Morgunblaðið - 27.11.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.11.2003, Blaðsíða 4
Íslenskur sjávarútvegur stendur nú frammi fyrir meiri ogharðari samkeppni en um langt skeið. Vinnsla sjávarafurða íláglaunalöndum á borð við Kína hefur þegar haft verulegáhrif á mörkuðum og skaðleg áhrif á sjávarútveg í ýmsum löndum, s.s. í Noregi. Íslenskur sjávarútvegur hefur þegar brugð- ist við þessari nýju ógn með aukinni áherslu á útflutning á fersk- fiski og er það vel. Það er hinsvegar ljóst að samkeppnin á eftir að harðna og þá reynir á samstöðu allra innan greinarinnar. En má gera ráð fyrir slíkri samstöðu? Sjávarútvegurinn hefur á sér þá ímynd að þar logi allt í illdeilum, þar snúist allt um að hver skari eld að sinni köku með því að níða skóinn niður af öðrum, burtséð frá afleiðingunum og hag þjóðarbúsins í heild. Ráðstefna sem Útvegsmannafélag Norðurlands hélt á dögnum einkenndist nokkuð af þessari umræðu. Þar var því meðal annars haldið fram að ímyndarvandinn væri heimatilbúinn og á ábyrgð stjórnmálamanna. Sjávarútveginum stæði þannig meiri ógn af neikvæðri og ábyrgðarlausri umræðu á Alþingi en öllu Kínaveldi! Þótt sjávarútveg- urinn og fiskveiðistjórnunarkerfið séu síður en svo hafin yfir gagnrýni verða sjórnmálamenn að stíga var- lega fram í gagnrýni sinni því hags- munir heildarinnar eru miklir og sennilega aldrei meiri en einmitt nú. Umrædd ráðstefna var um margt fróðleg og mjög vel sótt. Það vakti hinsvegar athygli aðstandenda hennar og nokkurra frummælenda að ráðstefnuna sat aðeins einn þingmaður, Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar. En ábyrgðin er síður en svo aðeins hjá stjórnmálamönnunum. Það er mun frekar hagsmunaaðilanna að stuðla að jákvæðri um- ræðu. Það eru jú jafnan þeir sem deila. Og nú er rétta tækifærið til að ná hinni margumtöluðu sátt um sjávarútveginn. Þó að nú styttist mjög í kjaraviðræður milli sjómanna og útvegsmanna er ekki að heyra að þar sé gert ráð fyrir viðlíka átökum og í und- anförnum viðræðum. Það má til dæmis merkja af starfi úrskurð- arnefndar sjómanna og útvegsmanna að nú ríkir meiri sátt um fiskverðsmálin en um langt skeið hafa þau verið helsta þrætuepli hagsmunaaðila í sjávarútvegi og hafa leitt til verkfalla sem hafa skaðað greinina í heild. Í slíkum átökum falla oft stór orð og við það skaðast ímynd greinarinnar. Það veldur síðan því að ungt fólk velur síður að starfa við greinina eða mennta sig til starfa á sviði sjávarútvegs. Þetta er áhyggjuefni og um það eru allir sammála. Það er hinsvegar ljóst að ekki næst sátt nema allir hlutaðeig- andi aðilar séu tilbúnir til að slá af kröfum sínum og mætast þann- ig á miðri leið. Og ábyrgð þeirra er mikil. Það er forgangsverkefni að breyta ímynd sjávarútvegsins svo greinin fái að eflast og dafna og vera þannig í stakk búin til að mæta þeirri hörðu samkeppni sem framundan er. BRYGGJUSPJALL Helgi Mar Árnason Sátt í sjónmáli Nú er rétta tæki- færið til að ná hinni margumtöl- uðu sátt um sjáv- arútveginn. hema@mbl.is BÁTASMIÐJAN Mótun hefur tekið í notkun nýja aðferð til að steypa trefjaplastbáta. Er hér um að ræða mestu breytingar sem orðið hafa í trefjaplastiðnaði um áratuga skeið. Trefjaplastbát- ar hafa verið handlagðir í hartnær þrjá ára- tugi, þ.e. lögð er trefjamotta í sér- stakt mót og lím borið yfir mottuna með handverkfærum. Þessu verk- lagi fylgir talsverður sóðaskapur og uppgufun ýmissa efna sem seint geta talist holl heilsu manna. Fyrir um tveimur árum hófu er- lendar bátasmiðjur að beita nýrri tækni við smíði trefjaplastbáta, tækni sem eykur gæði framleiðsl- unnar og framleiðsluhraða um nærri þriðjung. Í nýju aðferðinni felst að nú er framleiðsluferlið að mestu lokað. Þurrefnunum