Morgunblaðið - 27.11.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.11.2003, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2003 B 9 NVIÐSKIPTI ATHAFNALÍF p, n- m st ða na ar ka m ur r- g- gi m ð- n a- u óð n- t- ð- g í- n ns vegar langt því frá tvegsfyrirtækin, enda undan of sterku gengi gert af því að finna að gar þróunin er í þá átt- su er sú að nær allar ru í erlendri mynt og ást fleiri krónur fyrir sem kostnaðurinn er m er þetta hagstætt og kjanna í krónum talið. var talsvert sterkara þessa árs en á sama ki hefur afurðaverð al- Þetta varð til þess að % milli ára og þar sem aðeins um 12% dróst aman, en hér er fram- agnaður fyrir afskrift- katta, eða EBITDA. sem er hlutfall fram- na, lækkaði úr 25,4% í tta hlutfall er einn af ðunum, eða kennitöl- agt á rekstur sjávar- lækkun þess er til þróun í sjávarútvegin- ði sem segir svipaða stri og hlutfall þess af tekjum. Veltufé frá rekstri hjá félögunum níu minnkaði samanlagt um 31% og hlutfall þess af tekjum lækkaði úr 20,6% í 16,8% milli ára. Batamerki Þrátt fyrir þessa neikvæðu þróun á fyrstu níu mánuðum ársins má sjá batamerki í því að á þriðja fjórðungi þessa árs þróuðust tekjur, gjöld og framlegð með jákvæðari hætti en á fyrri helmingi ársins. Tekjur drógust að vísu saman miðað við sama fjórðung í fyrra, en að- eins um 2%, sem er mun minna en framan af ári. Gjöldin drógust meira saman en framan af ári, sem er einnig jákvætt, og framlegð- arhlutfallið hækkaði þess vegna frá sama fjórðungi í fyrra og fór úr 20,9% í 21,4%. Stór- an þátt í þessari þróun á veiking krónunnar á þriðja fjórðungi ársins miðað við fyrri helm- ing þess. Meðalgengið það sem af er síðasta fjórðungi ársins hefur haldist svipað og á þeim þriðja, sem gefur jákvæða vísbendingu um þróun framlegðarinnar. Sú neikvæða þróun sem orðið hefur í af- komu sjávarútvegsfyrirtækjanna á fyrstu mánuðum ársins á vafalítið stóran þátt í því að vísitala sjávarútvegs í Kauphöllinni hefur lækkað á sama tíma og allar aðrar vísitölur hafa hækkað. Þar spilar einnig inn í að fjár- festar búast líklega við fremur háu gengi krónunnar á næstu árum með tilheyrandi neikvæðum afleiðingum fyrir afkomu sjávar- útvegsfyrirtækja. Seljanleiki En fleira kemur til og þar má sérstaklega nefna það sem kallast seljanleiki, en með því er átt við hversu auðvelt og ódýrt er fyrir fjárfesta að selja hlutabréfin. Því meiri sem seljanleiki bréfa í félagi er, þeim mun minni áhætta fylgir kaupum í félaginu og þar með hækkar verðið sem fjárfestar eru tilbúnir til að greiða. Einn mælikvarði á seljanleika er bilið á milli hagstæðasta kaup- og sölutilboðs, en hjá sjávarútvegsfyrirtækjunum níu er þetta verðbil fremur hátt og var í október frá 2,1% hjá Granda í 29,2% hjá Tanga. Verðbilið var að meðaltali 8,3%, sem er allt of mikið og felur í sér mikinn kostnað fyrir fjárfesta. Til samanburðar má nefna að í þeim félögum í Kauphöllinni þar sem viðskipti eru mest er verðbilið um og innan við 1%. Hluti af skýringunni á litlum seljanleika sjávarútvegsfyrirtækjanna er hve smá þau eru orðin í samanburði við mörg önnur fyr- irtæki í Kauphöllinni. Markaðsverð stærsta sjávarútvegsfyrirtækisins sem skráð er sér- staklega, Samherja, er innan við 15 milljarðar króna, en að meðaltali er markaðsverð félag- anna níu á aðallista Kauphallarinnar rúmir 6 milljarðar króna og samanlagt markaðsverð þeirra er því innan við 60 milljarðar króna. Til samanburðar má nefna að markaðsverð Ís- landsbanka er tæpir 70 milljarðar króna og markaðsverð Össurar er tæpir 15 milljarðar króna. Þetta er breyting frá því sem áður var þegar sjávarútvegsfyrirtæki voru tiltölulega stór innan Kauphallarinnar, en vöxtur þeirra hefur verið takmarkaður á meðan önnur fyr- irtæki hafa vaxið mikið auk þess sem stór fyr- irtæki hafa verið skráð á síðustu árum. Þá er eignarhald sjávarútvegsfyrirtækjanna gjarna nokkuð þröngt og það veldur því einn- ig að viðskipti verða lítil og seljanleiki þar með. Til viðbótar þessum hugsanlegu skýring- um á neikvæðri þróun gengis sjávarútvegs- fyrirækja á aðallista Kauphallarinnar má nefna að fjárfestar líta ef til vill