Morgunblaðið - 28.11.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.11.2003, Blaðsíða 12
12 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 28|11|2003 MORGUNBLAÐIÐ  http://www.gummijoh.net/ „Gott að það voru fáir á ferð í morgunsárið (um 9:30) í morgun þegar ég var á leiðinni út. Á leið minni niður af þriðju hæð Jóh setursins skrikaði mér fótur og datt ég niður nokkur þrep. Það var vont. Svo þegar ég var mættur niður á bílastæði voru allar hurðir á bílnum mínum frosnar fast- ar. Ég dó þó ekki ráðalaus og fór inn í gegnum skottið. Ég keyri um á litlum bíl og ég að troða mér innum skottið nývaknaður verður að teljast nokkuð skrautlegt því ég var virki- lega að troða mér.“ 26. nóvember 12.57  http://eyrunl.blogspot.com/ „Í fyrsta skipti síðan við Jobbi vorum í Kína þá keypti ég DVD handa okkur. Við erum reyndar búin að eiga þessa mynd í tölvunni í þónokk- uð langan tíma en ekki ennþá horft á hana. Lét því loks verða af því að horfa á hana í gær eftir að ég kom með hana heim á DVD. Svo var hún meira að segja textuð á íslensku líka, dvd myndir sem keyptar eru hér eru yf- irleitt ekki textaðar á íslensku líka. Notaði samt textann eiginlega ekki neitt þar sem maður er orðinn svo óvanur því. Eins og ég var föst í textanum alltaf heima.“ 26. nóv- ember 13.48  http://www.katrin.is/ „í byggingunni sem ég er að tzjil.. eh læra í þessa dagana er laaaangur mjór gangur milli klósettsins og herbiggisins sem ég er í og í gær þegar ég varað labba til baka af klósett- inu langaði mig geðveikt að hlaupa eins hratt og ég get eftir ganginum.. svona eins og þeg- ar mar er lítill krakki og sá svona þá hljóp mar alltaf.. en ég þorði það ekki núna, þaru fullt af skrifstofum í herbiggjunum meðfram ganginum og þannig.. en ég lét það þó eftir mér að skokka (ó ég er svo villt heheh) en það var ekki það sama sko...“ 26. nóvember 10.24  http://sonja.richter.org/dagbok/ „Glöggir lesendur Morgunblaðsins hafa tekið eftir auglýsingu um fyrirlesturinn sem birtist í dag. Óglöggum lesendum er bent á bls. 36.“ 26. nóvember 9.17 Kæri blogger.com… BÆKUR CHRISTOPHER PAOLINI – ERAGON (INHERITANCE, BOOK 1) Leitin að arftaka Harry Potter heldur áfram og einn af þeim sem þar hafa verið nefndir til sög- unnar er bandaríski ung- lingurinn Christopher Paol- ini. Fyrsta skáldsaga hans, Eragon, er fyrsta bókin í þríleik og hefur fengið fyr- irtaks dóma. Paolini byrjaði á bókinni þegar hann var aðeins fimmtán ára gamall og í henni má greina sterk áhrif frá Tolkien og einnig höfundum á við Terry Brooks og Anne McCaffrey. Í ljósi aldurs Paolinis þegar hann byrjaði á bókinni kemur varla á óvart að söguhetjan, sem tekur að sér nýfæddan dreka, sé fimmtán ára. STING – BROKEN MUSIC Breski tónlistarmaðurinn Sting er með helstu poppurum síðustu aldar og plötur hans hafa náð margfaldri milljónasölu. Í textum hefur hann iðulega ort út frá eigin lífi og uppá- komum, en finnst greini- lega ekki nóg að gert því hann sendi frá sér sjálfs- ævisögu á dögunum. Á kápu bókarinnar segir hann að allajafna hafi hann fengið útrás fyrir allt sem lá honum á hjarta í textum en þegar hann varð fimmtugur fannst honum hann þurfa meira pláss fyrir vangaveltur um lífið og til- veruna, aukinheldur sem tími hafi verið kominn til að segja sögu sína frá barnæsku og fram til þess að hljómsveit hans Police sló í gegn án þess þó hann sé að rekja æviatriði í smáat- riðum. BARR MCCLELLAN – BLOOD, MONEY & POWER: HOW L.B.J. KILLED J.F.K. Fertugustu ártíðar Kennedys var minnst í síð- ustu viku og þá dustuðu menn rykið af öllum samsæriskenningunum um hver hafi myrt hann og / eða staðið á bak við morðið (Castro, kúbverskir útlagar, Rússar, Mafían, Franska mafían, CIA og svo má telja). Meðal þeirra bóka sem komu út í tilefni