eða glertrefjunum er raðað í mót og loftþétt filma lögð yfir. Límið er síð- an sogað inn í trefjamotturnar með undirþrýstingi. Þannig verður vinnuumhverfið mun heilsusamleg- ara og öll lykt nánast hverfur. Í Bandaríkjunum verður til dæmis bannað að handleggja trefja- plastbáta um áramótin 2004/2005 og verða þá allar bátasmiðjur að vera búnar að tileinka sér þessa tækni. Með hinni nýju tækni verður öll framleiðsla mun einsleitari og gæði trefjaplastbátanna þau sömu. Auk þess verða bátarnir talsvert léttari því glerinnihald trefjaplastsins verður hærra og bátarnir verða um leið sterkari. Einnig má geta þess að ekkert loft er í trefjaplasti sem steypt er með þessari aðferð, en það hefur mikil áhrif á gæði og styrk. Það eru í raun engin takmörk fyr- ir því hversu stóra báta eða skip er hægt að smíða með þessari aðferð, til dæmis eru stærstu skip sem smíð- uð hafa verið úr trefjaplasti 73 metra löng og er 105 metra langt skip á teikniborðinu. Það sem koma skal Hin nýja aðferð er flokkuð sem há- tækniframleiðsluaðferð. Öll hjálp- arefni sem notuð eru til að steypa báta með þessari aðferð eru fengin frá birgja sem selur hliðstæð efni til flugvélaverksmiðja Boeing og Air- bus. Það er heildverslun Ásgeirs Sigurðssonar ehf. sem flytur inn þann búnað sem þarf til að beita hinni nýju aðferð og öll efni sem til þarf. Bátasmiðjan Mótun hefur tekið hin nýju tækni í gagnið og segir Regin Grímsson bátasmiður að þessi aðferð sé það sem koma skal í trefjaplastiðnaði. „Þessi tækni er eina þróunin sem orðið hefur í trefjaplaststeypun í nærri þrjá ára- tugi og því óhætt að fullyrða að hér sé um byltingu að ræða. Við erum rétt að byrja að tileinka okkur þessa aðferð en það er deginum ljósara að gæði trefjaplastsins verða mun meiri, enda verður það loftlaust. Plastið verður bæði sterkara og léttara sem vitanlega er mikilvægt í bátasmíði. Þegar við verðum síðan búnir að ná góðum tökum á verk- laginu geri ég ráð fyrir að fram- leiðsluhraðinn aukist umtalsvert. Síðan er þessi aðferð mun þrifalegri og heilsusamlegri en sú gamla. Ég er sannfærður um að allir sem smíða báta úr trefjaplasti verði bún- ir að tileinka sér þessa aðferð áður en langt um líður,“ segir Regin. Ný og betri aðferð tekin upp við smíði trefjaplastbáta Eykur styrk og gæði og bætir vinnuumhverfið verulega Regin Grímsson Morgunblaðið/Þorkell Með nýju aðferðinni er glertrefjunum raðað í mót og loftþétt filma lögð yfir. Límið er síðan sogað inn í trefjamotturnar með undirþrýstingi. LEIGUVERÐ á ýsu hefur nánast hrunið undanfarna mánuði og nú er greitt um 85% lægra verð fyrir kílóið en á fiskveiðiárinu 2001/2002. Þá hef- ur verð á varanlegum ýsukvóta einnig lækkað verulega og er skýringin auk- ið framboð á kvóta. Nú eru greiddar 20–22 krónur fyrir leigu á kílói af ýsu í krókaflamarks- kerfi en á síðasta fiskveiðiári var verðið jafnan á bilinu frá 65 til 80 krónur. Á fiskveiðiárinu 2001/2002 var verðið hins vegar um 120 krónur og hefur það því lækkað um 85% síð- an. Eins hefur verð á varanlegum ýsu- kvóta í krókaflamarkskerfi lækkað verulega. Nú eru greiddar um 200– 240 krónur fyrir kílóið af varanlegum ýsukvóta en á síðasta fiskveiðiári var algengt verð á bilinu frá 320 til 400 krónur. Á fiskveiðiárinu 2001/2002 fór verðið hæst í 560 krónur og er því nú um 60% lægra. Eggert Sk. Jóhannesson hjá Skipa- miðluninni Bátum og kvóta segir að svipuð verðþróun hafi orðið á ýsu- kvótanum í aflamarkskerfinu. Hann segir að verðið hafi aldrei áður farið svo neðarlega og um sé að ræða sögu- lega niðursveiflu. „Þetta er mjög óvenjulegt ástand miðað við það sem venja er á undanförnum fiskveiðiár- um. Skýringuna á þessu lága verði á ýsunni má rekja til mikils framboðs, enda hefur ýsan ekki sætt skerðing- um í kvóta við undanfarnar úthlutan- ir. Jafnframt sem markaður erlendis er takmarkaður fyrir ýsuna. Menn telja að botninum sé náð og verðið hljóti að hækka úr þessu.