Morgunblaðið - 27.11.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.11.2003, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2003 B 13 NVIÐSKIPTI og þjónustu. Vissulega er þetta rétt, en aðeins jafn langt og það nær. Iðnaðurinn mikilvægur fyrir öflun gjaldeyris Það sem margir átta sig ekki á er að hlutur sjávarútvegs í öflun út- flutningstekna fer minnkandi. Sú þróun hefur verið nær óslitin und- anfarna áratugi. Mynd 2 sýnir að hlutur sjávarútvegs er kominn nið- ur í 36% af gjaldeyristekjum þjóð- arbúsins í ár en hann hefur verið á bilinu 38–40% undanfarin ár og um 46% árið 1998. Ástæðan er annars vegar að fiskveiðar hafa dregist saman og verð sjávarafurða, sem var orðið hátt, hefur lækkað aftur og er nú nálægt meðaltali und- anfarinna ára. Hins vegar hefur hlutdeild iðnaðar í heild aukist úr 16 í 20% af gjaldeyristekjunum á sama tíma. Iðnaður aflar nú einnar af hverjum fimm krónum af út- flutningstekjum þjóðarinnar. Hlut- deild iðnaðar hefur farið vaxandi með meiri stóriðjuútflutningi. Hlutur stóriðju hefur farið úr 10 í 13%. Það sem mörgum yfirsést er að önnur iðnfyrirtæki hafa einnig verið í mikilli sókn á alþjóðlegum mörkuðum undanfarin ár. Þannig hefur útflutningur lyfja og lækn- ingatækja aukist úr hálfu pró- sentustigi árið 1998 í 3% af gjald- eyristekjum árið 2003. Aðrar greinar iðnaðar skýra um 4%. Þá hafa þjónustugreinar eins og ferðalög aukið hlutdeild sína úr 7 í 8%, og samgöngur, úr tæpum 15 í rúm 18%. Skipting útflutningstekna Þegar stóriðjuframkvæmdum verður lokið í kringum 2008 má gera ráð fyrir að iðnaður í heild muni afla einnar af hverjum þrem- ur krónum af útflutningstekjum þjóðarinnar, til jafns við sjávar- útveg og ferðaþjónustu og sam- göngur. Oft gleymist að mörg iðn- og þjónustufyrirtæki eru í alþjóðlegri samkeppni á heimamarkaði. Þessi fyrirtæki keppa við innflutninginn. Því betur sem þeim verður ágengt, því minni verður innflutningurinn, viðskiptahallinn og skuldasöfnun þjóðarinnar erlendis. Jafnvel þótt mörg þessara fyrirtækja noti inn- flutt hráefni skapar starfsemi þeirra mikilvæg verðmæti með starfsmönnum og fastafjármunum fyrirtækisins. Slík fyrirtæki eru jafn mikilvæg fyrir þjóðarbúið og þau sem selja afurðir erlendis. Þau fyrrnefndu spara gjaldeyri en hin síðarnefndu afla gjaldeyristekna. Innlendur markaður er hluti af hinum alþjóðlega markaði. Erfið starfsskilyrði Þótt samkeppnisgreinar skapi aukinn hluta af gjaldeyristekjum þjóðarinnar hefur gengi íslensku krónunnar haft mikil og neikvæð áhrif á þróun þeirra. Sjávarút- vegur er ekki undanþeginn þeim áhrifum frekar en iðnaður eða ferðaþjónusta. Miklar sveiflur í raungengi krónunnar hafa haft slæm áhrif á þróun alþjóðlegra viðskipta fyrirtækja okkar. Háu raungengi eins og núna fylgir minni útflutningur og aukinn inn- flutningur og halli á erlendum við- skiptum. Að meðaltali hefur raun- gengið verið of hátt en það skýrir af hverju þjóðarbúið er oftast með töluverðan viðskiptahalla. Það sést best á því að jafnvel þegar raun- gengið lækkar mikið verður af- gangurinn ekki samsvarandi mik- ill. Nú stefnir í að hágengi verði viðvarandi næstu missiri. Bæði verður mikið innflæði erlends fjár- magns vegna stóriðjuframkvæmda og síðan er viðbúið að vextir hækki vegna verðbólguþrýstings sem hvort tveggja hefur áhrif til að styrkja gengið. Besta leiðin til að draga úr þörfinni á vaxtahækkun er að beita aðhaldi í opinberum fjármálum og nýta erlent vinnuafl til að draga úr umframeftirspurn á vinnumarkaði. Í hinu nýja hagkerfi er það liðin tíð að hægt sé að treysta á fiskinn í hafinu til að færa okkur björgina á meðan verðbólga og gengissveifl- ur rústa öðrum greinum. Ef stjórnmálamenn vilja stuðla að fjölbreyttu atvinnulífi og háu atvinnustigi á komandi árum mega þeir ekki skorast undan þeirri ábyrgð að tryggja vaxtarsprotum framtíðarinnar viðunandi starfs- skilyrði með ábyrgri stjórn opin- berra fjármála meðan stóriðju- framkvæmdir standa yfir. Höfundur er hagfræðingur Samtaka iðnaðarins.    !   "  # $  # &  !  "   ' ') .%/ '0 ') &9"%: : 0 ;) 45  ' ,) 1     ' 0)    %        '2 ;)*   7 3) <    '; -) /  "   0( 3) 1    +    , 2) &  +%  =     ( ,) >.:  ? !9 /      "  + ,;;0% /*// /           !   "#    $ ! % $ HOLLENSKA matvörukeðjan Ahold hefur gefið upp hvernig kaupaukagreiðslum til forstjórans verður háttað. Forstjórinn, Svíinn Anders Moberg, neyddist til að gefa eftir kaupaukasamning sem hefði tryggt honum háar kaupauka- greiðslur eftir mikla mótmælaöldu í Hollandi í september. Að sögn Fin- ancial Times mun Moberg fá kaup- auka sem nemur að hámarki 250% grunnlauna hans, ef hann nær öll- um markmiðum sem sett eru og rekstrarárangur verður mjög góður í ár. Kaupaukasamningur forstjór- ans, sem borinn verður undir hlut- hafafund, styðst við sjö mælikvarða sem eiga að sýna stöðu fyrirtæk- isins og hvernig gengið hefur í rekstrinum. Moberg tók við hjá Ahold fyrr á þessu ári eftir að fyrrverandi for- stjóri sagði af sér í kjölfar risavax- ins bókhaldshneykslis. Ahold semur á ný um kaupauka HANDTAK.is hóf starfsemi sína fyrir 2 vikum og hafa nú þegar yfir þúsund SMS-skeyti verið send á milli verktaka og verkkaupa í gegnum markaðskerfið. Yfir 170 verktakar hafa skráð sig en stærsti hluti þeirra er iðnaðarmenn, hönnuðir og forrit- arar. Á sama tíma hafa yfir 200 verk- kaupar skráð sig og sett fram yfir 100 verk fyrir verktakana til að vinna, að því er segir í fréttatilkynningu. Kerfið virkar þannig að verk- kaupar setja inn verklýsingu á þeim verkum sem þeir þurfa að láta fram- kvæma á vef Handtak.is. Þaðan eru samstundis send SMS-skeyti, með grófri verklýsingu, á skráða verktaka. Verktakarnir geta þá farið á Netið, skoðað verkið betur og haft samskipti við verkkaupa. Þessi samskipti fara að miklu leyti fram með SMS-skila- boðum sem er nýjung í markaðskerf- um sem þessum, að því er fram kem- ur í fréttatilkynningu. Verkefni með SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.