Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ GUÐBJÖRG Þorbjarnardóttir leik- kona var jarðsungin frá Dómkirkj- unni í gær. Séra Anna Sigríður Páls- dóttir jarðsöng. Organisti var Marteinn H. Friðriksson, einleikari Guðný Guðmundsdóttir, einsöngvari Elín Ósk Óskarsdóttir og félagar úr kór Dómkirkjunnar sungu. Líkmenn vinstra megin á mynd- inni eru Gunnar Eyjólfsson, Anna Kristín Arngrímsdóttir (í hvarfi), Kristbjörg Kjeld og Baldvin Hall- dórsson. Hægra megin á myndinni eru Róbert Arnfinnsson, Þóra Frið- riksdóttir, Margrét Guðmundsdóttir og Jón Sigurbjörnsson. Morgunblaðið/Jim Smart Útför Guðbjargar Þorbjarnardóttur ÍSLENDINGAR á Ólympíuleikum er bók sem Íþrótta- og Ólympíu- samband Íslands hefur gefið út og ritar Gísli Halldórsson, heið- urforseti Íþrótta- og Ólympíusam- bandsins, verkið sem kom út í gær. Í bókinni er heildstæð frásögn þar sem saga Ólympíuleikanna er tekin saman en meginkaflinn í ritinu er um þátttöku Íslendinga í leikunum eftir endurreisn þeirra í lok nítjándu aldar. Þá er greint frá störfum Ólympíunefndar Íslands og þeirra forystumanna er þar koma við sögu auk þess sem getið er um störf Alþjóða ólympíunefndarinnar og viðskipti Ólympíunefndar Ís- lands við hana. Fyrstu Ólympíuleikarnir á síðari tímum voru haldnir í Aþenu í Grikklandi 1896 en Íslendingar áttu fyrst fulltrúa á leikunum í London 1908 þar sem glímukapp- inn Jóhannes Jósefsson keppti. Í bók Gísla eru frásagnir af fyrstu leikunum 1896 og allar götur til 1992 þegar leikarnir fóru fram í Barcelona á Spáni og þá er sér- stakur kafli um Smáþjóðaleikana þar sem Íslendingar hafa í gegnum árin hafa átt góðu gengi að fagna. „Kveikjan að því að ég fór út í þetta verkefni var að ég sat uppi með alls konar fréttir og frásagnir af Ólympíuleikunum. Ég hófst handa við að vinna eitthvað úr þessu og það endaði með því að ákveðið var að gefa út þetta rit,“ sagði Gísli við Morgunblaðið í gær en Íþrótta- og Ólympíusambandið efndi til útgáfuteitis í tilefni af út- komu bókarinnar í höfuðstöðvum sínum í Laugardal í gær. Gísli segist hafa verið síðustu fjögur ár samfellt að vinna að gerð bókarinnar en hann álítur að hann hafi byrjað að viða að sér efni fyrir um 20 árum. Sjálfur hefur Gísli verið við- staddur sex Ólympíuleika en hann var um árabil forseti ÍSÍ og formað- ur Ólympíunefndar Íslands. Gísli hefur í bókina safnað ýmsum fróð- leik um Ólympíuleikana en hann er sá Íslendingur sem er fróðastur er um þennan stærsta íþróttaviðburð sem haldinn er fjórða hvert ár. „Það var ekki létt verk að velja efni í bókina og hafna öðru en ég hefði með léttu getað skrifað helm- ingi stærri bók. Í bókinni er getið um árangur okkar Íslendinga á 15 leikum. Það er sagt frá öllum þátt- takendum og afreka þeirra getið. Það var sérlega gaman að vinna bókina og ég átti hreinlega erfitt með að hætta,“ sagði Gísli sem verður níræður á næsta ári. Bókin er rúmlega 500 blaðsíður og koma nöfn 1400 Íslendinga við sögu og mikill fjöldi ljósmynda prýðir ritið. Gísli Halldórsson hefur ritað bók um Íslendinga á Ólympíuleikum Morgunblaðið/Árni Sæberg Gísli Halldórsson, heiðursforseti Íþróttasambands Íslands, heldur hér á bók sinni, Íslendingar á Ólympíuleikum. Með honum á myndinni er Ellert B. Schram, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Átti hreinlega erf- itt með að hætta VERKALÝÐSFÉLAGIÐ Vaka á Siglufirði mótmælir tilkynningu um hópuppsögn starfsmanna Rækjuvinnslunnar Póla frá og með næstu mánaðamótum. Félagið tel- ur hópuppsögnina ólögmæta og skorar á fyrirtækið að draga upp- sagnir starfsmanna tafarlaust til baka. Signý Jóhannesdóttir formaður Vöku sagði að samkvæmt tilkynn- ingu fyrirtækisins hefði 21 starfs- maður fengið uppsagnarbréf. Segir fyrirtækið ekki fara að samráðsreglum Guðmundur Baldursson fram- kvæmdastjóri Ljósavíkur í Þor- lákshöfn, sem á og rekur Póla, sagðist mjög óhress með að mót- mæli verkalýðsfélagsins skyldu fara fyrst í fjölmiðla og vildi ekk- ert tjá sig um málið. Signý sagðist hafa farið yfir það með fram- leiðslustjóra fyrirtækisns að það ætti að hafa samráð vegna þessara uppsagna. Hún sagði að fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins hefði