af 40. ártíð Kennedys er bók Barrs McClellans þar sem hann heldur fram að í raun hafi varaforset- inn Lyndon B. Johnson látið myrða Kennedy til að komast í forsetastólinn sjálfur, enda hafi hann haft veður af því að Kennedy ætlaði ekki að hafa hann sem varaforsetaefni í næstu for- setakosningum. Röksemdafærsla McClellans er ævintýraleg og lítið um bein sönnunargögn, frekar að McClellan byggi mál sitt á nýstárlegri túlkun á fyrirliggjandi sönnunargögnum. PLÖTUR SHERYL CROW – THE VERY BEST OF SHERYL CROW Ferill Sheryl Crow er býsna ævintýralegur, allt frá því hún söng bakraddir hjá Michael Jackson þar til hún sló í gegn með fyrstu breiðskífu sinni Tues- day Night Music Club en lag af henni, All I Wanna Do, varð gríðarlega vinsælt um allan heim sumarið 1993. Á nýrri safnskífu gef- ur Crow yfirlit yfir feril sinn með helstu lögum frá hon- um, en einnig nokkur lög sem menn þekkja minna en hún telur ekki síðri og ný lög til að gera skífuna enn eigulegri. BRUCE SPRINGSTEEN – THE ESSENTIAL BRUCE SPRINGSTEEN Helsti rokkari Bandaríkjanna síðustu áratugi er án efa Bruce Springsteen sem á langan og farsælan feril. Hann sann- aði það með síðustu breið- skífu sinni að þeim ferli er fráleitt lokið. Fyrir átta ár- um kom út safnskífa með helstu lögum Springsteens en nú sendir Sony frá sér mjög endurbætta gerð þess safns, þrjá diska í allt, þar af einn með sjaldheyrðu efni. Á fyrsta disknum er úrval laga frá fyrstu tíu árum ferilsins, allt þar til Spring- steen sló í gegn með Born in the U.S.A. Annar diskurinn er svo með úrvali af tónlist frá þeim tíma til The Rising, sem kom út á síðasta ári. Á þriðja disknum eru svo ýmis tónleikalög sem ekki hafa heyrst utan tónleikasala en af slíkum lögum á Springsteen nóg, svo afkastamikill sem hann er. DANIEL LANOIS – SHINE Daniel Lanois er þekktari fyrir upptökustjórn en eigin tónlist; allir þekkja plötur eins og The Joshua Tree og All That You Can’t Leave Behind með U2, So með Peter Gabriel og Oh Mercy með Bob Dylan. Lanois gefur einnig út plötur öðru hverju og fyrir skemmstu kom út breiðskífan Shine. Á plöt- unni státar hann meðal annars af góðum gestum, ekki ónýtt að geta fengið Emmylou Harris og Bono til liðs við sig. Shine er tekin upp á löngum tíma, enda hefur Lanois lítinn tíma aflögu fyrir eigin verk, svo upp- tekinn er hann af vinnu fyrir aðra. Tónlistin er lág- stemmd og textar myrkir og víða sterkur sam- hljómur við þær plötur sem hann hefur komið að, til að mynda tónlist U2. LEIKIR MEDAL OF HONOR RISING SUN Með vinsælustu fyrstu-persónu skotleikjum á Playstation 2 er Medal of Honor Rising Sun. Í nýrri útgáfu hans er leikand- inn staddur í seinni heims- styrjöldinni og tekur þátt í bardögum á Kyrrahafinu. Leikandinn er í hlutverki Joseph Griffin sem fer fyrir bandarískum herflokki og berst við Japani í fimm her- ferðum á fimm borðum, en meðal annars er barist í Pearl Harbor, Guadalcanal og um brúna yfir ána Kwai. Leikurinn er einnig hannaður fyrir tvo spil- endur og hægt að spila við fleiri yfir Netið. MANHUNT (PS2) Umdeildustu og um leið vinsælustu leikir síð- ustu ára eru án efa Grand Theft Auto-leikirnir sem þóttu ekki bara skemmtilegir heldur óhemju ofbeldiskenndir. Enn eru að koma út leikir í Grand Theft Auto-röðinni, en hönnuðir hans láta ekki þar við sitja, því nýr leikur frá þeim, Manhunt, þykir ekki síður vel gerður og ekki er ofbeldið minna. Leikmenn fara í hlutverk glæpamannsins James Earl Cash sem situr á dauðadeild í fangelsi vestan hafs og bíður af- töku. Ýmislegt fer þó á annan veg og blandast óþokki sem kallar sig Stjórnandann í spilið. ÚTGÁFAN– BÆKUR – GEISLAPLÖTUR – TÖLVULEIKIR Í Morgunblaðinu fyrir viku var rætt við norsk- an prófessor um farsíma og það hvernig far- símar eru orðnir ekki