Morgunblaðið - 28.11.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.11.2003, Blaðsíða 10
NAUÐSYNLEGUR Morgunblaðið/Kristinn Um hvað fjallar nýja myndbandið með Páli Óskari og Moniku? „Lagið sjálft er jólaguðspjallið í ann- arri mynd, nema hvað orðið engill er tekið út og orðið geimvera, eða „spaceman“, sett í staðinn. Mig lang- aði eiginlega til þess að gera jóla- myndband án þess sem venjulega er í jólamyndböndum, eins og jólatré, jóla- sveinar og fleira. Söguþráðurinn er þannig að stúlka verður ófrísk og eign- ast barn, sem er bara ljós. Ljósið tákn- ar vonina.“ Geturðu lifað á þessu? „Nei (hlær). Það er ekki hægt. Ég held að einn maður lifi á mynd- bandagerð hér á Íslandi, sá sem gerir öll stærstu myndböndin. Jákvæða hliðin við að fá lítið borgað er hins vegar að hljómsveitin getur ekki meinað mér að gera það sem mig langar að gera. Mér er ekki borgað nógu mikið til að hlýða skipunum; þetta er ákveðið listrænt frelsi.“ Ætlarðu ekkert að fara að markaðs- setja þig erlendis? „Jú, þegar maður er kominn með að- eins fleiri myndbönd á ferilskrána reynir maður fyrir sér úti. Ekki spurning.“ Hvað er framundan hjá þér? „Ég er að klára myndband við lagið „Japanese Policeman“ með Kimono, sem ég reyndar byrjaði á áður en ég gerði tvö síðustu myndbönd. Það er metnaðarfyllsta verkefnið hjá mér hing- að til.“ Hvenær kemur það út? „Ég er að vonast til að það verði fyrir jól.“ |ivarpall@mbl.is Fáránleikinn er Tónlistarmyndbandagerð er sívaxandi atvinnugrein á Íslandi og íslensk mynd- bönd fara óðum batnandi. Áhorfendur Popptívís og Skjás eins hafa ugglaust tekið eftir tveimur teiknuðum tónlistar- myndböndum að undanförnu. Annað er við lagið „My Favorite Excuse“ með Maus, en hitt er myndskreyting við Sverðlilju með hljómsveitinni Tristian. Ragnar Hansson gerði bæði mynd- böndin og einnig nýtt myndband við lagið „A Spaceman Came Travelling“ með Páli Óskari og Moniku. Núna vinn- ur hann hörðum höndum við að klára myndband við „Japanese Policeman“ með Kimono. Ragnar, hvað ræður efnistökum í mynd- böndunum hjá þér? Hefurðu samstarf við listamennina? „Ég hef oftast komið með hugmynd- ina sjálfur, en þróaði hana reyndar í samstarfi við Pál Óskar í því tilfelli. Það fyrsta sem maður gerir er að skoða textann við lagið, en þó frekar kannski efnisinntakið; til dæmis kann ég ekki textann við neitt af þeim lögum sem ég hef gert myndband við. Ég reyni að segja sögu, helst frá öðru sjónarhorni en í textanum, þannig að kjarni lagsins komi í ljós. Svo vil ég alltaf hafa fárán- leika í myndböndunum, svo þau séu ekki of auðlesanleg og blátt áfram.“ Ertu jöfnum höndum að gera teiknuð og leikin myndbönd? „Já. Ég hef viljað verða kvikmynda- gerðarmaður síðan ég man eftir mér og byrjaði á því að gera stuttmyndir. Þá slysaðist ég inn í BA-nám í grafískri hönnun í Listaháskólanum og fór að vinna við hana, sem er frábær grunnur fyrir kvikmyndagerð. Ég fór að vinna í myndbandagrafík og hef einnig mjög mikinn áhuga á teiknimyndum. Ég vil ekki vera ráðinn sem „teiknimynda- gaur“, heldur tek ég að mér að gera myndbönd og vel svo aðferð eftir því hvað hentar efniviðnum.