svo á að fjár- festing í sjávarútvegi feli í sér pólitíska áhættu. Ástæðan er sú að þrýst er á um rót- tækar breytingar á stjórnkerfi fiskveiða og rökrétt er að sú óvissa sem því fylgir komi fram í hærri ávöxtunarkröfu og þar með lægra verði fyrirtækjanna. r sjávarútvegsfyrir- róst saman um 67% haraldurj@mbl.is um ársins og íma og allar m afkomu r nokkrar nna. ur Samherja nam num króna á fyrstu um ársins og dróst 68% frá sama rra. Rekstr- nnkuðu um 4% og rekstri dróst sam- . Framlegðarhlut- aði úr 25,6% í ur þriðja fjórðungs ljónum króna og n um 90%. Fram- all fjórðungsins r 18,7% í 19,0% hlutfall félagsins r 37,3% í 37,9% um til september-  Hagnaður Þormóðs ramma – Sæbergs nam 407 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins og dróst saman um 55% frá sama tímabili í fyrra. Rekstr- artekjur minnkuðu um 9% og veltufé frá rekstri dróst sam- an um 20%. Framlegðarhlut- fallið lækkaði úr 26,4% í 19,7%. Hagnaður þriðja fjórðungs nam 35 milljónum króna og dróst saman um 75% frá sama fjórðungi í fyrra. Fram- legðarhlutfall fjórðungsins lækkaði úr 24,6% í 22,5% milli ára. Eiginfjárhlutfall félagsins hækkaði úr 29,6% í 35,1% frá áramótum.  Hagnaður Þorbjörns Fiskaness nam 186 millj- ónum króna á fyrstu níu mán- uðum ársins og dróst saman um 76% frá sama tímabili í fyrra. Rekstrartekjur minnk- uðu um 16% og veltufé frá rekstri dróst saman um 17%. Framlegðarhlutfallið lækkaði úr 26,8% í 22,2%. Tap þriðja fjórðungs nam 128 milljónum króna en á sama tímabili í fyrra var 34 milljóna króna tap. Framlegð- arhlutfall fjórðungsins lækk- aði úr 18,2% í 16,2% milli ára. Eiginfjárhlutfall félagsins lækkaði úr 31,2% í 30,4% frá áramótum til septemberloka.  Hagnaður Vinnslustöðv- arinnar nam 216 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins og dróst saman um 76% frá sama tímabili í fyrra. Rekstrartekjur minnkuðu um 14% og veltufé frá rekstri dróst saman um 42%. Fram- legðarhlutfallið lækkaði úr 34,9% í 31,3%. Tap þriðja fjórðungs nam 137 milljónum króna en á sama tímabili í fyrra var 48 milljóna króna tap. Framlegð- arhlutfall fjórðungsins hækk- aði úr 23,0% í 23,3% milli ára. Eiginfjárhlutfall félagsins lækkaði úr 28,6% í 25,9% frá áramótum til septemberloka.  Hagnaður Tanga nam 134 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins og dróst saman um 57% frá sama tímabili í fyrra. Rekstrar- tekjur minnkuðu um 20% og veltufé frá rekstri dróst sam- an um 35%. Framlegðarhlut- fallið hækkaði úr 14,3% í 26,4%. Hagnaður þriðja fjórðungs nam 86 milljónum króna en á sama tímabili í fyrra var 24 milljóna króna tap. Framlegð- arhlutfall fjórðungsins hækk- aði úr 8,7% í 42,0% milli ára. Eiginfjárhlutfall félagsins hækkaði úr 31,1% í 32,5% frá áramótum til september- loka.  Hagnaður Síldarvinnsl- unnar nam 296 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins og dróst saman um 82% frá sama tímabili í fyrra. Rekstrartekjur minnkuðu um 24% og veltufé frá rekstri dróst saman um 19%. Fram- legðarhlutfallið hækkaði úr 18,4% í 22,0%. Tap þriðja fjórðungs nam 99 milljónum króna en á sama tímabili í fyrra var 100 milljóna króna hagnaður. Framlegðarhlutfall fjórðungs- ins hækkaði úr 20,4% í 22,3% milli ára. Eiginfjárhlutfall félagsins lækkaði úr 27,0% í 25,5% frá áramótum til septemberloka. aðallista Kauphallarinnar Geymdu það ekki til morguns sem við getum gert í dag. Eins og skot Sími: 505 0400 Fax: 505 0630 www.icelandaircargo.is Ný sending! 100 ferðir á viku til 13 áfangastaða í USA og Evrópu tryggja þér stysta mögulega flutningstíma með hagkvæmasta hætti sem völ er á. Hér fyrir neðan sérðu dæmi um verð frá USA og Evrópu og upptalningu á þeirri þjónustu sem innifalin er í verðinu. Við veitum þér alhliða þjónustu í öllum þáttum, s.s. gerð tollskjala og við færum þér vöruna beint upp að dyrum. Geymdu það ekki til morguns sem við getum gert í dag. Verðdæmi Osló 19.500kr./100 kg m.v. flug frá Gardermoen til Keflavíkur. Afgreiðslugjald á báðum flugvöllum innifalið. Tökum einnig að okkur tollskýrslugerð og heimakstur gegn vægu gjaldi. CARGO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.