bara stöðutákn, heldur einnig hluti af þeirri ímynd sem eigandi sím- ans vill sýna öðrum. Í greininni kom fram að Samsung SGH-E700 síminn er jafngildi Mercedes-Benz, standi fyrir stöðu, peninga og hefðir. Ekki svo fjarri lagi því víst er Sam- sung E700 síminn með glæsilegustu símum á markaði í dag og einnig þeim nettustu. Samsung hefur verið að sækja verulega í sig veðrið undanfarin misseri og þá ekki bara sem raftækjaframleiðandi, markaðs- hlutdeild Samsung á farsímamarkaði hefur aukist jafnt og þétt. Í dag er fyrirtækið það þriðja stærsta á heimsmarkaði og stefnir að því að verða næststærst eftir tvö ár. Þann ár- angur má að mestu skrifa á skemmtilega hönnun á símum sem hafa að auki verið ríkulega búnir tæknilega og E700-síminn er þar engin undantekning. Það fyrsta sem maður tekur eftir er stærð- in, lokaður er hann ekki nema 9 cm á hæð, 4,5 á breidd og 2,3 á þykkt. Á honum er ekk- ert sýnilegt loftnet, ólíkt flestum Samsung- símum, og hann nánast hverfur í lófann fyrir vikið, ekki nema um 90 grömm að þyngd. Hann er með tvo skjái, annan í lokinu sem snýr út og svo hinn, aðalskjáinn, innan í lok- inu. Báðir í lit, nema hvað, en upplausnin á ytri skjánum er lítil, enda er hann aðallega notaður til að sýna hver sé að hringja, hvort maður hafi misst af símtölum og þar fram eftir götunum. Aðalskjárinn er 256 lita OLED- skjár og upplausnin 128x160 dílar. Vitanlega er myndavél í símanum, er ekki svo í flestum símum núorðið? Vélin tekur myndir í VGA-gæðum, sem er prýðilegt, 640x480 díla. Vilji menn taka sjálfsmyndir kemur ytri skjárinn í góðar þarfir, því hægt er að nota hann sem myndavélarskjá, að vísu með mjög lítilli upplausn, en nógu mikilli til að sjá af hverju er verið að taka mynd. Sím- inn er með stiglausum stafrænum aðdrætti og næturstillingu en þá lýsir hann myndir sem teknar eru í lítilli birtu. Hægt er að beita ýmsum síum á myndirnar jafnóðum, taka s/h myndir, myndir með römmum og svo má telja. Býsna öflug myndavél í síma. Á símanum er innrautt tengi og sérstakt tengi fyrir handfrjálsan búnað. Í símanum eru nokkrir tónar, hreyfimyndir sem sjást á skján- um, myndir fyrir bakgrunn, hægt að velja mismunandi litasamsetningu valmynda og svo má telja. Á honum er auga fyrir snúru til að hafa hann um úlnliðinn eða jafnvel um hálsinn, enda síminn óvenju nettur eins og nefnt er. Rafhlaða dugði vel þótt ég noti sím- ann jafnan mikið. Uppgefinn taltími er allt að 3 klukkustundir og biðtími allt að 230 stund- ir. Hringingahljómur í símanum er góður enda styður hann 40 tóna fjölraddaða hljóma. Hægt er að geyma 1.000 símanúmer í símaminninu og tengja fimm númer og net- fang hverju nafni. Hægt er að tengja mynd eða hringingu hverju nafni, en aðeins hægt að nota myndirnar sem fylgja símanum, þ.e. ekki er hægt að taka mynd sjálfur og tengja nafni sem er viss galli. Dagskinna er í símanum, hægt að setja minnispunkta á daga og þar fram eftir göt- unum. Í símanum er líka reiknivél, mæliein- ingabreytir, heimsklukka, gjaldmiðilsreiknir, skeiðklukka og svo framvegis. E700 er bæði fyrir 900/1800 MHz síma- net og með allt það helsta, WAP 2.0, MMS, Java-stuðning og 4+2 GPRS. Hann styður MMS og EMS skeyti. en hámark hvers MMS skeytis er 80 KB. Annars er minni símans 9 MB. Þrír leikir fylgja og einnig tveir Java-leikir. Með í pakkanum er handfrjáls búnaður. Leiðbeinandi verð á símanum er 49.900 kr. Kostir: Lítill, nettur, öflugur, frumlegur o.s.frv. Gallar: Engin gagnasnúra, þ.e. ekki hægt að tengja hann við tölvu eins og er. Á vefsíðu Samsung sást að til er PC Data Kit fyrir sím- ann, en hef ekki komist í tæri við það. Einnig hefði verið gott að hafa blátannarstuðning. |arnim@mbl.is GRÆJURNAR Með Benz í vasanum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.