Morgunblaðið - 27.11.2003, Side 1

Morgunblaðið - 27.11.2003, Side 1
27. nóvember 2003 Nýjar smáfiskaskiljur, þróun sjávar- útvegs á Norðurlandi og verð á veiði- heimildum í ýsunni hefur hrapað Landiðogmiðin Sérblað um sjávarútveg úrverinu RANNSÓKNASTOFNUN fisk- iðnaðarins hleypti nýverið af stokkunum nýrri og endurbættri heimasíðu á slóðinni www.rf.is. Markmið nýju heimasíðunnar er að gera starfsemi Rf sýnilegri en áður og leit að upplýsingum og ráðgjöf aðgengilegri. Þannig er nú mun auðveldara en áður fyrir utanaðkomandi að nálg- ast sérfræðinga og sérfræðiþekk- ingu innan Rf, þar sem búið er að flokka starfsmenn stofn- unarinnar eftir deildum og þekkingarsviðum. Markmiðið er m.a. að gera það mögulegt að svara fyrirspurnum á skilvirk- ari hátt en áður. Á heimasíðu Rf er ennfremur að finna betri upplýsingar um mörg þeirra verkefna sem unnið er að á stofnuninni, t.d. með því að slá inn leitarorð. Á þetta að auðvelda fólki til muna að finna þau verkefni sem leitað er upplýsinga um, finna viðkomandi verkefnis- stjóra, þá aðila sem að verkefninu koma o.s.frv. Þá má nefna að á síðunni er að finna ýtarlegri ritaskrá en áður, sérstaklega hvað varðar greinar eftir starfsfólk Rf sem birst hafa í vísindatímaritum og bókum á und- anförnum árum. Sem fyrr er einnig hægt að leita í ritasafni Rf, en ógrynni af skýrslum, ritum, tæknitíðindum og öðru prentuðu efni hefur komið út á liðnum áratugum og er margt af því, sérstaklega niðurstöður úr ýmsum grunnrannsóknum og mæl- ingum á sjávarfangi, enn í fullu gildi. Loks má nefna að miklu að- gengilegra er að fletta upp göml- um fréttum sem birst hafa á heimasíðu Rf á s.l. misserum, en þar kennir ýmissa grasa. Rf byrj- aði að flytja stuttar fréttir á heimasíðu sinni í árslok 2000, bæði fréttir af starfsemi Rf sem og öðru sem talið var áhugavert fyrir ís- lenskan matvælaiðnað og almenn- ing. Má í því sambandi nefna að í maí 2001 birtist þar t.a.m. umfjöll- un um vaxandi markaðshlutdeild þorsks frá Kína á markaði í Bandaríkjunum. Breytt og bætt heimasíða RF SÍLDVEIÐI hefur gengið sæmi- lega undanfarna daga og unnið var alla helgina við vinnslu síldar í fisk- iðjuveri Síldarvinnslunnar í Nes- kaupstað. Birtingur NK, Björg Jóns- dóttir ÞH og Súlan EA sjá vinnslunni fyrir hráefni og hafa komið með nægt hráefni undanfarið, þrátt fyrir að fremur lítill kraftur hafi verið í veiðunum, og vinnsla haldist stöðug. Í vikinnu komu Björg Jónsdóttir með um 150 tonn og Súlan með um 300 tonn, og Birtingur var á landleið með afla. Nokkuð samfelld vinnsla hefur verið frá því síldveiði hófst í haust og flesta daga verið unnin síld. Síldin hefur verið óvenju smá, en það sem hæft hefur verið í vinnslu til manneldis er flakað og ýmist fryst eða saltað. Nú er búið að salta flök og bita í um 6.000 tunnur og frysta um 2.500 tonn frá því vinnsla hófst í haust. Síldin unnin í Neskaupstað. Samfelld vinna í síldinni FISKIÐJUSAMLAG Húsavíkur Rækjuvinnsla og Eskja á Eskifirði hafa gert með sér samkomulag þess efnis að Eskja leggi allar rækjuveiði- heimildir sínar inn í FH Rækju- vinnslu ásamt búnaði sínum til rækju- vinnslu. Fyrir það fær Eskja á móti hlut í FH Rækjuvinnslu sem nemur um 34%. Heimildir Eskju til rækjuveiða eru tæp 5% af úthlutuðum aflaheimildum, um 980 tonn miðað við núverandi út- hlutun sem er 20.000 tonn alls. Engin rækjuvinnsla hefur verið hjá Eskju um nokkurt skeið, en henni var hætt vegna erfiðleika í rekstri. Eftir þessi viðskipti er FH Rækju- vinnsla komin með 17,5% af rækju- kvótanum eða um 3.500 tonn. Stefnt er að því að félagið nái um 20% af rækjuveiðiheimildum í úthafsrækju við Ísland og verði með hámarkshag- kvæmni í veiðum og vinnslu á rækju, um 10.000 tonnum árlega, en það er núverandi afkastageta verksmiðjunn- ar á Húsavík. Jafnframt er stefnt að því að eiginfjárstaða félagsins verði mjög sterk eða 75%. Samhliða þessum viðskiptum skiptast Eskja og FH Rækjuvinnsla á skipum. Eskja fær rækjufrystiskipið Ask frá FHR og verður það búið til ís- fiskveiða. Þess í stað fær FHR bátana Votaberg og Guðrúnu Þorkelsdóttur og togarann Hólmanes. Verða þau skip gerð út á ísrækju, en stefnt er að því að um helmingur hráefnis til vinnslu hjá FHR verði ísrækja af eig- in bátum og öðrum en hinn helming- urinn iðnaðarrækja. FHR á einnig rækjufrystitogarann Gissur, en ekki er ljóst hvað gert verður við hann. Þessi viðskipti koma í kjölfar þess að rækjuvinnsla og bolfiskvinnsla Fiskiðjusamlags Húsavíkur voru að- skildar og stofnað sérstakt félag um hvort tveggja. Þá var samið við út- gerðarfélagið Ljósavík í Þorlákshöfn um kaup á tveimur rækjuskipum fé- lagsins, Aski ÁR og Gissuri ÁR, ásamt aflaheimildum sem nema um 6% af heildarúthafsrækjukvótanum. Að loknum þessum viðskiptum verður hlutur Fiskiðjusamlags Húsa- víkur, bolfiskvinnslu í FHR 40%, Eskja verður með 34% og aðrir aðilar, Húsavíkurbær, Ker hf. og Trygginga- miðstöðin, með minna. Rækjukvóti Eskju flyzt til Húsavíkur Eskja verður með 34% hlut í FH rækjuvinnslu og félögin skiptast á skipum Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Rækjan unnin hjá FHR á Húsavík. FISKÁT getur haldið börnum og unglingum frá glæpum samkvæmt rannsóknum frá eyjunni Mauritius. Sé börnum gefið mikið af fiski að borða frá þriggja ára aldri, eru 64% minni líkur á því að þau verði komin á sakaskrá við 23 ára aldur, en þau sem fengu lítið eða ekkert af fiski að borða. Jafnframt eru 35% minni lík- ur á því að þau hafi leiðzt út í glæp- samlegt athæfi án þess að það hafi komizt upp. Reynist þessi könnun marktæk, ætti ekki að verða vandi að selja fisk í framtíðinni. Fiskát dregur úr glæpahneigð Spjaldadælur Einfaldar, tvöfaldar, þrefaldar Stærðir: 6 - 227 cm3/sn. T6 240 bar, T7 300 bar Spilverk ehf. Skemmuvegi 8, 200 Kópavogi, sími. 544 5600, fax. 544 5301

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.