Morgunblaðið - 28.11.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.11.2003, Blaðsíða 6
6 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 28|11|2003 MORGUNBLAÐIÐ Ó nei, ÞAÐ Morgunblaðið/Árni Torfason  Ekkert er betra en að vera í heitum potti í skammdegismyrkrinu og láta snjóa á hausinn á sér. Leiðin úr sturtunum út í pott er reyndar væg pynting en þegar í pottinn er komið er þetta vel þess virði.  Heitt kakó hefur annað bragð en venjulega ef það er drukkið í snjóaveðri.  Hægt er að skoða tvö snjókorn í smásjá og athuga hvort þau eru eins. Upplagt fyrir nema í raunvísindadeild Háskóla Íslands.  Snjókast er afskaplega rómantískt en einnig er hægt að fara í snjóglímu.  Snjóenglar fegra umhverfið.  Að fara í sánu og velta sér nakinn í snjónum er hinn mesti unaður. Þeir allra hörðustu berja sig með trjáknippum í sánunni. Klassískt og finnskt.  Kinnarnar verða rjóðar og andlitsfegurðin því meiri en ella.  Vetraríþróttir á borð við skíði, snjóbretti og skauta eru hollar og góðar. Gamla góða snjóþotan er samt einföldust.  Garpar hreiðra um sig í góðum svefnpoka og sofa úti í snjónum. – Hver man ekki eftir því að hafa átt sínar bestu stundir sitjandi í snjóhúsi með kerti og kakó?  Að spila fótbolta í snjónum er góð skemmtun.  Snjóskúlptúrar geta tekið á sig ýmsar myndir en gamli snjókallinn með gulrótarnefið er klassískur.  Rómantískast af öllu er að fara út á nístingsköldum vetrarmorgni, skafa af bílnum og setja hann í gang fyrir elskuna sína.  Gott er að borða snjó. Snjórinn er ekki bara til leið- inda eins og kann að virðast við fyrstu sýn. Þegar snjóar er nefnilega margt skemmti- legt hægt að gera auk þess sem öll hljóð utandyra verða einkennilega dempuð þegar snjór er yfir öllu … SNJÓAR… Snemma hausts 2002 hélt undirritaður við annan mann til Bournemouth í Suður-Englandi í þeim tilgangi að leggja stund á framhalds- nám í stjórnun og alþjóðaviðskiptum við Uni- versity of Bournemouth. Við námsfélagarnir vissum ekki mikið um Bournemouth áður en haldið var af stað til Englands. Við höfðum gert okkur í hugarlund að Bournemouth væri rólegur og íhaldssamur bær sem einkum drægi til sín ellilífeyrisþega frá London og erlend ungmenni er hygðu á stutta dvöl við þá þekktu enskuskóla er finn- ast á staðnum. Jafnframt pökkuðum við niður skjólgóðum regnfatnaði til þess að takast á við þau miklu rigningaveður er við töldum okk- ur eiga í vændum eftir að hafa lesið kynning- arefni skólans fyrir erlenda námsmenn. Við vorum engu að síður fullir eftirvæntingar að takast á við ný verkefni við Bournemouth- háskóla, ekki síst í ljósi þess að skólinn nýtur sífellt vaxandi virðingar og vinsælda. Það er hins vegar skemmst frá því að segja að okkur skjátlaðist verulega um Bournemouth, enda átti þessi hlýi og lifandi bær eftir að koma þægilega á óvart. Bournemouth og næsta umhverfi hennar eru klárlega á meðal helstu náttúruperla suð- urstrandar Englands. Fegurð Bournemouth er fjarri því að einskorðast við ströndina því að þar er að finna marga fallega útivistarstaði og byggingar að ógleymdum lifandi miðbæ. Í hjarta miðbæjarins er að finna einn þess- ara skemmtilegu útivistargarða sem býður m.a. upp á heimsókn í stóran loftbelg. Er óhætt að segja að hið mikilfenglega útsýni úr loftbelgnum hafi bætt fyrir þá lofthræðslu er greip undirritaðan um borð í belgnum. Mann- lífið í Bournemouth er engu síðra, enda er það mjög fjölbreytt eins og vænta má í samfélagi sem telur hátt í 200.000 manns. Velmegun meðal íbúanna er með því besta sem gerist í Bretlandi og hefur Bournemouth lengi verið eitt sterkasta vígi breska Íhaldsflokksins. Bæjarbúar eru þó fjarri því að vera íhalds- samir fram úr hófi því að þeir eru flestir frjáls- lyndir og umburðarlyndir í garð þeirra fjöl- mörgu minnihlutahópa sem þrífast í Bournemouth. Ekki þarf að efast um það að stóraukinn straumur námsmanna hvaðanæva úr veröldinni hefur haft mikil áhrif, en erlendir námsmenn sveipa bæinn alþjóðlegum blæ. Nám okkar tvímenninganna við Bourne- mouth-háskóla var krefjandi og tók daglegur undirbúningur fyrir námið drjúgan tíma. Samt sem áður gafst tími til líkamsræktar, þátttöku í háskólaknattspyrnu og rannsóknarferða á knæpur, kaffi- og veitingahús. Jafnframt reyndum við eftir megni að blanda geði við inn- fædda og tileinka okkur ýmsa siði ungra Breta. Þannig var reglulega haldið á einhverja af þeim fjölmörgu knæpum sem miðbærinn býður upp á til þess að fylgjast með knatt- spyrnu. Það er óhætt að segja að þar hafi ver- ið glatt á hjalla og ljóst að Englendingar kunna að skapa skemmtilega stemmningu. Nætur- lífið var einnig skoðað þegar því var komið við, enda ljóst að vart er hægt að finna skemmt- anaglaðari þjóð en einmitt Breta. Helgarferðir til London, lifandi ströndin og gnægð spenn- andi tónleika varð líka til þess að dreifa hug- anum. Af persónulegum ástæðum ætlar und- irritaður þó lítt að fjalla um tíðar heimsóknir okkar námsfélaganna á karaoke-keppnir sem njóta mikilla vinsælda meðal innfæddra. Læt e.t.v. nægja að segja að þrátt fyrir ágæt tilþrif hafi árangurinn verið undir væntingum. Í hnotskurn er Bournemouth lifandi staður með þægilegu veðurfari (keypti aldrei regnhlíf) þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi. Skipt- ir þá engu hvort haldið er í nám eða komið í stutta heimsókn. Bournemouth kemur á óvart! LÍFIÐ Í BOURNEMOUTH LÁRUS ARI KNÚTSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.