Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 324. TBL. 91. ÁRG. LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Saltfiskur Barlóma Þeir spila körfubolta, syngja saman og borða Daglegt líf Spurt og svarað Andri Guðmundsson spurður spjörunum úr Fólk í fréttum LÝÐRÆÐISLEGI sambandsflokkurinn (DUP), flokkur harðlínumannsins Ians Paisleys, vann mikinn sigur í kosningum til heimastjórnarþingsins á Norður-Ír- landi sem fram fóru á miðvikudag. Taln- ingu atkvæða lauk í gær og reyndist flokkur Paisleys hafa tryggt sér 30 þing- sæti af 108 mögulegum en Sam- bandsflokkur Ulsters (UUP), flokkur Davids Trimbles, 27. Niðurstaðan er áfall fyrir fylgjendur friðarsamkomulagsins sem gert var 1998. Eftir kosningar sem haldnar voru 1998 hafði flokkur Trimbles 28 þingmenn og DUP 20. Andstæðingar friðarsamkomu- lagsins hafa nú náð yfirhöndinni í röðum mótmælenda og Peter Robinson, varaleið- togi DUP, fullyrti í gær í samtali við írska ríkisútvarpið, RTÉ, að samkomulagið væri úr sögunni. Hann sagði líka að við- ræður við Sinn Féin, stjórnmálaarm Írska lýðveldishersins (IRA), kæmu ekki til greina. „Ef þú felur örlög þín í hendur byssumönnum og morðingjum þá ertu á beinni leið til glötunar,“ bætti Paisley við. Sinn Féin bætti verulega við sig Sinn Féin fékk 24 þingmenn kjörna í kosningunum og er þar með orðinn stærsti flokkur kaþólikka á Norður-Ír- landi en Jafnaðar- og verkamannaflokk- urinn (SDLP), flokkur hófsamra kaþól- ikka, fékk aðeins 18 þingsæti. Samkvæmt ákvæðum friðarsamkomulagsins þýða úr- slit kosninganna að DUP ætti að fá for- sætisráðherra í heimastjórn og Sinn Féin varaforsætisráðherra en heimastjórnin verður vart endurreist við þessar aðstæð- ur. „Það mun ekkert þing verða kallað saman næstu misserin. Það sem líklega blasir nú við er að fram fara viðræður um nýjan samning eða endurskoðun þess nú- verandi,“ sagði stjórnmálaskýrandinn Paul Arthur. Trimble í vondum málum Staða Davids Trimble, leiðtoga UUP, er afar erfið eftir þessar kosningar, en hann gegndi embætti forsætisráðherra í heimastjórninni þar til hún var leyst upp í október 2002 vegna deilna um afvopnun IRA. Trimble, sem fékk friðarverðlaun Nóbels fyrir sinn þátt í gerð friðarsam- komulagsins á N-Írlandi, sagðist hins vegar ekki hafa nein áform um að segja af sér leiðtogaembættinu. Reuters Klerkurinn Ian Paisley (t.h.) fagnar sigri ásamt syni sínum, Ian Paisley yngri. Segja friðar- samkomulag úr sögunni Belfast. AP. Flokkur Ians Paisleys sigraði í kosningum á Norður-Írlandi GÖRAN Persson, forsætisráð- herra Svíþjóðar, segir að stjórn- endur tryggingafélagsins Skandia eigi að greiða til baka risavaxna kaupauka sem þeir hafa fengið greidda. „Það er ekki hægt að verja þessar upphæðir,“ sagði Persson á blaðamannafundi í Gautaborg. Lík- ir Persson málinu við ABB-málið fyrir nokkrum árum þegar yfir- menn þess fyrirtækis neyddust til að greiða kaupauka til baka. „Þetta mál er þannig vaxið að það skapar spennu í samfélaginu sem er erfitt að draga úr,“ hefur Aftonbladet sænska eftir Persson. Hann gagnrýndi einn- ig Hans-Erik Andersson, nýj- an forstjóra Skandia, fyrir að upplýsa ekki strax um alla kaupauka og kaup- réttarsamninga sem hann gerði þegar hann tók við starfinu. Upplýst hefur verið að 11 hátt- settir starfsmenn Skandia hefðu fengið alls um þrjá milljarða sænskra króna, nær 30 milljarða íslenskra króna, í kaupauka. Að sögn blaðsins Dagens Industri voru það þrír menn í útibúum fyr- irtækisins í Bandaríkjunum og Bretlandi sem fengu megnið af peningunum. Skandia er stærsta trygginga- félag í Svíþjóð og viðskiptavinir um 1,2 milljónir en reksturinn hefur gengið illa síðustu árin. Kaupaukarnir verði greiddir til baka Göran Persson HILLARY Clinton, öldungadeildarþingmaður og fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, heimsótti Bagdad, höfuðborg Íraks, í gær, degi eftir að George W. Bush Bandaríkjaforseti kom þangað í óvænta skyndiheimsókn. Clinton hitti m.a. Paul Bremer, landstjóra í Írak, að máli, fór í skoðunarferð og snæddi síðan hádegisverð með hermönnum úr kjör- dæmi hennar, New York-ríki. AP Hillary Clinton í Bagdad TRYGGINGAFÉLÖGIN ætla öll að lækka lög- boðnar ökutækjatryggingar um allt að 10% frá og með næstu áramótum. Að auki hafa öll félög- in tekið upp endurgreiðslur til tjónlausra við- skiptavina. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins tók Tryggingamiðstöðin fyrst ákvörðun um lækkun iðgjalda. Var hún ekki gerð opinber strax á meðan samkeppnisaðilarnir undirbjuggu út- sendingu endurnýjunarseðla. Þeir skulu sendir út fyrir byrjun desember. Fyrirtækin bíða því með að sýna spilin þangað til á síðustu stundu til að keppinautarnir fái ekki forskot í samkeppn- inni og verðleggi sína þjónustu ódýrar. Þegar stjórnendum Sjóvár-Almennra og Vátrygginga- félags Íslands (VÍS) varð kunnugt um lækkun TM ákváðu þau að fylgja í kjölfarið áður en þeir sendu viðskiptavinum beiðni um endurnýjun. VÍS ákvað það á miðvikudaginn og kynnti lækk- unina fyrir starfsfólki í gærmorgun en stjórn- endur Sjóvár-Almennra tóku endanlega ákvörðun um lækkun iðgjalda í gær. Lækkun iðgjalda ábyrgðartrygginga bíla hjá Sjóvá lækkar því um 10% frá 1. janúar nk. Tryggingamiðstöðin hefur ákveðið að lækka sín gjöld um 5–9% og Vátryggingafélag Íslands (VÍS) um 8–10% frá sama tíma. Allir forsvars- menn tryggingafélaganna segja afkomu bíla- trygginga betri og viðskiptavinir njóti þess í hagstæðari kjörum. Gunnar Felixson, forstjóri Tryggingamið- stöðvarinnar, segir að ef tekið sé tillit til 7% af- sláttar sem tjónlausir viðskiptavinir fái af tryggingum sínum lækki iðgjöldin um 12–16% á þessu ári. Fyrir meðalstóran fjölskyldubíl gæti þetta þýtt 8–9.000 krónur lægri greiðslur á ári. Hjá Sjóvá-Almennum er iðgjaldalækkunin einnig misjöfn eftir flokkum en í kringum 6.500 krónur fyrir meðalstóran bíl. Viðskiptavinir sem eru í svokölluðu Stofn-kerfi fyrirtækisins muni eftir sem áður fá allt að 10% iðgjalda end- urgreidd í febrúar á næsta ári og muni lækk- unin nú ekki hafa áhrif á þá endurgreiðslu. Ein- ar Sveinsson, forstjóri Sjóvár-Almennra, segir þetta samkeppnismarkað og hann eigi frekar von á því að iðgjöld hreyfist nokkuð í kjölfar lækkunar síns fyrirtækis. Ásgeir Baldurs, forstöðumaður hjá VÍS, segir að til viðbótar við iðgjaldalækkun verði tekinn upp 10% tjónleysisafsláttur á allar grunntrygg- ingar. Til að njóta þess afsláttar verða við- skiptavinir að vera með minnst þrjár grunn- tryggingar hjá fyrirtækinu. Ábyrgðartrygg- ing bifreiða myndi þá lækka að meðaltali um 6.500 krónur en um 14.000 krónur sé einnig tekið tillit til tjónleysisafsláttarins af öllum grunntrygg- ingum. Tryggingafélögin elta hvert annað í lækkun BRETAR, Frakkar og Þjóðverjar hafa náð samkomulagi um áætlanir er miða að því að styrkja varnar- málasamstarfið innan Evrópusam- bandsins. Kynntu þeir hugmyndir sínar á utanríkisráðherrafundi ESB-ríkja í Napólí á Ítalíu í gær. Bandaríkjamenn hafa lýst áhyggjum af áformum ESB og var- að við því að þau ógnuðu framtíð NATO. Breskur embættismaður fullyrti hins vegar að samkomulag- ið í gær væri ekki þess eðlis að ástæða væri til að hafa áhyggjur af því að varnarmálasamstarfið græfi undan einingu NATO. Sátt um varnarmál Napoli. AFP, AP. SÆNSK yfirvöld vara menn nú við drukknum elgjum sem geti verið árásargjarnir og leggi jafnvel til atlögu gegn mannfólki, segir á vefsíðu norska blaðsins Aftenposten. Á fimmtudag réðst hamslaus elgur á konu í einbýlishúsa- hverfi í borginni Karlshamn í sunnanverðri Svíþjóð. Elgurinn reyndi að sögn Blekinge Läns Tidning að sparka í konuna og er talið að dýrið hafi orðið drukkið af því að éta gerjaða ávexti sem fallið hafa af trjám. Nokkuð mun vera um það að dýr verði vel hífuð á haust- in af því að éta morkin ber og ávexti sem hafa gerjast og myndað alkóhól. Sami vandi hefur komið upp í grennd við Kristiansand í Noregi þar sem ölóðir elgir hafa valdið óskunda. „Sumir elgir eru sallarólegir með víni en aðrir verða árásargjarnir,“ sagði dýralæknirinn Paul Stam- berg við Aftenposten. „Þeir eru alveg eins og mennirnir.“ Ölóðir elgir Dansað í Hollandi Íslenski dansflokkurinn tók þátt í Holland Dance Festival Lesbók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.