára. Eiginfjárhlutfall félagsins lækkaði úr 32,9% í 27,8% frá áramótum til septemberloka.  Hagnaður Granda nam 765 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins og dróst saman um 46% frá sama tímabili í fyrra. Rekstr- artekjur minnkuðu um 16% og veltufé frá rekstri dróst saman um 27%. Framlegð- arhlutfallið lækkaði úr 26,8% í 19,5%. Hagnaður þriðja fjórðungs nam 15 milljónum króna og dróst saman um 93% frá sama tímabili í fyrra. Fram- legðarhlutfall fjórðungsins lækkaði úr 17,1% í 13,4% milli ára. Eiginfjárhlutfall félagsins hækkaði úr 38,0% í 38,4% frá áramótum til september- loka.  Hagnaður Hraðfrystihúss- ins – Gunnvarar nam 250 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins og dróst saman um 55% frá sama tímabili í fyrra. Rekstrar- tekjur minnkuðu um 21% og veltufé frá rekstri dróst sam- an um 44%. Framlegðarhlut- fallið lækkaði úr 28,0% í 18,1%. Tap þriðja fjórðungs nam 55 milljónum króna en á sama tímabili í fyrra var 86 milljóna króna hagnaður. Framlegðarhlutfall fjórðungs- ins lækkaði úr 22,6% í 16,3% milli ára. Eiginfjárhlutfall félagsins lækkaði úr 31,6% í 28,4% frá áramótum til septemberloka.  Hagnað 622 milljón níu mánuðu saman um 6 tímabili í fy artekjur min veltufé frá r an um 36% fallið lækka 19,2%. Hagnaðu nam 19 mil dróst sama legðarhlutfa hækkaði úr milli ára. Eiginfjárh hækkaði úr frá áramótu loka. ll FRÉTTASKÝRING Sjávarútvegur Níu sjávarútvegsfyrirtæki á KJARAMÁL stjórnenda fyrirtækja hafa síðustu fimmtán árin eða svo verið mjög til umræðu meðal þeirra hagfræðinga sem fjalla um fjármálaheiminn. Einn þeirra segir að aukning skrifa um þetta málefni sé jafnvel meiri en launahækkun framkvæmdastjór- anna á síðasta áratug. Þessi skrif snúast að verulegu leyti um það hvernig vinna megi bug á umboðsvandanum svokallaða, en umboðs- vandi kemur upp þegar einn maður vinnur í umboði annars en mennirnir hafa ólíka hags- muni. Í þessu sambandi er yfirleitt fjallað um skráð hlutafélög og þá er vandinn í því fólginn að eigendur fyrirtækjanna, hluthafarnir, hafa hagsmuni af hækkun hlutabréfaverðs og arð- greiðslum. Hagsmunir stjórnendanna geta til dæmis verið að fyrirtækið stækki svo þeir geti betur rökstutt hærri launagreiðslur til sjálfra sín, en þeirri stækkun þarf ekki að fylgja bætt arðsemi eða hækkun gengis hlutabréfanna. Til að tengja saman hagsmuni eigenda og stjórnenda hefur verið farin sú leið að greiða stjórnendum hluta launa sinna eftir því hverju reksturinn skilar eigendum sínum, og er þá yfirleitt gerður samningur um kauprétt stjórnendanna á hlutabréfum í fyrirtækinu á fyrirfram ákveðnu gengi. Þar með hafa sumir talið að umboðsvandinn sé leystur og stjórn- endurnir fái greitt í samræmi við árangur og vinni eingöngu að hagsmunum eigendanna sem séu orðnir þeir sömu og þeirra eigin hagsmunir. Veikar stjórnir Væri umboðsvandinn svo auðleystur stæði hann varla undir nafni og væri tæplega nægi- lega áhugaverður til að um hann væru í sífellu ritaðar greinar og bækur. En þetta er sem sagt ekki alveg svona einfalt og þar kemur ýmislegt til og þá aðallega sú staðreynd að ekki er sama hvernig launakerfið er útfært og einnig að í sjálfri samningsgerðinni um launa- kerfið felst umboðsvandi. Um hið síðarnefnda er fjallað í ritgerðinni Kjör framkvæmdastjóra sem umboðsvandi (e. Executive Compensation as an Agency Problem) eftir Lucian Arye Bebchuk og Jesse M. Fried. National Bureau of Economic Research í Bandaríkjunum gaf ritgerðina út í júlí á þessu ári og í henni er sjónum beint að skráðum fyrirtækjum í dreifðri eign, enda séu mestar líkur á því að áhrif framkvæmda- stjóranna séu mikil þegar eignarhald er dreift. Stjórnarmenn hafi þá yfirleitt ekki mikilla hagsmuna að gæta sem eigendur og staða þeirra gagnvart framkvæmdastjórun- um sé fremur veik. Höfundarnir horfa aðallega á málið út frá aðstæðum á bandarískum hlutabréfamarkaði og benda á að hluti vandans sé sá að fram- kvæmdastjórar hafi mikil áhrif á það hverjir sitji í stjórnum fyrirtækjanna með því að