Morgunblaðið - 29.11.2003, Page 9

Morgunblaðið - 29.11.2003, Page 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 9 BÖRKUR NK kom til hafnar í Neskaupstað í fyrrakvöld með um 1.100 tonn af kolmunna. Með þeim farmi hefur fiskimjölsverk- smiðja Síldarvinnslunnar á staðn- um tekið á móti 200 þúsund tonn- um af hráefni það sem af er árinu og mun það vera mesta magn sem ein verksmiðja hérlendis hefur tekið á móti á einu ári. Aflinn skiptist í 113 þúsund tonn af kolmunna, 63 þúsund tonn af loðnu og 24 þúsund tonn af síld og síldarafskurði. Þess má geta að Börkur, sem fyllti upp í 200 þúsund tonnin í gær, hefur borið að landi um eina milljón og þrjá- tíu þúsund tonn af fiski á þeim rúmlega 30 árum sem liðin eru síðan Síldarvinnslan keypti hann til landsins, eða síðan í febrúar 1973. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Strákarnir í vaktherbergi bræðslunnar hafa brætt 200 þús. tonn á árinu. 200 þúsund tonn í bræðslu það sem af er ári VÁKORT af suður- og vesturströnd Íslands var kynnt á vegum bráða- mengunarnefndar Umhverfisstofn- unar í gær en á slíkt kort er safnað saman upplýsingum um náttúrufar og önnur verðmæti sem gætu verið í hættu ef til mengunarslyss kemur. Kristján Geirsson, verkefnisstjóri hjá Umhverfisstofnun, kynnti vá- kortið en upplýsingar þess eru einnig gagnlegar vegna skipulags- mála og framkvæmda og nýta má þær einnig t.d. í rannsóknum á líf- ríki við ströndina. Á fundinum var einnig kynnt verkefni um dreifingu olíumengun- ar í hafi samkvæmt niðurstöðum reklíkans, sem Anna Fanney Gunn- arsdóttir hefur unnið. Þá fór og fram umræða um þessi atriði svo og um fyrstu skref við viðbrögðum. Bráðamengunarnefnd umhverf- isráðuneytisins hefur unnið að gerð kortsins sem nær milli Öndverðar- ness á Snæfellsnesi og Víkur í Mýr- dal. Hugmyndin er að gefa út vá- kort af öðrum hluta strandlengjunnar en þetta svæði var tekið fyrir fyrst þar sem fara saman mikil umhverfisleg og fjár- hagsleg verðmæti og meiri áhætta en annars staðar þar sem þarna er aðal siglingaleiðin til og frá landinu, m.a. með olíu og önnur hættuleg efni. Eins og fyrr segir eru á vákorti upplýsingar um náttúruverðmæti og annað sem gæti verið í hættu ef mengunarslys verður. Einnig hefur verið reynt að skrásetja hugsanlega mengunarþætti á viðkomandi haf- og landsvæði og í þriðja lagi eru tengdar saman upplýsingar um veðurfar, strauma, samgöngur, við- bragðsaðila, sérfræðinga og stofn- anir. Kristján Geirsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið að með vákortinu megi því betur samhæfa aðgerðir vegna hugsanlegra meng- unarslysa, því sé ætlað að verða megin stuðningstæki viðbragðs- aðila við skipulag aðgerða. Verður áfram í þróun Kristján segir að nokkur atriði vanti enn á vákortið, t.d. um fuglalíf úti á hafi. Varpsvæði og hegðan fugla á landi og við strönd sé al- mennt nokkuð þekkt en ekki sé mikil vitneskja um fugla á sjó sem gætu t.d. orðið fyrir mengun. Einn- ig sagði Kristján vanta betri kort af fyrstu metrum lands út frá strönd- inni, til væru landakort og síðan sjókort sem taka við á 6 m dýpi en þarna á milli vantaði frekari kort- lagningu. Lagt er til að hlutast verði til um kortlagningu strandsvæða frá 15 m dýpi og upp að 10 til 15 metra hæð yfir meðalsjávarmáli. Stefnt er að frágangi vákortsins um áramótin og síðan að gerð vá- korta fyrir aðra hluta strandlengj- unnar. Með fyrsta kortinu hefur að- ferðafræði verið þróuð og sagði Kristján kort sem þessi þurfa að vera í stöðugri þróun þar sem sífellt bættist við þekkinguna. Segir hann að bráðamengunarnefndin muni hvetja til þess að viðeigandi aðilar muni halda áfram þeirri vinnu sem hafin er. Vákort af suður- og vesturströndinni kynnt Skipuleggja viðbrögð við mengunarslysum Morgunblaðið/Jim Smart Kynninguna um vákort sátu m.a. fulltrúar ráðuneyta, sveitarstjórna, hafna, lögregluembætta, olíufélaga og stofnana sem fjalla um mengunarvarnir. Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 Klapparstíg 44, s. 562 3614 Nýtt útlit í stáli Froðuþeytari fyrir cappucino Verð 2.995 Gylltar jólaskyrtur Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—16 Ullar-„duffle coats“ Opið sunnudag 13-17 Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00. Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Bolir, peysur, peysusett Buxnadragtir frá st. 34 Opið í dag kl. 10-16 Litla JÓLABÚÐIN Grundarstíg 7, 101 Reykjavík, sími 551 5992 Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 11-16 og sun. kl. 13-16. Augabrúnaplokkari þessi góði nú á tilboði kr. 1390 áður kr. 1990 CHANGE • Smáralind • Sími 517 7007 Brjóstahaldarar í stærðum 70A-100H. Úrval af fallegum sloppum og náttfatnaði. Glæsilegur undirfatnaður Opið virka daga frá kl. 11-18, laugardaga kl. 11-15. Sigurstjarnan, Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin), sími 588 4545. 50% afsláttur af leikföngum Ný blússusending v/Laugalæk • sími 553 3755

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.