Morgunblaðið - 28.11.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.11.2003, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28|11|2003 | FÓLKÐ | 15 Það vita sjálfsagt fæstir að Dennis Quaid, ann- ar aðalleikari Cold Creek Manor, er góður og gildur Íslandsvinur. Þessi geðugi og hæfi- leikaríki leikari var hérlendis í nokkra mánuði á árinu 1984 við tökur á Enemy Mine. Fokdýrri vísindaskáldsögulegri stórmynd sem var að endingu púslað saman suður á Kanaríeyjum. Quaid eignaðist nokkra íslenska kunningja á meðan á dvöl hans stóð en kvikmyndafólkið bjó um sig í Vestmannaeyjum. Heillaði fólk með ótrúlegum töfrabrögðum og snjöllum hljóðfæraleik. Spilaði á hvað sem var, en er bestur á gítarinn og kenndi m.a. Marlon Brando á það göfuga hljóðfæri. Á meðan tökur stóðu yfir á The Great Balls of Fire, sem fjallar um æskuár Jerry Lee Lewis, sá þessi alheims- rokkari sitt óvænna og skipaði svo fyrir að hann sæi sjálfur um tónlistina. Slíkur hamur var á leikaranum. FLOGIÐ FRÁ HELLU Quaid er mikill flugáhugamaður og á nokkrar flugvélar sem hann grípur í þegar tími gefst til. Framleiðendur Enemy Mine bönnuðu honum hins vegar að koma nálægt slíkum far- artækjum á meðan á tökum stæði. Quaid kunni ráð við því. Hann kynntist ljósmynd- aranum og flugmanninum Ragnari Axelssyni og sömdu þeir félagar um að hittast með reglu- legu millibili á flugvellinum við Hellu. Þangað kom kvikmyndaleikarinn á löglegan hátt og RAX mætti á flugvélinni. Síðan geystist Quaid í loftið og svalaði flugfíkninni. Allt gekk vel og áfallalaust fyrir sig og leyndarmálið hefur varð- veist til dagsins í dag. Síðan hefur Quaid komið til landsins í nokkur skipti án þess að vekja á sér athygli. Hinn 48 ára gamli Quaid man tímana tvenna á 27 ára löngum, rúmlega 50 mynda ferli. Hann hefur risið í hæstu hæðir í kringum 1980 (Breaking Away, The Long Riders, The Right Stuff, ofl.), og aftur áratug síðar (Great Balls of Fire!, Wyatt Earp, Come See the Paradise). Þá fór að halla undan fæti, sögusagnir komust á kreik um drykkjuskap og kókaínfíkn. Hjóna- band hans og Meg Ryan fór í hundana árið 2000 og nú héldu flestir að dagar hans sem stórstjörnu væru taldir. Quaid ber með sér rétta yfirbragðið. Það geislar af honum sjarminn og hann er hörku- leikari ef á reynir. Slíkir menn þola meira and- streymi en flestir aðrir og að ári bendir flest til að stjarna hans rísi hærra en nokkru sinni fyrr. Quaid er að leika í hvorki fleiri né færri en þrem stórmyndum sem verða frumsýndar 2004. Verður í fremstu víglínu í stórvestranum The Alamo og birtist síðan í aðalhlutverki The Day After Tomorrow, 100 milljóna dala hamfara- mynd Rolands Emmerich (Independence Day), sem er spáð metaðsókn – hvernig sem allt rúll- ar. Þriðja myndin er The Flight of the Phoenix, endurgerð frábærrar spennumyndar sem meistari Robert Aldrich gerði 1965. Þar með er ekki öll sagan sögð því Dennis Quaid er að hefja leik í Synergy, nýjustu mynd Weitz-bræðra, sem gerðu garðinn frægan með American Pie-myndunum og About a Boy. Hún verður frumsýnd 2005. |saebjorn@mbl.is HÚSIÐ við Köldukvísl Spennuhrollurinn Cold Creek Manor, Húsið við Köldukvísl, nýjasta mynd leikstjórans Mike Figgis, er frumsýnd í Sambíóunum. Dennis Quaid og Sharon Stone leika hjón sem flýja stressið á Man- hattan og kaupa gamlan herragarð á landsbyggðinni. Fá fyrrverandi