gera tillögu á hluthafafundi um skipun stjórnar, enda séu tillögur fyrirtækisins undantekning- arlítið samþykktar. Þá hafi framkvæmda- stjórarnir einnig mikið að segja um launakjör stjórnarmannanna og meðal annars af þess- um ástæðum standi framkvæmdastjórar afar sterkt að vígi þegar þeir semji um kjör sín. Hér er þó rétt að taka fram að í Bandaríkj- unum er algengt að framkvæmdastjórar séu jafnframt formenn stjórnar. Þeir hafa því vegna þessarar tvöföldu stöðu almennt meiri áhrif en framkvæmdastjórar hér á landi þar sem þessum tveimur hlutverkum er skipt á milli tveggja manna. Bebchuk og Fried segja þrátt fyrir áhrif framkvæmdastjóranna séu ákveðin takmörk fyrir því hve mikið þeir geti tekið til sín og þau mörk ráðist af þeirri reiði eða hneykslan sem tiltekin kjör kalli yfir fyrirtækið. Reiði þeirra sem standa utan fyrirtækisins geti ver- ið álitshnekkir fyrir stjórn og stjórnendur og geti orðið til þess að draga úr stuðningi hlut- hafa við stjórnendur ef yfirtaka yrði reynd. Þá sýni rannsóknir að í fyrirtækjum þar sem launakjör hafi kallað fram reiðiviðbrögð, hækki laun framkvæmdastjóra minna næstu árin og launin verði viðkvæmari fyrir sveifl- um í gengi fyrirtækisins. Höfundarnir segja einnig að fyrirtæki hafi stundum farið þá leið að veita stjórnendum duldar kjarabætur, til dæmis með lánum til þeirra undir þeim vöxtum sem stjórnendurn- ir gætu ella fengið á markaði. Röng útfærsla Eins og áður sagði er ekki sama hvernig launakerfið er útfært, og er þar aðallega átt við þann hluta launakjaranna sem á að tengj- ast frammistöðu, þ.e. einhvers konar kaup- auka- eða kaupréttarkerfi. Vandinn við það kerfi sem nú er notast við segja Bebchuk og Fried vera að þau ríflegu laun sem fram- kvæmdastjórar fái séu aðeins að litlu leyti tengd árangri þeirra í starfi. Til að freista þess að tengja árangur og umbun hafi verið gripið til þess ráðs að koma á kaupréttarkerfi. Höfundarnir telja þessi kerfi í grundvallarat- riðum jákvæð, en það hafi spillt fyrir að fram- kvæmdastjórum hafi tekist að sníða þau meira að eigin hagsmunum en hámarks- árangri. Umboðsvandinn, sem kaupaukakerf- in áttu að leysa, hefur sem sagt spillt kaup- aukakerfunum sjálfum. Einn af þeim annmörkum sem höfundarnir sjá við núverandi kaupréttarsamninga er að samkvæmt þeim er framkvæmdastjórum umbunað fyrir það sem þeir hafa ekkert um að segja, svo sem almenna hækkun flestra fyrirtækja á markaði. Þannig geti fram- kvæmdastjórar hagnast á kaupréttarsamn- ingum þrátt fyrir að gengi hlutabréfa í fyr- irtækjum þeirra hækki minna en annarra sambærilegra fyrirtækja, bara ef þau hækka eitthvað vegna almennrar hækkunar mark- aðarins. Ráð við þessu væri til dæmis að tengja samningana við vísitölur og sleppa því að verðlauna stjórnendur sérstaklega ef fyr- irtæki þeirra standa sig verr en sambærileg fyrirtæki. Bebchuk og Fried velta einnig fyrir sér kostnaðinum sem lagður er á hluthafa vegna of mikilla áhrifa framkvæmdastjóra á eigin launakjör. Í fyrsta lagi benda þeir á að kostn- aðurinn felist í muninum á þeim launum sem þeir myndu fá án þessara miklu áhrifa og laununum sem þeir fá með áhrifunum. Þeir segja að þetta geti skipt verulegu máli, enda hafi skoðun á 1.500 fyrirtækja úrtaki sýnt að laun framkvæmdastjóra árið 2000 hafi verið 7,9% af hagnaði fyrirtækjanna. Þetta sam- svarar því að fyrirtæki sem skilar einum milljarði króna í hagnað hér á landi myndi greiða framkvæmdastjóra sínum 79 milljónir króna í laun á ári og launin virðast því vera talsvert hærra hlutfall hagnaðarins í Banda- ríkjunum en hér á landi, að minnsta kosti ef miðað er við stór íslensk fyrirtæki. Höfund- arnir telja þó að óbeini kostnaðurinn sé enn meiri en sá beini og hann felist í því að rangir og jafnvel öfugir hvatar séu innbyggðir í launakerfin. ll LAUNAKJÖR Haraldur Johannessen Umbun stjórnenda haraldurj@mbl.is Kaupaukakerfi er ætlað að leysa umboðsvanda, en gerð þess og útfærsla getur haft öfug áhrif

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.