Morgunblaðið - 28.11.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.11.2003, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28|11|2003 | FÓLKÐ | 9 fo lk id @ m bl .is Frá mánudegi til fimmtudagsSunnudagur Herferð gegn alnæmi Stjörnum prýddum tónleikum í Höfðaborg útvarpað á Rás 2 á mánudag, kl. 22.10 til miðnættis. Á meðal flytjenda eru Queen, Beyoncé, The Corrs, Paul McCartney, Peter Gabriel, Bono og Anastacia. Liður í herferð Nelsons Mandela gegn alnæmi, þar sem hann ákallar öll ríki til að lýsa yfir alþjóðlegri neyð. Í Afríku deyja um 6.500 manns daglega úr alnæmi. Þar hafa 17 milljónir látist og er talið að um 30 milljónir séu sýktar. Mósaík Kl. 20.45 Í Mósaík á þriðjudag í Sjónvarpinu er rætt við rithöfundinn Hanif Kureishi sem var á meðal þeirra sem sóttu bókmenntahátíð heim á haust- dögum. Sólheimar Sýning 14 listamanna frá Sól- heimum í Grímsnesi á Kjar- valsstöðum. Myndir unnar með pastellitum, vaxlitum, vatns- og trélitum, útsaums- myndir, tré- og leirmunir. Fimmtudags- forleikur Ríkið, Heiða og Heiðingjarnir og fleiri hljómsveitir spila á Fimmtudagsforleik Hins hússins. Hátíðartónleikar Kl. 20. Kór Háteigskirkju flytur verk Mozarts og Vivaldis með ein- söngvurum á 50 ára starfsafmæli. Þrívíður skuggi Kl. 17 Áslaug Arna Stefánsdóttir með Kynsl í Galleríi Skugga, hugleið- ingu um átök efnis og anda í formi þrí- víðrar innsetningar. Gaukurinn Megasukk með tónleika. Stórleikur Kl. 15.55 Leikur Chelsea og Manchester United í beinni á Sýn. Samkvæmisdans er tignarleg íþrótt og ókrýndur konungur hennar á Íslandi er Heiðar Ástvaldsson, sem stundað hefur kennslu í heil 47 ár. Hann vill gera sam- kvæmisdans að skyldu á elliheimilum. Segðu mér Heiðar, hvort er samkvæm- isdans íþrótt eða listgrein? „Hann er hvort tveggja, eftir því frá hvaða sjónarhorni er á hann horft. Hann er bæði líkamleg og andleg íþrótt. Ég þekki enga íþrótt sem er jafngóð andlega og lík- amlega.“ Menn komast í góða æfingu? „Já, að sjálfsögðu. Það fer þó allt eftir því hversu mikið er á sig lagt.“ Hvaða andlegu áhrif hefur samkvæm- isdans? „Nú var ég að koma frá Kúbu, þar sem ég var að kynna mér salsa og þar varð ég var við mikla fátækt hjá fólki. Samt var það brosandi og ánægt. Ég er sannfærður um að tvennt veldur brosinu hjá því; dansinn og tónlistin. Hvort tveggja er svo upplífgandi fyrir andann.“ Hvað þurfa góðir dansarar að hafa? „Ég hefði nú haldið að það væri með góðri samvisku hægt að segja um dansinn eins og aðra hluti, að númer eitt, tvö og þrjú væri að hafa áhuga og vilja.“ Geta allir dansað samkvæmisdans? „Hin almenna regla er sú, já. Ég get talið á fingrum annarrar handar þá sem ég hef þurft að segja að snúa sér að einhverju öðru á þeim 47 árum sem ég hef kennt dans.“ Er einhvern tímann of seint að byrja? „Nei. Hitt er svo annað mál að því fyrr, því betra. Nú er samkvæmisdans orðinn skyldu- fag í grunnskólum og ef ég mætti ráða væri hann líka skylda á elliheimilum.“ Geturðu slumpað á hversu margir stunda samkvæmisdans á Íslandi núna? „Það er erfitt. Það verður að viðurkenn- ast, að dansinn er í lægð eins og stendur. Það á eftir að breytast, því eins og ég sagði áðan er samkvæmisdans orðinn skyldufag í grunnskólum. Hann á eftir að ná sér á strik, sérstaklega vegna þess að dansinn er innri þörf allra manna.“ Hvernig ber maður sig að sem vill læra samkvæmisdans? „Þá hefur maður samband við einhvern dansskóla og innritar sig á námskeið. Hinir ýmsu dansskólar hafa ýmiskonar námskeið, í margskonar dönsum; gömlu dönsunum, „freestyle“, salsa og svo framvegis.“ Hvernig fötum klæðist maður? „Skófatnaðurinn skiptir þar mestu máli og hin almenna regla er að klæðast skóm með þunnum botni. Það eru til sérstakir skór fyrir samkvæmisdans.“ |ivarpall@mbl.is Morgunblaðið/Þorkell TÍGULEGUR dans ÞETTA VAR VANDRÆÐA- LEGT EN TÆLANDI , - r Heims- tónlist Kl. 17. Franski harmóníku- eikarinn Daniel Mille spilar heims- tónlist á Nasa kl. 17, þjóðlega tónlist bland við djass. Kjallarinn Páll Rósinkrans syngur undir borð- haldi og dansleikur með Stjórninni í Þjóðleikhúskjall- aranum. Stefnumót Kl. 23 Stefnumót Und- irtóna, Blúsbyltan, Hölt hóra, Panil á Grandrokk. Hirð konungs Kl. 15 Sýningarstjór- inn Ívar Brynj- ólfsson með leiðsögn í Listasafni Reykjavíkur um heim Ólafs Magnússonar, konunglegs hirðljósmynd- ara. Bubbi Kl. 21 á þriðjudag. Bubbi Morth- ens með tónleikaröðina 1.000 kossa nótt á Kristjáni X. á Hellu. Sjá aðra tónleika Bubba í Stað og stund á mbl.is. Gúll- assúpa Þjóðlagasveitin Bardukha spilar Balzam- gleðitónlist í há- deginu á Súfist- anum á fimmtu- dag. Tilboð á kraftmikilli ung- verskri gúll- assúpu. 1. desember Hátíðahöld á full- veldisdaginn. Bókabrot Brot af því besta – bókakynning í sam- starfi Borgarleikhúss- ins og Kringlusafns Borgarbókasafnsins á fimmtudag. Kvikmyndasafnið Kl. 20. Kvikmyndin Orðið frá árinu 1955 eftir Carl Dreyer sýnd í Bæjarbíói á þriðjudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.