“ Margir veðja á línuívilnun Eggert segir að verð á þorski hafi hins vegar á sama tíma hækkað um- talsvert á milli ára og náð hámarki um síðustu fiskveiðiáramót. „Það eru miklar vonir bundnar við vinnu sjáv- arútvegsnefndar og væntanlegt frumvarp um línuívilnun. Samkvæmt þeim upplýsingum sem hafa komið fram í fjölmiðlum og haft hefur verið eftir einum af nefndarmönnunum ætti línuívilnunin að nema frá 20– 50%. Umtalsverð viðskipti hafa verið með þorskkvóta að undanförnu og eru menn þar í mörgum tilvikum að veðja á að línuívilnunin nái fram að ganga.“ Eggert segir jafnframt viðvarandi skort á kvóta í keilu og löngu og séu fjölmargar útgerðir í talsverðum vanda vegna þess hve takmarkað framboð er á þessum tegundum. „Á þeim forsendum eru vonir bundnar við að ríkisvaldið komi til móts við þessar útgerðir með línuívilnun eða með einhverjum öðrum hætti.“ Verðhrun á ýsukvóta Um 60% lækkun á varanlegri hlutdeild og 85% lækkun á leiguverði (//% '/( (//( '/) '3 4    (//% '/( (//( '/) '3            !"  #     !" 0 5 6 2 BRÁÐABIRGÐA nið- urstaða vísindamanna og sérfræðinga um fisk- veiðistjórnun sýnir að veið- ar á alaskaufsa eru sjálfbærar og þeim stjórnað á ábyrgan hátt í sam- ræmi við viðmið Marine Stewar- dship Council. Því geti hann fengið umhverfismerki MSC. Endanleg ákvörðun um vottunina hefur þó ekki verið tekin enn. Þetta á við um veiðar Bandaríkjanna á al- askaufsa við Alaska, en heildarafli þar var 1,4 milljónir tonna á síðasta ári. Þessar veiðar eru því hinar um- svifamestu við Bandaríkin og þessi fisktegund er mest veidda botnfisk- tegund í heimi. Aðrar miklar veiði- þjóðir eru Rússar og Kínverjar svo dæmi séu tekin. Þessar veiðar, sem stundaðar eru í Beringshafi og við Aleuta-eyjar, skila á land um það bil þriðjungi af heildarafla Bandaríkjamanna. Þá er að vænta bráðabirgðaniðurstöðu um veiðar á ufsa, sem stundaðar eru á Alaskaflóa, en þær eru mun minni í sniðum. Stofninn þar hefur heldur ekki verið í jafngóðum vexti og í Beringshafinu og leyfilegur heild- arafli hefur verið minnkaður. Þrátt fyrir að rannsóknir á ufsa- stofninum í Barentshafi séu taldar einhverjar þær beztu í heimi og veiðistjórnun sömuleiðis, hafa þess- ar veiðar verið undir stöðugum árásum umhvefisverndarsinna. Ástæðan er að steller-sæljón lifa á sömu slóðum, en á tíunda áratugn- um dróst stofn þeirra verulega sam- an og því eru sæljónin á lista yfir dýr í útrýmingarhættu. Friðunar- sinnar fullyrða að veiðarnar hafi valdið þessu og vilja að dregið verði úr þeim svo sæljónin fái nóg að éta og drepist ekki í veiðarfærum fiski- skipanna. Nokkur ágreiningur hef- ur á undanförnum misserum risið upp milli umhverfisverndarsinna og MSC. Friðunarsinnum þykir að MSC teygi sig of langt til að heimila vottun á tilteknum veiðum og fylgi þar ekki varúðarreglunni svoköll- uðu. Veiðar á ufsa við Alaska sjálfbærar? $" 4  47 4 8  '" 4  47 8  ( " % 4  47 8   % )" 4  47 8   %&9/ ,-9- (,.9+ -9, +)9* (+(9* %9- (/9- %%-9. -9. +%9- &&9, &*   7         7         : "6 ;6    5       5       5     (,/ (*/ ((/ (// %./ %,/ %*/ %(/ %// %,/ %*/ %(/ %// ./ ,/ */ (/ / %,/ %*/ %(/ %// ./ ,/ */ (/ / *// )+/ )// (+/ (// %+/ %// +/ / )% $  ! "%+)% $  8% %9!("%"%  (% $ 4' 4' 4'                                                  + % , "-. 8%(. 66  6   <  (+4 54  /"  %,- 4' 9 !"%%. 4'  %*( 4' 64  => $!"% +   8%),  6   < *-4 46%(,9* 6  %-. 4'  /9- 6 " .- 4'    !  !  !   :% !" # ()( %++ %%, %*( %(& .* ? ? %*(

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.