eiganda (Stephen Dorff) til að hressa upp á eignina en hann reynist kolgeggjaður. Fjölskyldan kemst fljótlega að því að hún er komin úr öskunni í eldinn. FRUMSÝNT Vandræðaunglingar, fátækt, glæpir og eiturlyf eru í brennidepli í Borg Guðs, eða Cidade de Deus, eins og hún heitir á frummálinu. Skelfi- legt ástand hefur ríkt í flestum ef ekki öllum stórborgum Brasilíu í áratugi. Sveitafólk þyrpist til þeirra í stórum stíl, í von um betra líf. Þær hafa flestar brugðist, íbúarnir flutt úr öskunni í eldinn. Kvikmyndaleikstjórinn Hector Bebenco vakti heimsathygli á unglingavandamálinu í Brasilíu í Pixote: A Lei do Mais Fraco (’81), ofurraunsæju og miskunnarlausu meistaraverki sem gleymist ekki svo glatt. Babenco rekur sögu götudrengs- ins Pixote, sem hefur fengið að kynnast flestum löstum veraldar á barnsaldri. Pixote er heimild- armynd, sem gerir hana enn skelfilegri og það fréttist síðast af titilpersónunni að hún var skot- in til bana í átökum milli glæpagengja undir lok níunda áratugarins, þá aðeins 16 eða 17 ára unglingur. GAMALT OG NÝTT ÞJÓÐFÉLAGSVANDAMÁL Pixote gerist í hafnarborginni Sao Paulo en Borg Guðs dregur nafn sitt af Cidade de Deus, illræmdu fátækrahverfi í Rio sem ber þetta kald- hæðnislega nafn. Það var reist um 1960 en á öndverðum níunda áratugnum var það orðið við- sjárverðasti hluti stórborgarinnar. Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu Paulos Lins, fyrr- um íbúa hverfisins, sem dvaldi síðar í átta ár við rannsóknir í þessum forgarði vítis á mannlífinu og eiturlyfjaviðskiptunum. Lins rekur skelfileg örlög barna og annara íbúa hverfisins með aug- um söguhetjunnar Buscapé. Piltsins sem siglir á milli skers og báru með myndavélina sína á lofti og skrásetur hörmungar götubarnanna, dópsalanna, eiturfíklanna, smákrimmanna. Gleðisnautt líf fórnarlamba Borgar Guðs. VIÐHORF LEIKSTJÓRANS „Lestur bókarinnar Borg Guðs var mér op- inberun. Opnaði augu mín fyrir annarri hlið á föð- urlandinu. Ég taldi mig vita allt um þann þjóð- félagslega aðskilnað sem viðgengst í landinu – uns ég las bókina. Þá gerði ég mér grein fyrir því að við, millistéttin, erum ófær um að gera okkur grein fyrir hvað er að gerast fyrir framan nefið á okkur. Við höfum ekki hugmynd um hyldýpið sem aðskilur þessi tvö lönd: Brasilíu og Bras- ilíu. Landið, lögin, ríkisborgararéttinn, löggæsl- una, fræðslukerfið. Sjónarmiðin og framtíðin eru afstæð hugtök, nánast reykur, séð frá hin- um bakka hyldýpisins.“ MARGVERÐLAUNUÐ ÁDEILA Borg Guðs vakti athygli fyrr á árinu, er hún var tilnefnd til Óskarsverðlaunanna sem besta er- lenda mynd ársins. Hún hefur hlotið urmul verð- launa og viðurkenninga á kvikmyndahátíðum um allan heim; Toronto, Cartagena, Marrakech, Havana og víðar. Verið tilnefnd og verðlaunuð af BAFTA, Golden Globe, Bandarísku kvikmynda- stofnuninni (AFI), svo eitthvað sé nefnt. |saebjorn@mbl.is Borg Guðs – City of God, dregur nafn af hættulegasta hverfi í Rio de Janeiro, segir af nokkrum íbúum þess og hvernig leiðir þeirra skarast. Sögð frá sjónarhóli Busca-Pé (Alexandre Rodrigues), þeldökks pilts sem lifir af harðan heim á götuvisku, þar sem hann er of veikbyggður til að gerast bófi. Þannig er grunntónninn í raunsærri brasilískri mynd sem er frumsýnd um helgina í Háskólabíó. FRUMSÝNT Borg GUÐS – HliðVÍTIS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.