lofað framleiðslustjóranum að hafa samband við verkalýðsfélagið. „Það var ekki gert öðruvísi en að við fengum tilkynningu á faxi um kl. 12 í dag, (í gær) að þessu fólki hefði verið sagt upp störfum. Ég sendi mótmæli okkar til þeirra með sama hætti eftir hádegið. Fyrirtækið fer ekki eftir samráðs- reglum – samráð er ekki að til- kynna um gerðan hlut. Þó svo að samráðið hefði hugsanlega ekki breytt neinu, þá eru lög til þess að fara eftir þeim og það á að hafa samráð við trúnaðarmann ef fyr- irtæki áformar að segja upp fólki. Það samráð hefur ekki farið fram,“ sagði Signý. Hún sagði að í tilkynningu sem lesin var upp fyrir hluta starfs- manna í lok vinnudags á miðviku- dag hefði komið fram að fyrirtæk- ið væri í viðræðum um sölu þess og að hugmyndir nýrra eigenda væru að ráða starfsfólkið og hefja vinnslu strax eftir áramót. „Ef það er eitthvað að marka, þá er alveg spurning hvort uppsögnin er ekki líka ólögleg út frá lögum um aðild- arskipti fyrirtækja. Þarna eru því hugsanlega tvenn lög brotin.“ Hefur misst skipin Ask og Gissur Signý sagði að það kæmi í sjálfu sér ekki á óvart að til tíðinda drægi hjá fyrirtækinu. Það hefði misst frá sér skipin Ask og Gissur og einmitt þess vegna hefði verið ástæða til að hafa samráð og funda með starfsfólkinu. „Við höfum ekki fengið nein viðbrögð frá fyrirtæk- inu og ég er ekki vön að fá mikil viðbrögð. Það er eins og að það sé erfitt að halda sambandi við Ljósa- vík – það er langt í Þorlákshöfn. En fyrirtæki hafa þurft að draga uppsagnir til baka, ef þau hafa staðið svona að málum, “ sagði Signý og nefndi Brim og Varn- arliðið í því sambandi. Um 25-30 manns eru á atvinnu- leysisskrá á Siglufirði en innan við 400 félagsmenn greiða félagsgjald til Vöku. Innan félagsins eru iðn- aðarmenn, verkamenn, sjómenn og verslunarmenn og að sögn Signýj- ar hefur atvinnuástand sjómanna verið að versna á síðustu mán- uðum. Vaka mótmælir tilkynningu um hópuppsögn starfsfólks Rækjuvinnslunnar Póla Tuttugu og einn starfs- maður fékk uppsagnarbréfLESENDUM mbl.is er að venjuboðið upp á að senda vefjólakort tilvina og vandamanna. Geta allir skrifað kveðju og valið ókeypis mynd en boðið er upp á 20 mismun- andi myndir. Þeim sem skrá sig sérstaklega býðst einnig aukin þjónusta, svo sem yfirlit yfir hverj- um þeir hafi sent jólakort og tölvu- póstur sem staðfestir að kort hafi verið lesin. Þá geta skráðir not- endur keypt myndir úr Myndasafni Morgunblaðsins og látið þær fylgja með jólakortinu. Hver mynd úr Myndasafninu kostar 500 kr. Þeir sem senda jólakveðju frá mbl.is fara sjálfkrafa í verðlaunapott og geta unnið til verðlauna frá Hans Petersen. 1. verðlaun eru stafræn myndavél að verðmæti kr. 39.900 en 2.-10. verðlaun stafræn fram- köllun á 28 myndum. Hægt er að nálgast vefinn með því að smella á hnapp efst í vinstra horni á forsíðu mbl.is og einnig er tengill undir hausnum Nýtt á mbl.is á sömu síðu. Hægt að senda jóla- kort á mbl.is ÁRNI Magnússon félagsmálaráð- herra segir að víðtækt samráð hafi verið haft við hagsmunaaðila við und- irbúning tillagna ríkisstjórnarinnar um að koma á 90% húsnæðislánum. Tilkynnt var í gær að slík lán verði veitt innan vébanda Íbúðalánasjóðs. Guðjón Rúnarsson, framkvæmda- stjóri Samtaka banka og verðbréfa- fyrirtækja, sagðist í Morgunblaðinu í gær ekkert hafa orðið var við það samráð, við gerð tillagnanna, sem fé- lagsmálaráðherra hafi boðað í sumar. „Ég vísa þessu á bug og tel þvert á móti að við höfum haft mjög víðtækt samráð við alla sem okkur þótti að málið ætti erindi við,“ segir Árni. Því til staðfestingar tók ráðuneytið sam- an lista yfir alla aðila sem ráðgjafa- hópur fundaði með við undirbúning tillagnanna. Bankastjórar og stjórn- armenn allra viðskiptabanka eru þar á meðal nema Kaupþings Búnaðar- banka. Sagt er að stjórnarformaður og bankastjóri hafi ekki haft tök á að hitta ráðgjafahópinn þegar samráðið stóð yfir. „Við höfum farið yfir málið með mjög stórum hópi manna. Bæði á tveimur fundum formlegs skipaðs samráðshóps og svo við hvern og einn aðila sem að málinu koma.“ Fundað var með fjölmörgum aðilum Árni Magnússon félagsmálaráðherra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.