Morgunblaðið - 28.11.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.11.2003, Blaðsíða 14
14 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 28|11|2003 MORGUNBLAÐIÐ Framleiðsla stórmyndarinnar var bæði tímafrek og óhemju dýr. Þegar upp var staðið kostaði Master and Commander um 12 milljarða – áð- ur en risavaxin auglýsingaherferð var sett í gang. Myndin er að mestu leyti byggð á The Far Side of the World, 10. bindi ritverksins Master and Commander, eftir metsöluhöfundinn Patrick O’Brian. Sem er sagt „besta, sögulega skáldverk sem ritað hefur verið“ af bók- menntagagnrýnanda The New York Times. 28 FALLBYSSUR. 197 SÁLIR Kvikmyndagerð lá í loftinu í heilan áratug, allt frá því að Samuel Goldwyn, jr., hóf viðræður við höfundinn um að kvikmynda bækurnar um „Heppna“ Jack Aubrey kaptein og skipsfélaga hans, Stephen Maturin lækni. Ótal ljón voru í veginum. Búningamyndir (myndin gerist á öndverðri 19. öld) eru jafnan mjög dýrar og ljóst var að kvikmyndagerðarmenn yrðu að hafa al- vöru freigátu í takinu. Eftir mikla leit fannst her- skipið The Rose í höfn á Rhode Island. Það gegndi hlutverki skólaskips bandaríska flotans langt fram eftir síðustu öld. Stórt og glæsilegt, nákvæm eftirlíking skipa konunglega breska sjó- hersins fyrir 200 árum. 20th Century Fox festi kaup á The Rose, síðan var því siglt í gegnum Panamaskurðinn út á Kyrra- hafið (þar sem það laskaðist í ofviðri), áður en siglt var til hafnar í Baja í S-Kaliforníu. Þar eru til húsa stærstu upptökusalir og tankar til töku á neðansjávar- og úthafs- atriðum í heimi. Fox lét byggja þessi gríðarlegu mann- virki vegna gerðar stórmyndarinnar The Abyss, síðar stóð James Cameron fyrir miklum endurbótum þegar tökur fóru í gang á Titanic. Bækur O’Brians eru hárnákvæmar lýs- ingar á stóru sem smáu og þeim er fylgt út í ystu æsar í kvikmynda- gerðinni. Búningar manna og skipa fínpússaðir þangað til allir voru ánægðir. Þá hófust óvenju erfiðar og tímafrekar tökur. Þrátt fyrir bestu hugsanlegu aðstöðu í landi var mikill hluti Master and Comm- ander tekinn á höfum úti og það sýnir sig. Einstakur og ósvikinn blær hvílir yfir þessari trúverðugustu sjóferðasögu kvikmyndasög- unnar. Til viðbótar lét Fox byggja 60 tonna nákvæma eftirlíkingu af The Rose, sem notuð er í tönkunum í Baja-myndverinu. Þá var höfð náin samvinna við Weta Workshop á Nýja-Sjálandi, brellusmiðju Peters Jackson sem vakti heimsathygli fyrir lýtalausa vinnu við stórvirkið Hringadróttinssögu. Þar var smíðað hárnákvæmt 8 metra langt lík- an og eins var notast við nokkur stafræn líkön í tölvum. Óvenju mörg kvikmyndaver komu að gerð stórmyndarinnar sem er dreift af 20th Century Fox, en bæði Universal og Miramax lögðu fé í púkkið. VANUR MAÐUR, WEIR Í upphafi var ljóst að leikstjóravalið yrði eitt af stóru málunum sem varð að leysa. Framleiðendurnir sneru sér fljótlega til Peters Weir, ekki síst með þann framandlega heim í huga sem blasti við sjónum í The Truman Show (’99). Weir er einstakur snillingur í að skapa sérstætt og afmarkað andrúmsloft í hinum mörgu og sund- urleitu verkum sínum. Þessi gáfa kom í ljós þegar í fyrstu mynd- unum, Picnic at Hanging Rock og The Last Wave. Seiðmögnuðum og óvenjulegum, þar sem hann fléttar saman menningarlegum árekstrum milli landnema og frumbyggja heimaálfunnar sinnar, Ástralíu, og vafasamri umgengni okkar um Móður náttúru. Annað minnisstætt andrúmsloft er að finna í heimi Amish-fólksins í Vitn- inu. Sjálfsagt nýtast hæfileikar Weir í Master and Commander, því yfir vötnunum svifu grundvallarboðorð leikstjórans: „Master and Comm- ander á ekki að líta út eins og brellumynd!“ | saebjorn@mbl.is Sögusvið Master and Commander: The Far Side of the World, er breska freigátan Surprise sem siglir undir stjórn Aubreys kapteins (Russell Crowe), á tímum Napóleonstyrjaldanna. Skyndilega er á það ráðist af Acheron, stærra og betur búnu frönsku herskipi. Einvígi fylgir í kjölfarið og ber skipin suður fyrir Horn áður en lokauppgjörið hefst. Frumsýnd í gær í Smárabíói og Regnboga. Svifið seglum þöndum FRUMSÝNT SÖGUFRÆGAR SALTAR MYNDIR TITANIC (’97) Dramatíseruð jómfrúarferð skemmtiferðaskipsins sem endaði með skelfingu. Vinsælasta mynd sögunnar. BEN HÚR (’59). Mikilfenglegt stórvirki um titilpersónuna, galeiðuþræl og upp- reisnarmann á tímum Krists og Rómaveldis. MOBY DICK (’56) Ein stórkostlegasta hefndarsaga heimsbókmenntanna nýtur sín ekki sem skyldi. Peck sem Ahab skipstjóri og Defoe sem Jesús Kristur eru ámóta ótrúverðug fyrirbrigði. BILLY BUDD (’62). Önnur kvikmyndagerð klassískrar sögu eftir Melville um átök ills og góðs á skipsfjöl. Að þessu sinni á milli léttadrengs og kapteins á bresku herskipi síðla á 18. öld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.