“ Hafa listamennirnir verið ánægðir með útkomuna? „Jú. Reyndar hef ég verið afar hepp- inn með listamennina og á ennþá eftir að gera myndband við lélegt lag, sem er mikill kostur.“ TEIKNAÐ MYNDBAND RAGNARS VIÐ LAGIÐ SVERÐLILJU MEÐ HLJÓM- SVEITINNI TRISTIAN HEF- UR VAKIÐ ATHYGLI. PALLI Í MAUS EINS OG RAGNAR SÉR HANN Í MYNDBAND- INU VIÐ „MY FAVORITE EX- CUSE“. NÝJASTA MYNDBAND RAGNARS ER VIÐ LAGIÐ „A SPACEMAN CAME TRAVELL- ING“ MEÐ PÁLI ÓSKARI OG MONIKU. 10 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 28|11|2003 MORGUNBLAÐIÐ Hver vill ekki vinna Angusinn? Í kvöld verður keppt til úrslita í gítarkeppninni, sem nefnd er eftir frægum gítarleikara áströlsku hljómsveit- arinnar AC/DC, Angus Young. Þátttakendur hafa spreytt sig í þættinum Zombie á Skon- rokki 90,9 undanfarna daga og þeir bestu mæta á Grandrokk í kvöld. Í verðlaun verður glæsilegur SG Epiphone-gítar, í stíl Angusar. Þór Óskar Fitzgerald verður einn af keppend- unum átta, en gamanið hefst kl. 21. Hvernig datt þér í hug að taka þátt? „Ég er náttúrulega búinn að vera að spila í mörg ár og vildi einfaldlega koma mér á fram- færi. Svo er gítar í vinning og svona.“ Hvernig tónlist hefurðu verið að spila? „Aðallega blúsað rokk; Hendrix og Clapton. Eiginlega samt alls konar tónlist.“ Hefurðu verið í hljómsveit? „Já, mörgum. Ég er að trúbadorast núna.“ Eitthvað framundan? „Ég er að fara til London og spila með pabba 15. desember. Það verður blúsað og rokkað.“ Er pabbi þinn í tónlistinni líka? „Já. Hann er atvinnumaður úti í Englandi.“ Hvað heitir hann? „Hann heitir George Fitzgerald.“ Hefurðu alltaf átt heima hérna? „Nei, ég fæddist í Englandi og hef átt heima hérna og þar til skiptis.“ Hvernig lentirðu hérna? „Mamma er náttúrulega íslensk og ég flutti hingað þegar ég var fjögurra ára. Svo flutti ég út í fimm ár og kom síðan til Íslands aftur og fór í grunnskólann. Þá flutti ég einn út og var að spila töluvert; var með smáplötusamning. Maður var bara að semja og hafa það gaman.“ Heldurðu upp á einhverja sérstaka gítarhetju? „Gamli kallinn, pabbi, er náttúrulega snill- ingur. Svo er það Clapton.“ |ivarpall@mbl.is ...Svo er það CLAPTON Morgunblaðið/Sverrir Viðmælandi: Guðmundur Ingi Þorvaldsson. Leikritið: Ójólaleikrit fjallar á gamansaman hátt um misskilning á jólanótt, söguna sem aldrei var sögð. Söguna af fjórða vitringnum. Leit allra að nýfæddum konungi. Fjárhirði sem lenti í miðri ringulreiðinni í Betlehem. Lengd: Um hálftíma langt. Leikópur: Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Frið- rik Friðriksson, Gísli Pétur Hinriksson, Brynja Valdís Gísladóttir og Þórdís Elva Þorvalds- dóttir Bachmann . Leikfélag: Leikfélagið heitir Fimbulvetur. Stefna þess er að einbeita sér að nýjum styttri verkum, íslenskum jafnt sem erlendum. Staðurinn: Staðurinn var áður Fógetinn og Ví- dalín, en verður opnaður 1. des. undir nýju nafni, Hús Silla og Valda. Frumsýningartími: Kl. 20, miðvikudaginn 3. desember. Leikstjóri: Leikhópurinn vinnur sjálfur að sýn- ingunni, en leiðbeinandi er Egill Heiðar Anton Pálsson. Morgunblaðið/Eggert Ójóla- nótt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.